Morgunblaðið - 19.04.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.04.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 55 Aðra hvora mínútu stansar Eidi í einhverju löngu orði, bölvar í hljóði, gerir nýja árás á orðið, kemst fram yfir það mitt; aftur stopp, Eidi bölvar hærra en áður slær í borðið og snýr upp á sinn skrokk á sinn sjerkennilega hátt, gerir síðustu örvæntingartilraun, bröltir út á orðið, — það er sem hann hlypi berfættur yfir úfið apalhraun — maður óttast stór- slys á hverju augnabliki — en nú klambrar hann sig yfir — varpar öndinni ljettilega og hjólar liðlega að næsta langyrði. — — Það er að byrja að kólna. Hitinn bara 27 stig. Undir kodda með þig, kæra dagbók. 1. janúar Sannleikurinn getur stundum verið svo lýgilegur að árangurs- laust er að halda honum fram og klókast að halda sjer saman, ef maður á ekki að stimplast sem lygari. Hver myndi t.d. trúa því að íslenskir Stokkhólmsstúdentar hefðu haldið upp í Jamtaland um hávetur til þess að fara í berjamó. Þó er þetta dagsanna. Um hádegið í gær mátti sjá þrjá úr „kvartett- inurn" flatmaga á auðum hnjótum uppi í Stendalen, hafandi fleygt frá sjer stöfum og skíðum og berjabláa út að eyrum etandi fros- in krækiber. Dódó sat eftir heima, því það var gamlársdagur og hún hafði hugsað sjer að helga þann dag matartilbúningi. Við strákarnir héldum af stað um 10 leytið, inn í dal. Færið var með allra versta móti, svo hált að ómögulegt var að stjórna skíðunum, það var eins og að ganga í grænsápu. Eftir berja- átið paufuðumst við þó áfram inn dalinn. Alt í einu stansar óli og segir hógværlega: „Strákar, rommið." Við stönsuðum. Romm- ið, „víst farið". Dýrindis flaska af þessum guðadrykk stóð uppi í skáp, og hafði þrátt fyrir marga kroppsins langan og sálarpín verið geymd til þessa dags og skyldi notast í toddy um kvöldið — en hræðilegur, náttsvartur þanki hafði nú vaknað í kolli óla og svo okkar hinna — ef stelpan færi nú að sulla þessari guðaveig út í ein- hvern búðing — hennar „latenti" spíritúósaskortur (hún er í bind- indi) hafði sem sje þráfaldlega áð- ur lýst sjer i frámunalegu dálæti á rommbúðingum, rommsósum og öðrum slíkum rjettum. Án þess að segja meir venda all- ir við og arka sem óðir væru heim til kofans, allir haldnir sömu há- leitu hugsun — að bjarga romm- inu. — Eldmóður krossfaranna þá þeir lögðu land undir fót að bjarga borginni helgu úr Hundtyrkjans höndum var sem útihúsagrútar- týru blaktandi skar hjá eldinum í okkar sálum. Við komum nógu snemma. Flaskan var ósnert. Ungfrúin góða sýslaði við kart- öfluflysjun. Eidi var síðan skilinn eftir i kof- anum undir því yfirskyni að hann hefði tannpínu, en við óli ókum enn á skíðum um stund. Þenna eftirmiðdag sýndi Dódó að hún átti húsmóðurhæfileika í betra meðallagi og vel það. Úr lé- legu kjöti töfraði hún fram hina ljúffengustu bitasteik og var sú snædd með kartöflumauki sem Eidi og óli úthrærðu. Og úr leifum af eplum, bjúgaldinum og brauð- molum tókst ungfrúnni að búa til eplaköku sem leit út næstum eins og eplakaka — og allir fullyrtu að hún væri eins á bragðið. Þess má þó geta, að margra ára vist í þessu kurteisa landi hefir að nokkru mótað tilsvör mannskapsins. Eftir að menn, eins og eftir hverja kvöldmáltíð hjer, höfðu legið eins og í dái nokkra hríð án þess að mega sig hræra byrjaði ferðarinnar „clou“. Eiríki var falið að brugga toddý, og síðan byrjaði bridge-spil. í tilefni af deginum hafnaði Dódó ei drykknum og var þó vel sterkur — komst lýðurinn brátt í gott skap og þó einkum ungfrúin, og það sem merkilegra var, hún spilaði bridge af þvílikri snild að jeg og fóstbróðir Eiríkur máttum hafa okkur alla við að vinna hana og óla og höfum við þó háar hugmyndir um okkar spila- mensku. Er spilinu lauk var komið fram yfir miðnætti og nýtt ár byrjað, tunglið spankúleraði upp á himinhvolfið gulbleikt og bústið og góndi inn um gluggann á „kvartettinn". 2. janúar Þetta ár hefir hingað til gengið út á Armeníumenn. Þegar snemma í gærmorgun var byrjað að lesa um Musa Dagh. Eftir há- degi var farið á skíði, en færið var svo andstyggilegt sem hugsast gat og varð því skiðagangan ekki löng. Á meðan verið var að elda var les- ið um Musa Dagh og eftir kvöld- verð var setið við lestur til klukk- an fimm um nóttina. Stóð Eiríkur sig að vanda einna best við lestur- inn. Lá hann uppi í rúmi óla og sneri sjer út í horn, sparkaði öll- um öngum og talaði mjög við sjálfan sig að vanda. Aftur á móti var athygli hans næsta „kljen“ ef aðrir lásu. Þó keyrði um þverbak þegar Óli las. Yfirleitt hefir það reynst óbrigðult svefnmeðal að láta óla lesa, það er eitthvað svo óútmálanlega svæfandi, minnir mest á rokkhljóðið í gömlu bað- stofunni heima eða suðuna í Titan Alexandra skilvindunni á meðan hún var ný og smurð. Hvernig óli fær vakað sjálfur yfir sínum lestri er öllum ráðgáta. En bókin kláraðist þá og var það öllum mikill ljettir. Annars var dagurinn án viðburða, kaffi- drykkja var með meira móti, því allir voru rámir og þurrir í kverk- um af lestri. 3. janúar kl. 23.30 Síðasta kvöldið í kofanum. Ef maður væri ekki eitthvað svo saddur og ánægður í alla staði gæti maður næstum orðið „senti- mental". Þessir dagar hafa verið indælir í alla staði og hafa liðið afar fljótt. Það er næstum ótrú- legt að þetta skuli vera 10. nóttin okkar hjer — nú er indælt veður, heiðskírt og stjörnubjart og blika yfir fjöllum, það er virkilega ákaf- lega líkt hjer og heima — en það einkennilega — og þó kannske við nánari athugun eðlilega — er, að einmitt á svona stað hugsa jeg oftar til íslensku fjallanna en t.d. niðri í Stokkhólmi, þar er svo fátt sem nokkuð minnir á Frón og vek- ur heimþrá, hjer er aftur á móti alt svo líkt — og þó ... eitthvað vantar. En svo að jeg haldi mjer að efn- inu, nfl. lífi „kvartettsins", þá hófst þessi dagur á venjulegan hátt. Óli kveikti upp, eldaðar voru baunir. Um hádegið var stigið á skíði og haldið norðaustur í fja.ll. Aldrei hafði færið verið jafn hart, aldrei hafði Óli plægt svo hóg- værlega, aldrei hafði ungfrúin „varíerað" bylturnar svo sem þennan vorn síðasta fjalladag. Að allir sluppu nær óskaddaðir úr þessari ferð sýnir, að skíðafimi „kvartettsins" er komin á eitt geysi hátt „plan“ — eða þá að Drottinn hefir sjerstakt dálæti á okkur, þykir mjer hin síðari skýr- ingin líklegri. Bara það, að við skyldum komast í þessa fjallaferð sýnir jú eina sjerdeilislega velvild Drottins (og svo náttúrlega Silf- urstólpa, sem lánaði fyrir ferð- inni). — — Um eftirmiðdaginn var alt búið undir brottferð næsta dag. Eiríkur bakaði risahlaða af pönnukökum, se geyma átti til næsta dags. Lagði hann að vanda mikla rækt við starf sitt og prófát aðra hvora pönnuköku. Dódó þvoði klúta og klæði, við óli þvoðum upp leirtau og hefi jeg aldrei á minni lífsfæddri æfi sjeð jafn skínandi hreina diska, enda eru snyrt- ingarhæfileikar óla einsdæmi. Svo mjög gekk mannskapurinn upp í þessu undirbúnings- og hreinsunarstarfi að enginn brand- ari var sagður og fleiri mínútur liðu milli þess sem kven-brieminn púðraði sig, sjálfur komst jeg ekki yfir að naga nema neglur annarr- ar handarinnar þetta kvöld. — — Geta má þess, að þennan dag fengum við heimsókn. Var það verkfræðingur nokkur, Bergendal að nafni, og synir hans tveir, á leið til Váládalen. Af frónskri gest- risni buðum við piltunum upp á kaffi og með frónskum sveitasið fullyrtum við, að kaffið væri alveg að verða til, þyrfti aðeins að skerpa á því. Var óla falið að hita kaffið en Dódó tók að sjer að blanda drykkinn. Mjer var falið vandaverk, sem sje að skemta herrunum, en Eidi átti að leggja til brandara ef með þyrfti. Þegar kortjer var liðið án þess að suöuhljóð væri komið í ketilinn tók gamli Bergendal að gerast þungbrýnn, hóstaði hann og ræskti sig og muldraði eitthvað um að dagurinn væri stuttur og langt til Váládalen og að nóg væri að fá volgt vatn. — Óli leit niður í ketilinn og fullyrti með spámann- legum svip að það væri alveg kom- ið að suðu — en mínúturnar liðu, ein af annarri, ekkert heyrðist suðuhljóðið. Brúnir Bergendals sigu æ meir, svipur óla varð æ alvarlegri, brandararnir stóðu í Eiríki, Dódó hvislaði í örvæntingu: „Siggi, blessaður segðu eitthvað við mennina, hafðu ofan af fyrir þeirn." Ástandið var að verða ískyggilegt, Dódó setti upp sitt „specialpatent“-blíðubros sem hef- ir dugað á margan Svía — og jafn- vel landa — en ekkert hreif. Spámannssvipurinn á óla var orð- inn minni en á hinum minsta af minni spámönnunum. En til allrar lukku sló það nú alt í einu verk- fræðinginn, að við vorum útlensk og Svíanna veikleiki fyrir öllu út- lensku bjargaði okkur nú. Karl fór að giska upp á þjóðerni okkar, hvað ekki tókst, og er hann fjekk að vita hið rjetta þar um fór hann að fjargviðra allskyns endileysu um ísland — og loksins sauð á katlinum. Dódó mallaði nú kaffið með kurt og pí og skenkti gentle- mönnunum og þeir drukku, en enginn þáði nema einn bolla og báru ýmsu við, þökkuðu síðan fyrir sig og bjuggust af stað og var þeim fylgt út á hlað. Við nánari athugun skýrðist það hvers' vegna mannaumingjarnir voru svo ragir við „pátáret". Boll- arnir reyndust nfl. meir en hálf- fullir af kaffigromsi, en Svíarnir höfðu i kurteisi sinni ekki viljað nefna þetta. En ekki mun álit þeirra á ís- lenskri eldamenskulist standa hærra í kúrs en krónan okkar. 4. janúar kl. 21 í lestinni á leið til Östersund. Alt er þetta að enda, eftir 10 tíma erum við í Stokkhólmi — enginn mun beinlínis hlakka til að koma þangað, veldur því margt, and- styggilegar kenslubækur, óborguð húsaleiga og aðrar plágur sem einn auman stúdent þjá og hann hefir gleymt um stund í faðmi fjallanna. Burtförin frá kofanum var um margt lík aðkomunni þangað jóla- kvöldið, blindöskubylur og hunda- veður, er við lögðum af stað um 11 leytið, en vel skildum við við kof- ann, alt var pússað og fægt, glampandi og gljáandi eins og í kaupfjelagsstjórastássstofu, olía var á lampanum, eldspýtur og kerti á borðinu, viður högginn við arininn. Ferðin út dalinn gekk bærilega, því hvast var á eftir, en þó var oft erfitt að halda jafnvægi á hálum svellbólstrum og urðu margar byltur, en „húmörið" var príma. Gegnum hvassviðrið heyrðist óli syngja fölskum rómi sitt glans- númer: „I Am a Sailor Man“ og af og til yfirgnæfði einhver Dódóist- ískur falsettutónn ýlfur storms- ins. Þegar niður í skóginn kom tók veður að skána og dandalafæri var síðari hluta leiðarinnar. Til hót- elsins komum við um þrjúleytið og var okkur vel tekið af húsbændum og gefið kaffi með pönnukökum Eiríks. Þarna hittum við „familí- una“ Hana og varð það fagnaðar- fundur. Berglands ljetu ekki sjá sig. Á hótelinu beið okkar póstur, en sá fimmtíu kall sem bræður vorir í Stokkhólmi höfðu fengið lánaðan af ferðafje okkar og upp á æru og trú lofað að senda fanst hvergi, og var nú ilt í efni, en til allrar ham- ingju leyndust tveir seðlar í brjefi frá Jóni mínum veðurspámanni og mun jeg hann lengi fyrir þá blessa og fyrirgefa honum marga fals- spá. Til Undersáker fórum við í bíl og var tíminn drepinn með hun- angssætum söng — en stjörnur himinsins blíndu niður úr blá- hvolfum sínum inn um bílrúðurn- ar og tunglið mjakaði sjer letilega upp yfir fjallatoppana. í Undersá- ker biðum við hálftíma eftir lest. Þar á stöðinni var fult af dönskum skólabörnum og me-ve-beið suðaði í eyrum okkar eins og úr stekk með flátt jarmandi Suðurnesja- lömbum. Við vorum heppin með klefa eins og fyrri daginn, þær fáu persónur sem fyrir voru hefir okkur tekist að þvæla út með hás- um ... söng og fölsku gítarspili og nú berumst við til svefns. Dódó hefir teygt úr sjer í svefnpoka á öðrum bekknum, óli hefir hniprað sig saman í horni þess sama bekks, rauða húfan hans lafir værðarlega á einu af hárunum á höfði hans. Eidi er nú lagstur lágt, nefnilega á klefagólfið og muldrar hálfsofandi síðasta brandara ferð- arinnar. Sjálfur sit jeg hjer við gluggann og stari sljóum augum út í stirnda vetrarnóttina — jeg er bæði þreyttur og syfjaður, en samt liggur eitthvað dæmalaust vel á mjer, einhver ánægja fyllir hug minn, ánægja yfir því að við skyldum þó drífa okkur í þessa ferð. Vissulega er hún ennþá óborguð og mun kannske valda ýmsu basli er til Stokkhólms kem- ur, en eitt verður ekki frá okkur tekið og það eru allar hinar upplif- uðu ánægjustundir. Þær eru margar, minningarnar, sem seint munu verða strikaðar út úr minn- ingasjóðbók „kvartettsins". Sídari hluti tcrdasögu eftir dr. Sig- urð l‘órarinsson jarðfrreðing sem hann skrifaði i námsárum sínum i Svíþjóð. Greinin birtist í Lesbók lO.júlí 1938 Annað frábært framlag Incantation Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Incantation Dance Of The Flames Beggars Banquet / Steinar Það var ekki að ástæðulausu að Incantation fylgdi velgengni plötu sinnar, Cacharpaya, eftir með annarri breiðskífu, Dance Of The Flames. Dance Of The Flames lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og Cacharpaya. Lögin sem fyrr ævagömul þjóðlög frá Andes- fjöllum í útsetningu þeirra In- cantation-manna. Á þessari plötu eru þeir aðeins fimm en voru sjö á Cacharpaya. Ekki er þó hægt að merkja neinar veru- legar breytingar á útsetningun- um nema hvað yfirbragð þessar- ar plötu virðist heldur trega- blandnara en hinnar. Það stafar þó líklegast af lagavalinu. Sem fyrr er hljóðfæraleikur- inn hjá Incantation geysilega góður og útsetningarnar skemmtilegar. Tónlistin er ýmist gædd seiðandi og rólegu yfir- bragði eða þá að í henni er takt- föst hrynjandi, sem grípur mann heljartökum. Þetta er með sanni tónlist, sem snertir fínni taug- arnar, séu menn á annað borð móttækilegir fyrir henni. Ég á samt enn dálítið erfitt með að skilja hvernig þessi tón- list náði slíkum vinsældum að eitt laga Incantation rauk í efsta sæti breska vinsældalistans — en þó um leið ekki. Þessi þjóð- lagatónlist frá S-Ameríku er nefnilega svo allt öðru vísi en flest það, sem fram hefur komið á undanförnum árum að e.t.v. er ekki að undra þótt nýjunga- gjarnir menn eins og Bretar hafi gleypt við þessu. Vafasamt er þó að kalla aldagamla tónlist indí- ána Andesfjallanna „nýjung" en hún er engu að síður nýmeti á vinsældalistum. Ekki er gott að gera sér fylli- lega grein fyrir því til hvaða hóps tónlistarunnenda þessi hljómlist höfðar helst. Dettur mér einna helst í hug að unnend- ur þjóðlagatónlistar kynnu al- mennt vel að meta þessa tónlist í flutningi og útsetningu Incanta- tion. Úr því hún náði í gegnum skelina hjá mér hlýtur hún að ná eyrum fleiri manna. Fyrir þá sem hafa áhuga á óvenjulegri en um leið hrífandi og vandaðri tónlist, get ég ekki ímyndað mér öllu sérstæðara fyrirbrigði en Incantation. Sem og á Cacharpaya finnst mér B-hliðin sterkari og lögin Puneno, Festival Of Yotala, þar sem undirtónninn er þungur, og Boquita Colorada eru öll stór- skemmtileg. Á fyrri hliðinni kunni ég best að meta Cutimuy og The Man From Humahuaca.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.