Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRfL 1984 41 Akranes: Söngleikur sviðsettur í haust Akranesi 9. apríl. SÖNGDEILD Tónlistarskólans á Akrancsi hélt rjáröflunartónleika í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardag- inn 7. apríl sl. Þar voru flutt íslensk og erlend sönglög m.a. vinsælir dú- ettar. Einnig voru fluttir í konsert- formi nokkrir kaflar úr söngleiknum „Pirates of Penzance“ eftir Gilbert og Sullivan, en það verk hefur verið í æfingu í vetur í íslenskri þýðingu og mun ætlunin að það verði sviðsett á Akrancsi í haust. Söngkennari skólans, Unnur Jensdóttir, mun ann- ast allan undirleik nemenda á tón- lcikunum. Karlakór íslcnska Járn- blendifélagsins söng einnig nokkur lög undir stjórn Matthísaar Jónsson- ar við undirleik Bjarka Sveinbjörns- sonar. Aðgangseyrir á tónleikana gekk upp í kostnað vegna uppfærslu söngleiksins. Það er ekki á hverjum degi sem söngleikur er settur upp á Akra- nesi og af því tilefni ræddi frétta- ritari Mbl. við nokkra þátttakend- ur. Þegar komið var í sal Bíóhallar- innar hljómuðu raddir þeirra Ragnhildar Theódórsdóttur og Wilma Young í „Barkarollunni" úr Ævintýrum Hoffmanns. Við spurðum Jón Karl Einarsson skólastjóra Tónlistarskólans um aðdraganda þessara tónleika? „Það er allt til komið út frá því að við ætlum að sviðsetja söng- leikinn „Sjóræninginn frá Penz- ance“ í íslenskri þýðingu kennara Tónlistarskólans. Þessir tónleikar voru haldnir til að afla fjár vegna þeirrar uppfærslu. í þessum söngleik koma fram flestir þeir nemendur sem stunda nám í söng- deildinni og auk þess nokkrir fé- lagar úr Kirkjukór Akraness og kór Íslenska Járnblendifélagsins. Unnur Jensdóttir og Wilma Young Jón Karl Einarsson skólastjóri og Guðrún Ellertsdóttir syngja í Síg- aunabaróninum. stjórna æfingunum, en Wilma hefur tekið þátt í uppfærslu þessa söngleiks í Skotlandi þar sem hún stundaði nám. Þar er hann vin- sælt verkefni hjá nemendaleik- húsum." — Við spurðum Jón að lokum hve langt æfingar á söngleiknum væru komnar? „Við erum þegar búnir að æfa alla kóra, og einsöngvararnir eru langt komir með sitt.“ Skemmtilegast að geta á gamalsaldri verirt í námi hjá menntuðum tónlistarmönnum Einn af einsöngvurunum á tón- leikunum var Kristján Elís Jón- asson kennari við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi. Hann stundar söngnám í frístundum sínum við Tónlistarskólann, svokallað stigsnám og ætlar að ljúka 8. stigi á næstunni. Við spurðum Kristján um söngnám hans. „Þetta er nú mest til gamans gert. Ég hef nú sungið töluvert áð- ur og persónulega finnst mér skemmtilegast að geta á gamals- aldri verið í námi hjá menntuðum tónlistarmönnum. I skólanum er einstaklingskennsla og þar tekst ég á við námsefni, og fyrir utan það er ég í skemmtilegum félags- skap. Fyrir utan námið komum við oft saman og höldum músík- fundi, þá syngjum við hvert fyrir annað, það tel ég vera mjög lær- dómsríkt," sagði Kristján. Þess má geta að Kristján hefur mikið tekið þátt í leiklistarstarf- semi hér á Akranesi og áður á Húsavík. Við spurðum Kristján hvort hann hafi sungið mikið í leikritum sem hann hefur tekið þátt í? „Ég hef tekið þátt í leiklistar- starfsemi í 20 ár og sungið þar töluvert. Reyndar var mitt fyrsta hlutverk á Húsavík í söngleik." I>etta verkefni er ekki ofvióa skólanum |»ó hann sé úti á landi Við náðum tali af Unni Jens- dóttur söngkennara og spurðum hana hvernig æfingar hefðu geng- ið? „Þegar maður hugsar um hve margir úr hópnum eru tiltölulega óvanir að syngja svona músík, þá er víst ekki annað hægt að segja en þetta hafi gengið vel. Þeir voru _ nokkuð fleiri sem byrjuðu í haust, en allir áttu að ráða því hvort þeir væru með eða ekki svo nú eru þeir eftir sem best finna sig í þessu og hópurinn er mjög samstilltur og skemmtilegur." — En hvað er skóli úti á landi að berjast við að setja upp söng- leik? „Skóli út á landi. Ég skal segja þér það að þetta verkefni er alls ekki ofviða þessum skóla, hvort sem hann er úti á landi eða ein- hvers staðar annars staðar. Til- gangurinn með þessu frá mínum sjónarhóli er auðvitað að kynna nemendunum fleiri hliðar á söngnáminu, að gera starf skólans fjölbreytilegra, ekki síst út á við, svo að bæjarbúar sjái að það eru hlutir að gerast í þessari stofnun.“ Við þökkuðum Unni fyrir og snerum okkur að Pálínu Skúla- dóttur en hún er nemandi á tón- listarbraut Fjölbrautaskólans á Akranesi. — Nú átt þú að syngja hlutverk stúlkunnar í ástardúettinum, sem nauðsynlegir virðast í öllum óper- um. Hvernig er að standa í spor- um ;,stórstjarnanna“? „Ég lít nú ekki svo á að ég standi í þeirra sporum. Ég stend og geri eins vel og ég get. Ég er ekki búin að læra söng svo lengi, þó ég hafi sungið með kórum í nokkur ár.“ — Hvernig finnst þér þá breyt- ingin? „Það er nú mesti munurinn, kórmúsíkin er oft svo þung, eða sungið þannig, þessi er aftur á móti öll upp á léttleikann, en ég vil þó ekki segja að hún sé neitt léttmeti." - J.G. Verðlækkun: SImicromaíS ■ ■^SWISSQUARTZ^^JH ATH: ÞETTA ERU AÐEINS NOKKUR SÝNISHORN LAS 4 10Y Var 3.477 Nú 2.928 4 skífulitir Gullhúðað LA 340Y Var 3.554 Nú 2.793 3 skífulitir Gullhuðað LA 364Y Var 4.389 Nú 3.300 3 skífulitir Gullhuðað LA 262Y Var 4.218 Nu 3.950 1 skifulitur Gullhuðað Vegna 75 ára afmælis úrsmíðavinnustofu Michel- sens tókst okkur aö fá rosalega verðlækkun á úrum frá Microma Swiss Quarts. FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK 2ára ábyrgð Ingvar Benjamínsson úrsmiöur Miöbæ Háaleitisbr. S-30720. Reykjavík. 2ára ábyrgð Guömundur Þorsteinsson Bankastræti 12. S-14007. Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.