Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 13 Myndlist á friðarviku Myndlist Bragi Ásgeirsson Gildur hluti friðarvikunnar í Norræna húsinu er myndlist- arsýning 17 myndlistarmanna í kjallarasölum hússins. Allt, sem hefur með list að gera, er mikið atriði í miðlun friðar og gegnir myndlistin þar stóru hlutverki ásamt öðrum sjón- rænum tjámiðlum. Það er óhugsandi að hægt sé að efna til lifandi friðarum- ræðu án þess að listin sé höfð með til þess að lyfta upp hugum þátttakenda og skapa ríkari samkennd fyrir málstaðnum. Jafnvel kröfugöngur verða lit- lausar sé listin ekki höfð með í farangrinum. Það má slá því föstu, að listin sé ómissandi til vaxtar og við- gangs mannkyninu — hún kemur alstaðar fram í viðleitni mannsins til framfara, frá upp- hafi vega. Því betur sem listþörfin er ræktuð því sterkara verður þjóðfélagið og máttugri maður- inn. Lítum einungis til sögunn- ar og hinna voldugu herkon- unga fornalda eða forfeðra okkar víkinganna, — fley þeirra, vopn og verjur, allt var þetta mikil list og frábært handverk. Hér var ekki einung- is hugkvæmnin virkjuð heldur og einnig guðdómurinn í hinu sjónræna, öflugustu burðar- stoðum hvers þjóðskipulags. — Ætli að þeir menn hafi ekki hugsað rétt, er ályktuðu sem svo, að listina mætti virkja í annars konar hernaði — úr- slitaorrustu mannsins fyrir lífi sínu og framtíð niðja sinna? — Það lifir víst enginn af næstu heimsstyrjöld og fari þó svo þá verður það ólíkt öllu því, er við þekkjum sem líf, og voðalegra ímyndun okkar. Öll viðleitni sem miðar að varðveislu friðar á rétt á sér, svo sem öll viðleitni til að halda uppi rétti einstaklingsins til að tjá sig í máli, mynd og tónum, — rétti til að vera frjálsborinn maður hvar sem er á jarð- kringlunni. Það hefur um margt verið vandað til myndlistarsýningar- innar í kjallarasölum Norræna hússins og hún er góð þar sem hún rís hæst. En þó vantar margt og hví var ekki leitað til okkar bestu núlifandi mynd- listarmanna til að auka áhrifa- mátt hennar? Hér má ekkert komast að annað en hámark listrænna gæða því að allt ann- að veikir málstaðinn. Allir ís- lenzkir myndlistarmenn eru án efa friðarsinnar út í fingur- góma þótt ekki vilji þeir um- svifalaust láta bóka sig í friðar- samtök sem þeir ekki þekkja. Hverjir vilja t.d. bera ábyrgð- ina á ástandinu í Víetnam og Kambódíu eftir að „friðarsinn- arnir“ þar sigruðu? Gæti verið, að sömu friðarsinnarnir standi á bak við þessi samtök? Hér eru þeir varir um sig er vilja frið á alla vegu. Megi friðarsamtök, hvar sem er í heiminum, njóta skilnings og friðhelgi þannig að sem mestur árangur verði af starfi þeirra og það varðar raunar heimsendi að hér náist árangur. Hér eru og orð skáldsins myndvísa, Snorra Hjartarson- ar, í fullu gildi: „Lát himinlog þín lauga / í lausnareldi þessi dæmdu tré, / svo heill ég fái að finna til / og fagna vornöktum huga / fegurð og yndi ungra / óreyndra daga, sól!“ Scarface sýnd í Tónabíói TÓNABÍÓ mun sýna myndina „SCAKFACE" um páskana. AAalhlut- verkið leikur Al Pacino en leikstjóri er Brian De Palma, sem gerði kvikmynd- ina „Dressed to Kill“. Vorið 1980 var þúsundum Kúbu- manna leyft að flytja til Bandaríkj- anna, sem voru í leit að hinum amer- íska draumi. Einn þeirra varð fund- vís í sólinni á Miami, þar sem hann komst til auðs og áhrifa. Regnboginn sýn- ir Heimkomu hermannsins PÁSKAMYND Kegnhogans í ár er „Heimkoma hermannsins". Gerð eftir sögu Kebeccu West og leikstjóri er Al- an Bridges. Með helstu hlutverk fara Glenda Jackson, Julie Christie, Ann Margret og Alan Bates. Sagt er frá Chris sem kemur særð- ur heim frá vígstöðvunum 1918, og hittir fyrir þrjár konur, sem allar hafa komið við sögu í lífi hans áður. Hann kannast þó ekki við þær því hann hefur misst minnið. Síðustu landanir fyrir páska TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í l'ýzkalandi í gær og munu fleiri ís- lenzk skip ekki selja afla sinn þar fyrr en þann 30. þessa mánaðar. Vegna mikils framboðs á fiski á Þýzka- landsmarkaði er verð þar nú fremur lágt. Ögri RE seldi 243,3 lestir, mest karfa, í Bremerhaven. Heildarverð var 5.685.500 krónur, meðalverð 23,37. Ýmir HF seldi alls 176,4 lestir, einnig mest karfa í Cuxhaven. SÍS selur mokka- skinn til USA Iðnaðardeild SÍS gekk nýlega frá sölu á mokkaskinnum til Bandaríkj- anna. Samtals er þar um að ræða skinn að verðmti 800 þúsund dollarar, sem afgreidd verða á yfirstandandi ári. Kaupandi er fyrirtæki sem nefnist Excelled og er í New Jerse.v, en eig- andi þess, Myron Goldman, kom gagngert til landsins þeirra erinda að ganga frá þessum kaupum. Fyrir- tæki hans lætur sauma mokkakápur úr skinnum, en það er mjög stór framleiðandi á skinnafatnaði þar vestra, með heildarframleiðslu, sem er hvorki meira né minna en um hálf milljón af flíkum á ári. Meginhlut- inn af þeirri framleiðslu eru leður- flíkur. Hjörtur Eiríksson, frkvstj., segir í samtali við Sambandsfréttir að á fullunnum mokkakápum væri 30% tollur í Bandaríkjunum. Þetta væri svo hár tollur að nánast ógerlegt væri að selja fullunnar kápur þang- að, en tollur á mokkaskinnum væri aftur lítill, sem gerði þessi viðskipti hagkvæm. INNLÁNS SKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS BERA HÆSTU VEXTISEM NOKKUR ÍSLENSK INNLÁNSSTOFNUN BÝÐUR -----OG ÞVÍ FYLGJA FLEIRIGÓÐIR KOSTIR.- RÁÐGJAFim í ÓTVEGSBANKANCIM LEIÐIR ÞIG í ALLAM SAMMLEIKANN CJM ÞAÐ. KOMDG Á EIMHVERM AFGREIÐSLUSTAÐ ÓTVEGSBAMKAMS OG SPYRÐO EFTIR RÁÐGJAFAMOM. ÚTVEGSBAHKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.