Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984 Minnisblað lesenda MORGUNBLAÐIÐ veitir lesend- um sínum að venju upplýsingar um ýmsa þjónustu yfir hænadaga og páska. Slysadeild: Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn og er síminn 81200. Lyfjadeild: Lyfjadeild Borgarspítalans verð- ur opin frá kl. 8 til 24 alla helg- ina og er síminn 81200. Slökkvilió: Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, Slökkviliðið í Hafnarfirði símann 51100 og Slökkviliðið á Akureyri símann 22222. Lögregla: Lögreglan í Reykjavík hefur símann 10200, neyðarsími er 11166 og upplýsingasími er 11110. Lögreglan á Akureyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og í Hafnarfirði 51166. Sjúkrabflar: Sjúkrabílar í Reykjavík hafa símann 11100, í Hafnarfirði 51100 og á Akureyri 22222. Læknavarsla: Helgarvakt hófst kl. 17 í gær og stendur til kl. 8 á þriðjudags- morgun. Síminn er 21230. Tannlæknavarsla: Neyðarvakt verður alla dagana í Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg kl. 10 til 11. Síminn er 22417. Lyfjavarsla: Næturvarsla er í dag, skírdag, í Laugavegs Apóteki og kvöld- varsla í Holts Apóteki. Frá föstudegi til mánudags er næt- urvarsla í Lyfjabúðinni Iðunni og kvöldvarsla í Garðs Apóteki. Guðsþjónustur: Tilkynningar um guðsþjónustur eru á bls. 34 og 35 í blaðinu í dag og fermingar á bls. 38 til 41. Til- kynningar um guðsþjónustur og fermingar á landsbyggðinni voru á bis. 14 og 15 í blaðinu í gær. Útvarp og sjónvarp: Dagskrá útvarps og sjónvarps birtist á bls. 96 og 97 í blaðinu í dag. Hvað er að gerast um helgina: Upplýsingar um það sem gerist um helgina eru á bls. 26 og 27 í blaöinu í dag. Bilanir: Hitaveitu- og vatnsveitubilanir tilkynnist til Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar í síma 27311. Símabilanir skal tilkynna í síma 05 milli kl. 8 og 24. Söluturnar og verslanir: Söluturnar verða opnir eins og venjulega á skírdag, laugardag og annan páskadag, en lokaðir íöstudaginn langa og páskadag. Verslunum er heimilt að hafa opið frá kl. 9 til 16 á laugardag. Bensínafgreiðslur: Bensínafgreiðslur verða opnar frá kl. 9.30 til 11.30 og milli kl. 13 og 16 á skírdag og annan páska- dag. Venjulegur opnunartími er á laugardag, en lokað föstudag- inn langa og páskadag. Kvöld- sala á bensíni og öðrum olíuvör- um fer fram á bens- ínafgreiðslunni við Umferðar- miðstöðina um páskahelgina. Á skírdag, laugardag og annan í páskum verður opið frá kl. 20 til 20.30, en lokað föstudaginn langa og páskadag. Strætisvagnar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar: Ekið verður á öllum leiðum sam- kvæmt tímatöflu sunnudaga á skírdag. Föstudaginn langa hefst akstur milli kl. 13 og 14 og verður þá ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Á laugar- dag verður ekið eftir venjulegri laugardagstímatöflu. Á páska- dag verður ekið eftir tímatöflu sunnudags, en akstur hefst ekki fyrr en milli kl. 13 og 14. Annan í páskum verður ekið eftir sunnudagstímatöflu. Ath.: Strætisvagnar Reykjavíkur aka ekki að Geithálsi á föstudaginn langa og páskadag. Snjómokstur: Þær upplýsingar fengust hjá Vegaeftirlitinu að helstu leiðir hefðu verið ruddar í gær og yrðu ruddar aftur á laugardag og 2. í páskum. Þessa daga verður m.a. rutt á Snæfellsnes og vestur í Dali, til Hólmavíkur og norður á land til Akureyrar og Húsavík- ur. Ekkert verður rutt eða að- stoðað á vegum í dag, skírdag, föstudaginn langa og páskadag. Vegaeftirlitið hefur upplýsinga- þjónustu í síma 21000 og 21001. Frá kl. 8 til 12 í dag, á laugardag og annan í páskum svarar vakt- maður í síma, annars veitir sjálfvirkur símsvari helstu upp- lýsingar. Morgunblaðið/ Júlíus. Eimskip bauð í gær til sín vinningshöfum í getraun, sem efnt var til í janúar sl. í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Myndin var tekin um borð í einu skipa félagsins, er hópurinn var þar í skoðunarferð. Páll Pétursson um mjólkurdrykkjafrumvörpin: Eina leiðin til að koma vitinu fyrir ráðherrann Hann gerði þetta til ad láta hrikta í stjórnarsamstarfinu „FJÁRMÁLARÁÐHERRA var fullkunnugt um hver skoðun okkar var á þessu máli. Hann lét vita af því þegar hann hafði þetta í undirbúningi og landbúnaðarráðherra og forsætisráðherra létu bóka mótmæli í ríkisstjórn. Hann virti það einskis og hélt málinu til streitu. Við höfðum því engin önnur ráð til að koma vitinu fyrir manninn en að fá þarna ítrekuð lagafyrirmæli. Ég lít á þetta sem ítrekun á því hvernig skilja beri lögin,“ sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og fyrsti flutningsmaður frum- varpa sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi í því skyni að fá hnekkt stjórnvaldsákvörðun fjármálaráðherra um að innheimta beri vörugjald og söluskatt af drykkjunum kókómjólk, Jóga og Mango-sopa. Páll var spurður, hvort fram- samstarfinu væri hætt, ef frum- ' og viðskiptanefndar efrideildar um að þau fari að tefja þetta mál. Við leggjum mikið kapp á að fá úr þessu skorið i hvelli," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins að lokum. lagning frumvarpanna til breyt- inga á viðkomandi lögum fæli ekki í sér að framsóknarmenn viður- kenndu að fjármálaráðherra hefði farið að lögum og því yrði að ná fram lagabreytingum til að hnekkja ákvörðun hans. Páll sagði það víðs fjarri, þetta væri sú eina leið sem þeir hefðu til að fá fjár- málaráðherra til að breyta ákvörðun sinni. „Ég lít svo á að með þessu sé verið að ítreka laga- túlkun sem fjármálaráðherra féllst ekki á,“ sagði hann ennfrem- Formaður þingflokksins var þá spurður, hvort ríkisstjórnar- vörpin strönduðu í meðförum Al- þingis, til dæmis í efri deild, en þau eru lögð fram í neðri deild, þar sem Páll er formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar, sem fær málin til meðferðar, og Ingvar Gíslason forseti. Hann svaraði: „Albert var náttúrlega alveg ljóst, þegar hann tók þessa afstöðu, að með þessu móti myndi hrikta í stjórnarsamstarfinu. Þetta er engin tilviljun, hann gerði þetta til að láta hrikta í stjórnarsam- starfinu Ég hef ekki nokkra trú á að sjálfstæðismenn fari að reyna að leggjast á þessi frumvörp. Ég vil ekki væna Salome forseta eða Eyjólf Konráð formann fjárhags- 0?i0ÁttiMíííjití> Efni páskablaðsins MORGUNBLAÐIÐ er 112 síður í dag, skírdag, og er I þremur hlutum. Miðhlutinn var borinn út með blaðinu í gær en í dag koma fyrsti og þriðji hluti blaðsins. í páskablaði Morgunblaðsins að þessu sinni er efni úr Lesbók- um frá árinu 1926 og síðar og páskablöðum fyrri ára. Hér er ekki um úrval að ræða heldur nokkurn þverskurð af efni þessara blaða á liðnum árum. Morg- unblaðið væntir þess, að eldri lesendur blaðsins hafi nokkra ánægju af að rifja þetta efni upp á ný og að yngri kynslóðir fái tækifæri til þess að kynnast blaðagreinum ýmissa þjóðukunnra íslendinga frá fyrri tíð. Meðal efnis í páskablaðinu eru: Forljóð í Þjóðleikhúsi fyrsta sumardag 1970 eftir Tómas Guð- mundsson skáld. Birtist á forsíðu Lesbókar 3. maí 1970 ..bls. Frá Niðurlöndum eftir Halldór Kiljan Laxness — ferðasaga sem birtist í Lesbók 21. febrúar 1926 ...................bls. Svo kvað Tómas. Valtýr Stefánsson ræðir við Tómas Guð mundsson, skáld. Birtist í Lesbók 1940 ..................bls. Gamlar greinar um stórskáld, hroka, drengjakoll o.fl. Kristján Albertsson um Halldór Laxness. Eftir Elínu Pálmadóttur . bls. í bjálkakofanum. Síðari hluti ferðasögu eftir dr. Sigurð Þór- arinsson, jarðfræðing, sem hann skrifaði á námsárum sínum í Svíþjóð. Birtist í Lesbók 10. júlí 1938 ...............bls. Ferð um Hornstrandir eftir Drífu Viðar. Ferðasaga í léttum dúr, sem birtist í Lesbók 8. ágúst 1943 .................bls Örlög í.slenzkrar konu. Frásögn frú Laufeyjar Einarsdóttur sem birtist í páskablaði 1973 ................’..........bls. Foraldir íslandssögu eftir Einar Benediktsson. Hugleiðingar sem birtust í jólablaði Lesbókar 1929 ...................bls. Málfrelsi eftir Sigurð Nordal, prófessor. Fyrirlestur, sem birtist í Lesbók 5. september 1926 ......................bls. bls. 12 i bls. 24/25 bls. 49/50 1 bls. 52/54 i bls. 54/55 bls. 56/57 bls. 58/60 bls. 61 bls. 62/63 Stríðsfanginn á Bessastöðum eftir Freystein Jóhannsson. Birtist í páskablaði 1969 ................................bls. Heimsókn í einn autoriseraðan útiliggjarastað, eftir Vigni Guð- mundsson. Birtist í páskablaði 1964 ......................bls Hákarlarnir koma þangað til að deyja, eftir Agnar Koefod Hansen. Birtist í páskablaði 1965 ........................bls. Á ferðalagi eftir séra Sigurð Einarsson. Birtist í Lesbók 10. nóvember 1929 ............................................bls Frá útfor Jóns Sigurðssonar. Byggir m.a. á viðtali við Ástu Hallgrímsson um kynni hennar af Jóni Sigurðssyni. Birtist í Lesbók 13. febrúar 1938 ..................................bls, Sorg í svörtu hjarta eftir Hauk Eiríksson. Birtist í páskablaði 1961 ................................................. Reykjavík fyrir 70 árum. Úr ferðabók, sem kom út í New York 1867 í þýðingu Árna Óla. Birtist í jólablaði Lesbókar 1934 . bls. Um kveðskap Jónasar Hallgrímssonar, eftir Einar Ólaf Sveinsson, prófessor. Birtist í Lesbók 3. nóvember 1929 ..bls Nóttin í björtu báli, eftir Matthías Johannessen. Birtist í páskablaöi 1968 .......................................... bls, Um Ólaf Davíðsson eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Birtist í Lesbók 27. október 1935 ........................bls Þjónustuliðir og upplýsingar: Dagskrá útvarps og sjónvarps .............................bls Dagbók ..................... .............................bls Messur ....................................................bls Hvað er að gerast um páskana ............ ................bls. Fermingar ................................................bls. Dans/bíó/leikhús .........................................bls. Minnisblað ...............................................bls bls. 64/65 bls. 1 66/68 bls. 69/70 bls. i 71 bls. 72/73 1 bls. 74/75 bls. r 76/77 bls. | 78/79 bls. 81/84 bls. 88/89 bls. 95/97 bls. 6 bls. 34/35 bls. 26/27 bls. 38/41 bls.104—109 bls. 2 Dómkirkjan: Kirkjukvöld Bræðrafélags- ins í kvöld BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunnar efnir til kirkjukvölds í kvöld og hefst það klukkan 20.30. Séra Ágúst K. Eyjólfsson, dómkirkjuprestur í kirkju Krists konungs, og séra Þórir Stephen- sen, dómkirkjuprestur, ræða um altarissakramentið hvor frá sínu sjónarhorni. Marteinn H. Frið- riksson, dómorganisti, leikur á orgel og séra Hjalti Guðmunds- son, dómkirkjuprestur, flytur ávarp. Félagar úr Hornaflokki Kópa- vogs leika fjögur gömul passíu- sálmalög í útsetningu Björns Guðjónssonar. Flytjendur eru Magnús Jóhannsson, Ragnheiður Steinsen, Ingi Bragason, Þor- steinn Sæberg Sigurðsson, Brynjar Konráðsson, Elín Ein- arsdóttir, Pálmi Einarsson, Konráð Konráðsson, Eggert Björgvinsson og össur Geirsson. Dómkórinn syngur sálma við undirleik Marteins H. Friðriks- sonar. Að lokum flytur séra Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur bæn og sunginn verður sálmurinn Son Guðs ertu með Karpov tók forystuna ENSKI stórmeistarinn Miles vann biðskák sína við Rússann Makarichev úr flmmtu umferð alþjóðaskákmótsins í Osló. Miles tók þar með forystuna á mótinu, en í sjöttu umferðinni, sem tefld var í gær, tapaði hann fyrir Kar- pov og heimsmeistarinn komst þannig í efsta sætið. Sú skák varð 38 leikir. Önnur úrslit í sjöttu umferð: Makar- ichev vann Jón L. Árnason í 39 leikj- um, jafntefli gerðu Agdestein og Adorj- an í 41 leik, deFirmian og Hiibner í 39 leikjum og Hort og Wedberg í 35 leikj- um. Síðustu umferðirnar þrjár verða tefldar í dag, skírdag, á morgun föstudaginn langa, og síðasta um- ferðin verður tefld á páskadag. í dag mætir Jón L. Árnason Anatoly Kar- pov heimsmeistaranum. Jón hefur hvítt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.