Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 63 Mývatnssveit: í hverju liggur verðmunurinn? Mývatnssveit, 5. aprfl. í SÍÐUSTU viku var gerö skyndiverókönnun á 8 vörutegundum í verslun Kaupfélags Þingeyinga í Reykjahlíð og Miklagarði, stórmarkaði SÍS í Reykjavík. Verð reyndust. Reykjahlíd Mikligaréur Ritz-kex 200 gr. kr. 38.80 kr. 29,95 Hrísgrjón, 1,36 kg. kr. 77,05 kr. 58,95 Bragakaffi, 1 kg. kr. 96,90 kr. 91,80 1/4 dós perur af niðurs. ávöxtum kr. 76,95 kr. 56,40 Aprikósur, '/2 dós kr. 45,75 kr. 33,25 Blandað grænmeti, '/2 dós kr. 29,90 kr. 21,15 Leni eldhúsrúllur, 2 í pakka kr. 50,10 kr. 36,95 Fróðlegt væri að fá upplýst í hverju þessi mikli verðmunur liggur. Kristján. Fjórða bindi smá- sagnasafns BAB Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér 4. bindi smásagnaúrvals síns sem það nefnir íslenskar smásögur IV — þýðingar. Val smásagnanna og ritstjórn verks- ins hefur Kristján Karlsson annast. í formálsoröum fyrir bókinni upplýs- ir hann að þýðingaúrvalið verði þrjú bindi. Verður þá smásagnaúrvalið alls sex bindi, þar af þrjú bindi með sögum íslenskra höfunda. Smásögunum í þessu nýja bindi er raðað eftir aldri höfunda. Það hefst á Ævintýri af Eggerti Glóa eftir Ludwig Tieck (1773—1853) sem þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason þýddu, og enda á sögunni Rétt eins og hver önnur fluga í meðallagi stór eftir Knut Hamsun (1859—1952) í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi. Aðrar sögur í bindinu eru þessar: Móðirin eftir H.C.Andersen, þýðandi Steingrímur Thorsteins- son, Endalok Ushersættarinnar eft- ir E.A.Poe, þýðandi séra Guð- mundur Árnason, Varúlfurinn eftir J. Turgenev, þýðandi séra Sigurð- ur Gunnarsson, Nágrannarnir eftir Leo Tolstoj, þýðandi séra Guð- mundur Árnason, L’Arrabíata eftir Paul Heyse, þýðandi Björn Jóns- son, Þrándur eftir Björnstjerne Björnson, þýðandi Snor'ri Hjart- arson, Tobías slátrari eftir Jonas Lie, þýðandi Þorgils gjallandi, Gamalmennin eftir Alphonse Daudet, þýðandi Guðmundur Kamban, Þrír gestir eftir Thomas Hardy, þýðandi Snæbjörn Jóns- son, Hólmgangan (Cavalleria rusti- cana) eftir G. Verga, þýðandi Guð- mundur Guðmundsson, Orrustan við mylluna eftir Emil Zola, þýð- andi Þorsteinn Gíslason, Lands- höfðinginn í Júdeu eftir Anatole France, þýðandi Magnús Ásgeirs- son, Jankó og fiðlan eftir H. Sienkiewicz, þýðandi séra Friðrik Bergmann, Karen, eftir A.L. Kiel- land, þýðandi Hannes Hafstein, Júbal ég-lausi eftir August Strind- berg, þýðandi Gunnar Gunnars- son, Boitelle eftir Guy de Maup- assant, þýðandi Kristján Al- bertsson, Suður sléttuna eftir Cunninghame Graham, þýðandi Kristmundur Bjarnason, Síkið eft- ir Joseph Conrad, þýðandi Jón Helgason, Dúfan eftir Selmu Lag- erlöf, þýðandi Björg Þorláksdóttir Blöndal. Höfundatal er í bindinu, en þýð- endatal verður í síðasta bindi safnsins. Bindið er 471 bls. að stærð og er unnið í Prentsmiðjunni Odda. (FréttatilkynninK) Kardimommu- bærinn Þau mistök urðu í blaðinu á sunnudag, að leikdómur um sýn- ingu Leikfélags Akureyrar á Kardimommubænum var merktur Jóhanni Hjálmarssyni, en höfund- ur hans er Bolli Gústavsson í Lauf- ási. Biðst blaðið velvirðingar á þessu. Komiö konunni og krökkunum á óvart BRJÓTIÐ EGGIM OG BORÐIÐI BORGARNESI Greiðar leiðir á láði og legi. Akió sjálf eða siglið með Akraborginni og ( Hótel Borgarnesi verður ykkur tekið opnum örmum. Njótið útivistar og hækkandi sólar ( einhverju fegursta umhverfi landsins. Veitingasalur og heilsurækt verða opin um helgina. Gisting (tveggja manna herbergi í tvær nætur með morgunverði: Kr. 1.150.— fyrir manninn. Aukanótt með morgunverði: Kr. 500.— fyrir manninn. Gleðilega páska og veriö velkomin. HÓTEL BORGARNES S:93/7119 HLJSA SMIÐJAIM BYGGINGAVÖRUR Jafnt til eigin nota sem í atvinnuskyni HUSBYGGJENDUR HÚSASMIÐIR Hin nýja og glæsilega Byggingavöruverslun Húsasmiðj- unnar kappkostar að hafa ávallt á boðstólum verulegt úrval alls þess efnis sem húsbyggjendur leita oft um langan veg. Skrúfur, naglar, lamir, verkfæri, ýmsargerðir inni- og útiklæðninga, einangrunar- og hilluefni, lím- trésplötur, bitar, parket, korkuro.s.frv. Hér má versla allt á einum stað. Kynnið ykkur hið ótrúlega og vandaða vöruval í öllum deildum Byggingavöruverslunar Húsa- smiðjunnar. SUÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK 0 687700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.