Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 45 Brjótum hlekki einangrunar - eftir Richardt Ryel Einangrun hlýtur aö vera fyrsta orðið sem kemur upp í huga þeirra sem sjá smá landskika á landa- bréfi lengst norður í Atlantshafi, umluktan sjó á alla vegu og ekki minna en 2.000 mílur til megin- lands... Já, landfræðilega einangrun höfum við búið við frá alda öðli, en höfum þó ekki fundið svo mjög fyrir henni vegna hins andlega út- sýnis sem aldrei hefur skyggt á. Nú minnir flugvélagnýr í lang- fleygum þotum á leið austur yfir hafið og vestur okkur á nálægð annafra þjóða. Við erum í beinni snertingu við umheiminn ... Það er harla gott og vonandi satt, en stundum koma upp í manni efa- semdir... 0, jæja, ég hefi nú séð ummæli stórskáldsins þar sem hann segir, að „á Islandi blómstr- ar þjóðernisrómantík í dag eins og á meginlandinu í Napóleonsstyrj- öldunum. Leifar af þessari róm- antík (þjóðernisrembingi) liðu undir lok í fyrri heimsstyrjöld- inni, en á íslandi þrífst hún sem aldrei fyrr í ljóðum, ræðum og rit- um“ (R.R.). Er þetta nú rétt? Sleggjudómur eða staðreynd? Við skulum leita að dæmum. Þau eru raunar mjög nærtæk. Með lögum bannar Al- þingi íslendinga fólki af erlendu bergi brotnu að bera önnur nöfn en íslenzk, ef það vill hafa búsetu hér á meðal okkar. Mér vitanlega fyrirfinnast ekki stafirnir ð og þ í öðrum indógerm- önskum tungumálum (ef undan er skilin færeyskan). Þú þarft alla leið til Norður-Afríku eða Mið- Austurlanda til að heyra hinn forneskjulega framburð Þórður. Arabarnir myndu kinka kolli við nýju nafngiftinni, gallinn er bara sá, að þeir eru ekki okkar næstu nágrannar. Mér er sagt, að karlmannsnafn- ið Richard sé algengast nafna í Bandaríkjunum og þriðja algeng- asta nafnið í Bretlandi. Farðu nú í verzlun, skrifstofu, matsöluhús eða einhverja opinbera afgreiðslu í Reykjavík og segðust heita Rich- ard. Haaaa? Rikar-Rikkar- Rikkhar-Rikkharður, það er með ólíkindum hvað hægt er að klæm- ast á þessu nafni. Mér hefur stundum reiknast til að í hæsta lagi 2% af þessu góða fólki gæti skrifað þetta nafn rétt. Eiga þessi FYRIR skömmu voru málfreyjur að heiman á ferð um Danmörku og Noreg til að kynna starfsemi ís- lenzkra málfreyja og Alþjóða- samtök málfreyja, en slík félög eru ekki starfandi í þeim löndum. Héldu þær m.a. kynningarfund á konukvöldi í Jónshúsi, þar sem 35 íslenzkar konur voru saman komn- ar. Þær Patricia Hand og Sæunn Andrésdóttir komu frá íslandi til að halda fundi í Kaupmannahöfn og Osló, og bættist þeim liðstyrk- ur hér í þeim málfreyjunum Önnu Sveinbjörnsdóttur og Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Dagskrá Richardt Ryel fundarins var helguð starfi málfreyja og stef fundarins Vor í lofti. Patricia Hand setti fundinn og stjórnaði honum af skör-. ungsskap. Auk ofangreindra kvenna lásu upp Oddrún Jónas- dóttir og Kristjana L. Rasmus- sen undir hinum ýmsu liðum og 4 konur fluttu stutta óundirbúna ræðu. Sæunn Andrésdóttir hélt ræðu um gildi málfreyjufélaga. Kvað hún slíkan félagsskap geta haft tvöfalt gildi meðal íslenzkra kvenna erlendis, þar sem móð- urmálið væri þjálfað um leið og hæfileikar einstaklingsins væru „Sleggjudómur eða staðreynd? Við skulum leita að dæmum. Þau eru raunar mjög nær- tæk. Með lögum bannar Alþingi íslendinga fólki af erlendu bergi brotnu að bera önnur nöfn en íslenzk, ef það vill hafa búsetu hér á meðal okkar.“ 98% ekki sjónvarp, les það aldrei erlend blöð? eða er það e.t.v. bara eins og góða konan í gufupress- unni sem sagði: „Þetta er útlent nafn og okkur varðar ekkert um bættir. En markmið málfreyja væri að örva ábyrgð borgarans og þroska í almennum umræðum án fordóma. Lýsti Sæunn undir- búningi að stofnun málfreyju- deilda, ytri ramma félagsstarfs- ins og fundahaldi. Rakti hún líka upphaf hreyfingarinnar, sem var í Bandarjkjunum 1938, og eru nú á þriðja þúsund deildir um allan heim. Var gerður góður rómur að máli hennar og allri skipulagn- ingu fundarins og endað með því að syngja um vorið við undirleik Guðrúnar Eiríksdóttur. Nokkur hópur kvenna hóf þeg- ar undirbúning að stofnun mál- það.“ Við skrifum þetta nú svona, og Rikon skyldi ég heita. Svo mörg eru þau orð, en hvað skyldi hún Guðríður með góða eft- irnafnið Þórðardóttir segja, ef ít- alirnir og Spánverjarnir snöruðu hennar nafni svona léttilega yfir á þeirra tungu? Það mætti þó alla- vega færa þeim til afsökunar að tugmilljónir manna um allan heim tala rómverskt mál. Kæru vinir, er ekki kominn tími til að brjóta hlekki einangrunar- innar að fullu? Setjum ekki merkimiða á gesti okkar, þá sem vilja búa með okkur. Fyllum raðir frjálsra þjóða, höldum í heiðri nafninu góða. Kichardt Kyel rekur heildverslun í Keykjavík. freyjudeildar og hafa þær hitzt reglulega og mynda starfshóp, sem mun byrja aftur af krafti í haust, helzt með nægri þátttöku í heila deild. Patricia og Sæunn fóru einnig á fund Alþjóðlega kvennaklúbbs- ins hér í Höfn, þar sem aðallega eru konur sendiráðsmanna og danskar konur, sem lengi hafa dvalizt erlendis. Flutti Patricia aðalræðuna um ísland og íslenzk málefni. Þá fóru þær stöllur á fund við norskar konur í Osló og mun í ráði að stofna einnig þar málfreyjudeild. G.LÁsg. Kaupmannahöfn: Málfreyjur kynna starfsemi sína í Danmörku og Noregi Jónshúsi, 2. apríl. Þú getur haldið áfram að telja endalaust. Nýtt forrit fyrir IBM PC einkatölvuna verður til á hverjum degi. Um allan heim keppast forritaframleiðendur við að einbeita sér að þessari eftir- sóttu tölvu. Þess vegna getur IBM PC einkatölvan auðveldað þér svo margt, bæði í einkalífinu, í fyrir- tækinu og við kennslu. Svo sem hraðari upplýsingaöflun, meiri hagkvæmni, gerð greiðslu - og fjárfestingaáætlana, lækkun kostnaðar án niðurskurðar, verð- lagningu á framleiðslu ofl. ofl. sem setur þig framar keppi- nautunum. Þú hefur betri yfirsýn og færð aukinn tíma til að sinna mikil- vægum þáttum í rekstrinum og heima fyrir - t.d. með fjölskyld- unni. Hvers vegna hefur þú ekki samband við eitthvert söluum- boðanna fyrir IBM PC einka- tölvuna? Þú skýrir fyrir þeim þarfir þínar og óskir, og þeir finna réttu lausnina með þeim for- ritum sem henta þér best. - Því máttu treysta. s E 3 Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38, Reykjavík, sími 687220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.