Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 15

Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 15
MORGOTíBLAÐTO.'FlMMTODAGtfR 19. 'APRÍL‘1984 15 Málar helst steina og hraungrjót A laugardag opnaði Hanna Gunnarsdóttir málvorkasýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar sýnir hún 35 vatnslitamyndir sem málaðar eru á sl. ári, flestar á Vatnsleysuströnd. Hanna hefur áð- ur verið með einkasýningu á Mokkakaffi í Reykjavík fyrir mörgum árum og einnig tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum. Hanna Gunnarsdóttir er Reykvíkingur, fædd og uppalin á Smáragötunni, dóttir Gunnars Guðjónssonar skipamiðlara og konu hans, Unnar Magnúsdótt- ur. Þess má geta að faðir Unnar Magnús Jónsson dósent, er þekktur málari, m.a. málaði hann mikið með vatnslitum. Hanna býr nú við Sjafnargötu í Reykjavík, hún er gift Jóhanni Ragnarssyni lækni og eiga þau þrjú börn. Auk þess að mála sinnir hún starfi sem innahúss- arkitekt. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Hönnu að máli á fimmtudaginn var sat hún yfir kaffibolla og velti vöngum yfir hvernig myndunum yrði best fyrir komið. „Ég ætti að geta þetta," sagði hún. „Þetta er einmitt mitt fag, ég vinn m.a. við að hjálpa öðrum við að hengja upp myndir en þegar að sjálfri mér kemur er þetta stórmál." Hanna málar með vatnslitum og segir að steinar grjót og hraun séu sitt eftirlætisvið- fangsefni í myndlistinni. Hún kvaðst hafa byrjað að mála fjöll en smám saman þrengt hringinn og nú eru það nánast grjóthrúg- ur, sem eiga hug hennar allan. Keilirinn fær þó að vera með á sumum myndanna. Hanna kvaðst hafa stundað nám við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrst sem unglingur og síðar öðru hverju gegnum ár- in. Hún stundaði nám í Eng- landi, hjá Irene Heath, og einnig Chelsea School of Art í London. Seinna lauk hún burtfararprófi frá Cuyohoga College í Ohio í Bandaríkjunum, í innanhúss- hönnun og myndlist. Sumarið 1982 sagðist Hanna hafa farið að mála að marki. Fram að því hafði hún að eigin sögn „prófað sig áfram" í hinum ýmsu greinum myndlistar, sitt lítið af hverju, slatta af tréristu- myndum á hún í fórum sínum, svo og olíumálverk, krítarmynd- ir o.fl., en vatnslitamyndir urðu ofan á í bili, en hún kvaðst ætla að byrja að mála með olíulitum í sumar þegar vel viðrar. Hanna málar myndir sínar á staðnum, gjarnan inni í bíl. Hún kvaðst vera „stemmningsmanneskja", sagðist komast í ham þegar and- inn kæmi yfir hana, vinna hratt, en vera oft lengi að koma sér að verki. Hanna sagði að málaralistin höfðaði æ meira til sín, yrði stöðugt ríkari þáttur af lífi sínu. Eftir áralanga dvöl erlendis sagðist hún kunna ákaflega vel að meta íslenska víðáttu og landslag. íslensk náttúra í öllum sínum margbreytileik væri það myndefni sem henni væri kær- ast. Sigríður Ella syngur einsöng í Dómkirkjunni á föstudaginn langa VIÐ MESSUNA í Dómkirkjunni kl. 2 á morgun, föstudaginn langa, verö- ur notað messuform, sem leggur megináherslu á tónlistarflutning, en gerir hlut prédikunarinnar því minni. Afmælis- fundur AA-sam- takanna UM ÞESSAR mundir eru 30 ár liðin frá því AA-starf hófst á íslandi. I tilefni afmælisins minnast AA-félagar frumherjanna á fund- um sínum vítt og breitt um landið. Ennfremur efna heildarsamtökin á íslandi til opins afmælisfundar í Háskólabíói kl. 14.00 á föstudag- inn langa, 20. apríl nk. Ræðumenn verða víðsvegar að af landinu og er fundurinn öllum opinn. Kaffi- veitingar verða í Súlnasal Hótel Sögu að fundi loknum. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Þar verða lesin lok píslarsög- unnar, og flutt stutt hugleiðing út frá atburðum dagsins. Að öðru leyti verður messan byggð á bæn og tónlistarflutningi. Dómkórinn syngur hið fagra lag Páls ísólfs- sonar við sálminn „Ég kveiki á kertum mínum", lag Haszlers „Ó, höfuð dreyra drifið" og „Ave ver- um corþus" eftir Mozart, Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona syngur svo úr Messíasi eftir Hándel, kafla sem á ensku ber heitið „He Was I)espised“ (Hann var fyrirlit- inn). Þarna er um að ræða þekkt verk, sem túlkar vel þjáningu Krists og allan hugblæ langafrjádags, og mun marga fýsa að heyra Sigríði Ellu flytja þetta verk við undirleik dómorganistans Marteins H. Frið- rikssonar. Loks verður flutt litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar, en guðs- þjónustunni lýkur með því að sungið verður hið fagra íslenska lag „Víst ertu Jesús kóngur klár“ í útsetningu dr. Páls ísólfssonar. Messa sem þessi er frekar hugs- uð sem vettvangur lofgjörðar en prédikunar, lofgjörðar fyrir hina algjöru fórn hins guðlega kær- leika, sem krossfesting Krists boð- ar. Þegar rætt er um kærleika, þá á hann allt, við aðeins það sem hann gefur. Föstudagurinn langi sýnir þar stórkostlega hluti, sem eru framar öllu lofgjörðar- og þakkarefni, en vekja um leið harm og hryggð, vegna þess hve þján- ingin er enn mikil í mannheimi, af því hve við eigum enn mikið ólært af boðskap Krists. Þá hluti vildi ég, að boðskapur orðs og tóna mætti undirstrika í sálum okkar í messunni á morgun. Þórir Stephensen Þaö skiptir máli hvemig þú ferðast Nútímatækni og þekking okkar í þína þágu Sérfræðingar í sérfargjöldum Tæknivæddasta ferðaskrifstofa landsins með 29 ára starfsreynslu, frábær sambönd erlendis og valinn hóp þjálfaðs starfsfólks býður þjónustu sína til að auðvelda þér undirbúning og framkvæmd ferðalagsins. Hvert sem ferðinni er heitiö, finnur ÚTSYN fyrir þig hagkvæmustu lausnina og lægsta fargjaldið. Nútímaviðskipti byggjast á aðlögun að kröfum tímans. Þátttaka í alþjóölegum ráðstefnum og vakandi auga með nýjungum, sem fram koma á vörusýningum og kaupstefnum, hjálpa þér að fylgjast með þróuninni og marka rétta stefnu í rekstri. Ferðaþjónusta okkar er lykill aö vel heppnaðri viö- skiptaferð. Á ferðaskrifstofu okkar eru jafnan fyrirliggjandi upplýsingar um það mark- veröasta, sem er að gerast í viðskiptaheiminum. Viðskiptin viö okkur er þannig lykillinn að bættum viðskiptum fyrir þig. RAÐSTEFNUR—VORUSYNINGAR KAUPSTEFNUR—VIÐSKIPTAFERÐIR Ferðaskrífstofan UTSYN Reykjavík, Austurstræti 17, simi 26611 Akureyri, Hafnarstræti 98, simi 22911 Þegar þú ferðast á eigin vegum — er besti kosturinn að kaupa farseðla hjá ÚTSÝN Útsýn hefur á aö skipa færustu sérfræöingum í farseölaútgáfu og skipulagningu einstaklingsferða, sem hjálpa þér að velja rétta flugleiö á beztu kjörum og beztu þjónustu á flugleiö. Meö hvaða flugfélagi viltu fljúga? Þú færö farseðlana hvergi ódýrari en hjá Útsýn, meö hvaða flugfélagi sem þú flýgur. British airways FLUGLEIDIR S4S JC4+0/S41/4* 4/B// \ £J ....... .‘ZZtfetn m* c scandinavian Kaupn'a°na hÖtn.™

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.