Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Enn um eftírmál Þelamerkurmála: Valdníðsla eða embættisafglöp? eftir Anders Hansen Fyrir nokkru gerðist það, að Kennarasamband íslands ákvað að höfða mál á hendur mennta- málaráðherra fyrir ólöglega brott- vikningu Ormars Snæbjörnssonar kennara, úr starfi við Þelamerk- urskóla í Eyjafirði síðastliðið haust. Undirritaður reit grein um þetta mál í Morgunblaðið hinn 27. október síöastliðinn, þar sem með- al annars var beint nokkrum spurningum til Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráðherra. Ráðherrann hefur hins vegar enn ekki séð ástæðu til að svara spurn- ingum þessum, eða skýra málið á opinberum vettvangi, og verður málið því enn reifað hér og áleitn- um spurningum beint til ráðherr- ans. Upphaf málsins víðtækar deilur á Þelamörk Þar sem nokkuð er nú um liðið frá því Þelamerkurmál stóðu sem hæst, er rétt að rekja aðalatriði þeirra í nokkrum orðum áður en lengra er haldið. Síðastliðinn vetur gerðist það, að illvígar deilur blossuðu upp f heimavistarskólanum á Þelamörk í Eyjafirði. Upphaflega snerust þær um kennslutilhögun og fleira, en urðu brátt að mjög víðtækum og flóknum illindum, þar sem einkum voru á öndverðum meiði þeir Sturla Kristjánsson skóla- stjóri og Kjartan Heiðberg kenn- ari. Trúnaðarmaður kennara við skólann, Ormarr Snæbjörnsson, blandaöist síðan inn f deilurnar, vegna stöðu sinnar. Um skeið var málið áberandi f fjölmiðlum, og starfsmenn menntamálaráðuneyt- isins fóru oftar en einu sinni á vettvang til að kanna málið og reyna að setja deilurnar niður. óþarft er að rekja það mál til hlít- ar nú, en deilunum lauk loks með því að þeim Sturlu Kristjánssyni og Kjartani Heiðberg var báðum vikið frá störfum við skólann. Ormarr Snæbjörnsson hélt hins Anders Hansen vegar sinni stöðu, en var víttur af Ingvari Gíslasyni menntamála- ráðherra, fyrir að hafa keypt freyðivín fyrir tvo af fyrrum nem- endum skólans á Þelamörk, sem voru undir lögaldri. VínkaupamáliÖ í fljótu bragði mætti ætla, að vínkaupamálið tengdist ekki Þela- merkurmálum, en það gerir það einmitt, vegna þess að það var vakið upp í deilunum og notað af skólastjóranum, Sturlu Kristjáns- syni, er hann sá fram á að verða sjálfur rekinn frá skólanum. Þegar starfsmenn menntamála- ráðuneytisins voru nyrðra að kynna sér deilurnar á Þelamörk, komust þeir meðal annars að þvi að talsverð brögð höfðu verið að bruggi, áfengiseimingu, drykkju- skap og jafnvel sölu á áfengi frá heimavistarskólanum. Ormarr Snæbjörnsson skýrði ráðuneytis- mönnum jafnframt frá því, að vorið áður hefði hann keypt tvær flöskur af freyðivíni fyrir tvo af fyrrverandi nemendum skólans. Upplýstist að bæði skólanefndar- formaður og skólastjóri vissu um vínkaupamálið áður, en ákveðið hefði verið að gera ekkert í mál- inu. Eftir að sýnt varð, að Sturla Kristjánsson skólastjóri yrði lát- inn víkja frá skólanum, tók hann málið á hinn bóginn upp á ný, hálfu ári eftir að honum varð fyrst kunnugt um vínkaupin, og kærði þau til menntamálaráðu- neytisins. Hefur komið fram, að þetta gerði Sturla sakir þess að hann taldi Ormar Snæbjörnsson hafa verið sér andsnúinn í deilun- um og yrði hann að fara frá skól- anum, þá skyldi Ormarr einnig víkja. Órmarr skrifaði þá mennta- málaráðuneytinu bréf vegna þessa máls, játaði yfirsjón sína og baðst afsökunar á henni. Ingvar Gfsla- son svaraði með því að veita Ormari alvarlegar vftur, en lauk bréfi sínu á þvf að segja málið þar með úr sögunni af hálfu ráðuneyt- isins. Ragnhildur Helgadótt- ir verður ráðherra En málinu var ekki aldeilis lok- ið, þegar þarna var komið sögu. Áður en Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra lét af störfum vorið 1983, hafði hann endursett Ormar Snæbjörnsson í stöðu kennara við Þelamerkurskóla, enda hafði Ormarr meðmæli allra skóla- nefndarmanna. Hefur Ingvar Gíslason opinberlega vottað að hann hafi endursett Ormar í stöð- una. Af einhverjum enn óútskýrðum ástæðum, fór setningarbréf Ingv- ars þó ekki í póst þegar í stað, og lá bréfið enn í ráðuneytinu við stjórnarskiptin og þegar Ragn- hildur Helgadóttir tók við emb- ætti menntamálaráðherra. Það verður svo eitt fyrsta embættis- verk Ragnhildar að rifta endur- setningu Ingvars Gíslasonar, og skyldi Ormarr nú ekki fá stöðu sína við Þelamerkurskóla. Hefur Ragnhildur sagt þetta vera gert vogna vínkaupamálsins, málsins sem gerst hafði ári fyrr, verið gert opinbert hálfu ári fyrr, beðist hafði verið afsökunar á og vítt fyrir og sfðan lokið af hálfu menntamálaráðuneytisins! En það var sama, hvernig reynt var að fá skýringar á málinu, þær lágu ekki á lausu, aðeins var klifað á vínkaupamálinu, og þegar spurt var um brugg og áfengissölu ann- arra kennara á Þelamörk, var engu svarað. — Sú undarlega staða var þar með komin upp í eftirmálum Þelamerkurmála, að þeir tveir, sem reknir voru frá skólanum, Sturla Kristjánsson og Kjartan Heiðberg, voru báðir í starfi hjá menntamálaráðuneyt- inu; annar sem skólastjóri, en hinn sem fræðslustjóri, en Ormarr, sem ekki var rekinn frá störfum, fékk nú ekki stöðu á ný! Hvað var það sem gerðist? Enn hefur ekki verið frá því skýrt opinberlega, hvað það var í raun og veru sem gerðist. Það er þó ljóst, að vegna áhrifa Birgis Thorlacius fyrrum ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins, var setningarbréfi Ormars Snæ- björnssonar stungið undir stól. Það var geymt uns nýr ráðherra tæki við, „Birgir sjálfur" ákvað að hunsa fyrirmæli menntamálaráð- herra í þessu máli. Athygli Ragnhildar hefur sfðan veið vakin á málinu er hún kom f ráðuneytið, væntanlega ekki með jákvæðum formerkjum fyrir Ormar Snæ- björnsson. Það er einnig vitað, að beint eða óbeint hafði Sturla Kristjánsson áhrif á þetta mál, og blönduðust þar inn f áhrifamenn f stjórnmálum f Norðurlandskjör- dæmi eystra, en Sturla Kristjáns- son hafði áður komið þar við sögu sem frambjóðandi á sérlista Jóns G. Sólness við alþingiskosningar. Hvernig sem málið bar að í ein- stökum atriðum, varð niðurstaðan sú, að Ragnhildur Helgadóttir rifti endursetningu þeirri, sem forveri hennar í starfi hafði geng- ið frá, Ormari var í raun vikið frá störfum við Þelamerkurskóla. — Löngu sfðar, eftir mikið mála- vafstur og þref fram og aftur, bauð Ragnhildur Ormari síðan kennarastöðu við barnaskólann á Grenivík, hinu megin Eyjafjarðar! Var því borið við, að Ormarr mætti ekki kenna áfram við heimavistarskóla eins og á Þela- mörk, en í lagi væri að hann kenndi við skólann á Grenivík! Þessu hafnaði Ormarr að sjálf- sögðu, enda ekki unnt að stunda kennslu á Grenivík frá Akureyri þar sem hann og fjölskylda hans búa. Þetta „tilboð" ráðherra var hins vegar lokaorð ráðuneytisins í mál- inu og því ekki um annað að ræða fyrir Kennarasamtökin en að hefja málaferli til að ná fram rétti Ormars. Þau málaferli eru nú ha- fin. Áleitnum spurningum ósvarað Öll þessi eftirmál Þelamerk- urmála hafa vakið ótal áleitnar spurningar, sem enn er ósvarað, og leyfir undirritaður sér að fara fram á það við menntamálaráð- herra, að eftirfarandi spurningum verði svarað opinberlega. • Hvers vegna gengu starfsmenn menntamálaráðuneytisins ekki frá endursetningu Ormars Snæbjörnssonar, samkvæmt fyrirmælum Ingvars Gíslason- ar menntamálaráðherra? • Var athygli Ragnhildar sér- staklega vakin á þessu m áli eftir ráðherraskiptin og þá af hverjum og á hvern hátt? • Hvers vegna þótti ástæða til að taka vínkaupamálið upp að nýju, eftir að því hafði verið formlega lokið af hálfu ráðu- neytisins? • Athygli Ragnhildar Helgadótt- ur og fleiri starfsmanna menntamálaráðuneytisins hef- ur verið vakin á bruggi, eim- ingu, drykkju og jafnvel áfeng- issölu frá heimavistarskólanum á Þelamörk. Af hverju hefur það mál ekki verið kannað nán- ar? • Er Ragnhildi Helgadóttur kunnugt um að Ormarr Snæ- björnsson neytir ekki áfengis? • Athygli hefur vakið, að Ormari var boðin kennarastaða við Grenivík, þar sem er heima- ngönguskóli. Þótt Ormarr hafi kennt við heimavistarskólann á Þelamörk hefur hann aldrei bú- ið þar. Var honum af einhverj- um ástæðum betur treystandi til að annast uppfræðslu á Grenivík? • Er Ragnhildur Helgadóttir reiðubúin að birta opinberlega gögn í máli þessu, svo sem endursetningarbréf Ingvars Gíslasonar til Ormars Snæ- björnssonar? • Er Ragnhildi Helgadóttur kunnugt um að kennari með full réttindi, sem sótti um stöðu Ormars við Þelamörk, vildi ekki taka starfið er hann frétti málavöxtu? • Er Ragnhildi Helgadóttur kunnugt um að hún setti að lok- um í starf Ormars réttinda- lausan kennara? Dularfull þögn um málið Svo sem áður segir, hefur Ragnhildur Helgadóttir ekki séð ástæðu til þess að svara grein minni um þetta- mál frá 27. októ- ber í haust. óneitanlega er sú þögn dularfull. Bendir hún ef til vill til slæms málstaðar? Sá, sem þessar línur ritar, er þess fullviss, að skýringarnaa á gjörðum Ragnhildar Helgadóttur í þessu máli geta aðeins verið tvær. Annaðhvort hefur ráðherrann í bráðræði gengið til verks í þessu máli, framið embættisafglöp byggð á óheilum ráðum og upplýs- ingum, eða þá að um er að ræða hreina valdníðslu á Ormari fram- kvæmda í trausti þess að enginn yrði til andsvara, og gerða til að friða einhverja utanaðkomandi aðila þessa máls. Menn hafa vafalaust misjafnar skoðanir á Ragnhildi Helgadóttur sem stjórnmálamanni. Undir- ritaður hefur oftar en ekki fylgt ráðherranum að málum í svipti- vindum stjórnmálanna undanfar- in ár. Engin afreksverk á því sviði megna hins vegar að draga úr þeim mistökum, sem gerð hafa verið í máli Ormars Snæbjörns- sonar. Enginn stjórnmálamaður er svo merkilegur.að honum eigi að líðast að níðast á varnarlausu fólki í krafti embættis síns. Það er alvarlegur hlutur, þegar manni er vikið frá störfum að tilefnislausu, eftir að hinn sami hefur varið mörgum árum til að mennta sig í starfsgrein sinni. Ragnhildur Helgadóttir þarf ekki að búat við að slíkt gerist hljóðalaust. Þögn hennar er fyrir löngu orðin æpandi. \TTTTTT TTT INýju 35 mm litfilmurnar fra Kodak. IN UU * iLÍYr 'iKODACOLOR VR.skila hlutverki sin QTTÖDMITDfJAD U!fðsomV,ð ollkusJu skll>Lrðí - UivJLN/XKV 1 litljosmyndunar. enda eiga þær ekki FRÁKODAK! j..lithæfileika sina. Kodacok»vt JQO %lacoio r i 24. ■assr^ á 24 fd/ÍL'&LC* -» 1 •-* /;'.“»COLOB VB J*5C rooACO'.o^ 4cr K OCACOv-C'A ^4 ' -;*r Oösnæm <? ftr- »r ailra \c;-. ,i í.nkocn* i>’ *- **■ t><■- ■ & " *»•• i <•'> rtyrra mtr. . ■ <». ía!*’-> tt, slæxkurar. |atni. ".t r , * óvasntar uppanom x. jr -yiíjr KODAK UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.