Morgunblaðið - 19.04.1984, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984
Stríðsfanginn
á Bessastöðum
eftir FREYSTEIN
JÓHANNSSON
FKAMAN af ári 1940 mátti oft sjá
háan og myndarlegan mann á gangi
um Álftanesið. Stundum leiddi hann
konu sér við arm, stundum var
bóndinn á Bessastöðum í fylgd með
honum en oftast var þessi maður
einn á ferð.
Ilann gaf lítinn gaum að náttúr-
unni í kring um sig, utan hvað hann
fylgdist með flugi fugla og stundum
nam hann staðar og horfði drykk-
langa stund upp í heiðan himininn.
— I»eir, sem sáu til ferða hans,
sögðu sín á milli: „l>arna fer stríðs-
fangínn á Bessastöðum," — og svo
var það útrætt mál.
En hver var þessi maður, sem
heimsstyrjöldin hrakti í hús Bessa-
staðabóndans, og með hvaða hætti
bar þangað komu hans að?
Barnes lendir á Kaufarhöfn
Tuttugasta og sjöunda septem-
ber 1939 birti Morgunblaðið með
fyrirsögninni: „Bresk hernaðar-
flugvjel nauðlendir á Raufarhöfn",
frétt, þar sem segir, að daginn áð-
ur kl. 2.30 hafi stór brezkur flug-
bátur lent á Raufarhöfn. „Var
þokuloft þar nyrðra. Söðgu flug-
mennirnir, að þeir hefðu lent í
villum sakir þokunnar og því orðið
að setjast þarna. Um erindi þeirra
norður í höf er ekki vitað, en orð
ljek á, að þeir hefðu verið að svip-
ast um eftir kafbátum.
Sýslumaður, sem þá var Júlíus
Havsteen, tilkynnti ríkisstjórn-
inni strax um komu þessara gesta
og að skipan dómsmálaráðuneyt-
isins færði hann yfirmanni flug-
bátsins þau orð, að „hjer í landi
giltu þau lög, að hernaðarflugvjel,
sem leitaði hjer lands, mætti ekki
yfirgefa landið afur, og væri það
hlutleysisbrot, ef út af væri brugð-
ið. Gaf flugforingi samkv. ósk
ráðuneytisins drengskaparoð sitt
um það, að hverfa eigi á brott, fyrr
en nánari fyrirmæli væru gefin“.
Daginn eftir skýrði Morgun-
blaðið frá því, að brezki flugbátur-
inn, sem kyrrsettur var á Rauf-
arhöfn „samkv. íslenzkum hlut-
leysislögum", sé væntanlegur til
Reykjavíkur þann dag og hafi
Agnar Kofoed Hansen, þá flug-
málaráðunautur ríkisstjornarinn-
ar, farið norður til leiðsögu.
Birtir Morgunblaðið viðtal við
Einar B. Jónsson hreppstjóra á
Raufarhöfn.
„Hann skýrði svo frá:
Kl. 2 á þriðjudag sást fyrst til
flugvjelarinnar hjeðan frá Rauf-
arhöfn. Flaug hún þá í vesturátt.
Þokubakki var þá á hafinu vestur-
undan, en þokulaust hjer. En hálf-
tíma eftir að hún sást fyrst, kom
hún hingað aftur og settist þá
hjer. Þá var þoka komin hingað.
Þó munu flugmennirnir hafa sjeð
hjer vitann.
Mjer skilst, að þeir hafi ekki
áttað sig á því, hvar þeir voru
komnir, fyrr en þeir fengu vitn-
eskju um það hjer í landi.
— Hvar liggur flugvjelin, og er
henni ekki hætta búin, ef veður
versnar?
— Hún liggur hjer innan um
vjelbátana á höfninni, og við sitt
eigið akkeri, sem getur ekki verið
stórt. Ef hjer fer að hvessa að
mun, er henni augljós hætta búin,
enda hafa flugmennirnir haft orð
á því, að þeir vildu ógjarnan hafa
flugvjelina hjer lengi.
— Hafið þjer komið út í flug-
vjelina?
— Já. Jeg fór þangað í gær. Þar
er mikið rúm og mörg tæki. Vjel-
byssur eru þar 4 að jeg hygg. Þeir
segja mjer, að flugvjelin sé af
meðalstærð þeirra, sem Bretar
nota nú.
— Gistu flugmennirnir í landi á
miðvikudagsnótti na?
— Nei, þeir voru allir úti í
flugvjelinni.
— Er ekki hægt að draga flug-
vjelina á land þarna á Raufarhöfn,
ef svo vill verkast?
— Það tel jeg vafamál. Þó hún
sje að miklu leyti úr aluminium,
þá er þetta mikið bákn til þess.“
Flugbáturinn strýkur
En daginn eftir birti Morgun-
blaðið ekki frétt um það, að flug-
báturinn væri kominn til Reykja-
víkur. Fyrirsögnin er: „Breska
flugvjelin strauk“, og segir I frétt-
inni, að brezka upplýsingamála-
ráðuneytið hafi tilkynnt kvöldið
áður „að flugvjelin sem nauðlenti
á Raufarhöfn væri komin til Eng-
lands“.
Morgunblaðið birtir í íslenzkri
þýðingu yfirlýsingu þá, sem brezki
yfirmaðurinn var látinn undirrita
eftir lendinguna á Raufarhöfn:
„Jeg felst á að fara ekki frá Rauf-
arhöfn nema að fengnu leyfi ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar eða um-
boðsmanns hennar."
Með Mauserinn
í farangrinum
„Jú, ég man vel eftir þessari
ferð norður,“ segir Agnar Kofoed
Hansen, flugmálastjóri, þegar ég
bið hann að rifja upp þennan at-
burð. „Ekki þótti ráðlegt að senda
mig með öllu vígtólalausan og því
fékk ég hjá lögreglunni litla
hríðskotabyssu, Mauser cal. 763,
til fararinnar. Þessi Mauser var
spænskra ætta, hið mesta skrapa-
tól en frægt vopn úr byltingum í
Suður-Ameríku.
Ég fór norður „í annarri land-
flugunni", eins og Morgunblaðið
segir, og fór örn Johnson með
mér. Hérna í leiðarbókinni minni
sé ég, að við höfum flogið fyrst til
Akureyrar en svo þaðan til Kópa-
skers. Þar varð örn eftir hjá
flugvélinni en ég lagði á Mel-
rakkasléttu ríðandi og kom fljótt í
ljós, að það var enginn gæðingur,
sem til Raufarhafnar bar mig
þessa nótt!
Ég kom til Raufarhafnar undir
morgun, og fór þá strax heim til
Éinars hreppstjóra. Hann sýndi
mér yfirlýsingu þá, sem Bretinn
hafði undirritað, og sá ég, að
þarna var um fullgilt drengskap-
arorð af hans hálfu að ræða.
Frá hreppstjóranum fór ég um
borð í flugbátinn og hitti yfir-
manninn, L.K. Barnes, að máli.
Hann varðist allra frétta en það
kom greinilega á hann, þegar ég
sagði honum, að ég þekkti flugvél-
artegund þessa og vissi til hverra
nota hún væri ætluð, en að þeirri
hlið málsins skulum við koma sið-
ar. — Ég tilkynnti svo Barnes, að
ég vildi halda af stað suður klukk-
an 07 en hann bað mig að fresta
brottförinni um klukkutíma. Sá ég
enga ástæðu til að verða ekki við
þeirri bón og var reyndar dauðfeg-
inn að fá dálitla hvíld eftir reið-
mennsku næturinnar!
Það varð svo úr, að ég fór aftur
heim til Einars hreppstjóra,
snæddi þar rófustöppu og svið en
fleygði mér svo út af. Ekki man ég,
hvað lengi ég blundaði en skyndi-
lega rumskaði ég við vélarhljóð og
heyrði strax, að verið var að ræsa
hreyfla flugbátsins. Ég þýt fram
að glugganum og í því kemur
hreppstjórinn inn á nærbuxunum
með miklu írafári og hrópar: „Þeir
eru að setja í gang!"
Þar sem ég stóð við gluggann
datt mér sem snöggvast í hug að
grípa til byssunnar. Hún var full-
hlaðin og færið stutt, þannig að
barnaleikur hefði verið að gata
vinstri vænginn og láta þá missa
bensín. En í upphafi skyldi endir-
inn skoða. Og ég sá, að með
drengskaparheit Barnes í höndun-
um gat ég ekkert gert auk þess
sem mitt umboð hljóðaði aðeins
upp á leiðsögn suður. Svo var aldr-
ei að vita, nema Bretar svöruðu
skothríðinni og yliu þá einhverju
tjóni í landi. Að þessu athuguðu
ákvað ég að láta vopnið eiga sig og
sjá til, hversu mikill drengskapar-
maður Barnes þessi væri.
En það er ekki að orðlengja það,
að þegar ég kom niður á bryggj-
una var flugbáturinn kominn í
loftið og skömmu síðar hvarf hann
sjónum okkar."
„Sjer hver maður
sem það athugar
Ekki voru allir ánægðir með
þessa framvindu málanna. í frétt
Morgunblaðsins 29. september
segir:
„Því hefir verið fleygt fram
manna á milli að Agnar hafi átt
að gera þær ráðstafanir er hann
fór út í flugvjelina, að hindra að
hún gæti farið í landflug með því
að tæma úr henni bensín, eða taka
úr henni nauðsynlega vjelarhluta,
sem ekki væri hægt að komast af
án við flug. En með því hefði þessi
umboðsmaður íslenzku ríkis-
stjórnarinnar gersamlega virt að
vettugi hið skriflega drengskap-
arheit hins breska liðsforingja,
um að fara ekki á brott í óleyfi
ísienzkra stjórnvalda. Sjer hver
maður, sem það athugar, að slíkt
hefði verið að væna hinn breska
liðsforingja um, að hann hugðist á
að virða að vettugi heit sitt. En
samkvæmt gildandi alþjóðalögum
er gert ráð fyrir, að liðsforingjar
og menn þeim undirgefnir fái í til-
fellum sem þessum að fara ferða
sinna að gefnu drengskaparheiti
um að brjóta ekki fyrirmæli frá
stjórn viðkomandi lands."
{ leiðara Morgunblaðsins þenn-
an dag er strok flugvélarinnar til
umræðu og segir þar, að fram-
koma brezka yfirmannsins hafi
valdið Islendingum miklum og
sárum vonbrigðum. „Við treystum
á drengskap hins erlenda flugfor-
ingja. Og við verðum aldrei svo
voldug þjóð, íslendingar, að við
getum beitt öðrum vopnum í
viðskiptum okkar við stórveldi
sem eiga í ófriði en drengskap
þeirra og virðingu fyrir hlutleysi
okkar.“
Þá segir einnig, að ríkisstjórn
íslands hafi „þegar í stað sent
formleg mótmæli til ríkisstjórnar
Bretlands vegna þess hlutleysis-
brots, sem hjer hefir átt sjer
stað“.
Relsað — ef..
Næsta frétt, sem Morgunblaðið
birtir um þetta mál, ber fyrirsögn-
ina: „Refsað — ef rofið drengskap-
arheit," og er hún frá „frjettarit-
ara vorum í K.höfn".
„Lundúnaútvarpið skýrir frá
því, að breska herstjórnin myndi
sjá til þess að flugmennirnir, sem
flugu brott frá Islandi í óleyfi
stjórnvalda, fengju viðeigandi
refsingu, ef það upplýstist, að þeir
hefðu rofið drengskaparheit við
íslensk stjórnarvöld."
„Breska flugvjelin
kemur aftur“
Þannig hljóðar fyrirsögn Morg-
unblaðisins 12. október. Segir í
fréttinni: „Enski flugkapteinninn,
Barnes, hefir ákveðið að fara tií