Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17- APRÍL 1984 o43 Nancy Weems Cycle eftir Muccynski, en það verk samdi hann fyrir mig til þess að leika í ferðinni. Ég sleppti því að vísu á tónleikunum í Norræna húsinu, en ég bætti það upp með því að leika það í morgun á námskeiðinu í Tónlist- arskólanum í Reykjavík, þannig að ég get a.m.k. sagt frá því þeg- ar ég kem heim, að ég hafi leikið það í Reykjavík." Hvernig kanntu við að kenna? „Mjög vel. Ég nýt hverrar mínútu í kennslunni. Annars er þetta ekkert nýtt fyrir mig, því ég er kennari að atvinnu. Ég kenni á píanó við háskólann í Houston í Texas. Það eru ekki margir sem lifa á því eingöngu að vera konsertpíanistar í Bandaríkjunum." Hvernig líst þér á nemendur þina á íslandi? „Þeir komu mér algerlega á óvart. Ég er búin að halda nám- skeið í Tónlistarskólunum í Garðabæ, Kópavogi og Reykja- vík, og ég dáðist að því, hve „standardinn" var hár. Kennar- arnir hér hljóta að vera mjög góðir. Ég komst reyndar að raun um það þegar ég hélt námskeið fyrir píanókennara í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Þar skiptumst við á hugmyndum um tækni og kennsluaðferðir. Það var mjög gagnlegt fyrir mig, og ég vona að þeir hafi líka haft eitthvert gagn af mér. Það er stórkostlegt hvað þjóð, sem er ekki stærri en íslend- ingar, á marga tónlistarskóla. Ég er líka mjög hrifin af því hvernig að almennri tónlistar- kennslu er staðið hér. Á mínum heimaslóðum fer mest öll undir- stöðukennslan fram í einkatím- um, og það er varla fyrr en kem- ur í háskóla, sem nemendur fara að læra tónlistarsögu og teoríu að nokkru gagni. Hér er þetta kennt miklu neðar í skólakerf- inu, og það hlýtur að vera skyn- samlegra. íslendingar eru stórkostlegir áheyrendur, og virðast hafa mik- inn áhuga á tónlist. Ég er viss um að það er a.m.k. að hluta til vegna þess, hvernig tónlistar- menntun hér er háttað." Hvernig undirbýrðu þig fyrir tónleika? „Ég veit nú eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu (við- mælandinn roðnar og sér strax eftir að hafa spurt þessarar heimskulegu spurningar). Ég er í rauninni alltaf að undirbúa mig fyrir tónleika. Ég reyni alltaf að tónlistarlífinu Kristinn Sigmundsson æfa mig sem mest. Það er að vísu erfitt á svona ferðalagi, þegar maður hefur lítinn tíma aflögu. Það er ansi margt sem getur haft áhrif á frammistöð- una þegar maður er á tónleika- ferðalagi, svo sem þreyta, heim- þrá og „kúltúrsjokk" þegar mað- ur kynnist öðrum lifnaðar- háttum og menningaraðstæðum en maður er vanur heima hjá sér. Þetta eru allt hlutir sem maður verður að reyna á sjálfum sér. Það getur enginn sagt manni í skóla hvernig maður á að bregðast við undir svona kringumstæðum. Sem betur fer hef ég átt heldur náðugri daga hér á íslandi en í Noregi. Þar varð ég að halda fimm tónleika dag eftir dag.“ Hvað með taugaóstyrk fyrir tónleika? „Ég er alltaf óstyrk fyrir tón- leika. Ég held að flestir séu það. Annað væri ofurmannlegt. Sviðsskrekkur er í rauninni af hinu góða. Þetta er umframorka, sem maður þarf að nota til að geta gert sitt besta. Maður verð- ur bara að læra að beisla þessa orku. Geri maður það ekki, skemmir taugaóstyrkurinn fyrir manni. Ég get tekið undir með mörgum öðrum listamönnum sem hafa sagt, að þeir verði fyrst alvarlega hræddir, þegar þeir finna ekki til sviðsskrekks. Þó er eitt sem ég kvíði alltaf, og það er hvort mér takist að leika al- mennilega á píanó sem ég þekki ekki. Engin tvö píanó eru eins. Ég gjörþekki mitt eigið píanó. Það er mér eins og gamall, góður vinur. Því miður get ég ekki haft það með mér á tónleika, hvað þá í ferðalög. Þess vegna verð ég að reyna að kynnast píanóunum þar sem ég spila, áður en ég kem fram. Ástand þeirra er mjög misjafnt. Til dæmis get ég sagt þér, að eitt píanóið sem ég spil- aði á í Noregi var alveg ónot- hæft. Það var pantaður maður til að gera við það. Hann kom ekki fyrr en fimm mínútum áður en tónleikarnir áttu að hefjast. Honum tókst sem betur fer að gera við það, en tónleikarnir gátu ekki hafist fyrr en hálftíma eftir auglýstan tíma. Þetta var vandamál sem aðrir tónlistar- menn þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af. Þeir labba bara upp á svið- ið með sín eigin hljóðfæri." Þegar hér var komið sögu, leit ég á klukkuna og -sá að vissara væri fyrir mig að hypja mig, svo Nancy missti ekki af flugvélinni til Akureyrar. Þar og á Egils- stöðum átti hún eftir að halda fleiri námskeið og tónleika. Þeg- ar við kvöddumst, hafði hún á orði að á íslandi vildi hún spila sem fyrst aftur. Við skulum vona að það rætist. „771...772...773... hve mörg forrit eru eiginlega til fyrir IBM PC einkatölvuna?”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.