Morgunblaðið - 19.04.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 19.04.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984 Sandin- istar ná aftur bæ Götu lokað. Brezka lögreglan lokaði götu þeirri sem líbýska sendiráðið í London stendur við, eftir skotárásina úr sendiráðinu í fyrrakvöld. Lögregluþjónar standa hér vörð fyrir framan eina girðinguna. AP/Símamjnd. Harra del ( 'olorado, ('osta Kica, I7.apríl. Al*. EDEN PASTORA, leiðtogi and- stæðinga sandinista í Nicaragua, hörfaði í dag með herlið sitt frá bænum San Juan del Norte eftir gagnárás herliðs sandinista- stjórnarinnar. Pastora sagði að herlið sitt mundi ekki halda áfram að verja bæinn og svæðið umhverfis hann, en hét nýju átaki á þessum slóðum. Herlið hans virðist hafa hörfað til einna af bækistöðvum hans við fljótið San Juan, sem myndar landamæri Costa Rica og Nicaragua. San Juan var fyrsti bærinn sem andstæðingar sandinista náðu á sitt vald síðan barátta þeirra hófst 1981. 1 Managua er sagt að sandin- istar hafi hafið gagnsókn á mánudaginn til þess að ná aftur San Juan del Norte, sem þeir töldu að væri á valdi 500 upp- reisnarmanna. Stjórn sandinista segir að að- eins 70 stjórnarhermenn hafi verið til varnar í bænum, þegar hann féli í hendur 1.500 and- stæðinga þeirra í síðustu viku. Talið er að flestir bæjarbúar, sem voru 500 talsins, hafi flúið löngu áður en bardagarnir hóf- ust. ERLENT Bretum haldið í umsátri í Líbýu l^tndon 1« nnríl AP. London, 18. aprfl. AP. TUTTUGU og fimm Bretar, þeirra á mcðal brezki sendiherrann, eru inni- lokaðir í brezka sendiráöinu í Tripoli, heimili brezkra stjórnarerindreka hafa einnig verið umkringd og þrír Bretar hafa verið handteknir, að sögn utanríkisráðuneytisins í Lundúnum i dag. Talsmaður ráðuneytisins sagði að enn benti ekkert til þess að tilraun yrði gerð til þess að ráðast á sendi- ráðið. Talsmaðurinn sagði að Bret- arnir þrfr virtust hafa verið hand- teknir í hefndarskyni við umsátrið um sendiráð Líbýu í London og að þeir væru ekki diplómatar. Kona Oliver Miles sendiherra, Julia, sem er innilokuð f sendi- herrabústaðnum, sagði í símavið- tali við BBC að enn sem komið væri hefði hún ekki áhyggjur af öryggi diplómatanna. Hún kvaðst ekki geta dæmt um það hvort innilokun þeirra ætti að tryggja öryggi þeirra eða hvort þetta væri hefndarráð- stöfun. Gemayel og Assad hittast Meðal þeirra sem eru innilokuð f brezka sendiráðinu eru 11 konur og tvö börn og sjö konur og 11 börn eru innilokuð á heimilum brezkra dipló- mata í Tripoli. Fyrir utan heimilin eru fámennir hópar manna og þeirra á meðal eru byltingarverðir. Bretar óttast mest að gripið verði til hefndaraðgerða gegn um 8.000 Bretum, sem búsettir eru f Lfbýu, ef andbrezkur áróður líbýska útvarps- ins leiðir til múgæsinga. Bretar í Líbýu starfa aðallega við olíu- mannvirki. Þeir hafa verið hvattir til að halda sig innandyra og hlusta á BBC. Amin Gemayel Hafez Assad Beirút, 18. apríl. Al*. AMIN Gemayel, Líbanonforseti, og Hafez Assad, Sýrlandsforseti, hafa ákveðið að hittast á morgun, fimmtudag, að því er talsmenn Gemayels sögðu í dag. Munu þeir forsetarnir reyna að finna leiðir til að setja niður deilurnar í Líbanon Síkhar myrða sjö hindúa og skipa nýja samsteypustjórn í landinu. Varaforseti Sýrlands, Abdul- Halim Khaddam, hafði í gær samband við Gemayel vegna fundarins, sem átti að fara fram í síðustu viku en var frestað af einhverjum ástæðum. Aðalum- ræðuefnið verður ný stjórn í landinu og aukin ítök múham- eðstrúarmanna í henni. Nokkur átök hafa verið að venju í Beirút og segir lögregl- an, að þrír hafi fallið í nótt. Var beitt stórskotaliðsvopnum, eldflaugum og öðrum vopnum en með morgninum kyrrðist nokkuð. Frú Miles sagði að maður sinn hefði hringt f sig í nótt frá brezka sendiráðinu, en hún gat ekki hringt í hann. Hún kvaðst ekki áhyggjufull enn sem komið væri, „þar sem svona nokkuð gerist æði oft hér ... Ég held að andúð á Bretum sé ekki mikil. Þetta eru aðeins viðbrögð við einum tilteknum atburði". Skæruliðar Bacolod, Kilippoeyjum. 18. aprfl. AP. SEX lögreglumenn voru vegnir úr launsátri og sex aðrir særö- ust, er þeir voru á leiö til bæj- arins Negros, að sækja lík lögreglumanns sem drepinn var fyrr í vikunni úr sams kon- ar launsátri. I»ar meö hafa 15 lögreglumenn verið drepnir á þessum slóöum í skotbardög- um gegn vinstri sinnum síð- ustu vikurnar. Frönsk menning til Norð- urlanda Kaupmannahöfn, 17. aprfl. AP. FRAKKAR HAFA veitt Dönum af- not af franskri sjónvarpsrás og er fátt ekki til reiðu, hafi Danir áhuga á því. Forsætisráðherrarnir Pierre Mauroy og Paul Schliiter hafa rætt málið og Schluter sagt Dani spennta. Hér er um TV5 að ræða, sem sent er um gervihnött. Það eru franskar, svissneskar og belgískar sjónvarpsstöðvar sem reka rásina sameiginlega og senda út eina viku hver í senn, allt efnið á frönsku. Frökkum er mjög um- hugað að menning þeirra sæki fram og TV5 mun vera móttak- endum að kostnaðarlausu. Nú þeg- ar sést TV5 á skjám Vestur- Þýskalands, Belgíu, Frakklands, Bretlands, Hollands, Luxemborg- ar, Marokkó og Sviss, auk þess sem Svíar, Norðmenn og Finnar hafa sagt TV5-mönnum að þeir séu áhugasamir og tilbúnir að taka á móti útsendingum. Rotaðist og fékk sjónina Holyhead, Wales. 18. aprfl. AP. DICK KOBEKTS hafði sannarlcga ástæðu til að gleðjast í dag. Iiann var blindur, en fékk sjón á vinstra auga er hann rak tærnar í hund sinn og skall með höfuðið á eld- húsborðið. Þegar hann rankaði úr rotinu, sá hann eiginkonu sína vera að stumra yfir sér. „Ég hef aldrei verið jafn ánægður að sjá tengdamömmu," sagði Roberts í léttum dúr, „ég beið með að segja konu minni að ég gæti séð í tvær klukkustundir, en skellti því svo á hana. Þetta er frábært, ótrúlegt, læknarnir botna ekkert í þessu," bætti Rob- erts við enn glaðhlakkalegri. Roberts, sem er 37 ára, missti sjónina skyndilega á vinstra auga árið 1981. Sjónin á hægra auganu gaf sig svo er hann var rændur á götu úti og fékk f leið- inni mikið höfuðhögg. Læknar gátu ekkert hjálpað honum, en það gat hundur hans hins vegar. drápu sex Einn hinna særðu sagði að þó nokkrar ungar stúlkur hefðu verið í árásarsveitinni, ein þeirra hefði komið til sín og strokið hendi sína meðan hún hvatti hann til að hverfa ekki aftur til lögreglustarfa er hann næði heilsu á ný. Ungmennin hirtu vopn fórnarlamba sinna áður en þau hurfu inn í skóginn á ný. ('handigahr, 18. apríl. AP. HINDÍKKIR unglingar vopnaðir sverðum og lurkum æddu um götur ('handigahr í Punjab í dag til þess að mótmæla morði hindúaleiðtogans Pal Gupta í gærkvöldi. Kaupmenn neyddust til að loka verzlunum sín- um, en stjórnarskrifstofur voru opnar og ekki kom til átaka. Alls myrtu hryðjuverkamenn síkha sjö hindúa í gær og Gupta er annar hindúaleiðtoginn sem fellur fyrir hendi þeirra. Hann var for- seti Sjálfsvarnarsamtaka hindúa i Punjab-fylki. Hindísku unglingarnir kveiktu í tveimur strætisvögnum og hrifs- uðu túrbana af síkhum sem voru á ferli og brenndu þá. Herlögregla var á verði meðfram leiðinni sem líkfylgd Gupta átti að fara um síð- ar um daginn. Unglingarnir grýttu einnig bif- reiðir sem óku hjá og hleyptu úr hjólbörðum kyrrstæðra bíla á að- almarkaðstorgi borgarinnar. Ungir síkhar söfnuðust saman á nokkrum stöðum og voru við öllu búnir. Stúdentaóeirðir í Seoul 170 LÖGREGLUMENN slösuðust í miklum stúdentaóeirðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu í dag. Um 1.500 námsmenn þustu þá út úr skólabyggingum sínum með grjót- kasti að miklu iögregluliði sem átti að koma í veg fyrir að fyrir- hugaðar óeirðir næðu til miðbæj- argatna. Komu ólætin í kjölfarið á minn- ingarathöfn um ungan Kóreu- mann sem námsmennirnir segja hafa verið myrtan í hernum eftir að hann hafði orðið uppvfs að því að breiða út áróður á hendur stjórnvöldum. Grænland: Deilt um Dannebrog eða nýjan þjóðfána Kaupmannahöfn, 18. apríl. Krá Nila J. Bruun, FYRIR mörgum árum var í Græn- landi efnt til samkeppni um þjóð- fána, sem koma skyldi í stað danska fánans, en vegna þess að Grænlendingar eru almennt frem- ur ánegðir með danska flaggið var ekkert gert f því að fá einhverja niðurslöðu úr keppninni. Ekki vantaði þó tillögurnar því að þær voru 620 talsins. Nú loksins hefur dómnefndin vinsað úr 11 bestu tillögurnar að Gra nlandsfréítaritara Mbl. hennar mati, og segir í Græn- landspóstinum, að þar sé bæði um að ræða krossfána og fána með grænlenskum táknmyndum. Endanlegur dómur verður þó ekki kveðinn upp fyrr en eftir kosningarnar 6. júní nk. Deilurnar um það hvort Grænlendingar þurfi yfirleitt á sérstökum fána að halda blómstra hins vegar sem aldrei fyrr, og er mörgum heitt í hamsi. Peter Thaarup Höegh, bæjar- stjóri í Nuuk, er því algerlega andvígur að fá nýtt flagg, „má ég þá heldur biðja um gamla Dannebrog", segir hann, og Lars Emil Johansen, sem sæti á f grænlensku stjórninni, sagði nú nýlega, að danski fáninn, hvítur kross á rauðum feldi, væri miklu fallegri i grænlensku umhverfi en dönsku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.