Morgunblaðið - 19.04.1984, Side 19
í kjallara Fridþjófs. Með honum á mvndinni er Trausti Árnason. Á veggnum eru myndir úr atvinnusögu Vatnsevrar
en í lofti hangir St. Maria Columbusar.
I „kjallara“
Friðþjófs á
Patreksfirði
og deyði á 52. áre sins aldurs."
— Hér komu Frakkar 1808 með
her manns til að kljást við enska
fiskimenn, því ekki var ávallt gott
með enskum og frönskum. Skot-
hríð mátti heyra hér úti í firðinum
og var aðgangurinn svo mikill að
kýr hlupu á fjöll og allar skepnur
urðu vitlausar. Síðan komu
franskir hér inn og fögnuðu sigri.
Þá flæddi franskt gull yfir Vatn-
eyri og mikil veizla var í pakkhúsi
konungsverzlunarinnar. Þá varð
til fyrsta ástandssagan og það var
franskt ástand.
Friðþjófur gerist enn leyndar-
dómsfyllri og fer að glugga í gaml-
ar skræður. Hann safnar allskon-
ar svaðilferðasögum og sögnum
um sérkennilega atburði. Ýmislegt
af því hefur hvergi verið skráð á
prenti. Einnig hefur hann safnað
bréfum og gamla verzlunardoðr-
anta á hann í stórum stíl, bækur,
sem kannski segja mest um kjör
manna á fyrri tíð. Hann á „Vasa-
quer fyrir bændur og einfeldninga
á íslandi".
Á yngri árum stundaði Frið-
þjófur verzlunarnám í Þýzkalandi.
Þá vaknaði áhugi hans á verzlun
hér á landi allt aftur á miðaldir.
Eftir því sem hann hefur komizt
næst byrjar Hansaverzlun hér
1302. Hann hefur komizt yfir
skjaldarmerki Hansa-kaupmanna
fyrir Bergen og útibú þeirra á ís-
landi. Skjaldarmerkið er hálfur
dreki og kórónuð skreið. Þetta er
fyrsta táknið sem íslendingar fá í
skjaldarmerki. Þetta hefur Frið-
þjófur fengið skorið fyrir sig úti í
Þýzkalandi.
Tveimur merkum tréspjöldum
með ábrenndu letri hefur Frið-
þjófur einhversstaðar náð, en ekki
reyndist mér kleift að hafa upp úr
honum hvar eða hvernig.
Yfirskriftin á öðru spjaldinu er:
„Tilftter 1312“. Það sýnir 12 vik-
ur sjávar kringum allt land og
leiðir til lands frá Noregi, Færeyj-
um og til Grænlands. Þá segir þar
t.d. að frá Reykjanesi á sunnan-
verðu íslandi sé þriggja dægra haf
til ölduhlaups á Irlandi í suður, en
frá Langanesi á norðanverðu ís-
landi er 4 dægra haf til Svalbarða,
norður í hafsbotn, en dægursigl-
ing er frá Kolbeinsey til Græn-
lands óbyggða.
Á hinu spjaldinu er lýsing
Hér á hillunni er líkan af skútunni Guðrúnu, sem byggð var í Dunkirque
1863 og strandaði eftir langa og dygga þjónustu á Patreksfirði.
x ■
VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ
SÆNSK-ÍSLENZK
VERDBYLTING
Á E LECTROLUXbw2oo
UPPÞVÖTTAVÉLUM
Vió fengum verulegan afslátt fyrir þig meö því að kaupa í
einu lagi 166 Electrolux BW 200 uppþvottavélar.
Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin
á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl-
ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls-
öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð -
Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns.
Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem
þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna.
Vörumarkaðurinn hf.
Kr. 25.700 Kr. 19.900
ÁRMÚLA 1A S 86117