Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Lífshættulegar tilfinningar Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: BROS UR DJÚPINU eftir Lars Norén. Þýðandi: Stefán Baldursson. Lýsing: Daníel Williamsson. Dans: Nanna Olafsdóttir. Leíkmynd og búningar: Pekka Ojamaa. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Á viðkvæmum stað (allir stað- ir í leikritinu eru reyndar við- kvæmir) í leíkriti Lars Norén er talað um leikróng. Persónur skáldsins eru eins konar leikföng sem hann kallar fram á svið, leikur sér að. Það er ekki alveg ljóst hvert leikurinn stefnir eða hvernig hann endar. Hið óvænta getur alltaf skotið upp kollinum. En persónurnar fá að engjast, þjást í höndum skáldsins. Ein þeirra talar upi bitra uppgötvun þess að tilfinningar geti eyðilagt allt. Og það er ymprað á tilfinn- ingum eins og í spegli. Það er mikið myrkur í verkum Lars Norén. En samt eru þau vísbending um leið út úr myrkr- inu. Ekki síst Bros úr djúpinu. Þetta afhjúpandi verk getur fyllt okkur kvíða, jafnvel örvæntingu, en í samræmi við óskir skáldsins getur það líka hvatt okkur til að breyta lífi okkar, endurskoða allt, segja hingað og ekki lengra. Fjölskyldan í Brosi úr djúpinu er ef til vill ekki venjuleg. Engu að síður er hún að mörgu leyti dæmigerð fyrir samtímann. Hel- ena, danshöfundur og ballerína, er í upphafi leiks nýkomin af geðveikrahæli. Eðvarð, maður hennar, er rithöfundur sem ekki getur skrifað, að minnsta kosti í bili. Þau eiga saman barn sem Helena á erfitt með að sætta sig við og getur ekki nálgast eins og móðir. Júlía, móðir hennar, hugsar um barnið. Á heimilinu er líka stödd Elín, systir Helenu. Við sögu kemur einnig Jane, herbergisfélagi Helenu á hælinu. Miskunnarlaust uppgjör ligg- ur í loftinu strax í byrjun leik- ritsins. Það vitnast að faðir Hel- enu, sem er látinn, hefur með einhverjum hætti notað hana kynferðislega. Þannig hefur ver- ið komið fram við hana í bernsku af hálfu foreldranna að hún ber sár sem ekki gróa. Samband hennar við eiginmanninn er þrungið kvalalosta, hann er orð- inn viljalaust rekald og girnist mest systurina, Elínu. Átakan- legt samband mæðgnanna spegl- ar sambandsleysið. Helena hefur ekki notið þeirrar móðurástar sem hún þráði. Aðeins Jane, hin sjúka og niðurbrotna kona, getur veitt Helenu blíðu sem hún þarfnast. Jane hefur lent á hæl- inu vegna þess að dag einn komst hún að því að sonur henn- ar á í ástasambandi við fóstra sinn, eiginmann hennar. Allt er á einhvern hátt öfugsnúið í Brosi úr djúpinu. í rauninni eru persónurnar ósköp eðlilegar. Þær hafa bara orðið leiksoppar, leikföng ein- hverra afla sem kannski búa í þeim sjálfum. Þær freista þess að horfast í augu við raunveru- leikann, kafa í eigið sálarlíf. En hvernig eiga þær að komast að niðurstöðu þegar maðurinn skynjar aðeins sjálfan sig til hálfs, þekkir ekki sjálfan sig þótt hann haldi? Skáldið reynir að finna leið út úr svartnættinu, en rekst sífellt á meira svart- nætti. Kjartan Ragnarsson leikstjóri hefur í náinni samvinnu við leikmyndateiknarann, Pekka Ojamaa, skapað eftirminnilega sýningu. Að vísu hefur grimmd verks- ins verið stillt í hóf. Óvægið mál skáldsins hefur dofnað nokkuð í íglensku gerðinni. Speglamál Pekka Ojamaa undirstrikar þó vel angistina. Hanna María Karlsdóttir leik- ur Helenu og gerir það þannig að túlkun hennar verður allt því óhugnanleg á köflum. Hanna María er einkar trúverðug í þessu hlutverki, fullkomlega eðlileg innan þess ramma sem leikskáldiö setur henrii. Sá rammi rúmar mikið, gefur ótal tækifæri sem nýtast. Annað stórt hlutverk, Júlía, er í höndum Sigríðar Hagalín. Sig- ríður bregst ekki, er fyllilega sjálfri sér samkvæm leikinn á enda. Leikur hennar heldur áfram að vekja til umhugsunar eftir að tjaldið fellur. Jafn þróttmikill leikur er sjaldséður. Sigurður Skúlason hefur löng- um getað túlkað mótsagna- kenndar persónur, hráar, öfga- fullar. Það gerir hann einnig vel að þessu sinni í gervi Eðvarðs. En á stöku stað er líkt og boginn sé spenntur of hátt. Rödd Sig- urðar er hljómmikill og hann þarf ekki að reyna mikið á hana. ER FRAMTÍÐIN Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt, rautt, grátt blátt og svart. • Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m. klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihluti t.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. ER BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Ragnar Ragnarsson og Halldór Hauksson við hina nýju vél sína. Nýjung á Akureyri: Prenta á tölvupappír Nýir eigendur aö Prentsmiöju Björns Jónssonar Akurevri, 10. apríl. UM SIÐUSTU áramól urðu eigenda- skipti á Prentsmiðju Björns Jóns- sonar á Akureyri. Aðaleigendur nú eru Halldór Hauksson og Ragnar Ragnarsson og reka þeir fyrirtækið undir nafninu Fontur hf. Prent- smiðjan mun verða rekin áfram með svipuðum hætti og verið hefur, og verður þar veitt alhliða prentþjón- usta. Eina nýjung hafa þeir félagar þó tekið upp, en þeir hafa fengið vél, sem vinnur tölvupappír úr rúllum og prentar á pappírinn um leið og hann er gataður. Er þetta fyrsta vél sinnar tegundar utan Reykjavíkursvæðisins og sögðust þeir félagar vænta þess að fyrir- tæki norðanlands beindu viðskipt- um sínum til þeirra, þar sem þeir seldu pappírinn á sama verði og fyrirtæki fyrir sunnan. Ætti því að vera hentugara fyrir fyrirtæki á Akureyri að hafa pappírinn nán- ast við hendina og geta pantað eft- ir þörfum en ekki að taka birgðir til margra mánaða í senn. Halldór og Ragnar, sem báðir voru áður búsettir í Reykjavík, töldu að tölvuvæðing væri mun skemur á veg komin hér fyrir norðan en á Reykjavíkursvæðinu, en voru jafnframt ekki í vafa um að á næstunni yrði um verulega tölvuvæðingu að ræða hér og sögð- ust ekki efast um að nægur mark- aður væri fyrir framleiðslu þeirra á tölvupappír. Hjá prentsmiðjunni vinna að staðaldri um 10 manns og sögðust þeir félagar reikna með að fjölga yrði starfsfólki á næstunni. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.