Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984 Davíð Oddsson borgarstjóri um skattbyrð- isáætlun Þjóðhagsstofnunar: „Villandi fréttir og ekki sæmandi Þjóðhagsstofnun“ „ÉG HEF EKKI fengið þessa útreikninga Þjóðhagsstofnunar, cn það er alveg Ijóst að sveitarfélögin mörg hver lækka sína innheimtuprósentu frá því sem áður var, þannig að nú er hún kannski komin í svipað horf eins og var þegar Alþingi setti lögin um tekjustofna sveitarfélaga," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri m.a. er Mbl. spurði hann hvort það væri að hans mati réttlætanlegt að útsvarsálagning hækkaði um 41% á milli ára á sama tíma og laun hækkuðu einungis um 20%. Davíð sagði jafnframt: „Menn hafa haft til þess einhverja undar- lega tilhneigingu núna að miða lögin við það hvernig þau virkuðu á meðan efnahagslíf landsins var í molum, og telja þar með að alla framreikninga á útsvari og tekjustofnum sveitarfé- laga skuli framvegis miða við það ástand sem var þegar efnahagslegt ðngþveiti ríkti hér og verðbólgan stefndi í 100 til 130%.“ Borgarstjóri sagði að aldrei hefði verið rætt um að bæta sveitarfélög- unum það tap sem þau urðu fyrir á árunum þegar öfugþróunin var sem verst, en á þeim árum hefðu mörg sveitarfélög safnað stórkostlegum skuldum. Nú þegar verðbólgan væri á niðurleið, eftir stórkostlega verð- bólguhrinu, þá lægi það í augum uppi að munurinn yrði talsvert mik- ill fyrsta árið á milli þessara tveggja ára. „Það er að okkar mati algjörlega rangt að gera samanburð með þeim hætti sem gerður er í áætlun Þjóð- hagsstofnunar," sagði Davíð, „auk þess sem okkur finnst sérkennilegt að fjalla um skattbyrðina með þeim hætti sem þarna var gert. Okkur finnst það jafnframt sérkennilegt að taka til svokallaða beina skatta sér- staklega, ríkis og sveitarfélaga ann- ars vegar og vægi þeirra og taka síð- an inn gjöld eins og fasteignagjöld með þeim sköttum, sem eiga alls ekki heima þar. En svo er ekkert litið til þeirra skatta sem ríkið hefur innheimt með tollum, vörugjöldum og óbeinum sköttum." Davíð sagði að sveitarfélögin væru síður en svo of vel stæð, þótt út- svarsprósentan hækkaði þetta, og mörg þeirra ættu í miklum erfiðleik- um. Hann sagði það t.d. ljóst miðað við þær áætlanir sem gerðar hefðu verið, að um næstu áramót yrði yfir- dráttur Reykjavíkurborgar hjá Landsbankanum um 120 milljónir króna. Davíð var spurður hvort hann teldi ekki að þessi aukning útsvars um 41% á sama tíma og laun hækk- uðu um 20%, gæti orðið einhverjum launþega ofviða. „Nei, við teljum að laun á milli ára, þegar allt er tiltek- ið, hafi hækkað meira en þarna er tiltekið í frétt Þjóðhagsstofnunar. Þar er t.d. ekki tekið tillit til neinna launaskriða eða þess háttar og við teljum raunar að þetta séu ákaflega villandi fréttir og í rauninni ekki sæmandi fyrir Þjóðhagsstofnun að bera fréttir á borð með þessum hætti," sagði Davíð. Austurrískur skíðakennari í Skálafelli N/EGI'R snjór er t Kkálafelli og verður skíðaskólinn þar starfræktur um páskana undir stjórn Eyjólfs Kristjánssonar og Viktors Urbancic. Þeir félagar hafa fengið til liðs við sig austurrískan skíðakennara að nafni Herbert Brtigger, sem kemur gagngert til að aðstoða þá við skíðakennsluna um páskana. Skíðakennslan er fyrir alla getu- og aldurshópa, barnakennsla og barnagæsla veröur á staðnum. Konurnar í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sem undirbúiö hafa hinn árlega hjólreiðadag. Morgunblaðift/ól.K.M. Árlegur hjólreiðadagur Lýkur með skemmtun á Lækjartorgi Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra mun efna til hins árlega hjólreiðadags 14. maí næstkomandi. Allur ágóði af deginum mun renna óskiptur til styrktar íslenskum börnum, það er til uppbyggingar dvalar- og hvfldarheimilis fatlaðra barna í Reykjadal. Á fundi sem kvennadeildin boðaði til kom fram að börn i grunnskólum borgarinnar munu safna áheitum og hjólað verður frá hverjum skóla niður á Lækj- artorg þar sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði. Lækjar- torg verður einn af þremur áfangastöðum á höfuðborgar- svæðinu sem hjólað verður til, en nánar verður tilkynnt í skól- um hvar bðrn f Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi safnast saman. Þetta er í fjórða skipti sem efnt er til slíks dags og hefur ætíð tekist mjög vel til. Spjðldin sem börnin fá til áheitasafnana eru einnig happdrættismiðar og verða vinningar dregnir út að að hjólreiðunum loknum. Meðal vinninga verður útsýnisflug fyrir átta með Ómari Ragnars- syni. Stykkishólmur: Þrjár kristni- boðssamkomur í kirkjunni Stykkishólmi. 5. apríl. Kristniboðssambandið hefir að und- anförnu kynnt starfsemi sína og árang- ur á Snæfellsnesi. Kristniboðarnir Benedikt Arnkelsson og Skúli Svav- arsson hafa ferðast hér um og haldið samkomur. Hér í Stykkishólmi hafa þeir hald- ið þrjár samkomur í kirkjunni og einnig hafa þeir heimsótt skólana, sjúkrahúsið og dvalarheimilið. Á þessum samkomum hafa þeir kynnt starfsemina bæði í máli og myndum og vakið athygli á fjárþörf til þessa góða og árangursrika starfs. Er ótrúlegt hversu áunnist hefir á kristniboðsakrinum. Héðan héldu þeir félagar til Grundarfjarðar, þar verður ein sam- koma og svo munu þeir prédika við guðsþjónustur í Ingjaldshólskirkju og Ólafsvíkurkirkju á sunnudag og einnig halda þeir samkomur á kvöld- in í Ólafsvík. Mikil þörf er nú á aukinni hjálp til þessa starfs og er það von manna að fólk bregðist vel við og geri sitt til að halda uppi þessu mikla líknarstarfi, eins og svo oft áður, enda er þetta starf einungis byggt upp á frjálsum framlögum. _ Árni Fermingarbarn 1 LISTA yfir fermingarbörn í Mbl., hefur fallið niður nafn Hjördísar Auðar Árnadóttur, Skeiðarvogi 103, sem verður fermd i Langholtskirkju á annan páskadag. Mikil umferð um hátíðirnar: 17—1800 bókaðir með vélum Flugleiða annan dag páska MIKIÐ annríki var í innanlandsfiugi Flugleiða í gær. Sömu sögu var að segja hjá Arnarflugi. Þá var mikil ös á Umferðarmiðstöðinni. Alls voru 22 feröir á vegum Flugleiða frá Reykjavik í gær, þar af 7 til Akureyrar. Þrjár þotuferðir voru þangað á þriðjudag. Arnarflug fór þrjár aukaferðir og ráð- gerði að fljúga á meðan birta leyfði. Ollum viðmælendum blaðsins bar sam- an um að umferðin nú væri svipuð og um páskana í fyrra. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaðafuiltrúa Flugleiða, er megin- straumurinn um hátíðarnar til Ak- ureyrar, en einnig er talsverður straumur til ísafjarðar og Egils- staða. Fjölda farþega taldi Sæmund- ur vera um 1.100—1.200 dag hvern um hátíðarnar. Sautján ferðir eru ráðgerðar hjá Flugleiðum í dag, skírdag. Ekkert verður flogið á morgun og á páskadag venju fremur. Annirnar verða mestar á annan dag páska. Þá eru 1.700—1.800 farþegar bókaðir með vélum félagsins og verða þá tvær þotur í notkun. Hjá Arnarflugi fengust þær upp- lýsingar, að þar hefði verið mikið að gera og ljóst yrði að mikil umferð yrði yfir hátíðarnar. Flug hófst eldsnemma i gærmorgun og átti að fijúga á meðan birta leyfði í gær- kvöld. Þrjár aukaferðir voru farnar á vegum Arnarflugs í gær. Að sögn viðmælanda blaðsins stefndi allt í að annar dagur páska svo og þriðjudag- urinn eftir hátíðarnar yrðu mestu annadagarnir. Mikil ös var einnig á Umferðar- miöstöðinni í gær. Lá straumur fólks nokkuð jafnt í allar áttir eins og við- mælandi blaðsins komst að orði. Sið- ustu áætlunarbifreiðir áttu að leggja af stað til Akureyrar kl. 18, en klukkustundu síðar voru sfðustu ferðir vestur á Snæfellsnes. íkornabörnin: Hilmar Björgvinsson og Kári Reynisson. Þeir eru yngstu bömin sem þátt taka í leikritinu. Friðrik Adolfsson og Elsa Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Dýrunum í Hálsaskógi. Hérastubbur bakari ásamt bakaradrengnum. Frá vinstri: Ársæll Arnarsson og Ingimar Garðarsson. Skagaleikflokkurinn sýnir Dýrin í Hálsaskógi Akranesi, 17. april. Skagaleikfiokkurinn á Akranesi frumsýnir nú um páskana barna- ieikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egner. Er hér um að ræða 21. verk- efni leikflokksins en um þessar mundir eru 10 ár liðin frá stofn- un hans. Á þeim tíma hafa verið sett upp mörg minnisstæð Ieik- verk. Leikstjóri í þessari sýningu er Guðrún Þ. Stephensen leikari, sem fastráðin er við Þjóðleik- húsið. Má segja að það sé tilraun af ieikhússins hálfu, að veita henni leyfi til að starfa með Skagaleikflokknum að þessu sinni. Guðrúnu er einkar lagið að vinna með börnum og að sögn heimamanna hefur þeim fundist sérlega gaman og fróðlegt að starfa með henni. Óþarft er að kynna þctta leik- rit fyrir fólki, svo þekkt sem það er orðið hér á landi. Alls taka þátt í leiknum 27 leikendur og fjöldi annarra starfsmanna, þar af eru rúmlega 20 börn og ungl- ingar sem starfa bæði á sviði og eins í leiknum. Þýðendur leikritsins eru Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leiktjöld og leikmynd gerir Bjarni Þ. Bjarna- son með aðstoð unglinga úr 8. bekk Brekkubæjarskóla. Undir- leikari er Jensína Waage, og förðun stjórnar Jón Björnsson, en hún er mikil og vandasöm. Helstu hlutverk eru leikin af Björgvini Leifssyni, sem leikur Mikka ref, Helga Grímssyni sem leikur Lilla klifurmús, og Jóni S. Þórðarsyni sem leikur Martein skógarmús. Yngsti leikarinn er aðeins 9 ára. Þetta er þriðja barnaleikritið sem Skagaleikfiokkurinn setur á svið. Fyrst var það Lína lang- sokkur og síðar Litli Kláus og Stóri Kláus. Skagaleikflokkurinn vill að gefnu tilefni þakka Þjóðleikhús- inu fyrir að hafa gefið leikstjór- anum leyfi frá störfum til að vinna með flokknum, og einnig búningalán og alla veitta aðstoð. Þá vill hann einnig þakka þjóð- leikhússtjóra, Gísla Alfreðssyni, fyrir að hafa gefið Skagaleik- flokknum kost á sýningarrétti af þessu leikhúsverki. Ástæða er til að hvetja alia Akurnesinga til að koma í Bíó- höllina og fylgjast með frábærri skemmtun, um leið og þeir sýna Skagaleikflokknum stuðning sinn. J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.