Morgunblaðið - 19.04.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984
61
Foraldir
íslandssögu
eftir EINAR BENEDIKTSSON
Þegar jeg var sjálfur orðinn
sannfærður um það, að land vort
geymir óhrekjanlega vitnisburði
um mannvistir og þekking á Is-
landi, fjölda alda fyrir svonefnda
sögu lands vors, reyndi jeg fyrst
að athuga nokkur meginatriði sem
að þessu lúta. Jeg gerði þetta að
umræðuefni í breskum vísinda-
legum fjelögum og ritaði ýmsar
greinir, er að því lutu, hingað og
þangað.
Nokkrum árum síðar veittist
mjer kostur á því að kynna mjer
hin stórvægilegu mannvirki í
Rangárvallasýslu og síðan hafa
smátt og smátt bætst við sönnun-
argögnin um eldforna forsögu
hins norðvestlæga eylands, ýmis
mannvirki, víðsvegar um alt ís-
Foraldir Islandssögu. t
RÚNARISTUR í ÁSHELLI
Efst til hægri á mvndinni eru tvær myndir af fiskum. FisktákniA er algengt í
frumkristni og síðar, og kemur til af því, að orðið „fiskur“ á grísku hefir inni
að halda skammstöfun á
nafni Krists. Orðið er „ichþys“.
I(esus) Ch(ristos) Þ(eou) ‘Y(ios) S(óter)
Jesús Kristur Guðs Son, Frelsari
Til hægri neðst eru tvö tákn, sem virðast vera XP og IHS. XP eru tveir
grískir stafir, sem svara til ChR, og var notað sem fangamark Krists. Hitt
táknið, IHS, gerir hvorttveggja að þýða á grísku = IES, upphafsstafirnir í
nafni Jesú, og á latínu 4
I(esus) H(ominum) S(alvator)
Jesús frelsari mannanna
Fleiri ristur sjást greinilega á veggnum, en þessi frumkristnu
tákn eru einna greinilegust.
ÞANN 1. janúar síðastliðinn flutti
Ofnasmiðja Norðurlands starfsemi
sína til Reykjavíkur að Funahöfða
17, og er starfsemin komin í fullan
B»n8-
ONA er þekkt fyrir áralanga,
faglega vinnu á RUNTAL-ofnum
til húsahitunar. Ofnarnir eru sér-
Inngangur til Áshellis, sem er á eystri bakka Þjórsár, og er einhver
hinn stærsti og merkilegasti hellir, sem fundist hefir á Suðurlandi. G.
Sæthersmoen verkfræðingur hefir mælt og teiknað helli þennan (sbr.
„Thules Beboere", útg. 1918 í Oslo).
land, sem öllum vitanlega stafa
frá ævagömlum öldum, löngu fyr
en Rómverjar, Grikkir og Pún-
verjar vissu deili á Sólarlandinu
Tíli. Tala þau nú því hærra um
aldur sannsögu vorrar, sem tímar
líða lengur.
Jeg hefi látið þess getið áður, í
þeim örstuttu og fáu greinum, sem
jeg hefi nú fyrir skömmu ritað um
forsögu vora, að jeg vildi vekja at-
hygli alþjóðar á Islandi um hina
óheyrilegu vanrækslu, er þetta
mál hefir orðið fyrir, einmitt nú
þegar efni vor og fjöldi vænlegra
fróðleiksmanna meðal vor, gera
oss fært að leggja mikinn skerf tií
vísindalegrar meðferðar á eld-
fornum fræðum vorum.
Örsmá sýnishorn hinna for-
sögulegu minja eru látin fylgja
hjer með, til þess að reyna að
vekja nokkurn áhuga um þetta
stórvægilega málefni söguþjóðar-
innar.
Væntanlega munu verða birt,
innan skams, hin helstu meginat-
riði er lúta að mikilvægi þessa
efnis fyrir landfræðissögu íslands.
Óteljandi sannindamerki heim-
sókna og vista í Suðurlandshellum
þeim, er jeg leit yfir meðan jeg bjó
á Rangárvöllum, taka allan efa af
KROSS
í Helli að Ægissíðu högginn áður en
ísland bygðist frá Noregi.
um það, að hjer eru stórfeng og
frægileg verkefni fyrir rannsóknir
útlendra og ísl. vísindamanna. —
Feiknafjöldi munkateiknanna
IHS (Jesús frelsari mannanna)
koma alstaðar fyrir, auk fisk-
mynda víðsvegar úti um loft og
veggi: „Ichþys" (Jesús Kristur
guðs son, frelsari). Þar hafa komið
fræðimenn er bæði kunnu grísku
og latínu. Ennfremur þóttist jeg
sjá Ogham letur hjer og þar sem
eðlilegt er, jafnt hjer sem á Bret-
landseyjum, þar sem ýmsir há-
lærðustu menn síns tíma höfðu
komið hjer út og haft langdvalir á
órasvæðum Suðurlands.
Rjettlátt virðist að geta þess
hjer, að óvild og rangfærslur um
frumþekking á íslandi, og þá að
líkindum jafnsnemma um Græn-
land, halda áfram að þróaát enn á
vorum dögum. Mjer hefir jafnan
virtst, frá því er jeg fór að kynna
mjer nokkuð þessi efni, að einhver
kali ráði hjer gegn óhlutdrægri
íhugun og ætti slíks þó ekki að
vænta í Sögulandinu. En staðleys-
ur þær og uppspuni, sem vefjast
t.d. um fyrstu landnámssagnir
vorar benda til framhaldandi
hlutdrægni. Læt jeg mjer nægja
hjer einungis að nefna óreiðuna
um frásagnir Landnámu.
Frithjof Hansen hefir skarplega
tekið fram að nafn Vestmanneyja
er dregið af dvöl kristinna flótta-
manna frá Bretlöndum. Röstin,
sem ritsagan falsar í mannsnafnið
Faxa, er enn til og rjett nefnd við
Eyjarnar. Er hjer ekki rúm til
frekari skýringa um þessi efni.
Einungis mætti nefna að enginn
efi mun vera á því að „terra glaci-
alis“ er Grænland, sem Skáld-
Helgi hinn lærði rjettnefndi
„Jöklajörð".
Hjer opnast víð og merkileg
sjóndeild og mun jeg leitast við að
skýra þetta betur á öðrum stað.
En engan ætti að undra þótt kom-
ist verði að miklum merkum nið-
urstöðum, er óhlutdrægar og
sannar áreiðir verða gerðar um
Suðurland — fyrst og fremst.
I jólablaði Lesbókar 1929 birtust
þessar hugleiðingar Einars Bene-
diktssonar um foraldir íslands-
sögu.
/ jólahladi Lesbókar 1929 birtust
þessar hugleióingar h'inars Bene-
diktssonar um foraldir íslands-
sögu.
Ofnasmiðja Norðurlands
flutt til Reykjavíkur
smíðaðir úr 1,5 til 2,0 mm stáli og
auk þess rafsoðnir, sem eykur
endingu og varmanýtni. Ofnana er
hægt að fá lægsta 7 sm og hæðir
eftir þörfum og í lengdum frá 50
sm til 6 m með 10 sm lengdarmun.
RUNTAL-ofnar henta öllum
vatnshitakerfum en sérstaklega
hafa þeir reynzt vel hitaveitukerfi.
OFNASMIÐJA NORÐURLANDS, ONA HEFUR NÚ FLUTT
STARFSEMISÍNA AÐ FUNAHÖFDA 17, REYKJAVÍK.
ONA SÉRSMÍÐAR RUNTAL OFNA ÚR1,5-2,0 MM STÁLI
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA ERU ÞYKKUSTU
STÁLOFNARNIR Á ÍSLENSKA MARKAÐNUM.
KOMK) OG LEITIÐ TILBODA Á SKRIFSTOFU OKKAR
FUNAHÖFÐA 17, REYKJAVÍK, SÍMAR 82422 og 82980.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK