Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 1

Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 1
112 SIÐUR STOFNAÐ 1913 92. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tillögur Bandaríkjamanna: Fyrsta skrefið til efnavopnabanns Genr, 18. apríl. Frá Önnu Hjarnadóttur, fréttaritara IMbl. Al*. BANDAKIKJAMENN lögðu til algjört bann við efnavopnum í heiminum á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Tillögurnar fela í sér nýja hugmynd um eftirlit með efnavopnum. Bandarikjamenn leggja til að aðildarlönd að samþykktinni samþykki að leyfa alþjóðlegar skoðunarferðir um öll svæði undir stjórn hers eða ríkisstjórnar viðkomandi lands meö mjög skömmum fyrirvara, sé þess óskað, og kalla hugmyndina „opið boð“. „Þetta er alveg ný hugmynd um hvernig hægt er að leysa vandann sem hefur komið í veg fyrir fram- vindu í átt að banni á efnavopnum fram til þessa, vandann á eftirliti," sagði George Bush í ræðu sinni. Hann sagði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að opna sínar dyr fyrir eftirlitsleiðöngrum og kvað það alveg nýja þróun í samningavið- ræðum um afvopnunarmál, þróun 01 barn eftirllvikna dásvefn (’ambridge, 18. apríl. Al*. KONA SEM verið hefur í dái eftir alvarlegt umferðarslys fyrir 11 vik- um, fæddi í dag stúlkubarn sex vik- um fyrir tímann. Barninu heilsast vel, en jafn óvíst er um móðurina og fyrr; hún er enn í dái og í gjör- gæslu. „Við héldum að hún myndi missa fóstrið, en sem betur fer fór ekki svo,“ sagði faðirinn, John Seppings. Móðirin, hin 33 ára gamla Sheila Seppings, var í bifreið ásamt tveimur ungum sonum sínum, sem rakst á aðra bifreið sem ung stúlka ók. Stúlk- an lést, frú Seppings hlaut al- varleg höfuðmeiðsl, en synir hennar tveir sluppu ómeiddir. sem hann hefði ekki búist við fyrir ári. Einkafyrirtæki sjá yfirleitt um framleiðslu vopna fyrir bandaríska herinn en Bush sagði á blaða- mannafundi að þannig yrði ekki komist hjá eftirliti með efnavopnum í Bandaríkjunum. Hugsanlegt al- þjóðaeftirlit yrði skrifað inn í samn- inga við fyrirtæki. Victor Israelyan, sendiherra Sov- étríkjanna á afvopnunarráðstefn- unni, tók til máls á eftir Bush. Hann sagðist hafa hlýtt á orð hans með ánægju og vera feginn að Banda- ríkjamenn hefðu mildað tóninn. Hann sagði að þeir yrðu þó að muna að í samningaviðræðum verður að taka tillit til allra aðila og minnti á að Sovétmenn hafa þegar lagt fram tillögur, sem þeir geta sætt sig við, um eftirlit með eyðileggingu efna- vopna. Bush sagðist vona að tillögurnar myndu reynast fyrsta skrefið í átt að samkomulagi um endanlegt bann og eyðileggingu á efnavopnum og framleiðslutækjum þeirra. Tillög- urnar eru settar fram í uppkasti að samþykkt í 14 liðum. Þar er gerð grein fyrir hvernig hægt er að banna efnavopn, eyðileggja þau og hafa eftirlit með framfylgd sam- komulagsins. Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, hafnaði tillög- um Bandaríkjamanna um eyðingu efnavopna, en yfirvöld í Vestur- Þýskalandi fögnuðu tillögunni. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Árásin lýsir bezt óeðli Líb vumanna London og Washington, 18. apríl. AP. George Shultz, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi árás Líbýumanna úr sendiráðinu í London, sagði þá alls staðar til vandræða, og að árásin lýsti vel óeðli Khadafys og stjórnar hans. Lundúnalögreglan situr enn um líbýska sendiráðið, en í Trípólí var umsátri um brezka sendiráðið aflétt í kvöld, og 25 manns, sem þar var haldið í gíslingu í sólarhring, fengu að yfirgefa bygginguna. Fjölmennt lögreglulið stcndur hins vegar vörð um bústaði diplómata. Hafa brezkir þegnar í Líbýu verið hvattir til að halda sig innandyra, þar sem óttast er að þeir verði fyrir ofsóknum í framhaldi af linnulausum áróðri líbýska útvarpsins. Líbýska sendiráðið í London harmaði í dag lát lögreglukonunn- ar, sem féll er starfsmenn sendi- ráðsins skutu á fólk er safnast hafði saman utan við sendiráðið, en formlegrar afsökunar var ekki beðist. Reynt var árangurslaust í allan dag að fá sendiráðsmenn til að yfirgefa bygginguna með frið- samlegum hætti, svo hægt verði að leita þar vopna og skotfæra, en talið er að hermdarverkum sé stjórnað úr sendiráðinu gegn and- stæðingum Khadafys á Bret- landseyjum. Fjölmenn lögreglusveit situr um sendiráðið og eru færustu skyttur lögreglunnar í þeim hópi. Búist er við löngu umsátri og hermt er að látið verði reyna á taugar sendi- ráðsmanna og þess beðið að þeir neyðist til uppgjafar, en sendiráð- ið ekki tekið með áhlaupi af ótta við hefndaraðgerðir gegn rúmiega átta þúsund brezkum þegnum í Líbýu, eins og stjórn Khadafys hefur hótað. Líbýumenn krefjast þess að um- sátrinu verði aflétt, og segja, að maður þeim óviðkomandi hafi ver- ið að verki. Svarað verði hins veg- ar með „viðeigandi hætti“ ef inn- ganga verður reynd í sendiráðið til þess að handtaka hann. Látinn var laus líbýskur blaða- maður, sem yfirgaf sendiráðið eft- ir skotárásina, eftir strangar yfir- heyrslur hjá Scotland Yard. Einn- ig þrír Líbýumenn af sex sem handteknir voru á Heathrow skömmu eftir árásina. Sjá nánar á bls. 22. AP/ Símamynd. Lézt í skotárásinni Lögreglukonan Yvonne Fletcher, sem lézt eftir að líbýskir sendi- ráðsmenn skutu á fólk, sem safn- ast hafði saman fyrir utan líbýska sendiráðið í London. Fletcher var í hópi lögregluþjóna sem sá um að mótmælaaðgerðir við sendiráðið færu friðsamlega fram. Austur-Berlín: Friðarsinnar fangelsaðir Bcrlín, 18. apríl. AP. Austur-þýzkur friðarsinni, 29 ára kona, hefur verið dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir friðarbar- áttu sína, en hún er félagi í ausl- ur-þýzkri friðarhreyfingu. Að sögn ættingja í Vestur- Berlín hefur konan, S.vlvia Göthe, árangurslaust reynt að fá að flytjast til náinna ættingja handan Berlínarmúrsins. Göthe sat í hálft annað ár í fangelsi 1976 fyrir „andkommúnískan áróður." Göthe hefur í mörg ár verið virk í baráttu friðarsinna í borgunum Apolda og Jena í Austur-Þýzkalandi, en dóminn hlaut hún í Erfurt. Jafnframt skýrði fréttaþjón- usta vestur-þýzkra evangelista frá því í dag að þrír friðarsinnar til viðbótar hefðu hlotið fangels- isdóma í Leipzig í fyrri viku, frá 18—20 mánuði hver.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.