Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984 21 Skátakaffi í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og kvenna- deildin Urtur halda árlega kaffisólu sína í Félagsheimili Kópavogs (uppi) kl. 3—6 e.h. á skírdag, sem einnig er sumardagurinn fvrsti. t>ar veröur hlaðborö með heimabökuöu meö- beti. Skátar bjóða gistingu á Hellisheiði Yfír páskahelgina veröa skáta- skálarnir í Jötunheimum og Dyn- heimum á Hellisheiöi opnir almenn- ingi. Fyrir þá sera vilja verður boðiö upp á gistingu gegn greiðslu. Hellisheiðin býður upp á ýmis tækifæri til útivistar, svo sem gönguferðir, böð í heitum lækjum, skíðagöngur og margt fleira. Boðið verður upp á veitingar, kvöldvökur og innileiki. Opið verður frá föstudeginum 20. apríl til mánudagsins 24. apríl. Saurbæjarprestakall: Páskamessur FÖSTUVAKA með fjölbreyttri dagskrá verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa og hefst hún kl. 21. Á páskadag er hátíðarguðsþjónusta þar kl. 14. í Leirárkirkju verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 15.30 á páskadag. í Innra-Hólmskirkju verður hátíð- arguðsþjónusta á annan páskadag kl. 14. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Ujóðhags- stofnun. Vegna orðalags í fyrirsögn og inn- gangi fréttar Mbl. um skattbyrði einstaklinga er rétt að benda á, að blaðið notar hér hugtakið útsvars- byrði í annarri merkingu en venju- legt er. Yfirleitt er talað um skatt- byrði í merkingunni hlutfall skatta af tekjum. Útsvarsbyrði í venju- legum skilningi er þannig ekki talin hafa aukist um 41% á milli áranna 1983 og 1984, heldur hækkaði hún úr 6,8% í 8% af tekjum, eins og reyndar kemur fram annars staðar í frétt- inni. Fyrirsögn blaðsins getur því vald- ið misskilningi og réttara væri að segja, að útsvör í heild hafi hækkað um 41% milli ára, ekki útsvarsbyrð- in. Hemmi Gunn með nýja hljómplötu Hljómplötuútgáfan Geimsteinn hefur sent frá sér nýja hljómplötu með hinum kunna útvarpsmanni Hermanni Gunnarssyni og ber plat- an nafnið „Frískur og fjörugur". Á plötunni eru 11 lög, flest eftir Gylfa Ægisson, en einnig er þar eitt eftir Sigvalda Kaldalóns, og svo nokkur erlend lög, sem Þorsteinn Eggerts- son hefur gert íslenska texta við. Upptökur fóru fram í upptökuheim- ili Geimsteins og um hljóðblöndun og útsetningar sá Þórir Baldursson og einnig mest af hljóðfæraleiknum, en honum til aðstoðar við hljóðfæra- leikinn voru Björn Thoroddsen og Rúnar Júlíusson. Framleiðandi plöt- unnar er Geimsteinn, en Fálkinn annast dreifingu. 1984 1985 Nýtt happdrættísár með fjölda stórra vinninga AFTUR HÚS Adalvinningur ársins, dreginn út í 12. flokki: Fullgerð vemduð þjónustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ. Söluverðmæti 2,5 milljónir króna - Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. 11 toppvinningar til íbúðakaupa 100 bílavinningar á 100 þúsund hver að upphæð 500 þús. krónur krónur 8 - 10 bOavinningar í hverjum mánuði. 480 utanlandsferðir á 35 þúsund 840 húsbúnaðarvinningar á 10 krónur hver þúsund krónur 40 utanlandsferðir í hverjum mánuði. Míðí er möguleíkí. Sala á lausum miðum og endumýjun ársmiða ogflokksmiða erhafin. Mánaðarverð miða erkr. 100, en ársmiða kr. 1.200 Dregið í l.flokkí 3.maí. Happdrætti 84-B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.