Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 56 AFS á íslandi: Heimili erlenda vantar fyrir skiptinema Hópur íslenzkra skiptinema, sem njóta nú gestrisni á erlendum heimilum. Þetta er aðeins hluti þess hóps, sem nú dvelur erlendis, en aðstandendur AFS á íslandi óttast, að tækifæri islenzkra ungmenna minnki til slíkrar dvalar, ef ekki tekst að útvega fleiri íslenzk heimili handa erlendum skiptinemum. Á landsbyggðarráðstefnu skiptin- emasamtakanna AFS á íslandi, sem haidin var í Reykjavík nýverið, kom m.a. fram að eitt crfiðasta viðfangs- efni deildanna á hverjum stað er að útvega fjölskyldur fyrir erlenda skipti- nema, sem sækja árlega í stórum hópi um að koma til íslands, - stærri hóp- um en nokkru sinni hefur verið unnt að sinna vegna skorts á heimilum. Á sama tíma og AFS á fslandi sendir 110 íslenzka nema til útlanda, tekur það einungis á móti 50 erlendum nemum til dvalar hér. Landsbyggðarráðstefnan sem haldin var dagana 24. og 25. marz sl. var vel sótt og voru mættir full- trúar frá öllum deildum og stöðum þar sem AFS hefur starfsemi. Á þessum vetri hafa verið stofnaðar deildir á Suðurnesjum, Austurlandi og Húsavík. Á ráðstefnunni kom fram sterkur vilji til þess að deild- irnar verði sem sjálfstæðastar og að einn liður í því sé að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Miklar umræður urðu á fundin- um um fjölskylduöflun fyrir er- lenda skiptinema. Ekki er hægt að vista erlenda ársnema annars stað- ar en þar sem viðeigandi mennta- stofnanir eru fyrir hendi. Hér er einkum átt við mennta- og fjöl- brautaskóla. Fulltrúar frá AFS á Austurlandi og Akranesi sögðu að þrátt fyrir góðar menntastofnanir á þeirra svæði, þ.e. Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann á Akranesi, hefði ekki verið unnt að bjóða erlendum nema námsdvöl, því hvorki á Egilsstöðum né Akranesi hefðu fengist fjölskyldur. AFS hefur tekið að sér ýmis ný verkefni, svo sem að senda nema til sumardvalar og útvega kennara til starfa í Ghana. Á næstunni mun félagið hefja undirbúning að svo- kölluðu YWP (Young Workers Program) sem er ætlað ungu iðnað- ar- og verkafólki og einnig er í at- hugun að hefja nemendaskipti á grunnskólastigi, en þau eru þegar hafin milli ýmissa Evrópulanda. Á þeim 27 árum sem AFS hefur starfað hér á landi, hafa 550 ís- lenskir nemar farið til náms er- lendis á vegum samtakanna, en 230 erlendir nemar dvalið á íslandi. Stjórn AFS á íslandi skipa: Kristín Sigurðardóttir formaður, Pétur Þórir Pétursson gjaldkeri og Mar- grét Gunnarsdóttir ritari. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Sólveig Karvelsdóttir. FALLEGT ÚR ER GÓÐOG NYTSÖM GJÖF Leitið til úrsmiðsins, hann býður aðeins vönduð úr í mörgum verðflokkum, auk þess tryggir hann örugga þjónustu. Merkið er í glugga fagmannsins. /V \ MEPKI URSMIOAFELAGS ISLANDS £ i MERKl URSMIOAFELAGS ISLANDS TRYGGIR GÆOI OG PJONUSTU V TRYGGIR GÆOI OG PJONUSTU ■ ■ % rn JL MVA OFURKRAFTUR - |W! \#A DTA - OFURKRAFTUR - ▼ V A\IV I AK ~ ÓTRÚLEG ENDING hitastillta baðblöndunartækið slær í gegn fyrir tæknilega hönnun, fallegt útlit og ótrúlegt verð! Stöðugur baðvatnshiti, handstýring á kaldasta og heitasta vatnshitanum. Bamaöryggi. Auóvelt í notkun, auðvelt að halda hreinu. Keramik þétting, drýpur því ekki. Allt þetta fyrir ótrúlegt verð. Endurnýjið með Danfoss það borgarsig - svo er það svo þægilegt. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 24260 FRAMLEIÐENDUR BETRI BÍLA í EVRÓPU VELJA VARTA RAFGEYMA í BÍLA SÍNA Það segir meira en mörg orð. Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og fleiri, velja VARTA rafgeyma, enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol, eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir. 60 AMP-stundir kr. 1.494.00. 70 AMP-stundir kr. 1.788.00. Hentar flestum gerðum bifreiða. Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi, og ísetningu á staðnum. VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.