Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTIJDAGUR 19. APRÍL 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Páskar og sumarkoma Hátíðir kristninnar falla vel að táknmáli íslenzkr- ar náttúru. Jólin, fæðingarhátíð frelsar- ans, ber upp á þann tíma í hringrás ársins er dag tekur að lengja. sól að hækka á lofti og vaxandi birta takur við af víkjandi myrkri. Framundan er nóttlaus voraldarveröld. Það er í senn fyrirheit vorboð- ans og kristindómsins. Páskarnir, sem eru upprisu- hátíð, falla síðan að því ár- vissa kraftaverki í náttúrunn- ar ríki, er klakabönd leysir og gróðurríkið vaknar til nýs lifs, lita og anganar. Páskarnir eru sigurhátíð lífsins yfir dauðan- um og minna okkur á þá stað- reynd, að ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Skírdagurinn, sem nú er hinn sami og sumardagurinn fyrsti, talar til okkar máli kærleikans. Föstudagurinn langi færir okkur boðskap þeirrar fórnar, sem færð var í þágu okkar allra. Páskarnir koma síðan til skila fyrirheit- um upprisunnar, fyrirheitinu um nóttlausa voraldarveröld handan hins skeikula heims. Sú atburðarás, sem að baki liggur páskahaldi kristinna manna, talar til okkar hlið- stæðu táknmáli og náttúran sjálf, sem hinn mikli höfuð- smiður himins og jarðar hefur lagt okkur í hendur. Hvort sem við lítum á smáblóm á lækjarbakka eða sólkerfi al- heimsins bera verkin merki um fegurðina, máttinn og kærleikann. Við höfum, bæði sem þjóð og einstaklingar, gengið okkar víxlspor. Við höfum síður en svo náð þeim þroska, sem að er stefnt í trúarlegum boðskap. Það er víða órækt í þjóðar- garðinum. Hið sama gildir um sálargarð okkar sem einstakl- inga. En allt það fegursta og bezta sem finnst í menningu okkar, siðfræði og samskipt- um á rætur í kristindóminum, sem sett hefur svip sinn á ís- lenzkt þjóðlíf í þúsund ár. Hann er enn sá vegvísir sem einn getur leitt okkur til vel- ferðar, bæði sem einstaklinga og heild. Kristin kirkja á íslandi er þjóðkirkja. Hún hefur í tím- anna rás leitazt við að rísa undir því heiti og sameina en ekki sundra. Það er mjög mik- ilvægt að svo verði áfram. Það er eðlilegt að skoðanir fólks séu skiptar um ýmislegt, inn á við um þjóðmál, út á við um samskipti við aðrar þjóðir, en kirkjan þarf að vera samein- ] ingarafl, trúarleg miðstöð landsmanna, hvað sem mis- munandi þjóðmálaafstöðu þegnanna líður. Það er hlut- verk þjóðkirkju. Morgunblaðið árnar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska og gleðilegs sumars. Friður með frelsi egar við höldum friðar- páska á vordögum líðandi árs hefur friður ríkt í okkar heimshluta hátt í fjóra ára- tugi. Á sama tíma hefur meir en hundrað staðbundinna styrjaldarátaka, stórra og smárra, geisað í öðrum heims- hlutum. Minni hluti mannkyns og þjóða býr við mannréttindi, frið með frelsi, þó aðeins lifi hálfur annar áratugur af tutt~ ugustu öldinni. Berlínarmúr- inn, þetta þroskamerki þjóð- félagsgerðar sósíalisma og marxisma, þróast — á friðar- páskum — í takt við tæknina. Þjóðarhandjárn úr stein- steypu verða að stórvirkum samfélagslegum rafmagns- stóli. Ferðafrelsi Austur- Þjóðverja ræðst af lánsfjár- stýringu „kapítalískra arð- ræningja". Talið er að 30 til 40 þúsund A-Þjóðverjar fái að flytja úr landi 1984, ef þarlend stjórnvöld veiða vel á vestræn- um lánsfjármiðum. Á íslenzkum friðarpáskum tala rússnesk vopn í Afganist- an, víetnamskur her fer eldi um akra Kambódíu, íranir og írakar tala máli dauðans hverjir við aðra, líbýskir sendiráðsmenn í Lundúnum senda löndum sínum byssukúl- ur út um sendiráðsglugga — og sovézkir herflotar tíunda tól sín norðan íslandsála á umfangsmikilli heræfingu. Þegar við höldum friðar- páska á líðandi stund eru rétt 44 ár liðin frá því að ísland var hernumið, þrátt fyrir yfir- lýst hlutleysi. Danmörk og Noregur hlutu svipuð örlög, einnig í skjóli hlutleysis, raun- ar verri. Þessi þrjú norrænu ríki gerðust reynslunni ríkari, stofnaðilar að Atlantshafs- bandalaginu, varnarbandalagi vestrænna ríkja, sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta frá lyktum síðari heimsstyrj- aldar. Síðan hafa þau heilsað vori árlega með friðarpáskum. Leggjumst öll á eitt um að svo megi áfram verða. I Jeg er að ferðast um þessi svo kölluðu Niðurlönd, og kemst að þeirri niðurstöðu, að jeg kann Flandramál, án þess að hafa lært það, á sama hátt og jeg uppgötvaði einu sinni að jeg kunni færeysku að mjer óvörum, og öðru sinni að jeg kunni nýnorsku. Jeg tek bæði stór- um og smáum opinberunum fegins hendi. Jeg dvel nokkra daga í Louvain, og minnist þá þess, að hjer var Benedikt Gröndal í einhverju reiðu- leysi fyrir margt löngu. Louvain er gömul mentaborg og háskóla, en það var skotið á hana í striðinu og Sánkti Pjeturs dómkirkja er í lamasessi og bókasafnið brann til kaldra kola, eitt hið merkasta í álf- unni. Jeg bý í Hótel de la Gare, af því að það er siður minn, að búa altaf í fyrsta hóteli sem mig ber að; þó bý jeg ekki í gistihúsum þar sem fólk er vingjarnlegt. Hjer eru allir undnir upp í hrútshorn, og mjer líð- ur fremur vel. Að vísu láta litirnir í veggjapappírnum fremur ófriðlega í augum mínum og auglýsinga- spjöldin í borðsalnum eru sami gargandi ófagnaðurinn og ann- arsstaðar. Þessir herjans auglýs- ingamenn, sem finna sig knúða til að selja fólki víntegundir, kexteg- undir, sósutegundir, kjötteninga, súkkulaði o.s.frv., ofsækja mann látlaust með þessum eilífu spjöld- um sínum, sem þeir hengja upp í sporvögnum, járnbrautarlestum, matsöluhúsum, kaffihúsum og kvikmynda, eða á götuhornum. Al- staðar skrækja framan í mann skrípamyndir þeirra. Um eitt skeið þorði ég ekki inn í strætisvagna vegna Bovrils. Það er næstum ótrúlegt hvílíkum ofsóknum jeg hefi orðið að mæta af hálfu Bovrils, ekki aðeins í Englandi, heldur um þvert og endilangt meginland. Á hverju götuhorni í Lundúnum ógnar Bovril og Bovril ræður lögum og lofum um alt meginland. Jeg hefi aldrei sjeð jafn dónalega mynd eða jafn ruddaleg orð, eins og utan um Bovril. Það er gríðarstór mynd af rosknum, klofstuttum borgara með pípuhatt. Á eftir honum renn- ur afskaplegur griðungur, setur undir sig hausinn og bölvar, en fram úr nösum hans standa strok- ur. Manngreyið glennir sig alt hvað af tekur, til að forða sjer undan skepnunni en það er engin von. Eft- ir nokkur augnablik hefir nautið dregið manninn uppi. En svo hroða- leg sem myndin er, þá er þó yfir- skriftin öllu agalegri, en þar standa þessi orð: „Bovril puts beef into you!“ — Það útlegst: Bovril setur í yður griðung. Þessi ruddaskapur er útbreidd- astar bókmentir í Englandi og fólk verður vitstola í stórhópum, þ.e.a.s.: menn álpast eins og dáleiddir inn i fyrstu búðarholu og biðja um eina flösku af Bovril í örvæntingu sinni. Nautið dregur manninn uppi. Bovr- il fer sigurför um allan heim. Eng- inn er nógu kloflangur til að fá um- flúið Bovril. Lifi Bovril! Bovril set- ur í yður griðung. Jeg sest að kvöldverði innan um fimtíu auglýsingar á borð við Bovr- il. Gargið í hljómsveitinni er nægi- lega hrottalegt til þess að geta fælt belgiska trölljálka. Alt I kringum mig eru hlutir, sem hafðir eru til að æsa skilningarvit manna, sumir lif- andi, sumir dauðir, en þjónarnir setja upp tíguleg andlit í hornun- um, eins og eigi að fara að taka af þeim ljósmynd. Jeg læt eins og mjer standi alveg á sama. Salurinn smáfyllist, eftir því sem líður á kvöldið. Það koma menn, konur og börn, drekka kaffi og bjór og setja upp fáráðlinga-andlit I hávaðanum. Fólk sækist eftir há- vaðanum, til að geta fengið tæki- færi til að setja upp fáráðlings- andlit, einkum þó hjón, sem hafa talað um veruleika-atriði árum saman og athugað alt undan sjón- armiði skynseminnar, frá borgar- stjórakosningum alt niður í jóla- gjafir til fátækra, en eru nú farin að þreytast. Andspænis mjer sest eftir HALLDÓR KILJAN LAXNESS virðulegur borgari á fimtugsaldri, og hneigir sig svo djúpt fyrir mjer um leið og hann sest, að mjer liggur við að vikna; það er eins og hann hafi lært mannasiði í Þýskalandi; hann er með dýrlega hringa á hönd- unum, og yfirskegg, en jeg læt eins og ekkert sje. Nokkru síðan koma tvær stúlkur og kaupa sér bjór. Þær eru sýnilega allþungt haldnar af árangurslausum heiðarleik, koma sér þó um síðir til að afhneppa káp- unum og sýna borgaranum minum nýju kattomeinium-treyjurnar sín- ar. Sfðan koma virðuleg borgara- hjón, prýðilega til fara, en ákaflega heimsk. Maðurinn er eins og göltur, konan eins og gylta. Nú tekur borg- arinn minn að tala. Hann romsar upp úr sjer alt, sem hann hefir lesið í blöðunum síðan í morgun, og gef- ur vitanlega skýringar á flóknum atriðum í pólitfkinni, og sameinar alla borðnautana kringum talanda sinn. Stúlkurnar eru fullar af undr- un og virðingu og hneigja höfuðin til samþykkis. Maðurinn og konan tútna út af áhuga og eftirtekt, og því lengur sem hann talar, því út- blásnari verða þau, og því kringl- óttari verða í þeim augun. Það er enginn vafi á því, að þau fljúga eins og grasknettir upp í rjáfur þegar minst varir, og meðan jeg er að brjóta heilann um, hvernig eigi að fara að ffra þau niður aftur, þá býð- ur borgarinn mjer Turmac-vindling af Ijettara tæi, sem jeg neyðist til að reykja með þökkum, til að styggja ekki selskapið. Loks kemur eldspýtnasali haltrandi að borði okkar, einn af þessum fótarvana og skitugu dánumönnum, sem börðust fyrir konung sinn, föðurlandið og frelsið árin 1914—18. Hann finnur sig knúðan til að selja okkur eld- spýtur. Stúlkurnar hneppa að sér kápunum af fyrirlitningu. Maður- inn og konan verða alt í einu að jarðneskum verum og gretta sig. Borgarinn fer með miklum virðul- eik niður í budduna sfna og tekur upp 5 centímes, sem hann rjettir eldspýtnamanninum. Eldspýtna- maðurinn horfir á smápeninginn í lófa sínum alveg hissa, eins og hann sje ekki enn búinn að átta sig á hvað konungurinn þýðir, föðurland- ið og frelsið. Loks kemur hann til mfn. Jú, herra minn, þjer komið al- veg eins og kallaður! því mig vantar einmitt ekki nokkurn skapaðan hlut milli himins og jarðar, nema eldspýtur. II Ferðalög eru eitt hið tilbreyt- ingalausasta sem ég þekki. Allar borgir eru eins, allar járnbrautir eins, öll gistihús eins, og fólk er altaf hið sama á tilsvarandi stöð- um. í dag á jeg erindi til Averbode og afræð að taka mér farmiða á þriðja farrými í tilbreytingaskyni. Jeg hefi ekki komið á þriðja far- rými síðan haustið 1923 að jeg fór frá Bordeaux til Parísar eitt sinn að næturlagi. Andspænis mjer sat maður, sem borðaði fúlasta Roc- quefort-ost alla liðlanga nóttina, eins og hann væri leigður til þess. Við hlið hans sat kona með tvíbura sitt á hvoru brjósti. Rollingarnir grenjuðu alla nóttina. Við hlið mjer sat kerling með sorphænu í kistli. Þegar leið á nóttina varð mjög heitt í klefanum og um óttubil heyrðist brothljóð í kistlinum. En undir hænunni höfðu óvart legið 20 egg. Klukkan fjögur voru allir ungarnir skriðnir úr eggjunum. I aftureld- ingu rjeðu hænsnin lögum og lofum í klefanum, tuttugu og eitt talsins. Jeg hjet því við skegg spámannsins að fara aldrei framar á þriðja far- rými og hefi haldið þetta sfðan. í dag brýt ég heit mitt til þess að gera mér eitthvað til dægrastytt- ingar. Nú er að segja söguna af því. Jeg stíg inn i klefaholu, sem er full af verkamönnum og fæ strax samviskubit yfir þeirri ókurteisi að hafa boðið sjálfum mér hingað inn. Jeg hneppi frakkanum mínum upp í háls og sest við gluggann f fússi. Nict rooken og nicht spuwen, sem útlegst: ekki reykja og ekki skyrpa. En allir verkamennirnir eru með óþverravindlinga milli varanna (pestin af manndrepandi tóbaks- reyk fær mjer velgju), og allir skyrpa hver í kapp við annan, eins og lífið liggi við. Jeg hefi oft spurt sjálfan mig og aðra hvernig á því standi, að verksmiðjumenn og námumenn sjeu alltaf sískyrpandi. Einu sinni spurði jeg klerk að þessu, og hann svaraði strax: Það er af ánægju. Eimreiðarstjórinn skyrpir 25 sinnum á stundarfjórð- ungi, þótt hann fái hærri laun en járnbrautarverkfræðingurinn. Það er agalegt að horfa á þessar sffeldu skyrpingar, og manni dettur ýmist í hug brimrót eða slökkvilið. Karl- arnir skyrpa á gólfið, skyrpa hver á annan, skyrpa á sjálfa sig. Hvernig stendur á því að sósfalisminn kenn- ir ekki öreigunum að hætta að skyrpa? Jeg er að hugsa um að fara til Rússlands, til að rannsaka, hvort hið eina, sanna kommúnist- iska ríki hefir ekki kent þegnum sínum að leggja niður skyrpingar. Þessi svo kallaða framleiðandi stjett, er mjög einkennileg stjett. Þeir lifa fyrir laun sín. Það er hryllilegt að vera innan um menn, sem vinna vegna launa sinna, menn, sem ekkert aðhafast, nema þeir fái það borgað. Andlitin á slík- um mönnum verða mjög ófrýnilcg, þeir hugsa eins og ónýtir hrossa- brestir. Þeir hafa átta tfma á dag til að menta sig, en nenna ekki einusinni að klippa á sjer yfir- skeggið. Þeir trúa ekki á guð, held- ur á hina framleiðandi stjett. Menn eins og mig kalla þeir snýkjudýr og vilja mig feigan. Innan skamms byrja allir að blístra og blístrar sína lagleysuna hver, líkt og í Is- lams-musteri. Flestir blístra falskt; stundum gera þeir þagnir til að skyrpa. Jeg hefi ekki árum saman verið innan um jafn ömurlega teg- und af manneskjum, eins og þessa flæmsku verkamenn. Mjer líður verulega illa. Á næstu stöð skifti ég um farrými; svo fór um sjóferð þá. Aftur heiti ég því, að ferðast aldrei, aldrei framar á þriðja klassa. III Um nóttina gisti jeg f klaustrinu í Averbode. Þar eru munkar af reglu hins heilaga Norberts, kallað- ir Prémontrés á frönsku. — Þeir eru á annað hundrað í þessu klaustri, allir hvítklæddir; stunda hjer nám sitt f sex ár, undir ströng- um aga, og eru síðan sendir út um allan heim. Biskupinn í Danmörku er af þeirri reglu. — Þeir fara á fætur kl. 3 á morgnana. Kirkjan er í renaissance-stíl, bygð 1672. Hjer halda þeir tíðagerðir fimm stundir á dag. Kórstólarnir eru meistara- verk í trjeskurði, eldfornir og víð- frægir. í klausturgöngunum hanga málverk af 60 ábótum klaustursins; þeir elstu frá 13. öld; sumir feitir, sumir magrir. Einn heldur á haus- kúpu, frfður maður, og horfir inn í augnatóftirnar, en fyrir ofan er skrifað: omnia vanitas. Bókasafnið telur tugi þúsunda binda. Innan klausturmúranna rfkir andi mið- aldanna sem er hátt hafinn yfir anda vorra tíma. öll kensla fer fram á latinu. Flæmskir myndlista- skólar prýða salina, málverkin miljóna virði. Mjer voru sýnd messuklæði ein forn (presta, djákna og undirdjákna), geymd í eldtraustum skápi, sem svo eru verðmæt, að þótt alt klaustrið brynni, mætti reisa nýtt klaustur á morgun fyrir messuklæðin. Þau eru bróderuð. Tískuútbúnaðurinn í atvinnu- rekstri klaustursins stingur í stúf við miðaldasvipinn inni fyrir. — Klaustrið hefir í þjónustu sinni mörg hundruð verkamenn, vel haldna. Mjer var sýnd prentsmiðj- an, þar sem hundruð prentara starfa. Klaustrið hefir geysilega postulastarfsemi (apostolat) með höndum; hjer eru skrifuð og útgefin tólf vikurit á ýmsum málum, og eru vikulega send út hjeðan 10 þúsund kfló af prentuðu máli, f allar áttir. í klausturgarðinum er tjörn og þar synda þrjár gæsir og einn gæsar- steggur, en í öðrum tjarnarendan- um syndir einmana álft, og stendur henni mikill stuggur af gæsahysk- inu. Hún heitir María og er tígu- legasta kona sem jeg hefi sjeð. Jeg sat tvo klukkutíma við tjörnina og virti fyrir mér tign hennar, en gæsasteggurinn gargaði á mig allan tímann. Jeg borðaði kvöldverð með tveimur ritstjórum, báðir ungir kanúkar, hámentaðir og buðu mjer að tala hvaða Evrópumál sem ég kysi helst; annar var nýkominn frá Brasilíu, þar sem Prémontrés hafa mikla starfsemi. Fræddist jeg af þeim um margt. Kaþólska kirkjan rekur starfsemi sína eftir síðustu aðferðum nútfmans. Án þess að hún hafi breytt nokkrum stafkrók í 2000 ára gömlu fagnaðarerindi, veit jeg enga stofnun fylgjast betur með timanum í aðferðum sínum. Þessir kanúkar voru alstaðar heima. Eftir tvær mínútur hafði jeg gleymt hin- um hvítu kyrtlum þeirra, og fann að ég átti tal við síðustu menn nýa timans, aðeins fklædda óumbreyti- leik hins kaþólska sannleika. Um kvöldið sátum við fimm saman við arininn og ræddum um menning- armál. Annar ritstjórinn vildi skapa einfalda latínu til notkunar á hinum árlegu kaþólsku heimsmót- um; hinn áleit esperanto lausn á þessu vandamáli eða öllu fremur ídó. ídó er í rauninnii ekki annað en einföld latfna. Eucharistisku fund- irnir, þar sem þúsundir kaþólíka af ýmsum þjóðernum mætast á ári hverju (í ár verður fundurinn f Chicago), sýna með hverju ári til- finnanlegar þörfina á hjálparmáli. En hjálparmálið verður að vera nægilega aðgengilegt fyrir leik- menn, meðan latfnan er og verður hugsanamiðill preláta á kirkju- þingum. — Það er ekki aðeins hlægilegt heldur stór bagalegt, að stjórnmálamenn Evrópuþjóðanna skuli ekki skilja hverir aðra án túlka, á alþjóðafundum. Hjálpar- málið er eitt af úrlausnarefnum framtíðarinnar. IV Mercier kardináli er látinn. — Það var hann, sem hafði orð fyrir belgisku þjóðinni, þegar hún var sem harðast leikin, og varð allra manna frægastur erlendis fyrir djörfung sína. Mercier kardináli var einn af fremstu mönnum vorra tfma fyrir allra hluta sakir, og einn af voldugustu mönnum hinnar miklu heimskirkju, enda fyrst og fremst sannur guðsmaður. 1 30 ár var hann vísindamaður og heim- spekingur, samdi sæg rita og endurreisti háskóla. Verk hans eru kaþólskum lærdómi ómetanlegir fjársjóðir. Eftir að hann varð kirkjuhöfðingi þótti engum ráðum ráðið að honum fjarstöddum. Hann var slíkur mælskumaður fram á gamals aldur, að orð hans fóru eins og segulstraumur yfir heil þjóð- lönd. Hann stóð álútur, og talaði venjulega hægt og rólega og rjetti ekki úr sjer fyr en kom að aðalatr- iðinu; þá blossaði hann og ljet rigna eldingum. Hann var hár vexti og grannur mjög, en allra manna fríð- astur og tígulegastur, bjartur yfir- litum og ljós á hár. Á banabeði tók hann þátt f öllum tíðagerðum klerka sinna, og þegar læknirinn rjeði honum aðframkomnum frá þeirri áreynslu, að svara við tíð- agerðina, þá svaraði Mercier kard- ínáli í hljóði: Sálin gengur fyrir lfk- amanum, — og bað áfram, uns tíða- gerð var lokið. Sfðan andaðist hann og fjekk heilagt andlát. — Lík hans stendur uppi í Malines og sækja nú þangað þúsund manns dag hvern til að skoða hina tignu ásýnd í hinsta sinn. Luxembourg 30. jan. 1926. Grein eftir Halldór Laxness sem birtist f Lesbók 21. febr. 1926. „Ný og skemmti- leg reynsla að vinna með kór“ — rætt við söngkonuna Marilyn Cotlow sem dvelst hérlendis um páskana við raddþjálfun Pólýfónkórsins BANDARÍSKA söngkonan Marlyn Cotlow er stödd hérlendis á vegum Pólýfónkórsins og mun næstu viku leiðbeina félögum hans og öðru söngfólki sem áhuga hefur á að taka þátt í tónleikum kórsins með Sinfóníuhljómsveit Íslands 10. maí næstkomandi, en þar verður flutt Te Deum eftir Verdi og Stabat eft- ir Rossini. „Það er góð hugmynd hjá kórnum að fá til liðs við sig raddþjálfara. Það hefði mér aldrei sjálfri hugkvæmst," sagði Marilyn Cotlow í samtali við Mbl. í gær. „Ég byrjaði að læra söng þegar ég var 15 ára gömul og feril minn sem söngkona hóf ég 21 árs. Ég hef ferðast um öll Bandaríkin og um Evrópu og sungið með sinfóníuhljómsveit- um, i óperum, útvarpi og í sjón- varpi. Ég bjó í nokkur ár í Evr- ópu en flutti aftur til Bandaríkj- anna þegar ég eignaðist syni mína tvo. Þá dró ég mig aðeins í hlé og kom aðeins fram í ná- grenni heimabyggðar minnar og eftir að þeir uxu úr grasi hef ég einungis fengist við kennslu. Margir af mínum nemendum lofa mjög góðu og það er ánægjulegt þegar maður hefur átt svo góðan feril sjálfur að sjá fyrir sér að nemendur manns eigi eftir að feta í sömu spor. Eg hef aldrei komið til Islands áður, en það vill svo skemmti- lega til að í skólanum þegar ég var lítil valdi ég mér Island sem mitt uppáhaldsland að gera verkefni um og kynnti mér allt um landið sem ég komst yfir. Síðan hefur mig alltaf dreymt um að koma hingað og trúi því varla ennþá að það sé orðið að veruleika. Ég veit bara ekki hvernig ég á að komast yfir allt sem mig langar til að sjá hér og gera. En ég nýt þess að teyga að mér þetta ferska loft og drekka tæra vatnið sem ég var næstum búin að gleyma að væri til, og að horfa á fjöllin og þann sérstaka byggingarstíl sem hér er að finna. Þið takið kannski ekki eft- ir öllu þessu dags daglega en Ljósmynd Mbl./ Emilía. Bandaríska söngkonan Marilyn Cotlow: „fsland hefur verið mitt uppáhaldsland frá þvi ég var lítil, en fyrst núna rættist sá draumur að koma hingað." mér finnst það mjög sérstakt og hef ég þó víða farið. Einn nemenda minna er fyrr- verandi félagi í Pólýfónkórnum og fékk ég að hlusta á upptökur hjá henni af tónleikum kórsins áður en ég fór að heiman og fannst mikið til þeirra koma. Ég hef aldrei unnið með kór áður svo þetta verður ný og spennandi reynsla fyrir mig. Og um leið erfitt, því hver einstaklingur er svo sérstakur og maður verður að hlusta eftir hverjum og ein- um. Ég mun leiðbeina hverjum raddhópi fyrir sig og gefa honum ráð um hvernig bæta má árang- urinn, gefa þeim grunnhug- myndir til að vinna eftir. Þau hafa valið sér mjög erfið verk til að flytja á tónleikunum en þar sem þetta er afbragðs kór og undir góðri stjórn er ég ekki í vafa um að þeim á eftir að farast vel úr hendi flutningur þeirra." Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra: Óbreytt áætlun, Frakkarnir verda hér á föstudaginn „Fæ ekki séð^ að það sé lögbrot þótt út- lendingar og íslendingar ræði saman“ „ÞAÐ STENDUR SEM ákveðið hafði verið — Frakkarnir munu hitta þá Islendinga að máli á fostudaginn, sem það vilja, enda á ég bágt með að trúa því að það geti talist lögbrot að útlendingar ræði við íslendinga þó á föstudaginn langa sé,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra er blm. Mbl. spurði hann hvort fullyrðing Þjóðviljans á forsíðu blaðsins í gær hefði einhver áhrif á fyrirhugaða fundi Frakkanna sem eiga evrópsku stórmarkað- ina Euromarché með íslenskum matvælaframleiðendum, en Þjóðviljinn full- yrðir í gær að slíkur fundur á föstudeginum langa sé lögbrot. „Ég get ekki séð að verið sé að brjóta nein lög, þótt menn hittist þarna og ræði málin, en kannski veit Þjóðviljinn, útvörður þjóð- kirkjunnar, þetta betur en ég.“ Albert sagðist vita af á milli 20 og 30 manns sem hygðust koma í Lækjarhvamm á föstudag, til þess að ræða við Frakkana, enda væru þeir jafnt og Frakkarnir sann- færðir um að það væri heimilt hér á landi að ræðast við hvaða dag ársins sem væri. Albert sagði að lokum: „Ég vona bara að Þjóðvilj- inn eigi gleðilega páska."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.