Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Dregur úr at- vinnuleysinu ATVINNUÁSTAND virðisl óðum vera að færasl í svipað horf og var á sama líma í fyrra eftir erfiða bvrjun fyrstu mánuði ársins vegna þess hve vertíð fór seint af stað, stirðra gæfta og minni afla framan af, að því er segir í marsyfirliti vinnumáladeildar félags- málaráðuneytisins. í marsmánuði fækkaði atvinnu- leysisdögum um 18 þúsund frá febrúar og atvinnulausum á land- inu fækkaði um 800. Atvinnuleys- isdagar í mars voru skráðir 38.500 (56.500 í febrúar), sem svarar til að tæplega 1800 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn eða 1,6% af mannafla skv. áætlun Þjóð- hagsstofnunar. „Atvinnuástandið á höfuðborg- arsvæðinu og þó einkum á Norður- landi eystra hlýtur þó að vera nokk- urt áhyggjuefni nú, þegar sá tími fer í hönd að mannafli á vinnu- markaði eykst verulega, en gera má ráð fyrir því að mannaflinn aukist um 3000 manns að meðaltali næstu fjóra mánuði, eftir því sem skólar ljúka starfsemi sinni,“ segir í mán- aðaryfirliti ráðuneytisins. Stóri földungur, gjölnir og lýr í vertíðaraflanum NOKKUÐ hefur borið á því að kynjafiskar hafi komið í net og troll hér við land að undanfórnu. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Gunnar Jónsson, fiskifræðing, af þessu til- efni og sagði hann að hér væri um þrjár fisktegundir að ræða, stóra fóldung (alepisaurus ferox), gjölni (alcpoeephalus hairdii) og líklega lý (pollachius pollachius). Gunnar sagði að stóra földungi, sem er af laxsíldaætt, hefði verið landað á Höfn í Hornafirði. Stóri földungur er miðsævisfiskur og getur orðið allt að 2 metrar á lengd. Hans varð fyrst vart 1844 við Vestmannaeyjar. Síðan 1909 hafa margir ýmist veiðst eða fundist reknir á fjörur frá Eystra-Horni, vestur og norður, allt til Eyjafjarðar. Lítið er vitað um stóra földung. Hann mun þó vera gráðugur ránfiskur eftir tönnunum að dæma. Gjölnir, sem er af berhausaætt, veiddist suður af Stórhöfða. Hér við land finnst gjölnir helst á miklu dýpi undan suður- og suð- vesturströndinni og er orðinn fremur algengur fengur eftir að togarar tóku að leita fiskjar á dýpri miðum. Gjölnir veiddist fyrst sumarið 1903 á 500 m dýpi suður og austur af Vestmannaeyj- um. Gjölnir er botn- og djúpfisk- ur. Þriðji fiskurinn veiddist á Sel- vogsbanka og sagði Gunnar að eft- ir lýsingum að dæma væri þar kominn lýr, af þorskaætt. f bók- inni íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson segir að Jónas Hall- grímsson, skáld og náttúrufræð- ingur, hafi talið að lýr, sem hann vildi nefna gullufsa, hefði fengist í Eyjafjallasjó og er það talið senni- legt. 1938 veiddist lýr á Selvogs- banka og hafa margir veiðst síðan. ICFI ANDAIR Ifíl ANDS TIJRISTRAD V ■ íslensk ferðaþjónusta kynnt í Kaupmannahöfn Ilagana 14.—18. mars var ferða- sýningin REJS-84 haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn. Ferðamálaráð og Flugleiðir tóku á leigu sýningarpláss á svæðinu og kynntu ferðir til ís- lands, í samvinnu við Ferða- skrifstofu ríkisins, Ferðaskrif- stofu BSÍ, Samvinnuferðir- Landsýn, Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar, Ferða- skrifstofuna Úrval, Ferðaskrif- stofuna Útsýn og Ferðaþjónustu bænda. Fjöldi sýningargesta heim- sótti íslenska sýningarsvæðið. Samtals sóttu um 38 þúsund gestir sýninguna. Frestur krítarkortafyrirtækjanna senn á enda: Kaupmenn staðráðnir í að segja samningum upp KAUPMENN virðast staðráðnir í að segja upp samningum sínum við krít- arkortafyrirtækin Visa og Eurocard frá og með næstu mánaðamótum til- kynni þau ekki lækkun þóknunar fyrir páska. Gunnar Snorrason er formaður nefndar, sem ræddi við krítar- kortafyrirtækin fyrir hönd rúm- lega 20 verslana eftir að þær höfðu farið fram á að fyrirtækin tækju lægri þóknun en verið hefði. Hann tjáði blm. Mbl., að kaup- menn hefðu fundað vegna þessa máls í gær og lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að engin jákvæð viðbrögð hefðu enn borist. Þeim hefði verið gefinn frestur til 20. apríl til þess að lækka þóknunina, en enn hefði ekkert gerst. „Ég geri fastlega ráð fyrir að allar þær verslanir, sem stóðu að upphaflegu kröfunni, og fleiri til, segi samningunum við fyrirtækin upp fyrir mánaðamótin komi þau ekki til móts við kröfur okkar,“ sagði Gunnar. „Ef þessi þóknun lækkar ekki erum við hræddir um að hún komi fram í hærra verðlagi og það er nokkuð, sem við viljum afstýra með öllum tiltækum ráð- um.“ Fjölþætt þjónusta á gömlum grunni llvannatúni í Andakíl, 7. apríl. BÍLA- og búvélaverkstæðið Véla- bær hf., að Bæ í Borgarfirði. Þetta gæti verið algengt nafn á verk- stæði til sveita, þar sem margir hugsa sér, að geta fengið fyrstu bráðabirgðaviðgerð, þannig að áfram megi halda í það skipti. En það á ekki við þetta verk- stæði. Eftir síðustu stækkun, sem tekin var í notkun að fullu á sl. ári er gólfflötur nú um 500 m2 og rúmgott um alla þætti verk- stæðisins. Það þarf enginn Borgfirðingur að fara langt til að fá fullkomna þjónustu fyrir bílinn eða búvélarnar. í hljóðlátum enda byggingar- innar er Pétur Guðmundsson að stilla bíl með nýjum fullkomnum mótor- og hemlastillingartækj- um. Hann sagðist kunna vel við að geta bæði heyrt í vél bílsins og séð mælitækin, þegar hann fínstillir gang vélarinnar eftif nákvæmar mælingar. Sprautun fer fram í lokuðum klefa eins og sérhæfð málningar- verkstæði nota. Tveir nýspraut- aðir bílar sýndust sem nýir, ef fréttaritari hefði ekki vitað ann- að. Ryðvörn Nýjasta þjónustan er ryðvörn. Með bestu fáanlegu efnum og fullkomnum tækjabúnaði er hægt að fá endurryðvörn eða fyrstu ryðvörn, því Vélabær hf. er með söluumboð fyrir nokkra bíla- og búvélainnflytjendur. „Ég hef stundum ekið bílum hingað í ryðvörn fyrir viðskipta- vini í Borgarnesi,“ segir Símon Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri, „það sparar tvær ferðir til Reykjavíkur og mikla fyrirhöfn fyrir bíleigendur". Það er auðséð hvílíkur kostur það er fyrir bíl- eigendur í Borgarfirði ofan Skarðsheiðar að hafa aðgang að svo fullkomnu verkstæði. Slærsti vinnuveilandinn „Vélabær hf. er stærsti vinnu- veitandinn í sveitum Borgar- fjarðar ofan Skarðsheiðar, utan skólanna. Hér vinna 9 menn og verkefni hafa verið jöfn og næg í allan vetur,“ segir Einar Gísla- son, stjórnarformaður, sem unn- ið hefur hjá Vélabæ síðan hluta- félagið með 40 hluthöfum var stofnað 1980. Hann hafði verk- stæðið á leigu í nokkur ár á með- an Búnaðarfélag Andakíls- hrepps átti það. Eru bráðum 30 ár síðan búnaðarfélagið byggði fyrsta hluta húsnæðisins og hef- ur það verið margstækkað síðan. Við verkstæðið starfar raf- virki. Hann sér um alla sérvinnu við verkstæðið og vinnur við al- mennar raflagnir í sveitunum jöfnum höndum. Vélabær lætur í té sérfræði- þjónustu í allar gerðir heybindi- véla fyrir allt Vesturlandskjör- dæmið. Varahlutalager í svo fjölþætta þjónustu er að sjálf- sögðu takmarkaður, en daglegar samgöngur frá Reykjavík leysa Einar Gíslason við aðra lyftuna. MorKunblaöið/Diðrik. þann vanda. „Vélabær hefur varahlutaþjónustu fyrir nokkur umboð og eigum við mikið í þær tegundir." Þannig lýkur tali okkar Símonar um leið og hann hverfur til að ganga frá verk- beiðni bíleiganda. D.J. Grásleppu- veiðin eins og í meðalári - segir Guðmundur Halldórsson á Húsavík „ÞAÐ MÁ segja að grásleppuaflinn hér norðanlands og austan sé eins og í meðalári og útlitið er því held- ur betra en tvö síðastliðin ár, en þau voru afskaplega léleg. Það voru fluttar út tæpar 7.000 tunnur af hrognum í fyrra og á milli 5.000 og 6.000 árið áður,“ sagði Guð- mundur Halldórsson, útflytjandi á Húsavík, í samtali við Morgunblað- ið. Guðmundur sagði, að afli hefði aðallega verið mikill í fjölmiðl- um, en þar hefði verið talað um mjög góða róðra. Skýringin á því væri hins vegar sú, að vegna þess hve stormasamt væri, kæmust menn sjaldnar á sjó til að draga netin og því væri oft mikið í þeim eftir langa legu. Viðskiptaráðuneytið ákvað fyrir skömmu lágmarksverð á hrognum til útflutnings og er þar um að ræða lítilsháttar lækkun í dollurum talið frá síðasta ári. Þá var lágmarksverð á tunnu um 330 dollarar, en er nú um 310 eða 20 dollurum lægra. Aðspurður sagði Guðmundur, að hann vildi ekki tjá sig um þessa verðákvörð- un að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.