Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 12

Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 að bíða, langaði mig bara að kom- ast heim. Ég vissi að ógerlegt myndi að komast til íslands þá, en skrifaði vinkonu minni í Kaup- mannahöfn og spurði, hvort ég mætti koma til hennar og vera þar þangað til ég gæti komizt heim. Skrifaði hún mér að koma undir eins. Undirbjó ég síðan brottför mína, fór á lögreglustöðina og sagði frá brottför minni. Enn- fremur gaf ég þar upp nafn og heimilisfang mágkonu minnar í Ruzomberok, Mariu, svo að unnt væri að láta hana vita, ef ég fengi póst. Fór ég því frá Ruzomberok með eðlilegum hætti, enda engin ástæða til annars fyrir mig, því að ég hafði svo sannarlega ekkert á samvizkunni, hvorki gagnvart stjórnvöldum né einstaklingum, enda hafði ég tvisvar sinnum farið til Ruzomberok, síðan stríðinu lauk, en það gerði enginn, sem eitthvað óhreint hefði í pokahorn- inu og komizt hefði úr landinu. Frá minni hendi var allt hreint og opið, en svo allt í einu var ég orðin grunsamleg persóna. Meira að segja meðmæli mín frá norska sendiráðinu, sem ég svo sannar- lega var bara hreykin af, voru orð- in tilefni til grunsemda. Ég var búin að lofa mágkonu minni í Ceske Budejovice að koma til hennar og vera hjá henni þar til ég færi til Kaupmannahafnar og bjóst við að ekki myndi dragast lengi að fá ferðaleyfi. En nú kom babb í bátinn. Búið var að taka fyrir öll ferðalög til Danmerkur og þar eð ég var nú búin að taka upp heimili mitt í Ruzomberok, ákvað ég að dvelja áfram hjá mágkonu minni í Budejovice. Én þar sem þetta gat dregizt, vildi ég ekki liggja uppi á fjölskyldu mágkonu minnar svo lengi og leigði ég mér herbergi annars staðar í Budejo- vice. Þegar svo Þjóðverjar höfðu ver- ið hraktir á brott frá Tékkóslóv- akíu og leiðin var aftur fær til Ruzomberok, hugsaði ég mér, að fyrst ég kæmist ekki heim til ís- lands strax, væri eins gott fyrir mig að fara aftur til Ruzomberok og vera þar hjá vinum mínum, eða flytjast jafnvel aftur í íbúðina með það af innbúinu, sem þar var. Handtekin En af því varð þó ekki. Ég var nefnilega handtekin þarna í Ceske Budejovice, án nokkurra annarra skýringa en það, að ég ætti að skreppa niður á stöð, þar eð ég væri útlendingur. Ég var í fangabúðum í 9 mán- uði, alls flutt á milli 7 staða. Það var sagt, að þetta væri gert til þess að verra væri að hafa upp á okkur, ef einhver ætlaði að hjálpa. Ég ætla ekki að lýsa aðbúnaðinum eða fæðinu. Það var nánast sagt hryllingur, en ég var samt svo heppin, að Ludvig Guðmundsson komst í samband við mig með til- stilli Rauða kross íslands, og þar með var ekki leyfilegt að pynda mig, né fara illa með mig líkam- lega. Og það var bót í máli. Enn- fremur fékk ég svo seinna pakka, sem komu með skilum, og eflaust hafa bjargað lífi mínu því að við fengum bara þurrt brauð og súpu, sem var alveg næringarefnalaus. Eftir 9 mánuði án yfirheyrslu var ég flutt til Ruzomberok og bara hlakkaði til, því að ég hélt, að ég fengi að verja mig. Var mér sagt, að alþýðudómstóll (sem ég vissi ekkert hvað var) myndi fjalla um mál mitt og ég skyldi bara vera nógu auðmjúk og bera mig aumingjalega, svo að dómararnir vorkenndu mér. Ennfremur var mér fenginn verjandi, en ég hafði það helzt á tilfinningunni, að hann væri að reyna að fá mig til þess að játa eitthvað, svo að unnt væri að hespa mál mitt af og einhverja sök varð að finna, þar sem ég var búin að vera níu mánuði í fangelsi. Ég spurði þennan „verjanda" minn einu sinni, hvort hann væri að verja mig, eða reyna að finna sök hjá mér. Hann sagði, að svona lag- að gæti komið sér illa fyrir mig, en ég sagði honum, að ég gæti ekki að því gert, að ég væri ekki alveg eins heimsk og þeir auðsjáanlega héldu. Þessi hái fólksdómstóll var furðu lostinn yfir ósvífni minni. Var ég dæmd í 1 'k árs fangelsi, því ég var búin að vera í 9 mánuði án yfirheyrslu, en ég átti hús, og frétti ég seinna, að til þess að geta komizt yfir hús, varð dómurinn að vera 1 ‘/2 ár, svo að þá hafði maður það. Ég var svo flutt í fangabúðir hjá Krupina. Þegar ég var búin að vera þar mánuð, var mér gefinn kostur á að fara heim, ef ég vildi undirskrifa, að ég gerði engar kröfur til ríkisins fyrir eigur mín- ar eða persónulegar bætur vegna þess órétts, sem mér fyndist ég hafa orðið fyrir. Ég sagði þeim, að ég væri nú búin að vera fangi 10 mánuði og ég gæti vel verið 8 mánuði í viðbót og að ég undir- skrifaði ekki neitt. Ég vissi nefni- lega vel, að ef ég hefði undirskrif- að, hefðu þeir bara skrifað eftir á, fyrir ofan undirskrift mína ein- hverja játningu, og þá gat ég ekki gert neinar kröfur eða minnsta kosti reynt að fá hlut minn réttan. En svo kom einhver nefnd og fór að skrifa upp þjóðerni fólks þess, er var í þessum fangabúðum, en það voru Slóvakar, Tékkar, Ung- verjar, Þjóðverjar, Austurríkis- menn o.s.frv., og var sagt, að senda ætti þetta fólk heim til sín smátt og smátt, því það væri orðið svo dýrt að halda uppi þessum fangabúðum og margt fólkið gæti ekki leyst nóga vinnu af hendi vegna vanmáttar af fæðuskorti. Um þessar mundir kom prófessr nokkur í fangabúðirnar og sagði hann mér kvöld eitt, eftir vinnu- tíma, að þetta fólk yrði ekki sent heim, heldur öll skilríki tekin af því og það sent beint til Síberíu. Nú varð ég reglulega hrædd. Ég gat skrifað bréf, sem ég fékk manni einum, sem vann hjá trésmið einum í bænum Krupina, og sem ég treysti, og setti hann þetta bréf í póst. Ég skrifaði nefnilega Pétri Benediktssyni, þá- verandi sendiherra íslands í Prag (með setu í París). Sagði ég honum málavöxtu, og bað hann að svara ekki þessu bréfi, svo ekki kæmist upp, að ég hefði skrifað, heldur láta senda einhver skilríki um mig til fangabúðanna, svo þeir þyrðu ekki að láta afhenda mig fyrr en bara löglega, þegar minn tími væri úti. íslenzkur ríkisborgari Eftir nokkra daga kom svo bréf til fangabúðanna, þar sem sagt var að ég væri ísl. ríkisborgari, og að vegabréf og peningar til heim- ferðar biðu mín í norska sendiráð- inu í Prag. Þá varð ég geislandi glöð og nú fannst mér allt gott. Svo kom stundin í desember 1946. Ég flýtti mér tii Ruzomberok til þess að kveðja vini mína þar og hraðaði síðan för minni til Prag, en þáverandi ræðismaður íslands í Tékkóslóvakíu hafði þá skrif- stofu sína í norsku ræðismanns- skrifstofunni. Þarna beið rriín eins og áður hafði verið lofað vegabréf og peningar til heimfararinnar. Það var ólýsanleg tilfinning að geta farið svona hindrunarlaust heim, enda get ég aldrei fullþakk- að þá fyrirgreiðslu, sem íslenzka utanríkisráðuneytið lét mér í té. Ég hafði aldrei á ævinni stigið upp í flugvél, en úti á flugvellinum í Prag stóð gömul herflugvél, mjög frumstæð, og skyldi ég taka mér far með henni. Þrátt fyrir þetta fann ég ekki til ferðakvíða. Þvert á móti held ég, að ég hafi aldrei síð- an litið nokkurt farartæki jafn dásamlegum augum. Gleðitilfinn- ingin yfir því að vera að leggja af stað heim til íslands var öllu öðru yfirsterkari. Ég kom heim í janúar 1947. Þá voru liðin 9 ár, frá því að ég hélt út til Evrópu. Þó að reynsla mín þennan tíma hefði svo sannarlega verið beizk, þá finnst mér nú, þeg- ar ég lít yfir farinn veg, sem ég hefði samt aldrei viljað án hennar vera. Greinin er fri 1973 og er frásögn frú Laufeyjar Kinarsdóllur. Vatnslitamyndir í Ásmundarsal Myndlist Bragi Ásgeirsson í Ásmundarsal við Freyjugötu sýnir um þessar mundir Hanna Gunnarsdóttir 35 vatnslitamynd- ir og stendur sýningin til 23. apr- íl. Hanna lagði stund á myndlist- arnám fyrir mörgum árum og hélt að því loknu sýningu í Mokkakaffi við Skólavörðustíg en síðan hefur ekkert sést eftir hana hér í borg ' fyrr en nú. Listakonan hefur þó ekki verið alveg óvirk í listinni því að hún mun hafa tekið þátt í samsýn- ingum í Bandaríkjunum en þar lauk hún prófi í innanhússhönn- un og myndlist árið 1978 (Cuy- ohoga College, Ohio). Allar myndirnar á sýningunni eru málaðar á heimaslóðum og eru nær allar landslagsmyndir. Það er þekkilegur svipur yfir sýningu Hönnu og auðsæ er tilfinning hennar og ást á viðfangsefnun- um — hún nálgast þau af hóg- værð og virðingu, máski of mik- illi hógværð á stundum. Þá er eins og heildarsamhengi vanti í myndirnar og þær verði lausari í byggingu. Á sýningunni eru nokkrar myndir, sem eru í sérflokki varð- andi uppbyggingu og samræmda heild og þær virðíst listakonan hafa unnið betur en aðrar — lagt meira af sjálfri sér og skapandi kenndum í vinnubrögðin. Hér vísa ég til mynda svo sem „Landslag" (3), „Sumarið 83“ (4), „Reykjanessól" (8), „Vetur" (9), sem er sennilega heillegasta myndin á sýningunni, „Sól á auðn“ (17) og „Skerjafjarðarsól" (28). Osjálfrátt óskar maður sér þess, að allar myndirnar á sýn- ingunni væru eins og þessar því að þá væri ris hennar meira — og vinnubrögðin sýna að styrkur Hönnu Gunnarsdóttur liggur öðru fremur í einföldum formum og blæbrigðaríkidómi. Trésmiður smíðar leikhúsverk Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Trésmiður smíðar leikhúsverk Ljós og hljóð: Jósep Magnússon. Leikmynd: Ingi Hans Jónsson og Grétar Höskuldsson. Hvíslarar: Guðný Sigurðardóttir og Emelía Karlsdóttir. Förðun: Hulda Jónsdóttir. Leikskrá: Ingi Hans Jónsson og Ólöf Hildur Jónsdóttir. Höfundur og leikstjóri: Ingi Hans Jónsson. Hann var fallegur himinninn síðastliðið" laugardagskveld, þá ég ók í átt til hjarta Reykja- víkur-tjarnarinnar, sólin eins og viðbrennd piparkaka hálf á kafi í gullinni reykjarsvælu úr ofni guðs væntanlega. Tjörnin sjálf var hinsvegar heldur óhrjáleg í kvöldkulinu og húsin sem risu við Tjarnargötuna á þeirri tíð er embættismenn höfðu tvítugfalt kaup á við erfiðisvinnumenn, næsta umkomulaus, líkust aft- urgöngum sum hver. Sömuleiðis fannst mér sviðsmyndin sem hafði runnið alla leið frá vestur- kjálkanum inní Tjarnarbíó hálf umkomulaus í napri sviðsbirt- unni. Það ríkti hinsvegar glað- vær stemmning í salnum, enda leikhúsgestir vafalaust velflestir aðfluttir Grundfirðingar. Gagn- rýnandinn fann hinsvegar fátt til að gleðja hjartað, á meðan beðið var leiksýningar, utan áletrunar á leiksviðsvegg Kaup- félag Kleinubæjar, stóð þar skýrum stöfum. Það var svo sem auðvitað að kaupfélagið kæmi inní myndina, þetta lífakkeri sveitarinnar, akkeri sem sumir segja nú að sé að kolsigla hugsjónafleyi frum- herjanna, eftir að SÍS-forstjór- arnir fengu þá hugmynd að þeim bæri að gína yfir einum þriðja þeirrar atvinnustarfsemi er fer fram á landi voru. Já, það má með sanni segja að „Iífsrýmis- hugmyndin" sé ekki með öllu út- Hinn mikilhæfi leikhúsmaður Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði. dauð. En nú gafst mér ekki meiri tími til að hugleiða frekar hug- myndafræði SÍS-forstjóranna, því leikendur skoppuðu inná sviðið og Togstreita Inga Hans upphófst. I fyrstu lyftist ekki frekar á mér brúnin því frammistaða leikaranna var slík sem vænta mátti af áhugaleikurum er njóta leiðsagnar áhugaleikstjóra, að því undanskildu að Ingi Hans Jónsson höfundur og leikstjóri með meiru „brilleraði" í hlut- verki Sigga gamla. En lofa skal dag að kveldi og þegar leið á leiksýninguna var brúnin á gagnrýnandanum komin uppá mitt enni. Ég var í einu orði sagt: stórhrifinn af leiktexta Inga Hans Jónssonar, fyrst og fremst af þeirri ástæðu að þar má merkja óvenjulega tilfinningu fyrir lifandi máli, slíku sem fer vel í munni leikara og í öðru lagi er Inga Hans gefin sú náðargáfa að geta hamrað á ritvél samtöl slík sem maður heyrir hvunn- dags. Ég fullyrði því að hér sé á ferð laukur í garði íslenskrar leikritunar. Texti Inga Hans spannar að vísu ekki vítt svið og hugmyndafræðin er svolítið staðbundin en hann er lífrænn, skondinn og kemur oft á óvart, en slíkt er kallað af leikhúsfræð- ingum að hafa næmt auga fyrir leiklausn. JL Ég tel raunar mikinn feng að þessari sýningu þeirra Grund- firðinga, því hún sannar svo ekki I verður um villst að listrænn neisti verður hvarvetna að báli, jafnvel norður við dumbshaf. Ingi Hans er trésmiður í fullu starfi en samt gefur hann sér tíma til að semja, leikstýra og leika í eigin verki og ekki nóg með það heldur smíðar hann líka leikmyndina. Samt eru ekki barðar silkibumbur honum til heiðurs. Kannski til allrar ham- ingju því slíkar bumbur eru víst hljómlausar nema máski í íbenholtsklæddum fundarher- bergjum norrænna leiklistar- ráða sem eiga að stuðla að ... auknum leiklistaráhuga almenn- ings. Nei, sjálfsprottið starf Inga Hans og félaga er hundrað sinn- um mikilvægara fyrir leiklistina en þúsund fundargerðir nor- rænna dramatúrga, er sötra rauðvín á kostnað skattborgar- anna, meðan lýðurinn skellir myndbandinu uppá bjórkassann og sofnar inní vídeóheiminn. Og það er ekki aðeins mikilvægt fyrir leiklistina, heldur mannlíf- ið í voru harðbýla landi, sem ég spái að eigi eftir að koðna niður frá þeirri stundu er vídeóið sest uppá bjórkassann. Og láttu nú ekki deigan síga Ingi Hans, smíðaðu fleiri hús og fleiri sviðsmyndir, við þurfum ekki síður á þeim að halda en skjóli fyrir vestannæðingnum. Komdu samt ekki til Reykjavíkur í leit að frægð og frama, því hér þurfa menn helst að vera listfræðingar til að fá inngöngu í musteri list- arinnar, nema kannski í gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörn- ina. Þar finnur frjáls leikstarf- semi sitt framtíðarskjól ef sá sem gleymdi piparkökunni í ofninum — lofar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.