Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 22

Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 22
70* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 jafnvel þó einhver vildi, að drekka sig fullan, því þarna er hiti alltaf um og yfir 30 stig og loftraki mikill. Agnar situr stundarkorn og minnist Rósu Raul og veizlunnar miklu. Svo tekur hann viðbragð og segir: — En ekkert var þó á við sjóinn. Að öllu öðru ólöstuðu, þá er sjórinn mesta dásemdin sem Tahiti hefur upp á að bjóða. Eyjan er girt kóralrifi — eins og þær Tuamotu-eyjar flestar — sem úthafsaldan brotnar á. Fyrir innan eru eins konar lón, kóral- lón, djúp og lygn og tær. Þar vex skógur kóralla af hafsbotni og þar er ævintýralegt að synda. Ég var þarna á hverjum degi, tímun- um saman, ýmist neðansjávar eða ofan. Eyjarskeggjar nota mikið eintrjáninga, örmjó bátskrifli með viðarbút öðru megin, festum við bátinn sjálfan með sperrum. Ég komst fljótt upp á róðrarlagið og réri mikið. Fyrsta skiptið hélt ég reyndar að þær yrðu ekki margar fleiri, ferðirnar mínar á eintrjáning- um. Ég fór á báti hótelsins, sem reyndist hriplekur og fyllti af sjó. Hann sökk þó ekki og ein- hvern veginn tókst mér að kom- ast í land, með höfuðið eitt uppúr og hendina með úrinu, sem ekki var vatnsþétt og mér mjög annt um. Næsta dag fékk ég mér ann- an bát og þá bar ekkert til tíð- inda. Ég held annars að ég hafi verið eins oft neðansjávar og ofan þessa daga, því aldrei hef ég komið í annan eins ævintýra- heim og í djúpum kóral-lóna Ta- hiti. Kórallarnir vaxa þarna upp af ósléttum hafsbotninum og landslagið gefur ekkert eftir því sem ofanjarðar er, víða djúpar gjár og glufur, sem oft má synda í — ef menn bara gæta sín að fara ekki of nærri, því kórallarn- ir geta verið hárbeittir og skorið mann, rétt eins og beztu eggjárn — og sár gróa seint á Tahiti, því veldur rakinn — hafið er eins og nýmjólk, spenvolgt og kóral- greinarnar ljóma í ótal litbrigð- um, ljósbleikar, fölbláar, dauf- gular, ólýsanlega fallegar, litirn- ir eru svo fínlegir og léttir, pastel-litir. Og inn á milli þess- ara ævintýratrjáa synda svo fiskarnir, sumir sæmilega stórir en flestir smáir, — skrautlegustu skepnur, sem ég hef augum litið, — í öllum regnþogans litum, gul- ir, rauðir, grænir og bláir og svo sannarlega ekki í neinum past- el-litum, heldur mjög skærum. Þessir skrautlegu hafíoúar taka því bara vel, þó niður til þeirra slæðist svona ókennilegt og al- deilis litlaust stórfiski ofan af jörðu. Þeir eru rétt mátulega hnýsnir en halda sig í kurteis- legri fjarlægð framanaf, svo fer feimnin af þeim og þeir koma nær, en áreitni eiga þeir ekki til og láta menn yfirleitt sem næst afskiptalausa. Hákarla varð ég ekki var við þarna — mér var sagt, að þeir væru sjaldséðir gestir inni á lónunum, kæmu þangað helzt ellihrumir til að deyja — og ég trúði því sem fastast. — Milli þess sem ég sullaði í sjónum, lá ég svo í sólinni, sagði Agnar, — og skoðaði fólkið. Yfir- leitt halda menn hér norðurfrá, að á Suðurhafseyjum séu konur flestum fegurri, en ekki get ég fallizt á það. Mér fundust stúlkur á Tahiti, vahínurnar, „les vahin- és“ eins og Frakkar kalla þær, sérlega glaðlegar, kátar og elsku- legar, en alveg eins og börn — og mér fannst leitun á verulega fal- legri stúlku. Nei, í þeim efnum eru okkur hægust heimatökin, íslendingum. En þetta er reynd- ar ekki nema eðlilegt, það er ekki af svo miklu að taka, íbúar eyj- anna allra eru ekki nema eitt- hvað á fjórða tug þúsunda, eftir því sem ég kemst næst. — Karlmenn þarna eru gerðarlegir menn og geðslegir, en óvanir nú- tíma þjóðfélagsháttum — hálft þeirra líf og jafnvel tveir þriðju er leikur einn. Þeim dettur ekki í ... en mér fannst leitun að verulega fallegri stúlku, sagði Agnar. Þessi mynd er því til sönnunar, að þær eru þó til á Tahiti, en hitt skal játað, að vahínan hefur bæði franskt blóð í æðum og enskt. og þó hann væri að vísu ekki svo stór, að hann hefði getað gengið af mér dauðum, er bit sporð- dreka engu að síður slæmt og menn geta átt í því lengi, eins og reyndar í flestum áverkum þarna syðra. Sár eru ótrúlega lengi að gróa á Tahiti og ef menn kvefast, geta þeir verið kvefaðir heilu og hálfu árin og það er ekki óalgeng sjón, þó undarlegt kunni að virð- ast, að sjá iítil börn með grænan hor niður á vör. — En bæklingar ferðaskrifstofanna virðast hafa borið nokkurn árangur, því nú eru víst allt að því daglegar flug- ferðir til Tahiti, Air France fer þangað frá Los Angeles og Pan American hefur þangað ferðir líka og kannske fleiri félög, — en þegar ég fór var bara franska flugfélagið TAI (Transport Aéri- en Intercontinental), þarna í ferðum. Það væri gaman að vita, hverju það kann að hafa breytt, ef nokkru, ég held að fólk á Ta- hiti sé ekki ginkeypt fyrir að taka upp „menningu" Vestur- landa, og yfirleitt hefur það oftar farið svo um viðkynninguna, að Vesturlandamenn, sem þangað hafa komið, hafa látið heillast og samið sig að háttum innfæddra. Og þeir eru ekki svo fáir, sem þarna hafa sezt að — Gauguin, já, hann var einn hinna heilluðu og ekki þeirra síztur. Ég held að hvergi skilji maður betur list >•••>* Á Dansfólk aó liðka sig fyrir tamaraa-veizlu. Stúlkan til vinstri ber blóm yfir hægra eyra til marks um að hún sé engum lofuð enn. hug að vinna, nema þeim sjálfum sýnist og það gerir hvern mann gráhærðan fyrir aldur fram, að ætla sér að stunda atvinnurekst- ur á Tahiti og byggja á starfs- kröftum þarlendra. Þeir fengu smjörþefinn af því, Bandaríkja- menn, þegar þar var tekin kvikmyndin „Uppreisnin á Bounty" og ætluðu auðvitað vit- lausir að verða er kannske mættu þrír statistar að morgni af hundrað sem ráðnir höfðu ver- ið. Nei, það varð ekki séð að „sið- menningin" bagaöi menn stór- lega á Tahiti árið 1962, þrátt fyrir vikulegar flugferðir, upp- töku kvikmynda og ýmsan ágang annan. Frakkar hafa farið með stjórn eyjanna og farizt vel, að því er ég bezt gat heyrt og séð. Þeim var alls staðar borin vel sagan og hrósað fyrir hófleg af- skipti þeirra af málefnum eyj- arskeggja, sem fengið hafa að lifa sínu lífi og ekki verið þröngv- að til að taka upp vestræna háttu. Flestir eru menn frönsku- mælandi í Papeete og víðar, því franska er kennd í skólum og yf- irleitt játa menn kristna trú og er meirá um mótmælendur en kaþólska, þótt undarlegt kunni að virðast. Þó hafa margir enn í heiðri sína gömlu guði, og úti fyrir dyrum húsa stein með nokkurri mannsmynd, kannske þó ekki nema ávalan drang með holum fyrir munn og augu og fórna ýmsu góðgæti. Hvert hús á sinn einka-guð, sinn „tiki“, en til eru bæði góðir tikis og vondir. Franskur skipstjóri falaði eitt sinn skömmu áður en ég kom þangað, tiki af manni á Tahiti og kom fé fyrir — en skipstjóri var ekki kominn nema hálfa leið heim til sín, er hann fannst ör- endur í rúmi sínu eina nóttina — og þótti engum á Tahiti mikið. Næturnar á Tahiti eru engum öðrum nóttum líkar, dimmbláar, flosmjúkar og dulmagnaðar. Enginn tiki ásótti mig að vísu, en ég hef ekki annars staðar orðið fyrir meiri áhrifum af dulúð staðar og aldrei hefur mig dreymt eins súrrealistískt og þarna syðra. En þar hefur kannske líka verið að einhverju leyti um að kenna kínverska reykelsinu, sem brennt var til varnar moskítóflugunum. Ég bjó í strákofa og var flugnanet fyrir gluggum, en það komust alltaf einhverjar flugur inn samt og hélt reykelsið þeim þá í skefjum. Það er nefnilega enginn flugna- skortur á Tahiti, þó bæklingar ferðaskrifstofanna segi að skor- dýr séu þar engin. Og eitt sinn drap ég líka einn myndarlegan skorpión í baðherberginu mínu Gauguins en einmitt á Tahiti, sjái hvergi betur, hversu stór- kostlegur hann er — ég myndi meira að segja telja það ómaks- ins vert, segir Agnar, — fyrir aðra aðdáendur Gauguins að leggja leið sína til Tahiti, þó ekki hefðu þeir þangað annað að sækja en þessa innsýn í verk hans. Fólkið og blómin og flos- mjúkar nætur Tahiti — það er eins og þetta lifi í málverkum Gauguins rétt eins og þau öðlast nýtt líf þar syðra. Það er komið fram undir há- degi og allt í einu tekur Agnar viðbragð: — Ég gæti talað um Tahiti tímunum saman, segir hann, — og gæfist mér tækifæri til að fara þangað aftur, að synda í spenvolgum sjónum og taka hina skrautlegu íbúa kóralskóg- anna tali á ný, myndi ég fara á stundinni — en eins og allir ferðamenn og flakkarar hafa sannreynt, þá er hvergi betra að vera en heima, og þó ólíku sé saman að jafna, sundlaugunum gömlu og kóral-lónum Tahiti, þá er sama hlýjan í báðum og sama vellíðanin að baða sig þar — og nú er ég farinn í laugarnar! Greinin er írá 1965. — Agnar Kofoed-Han.sen rar flugmálastjóri, en er nú látinn. Yoko skemmir fyrir að vanda Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson John Lennon og Yoko Ono. Milk and Iloney. Polydor/ Fálkinn. Aldrei hef ég verið neinn sér- stakur aðdáandi John Lennon og verð það tæpast eftir að hafa heyrt þessa plötu. Hún var þó miklum mun betri en ég hafði gert mér í hugarlund eftir að hafa lesið um hana í erlendum blöðum. ■ Þótt framlag Lennons á þess- ari plötu sé á köflum býsna gott dugar það ekki til þess að færa henni þann gæðastimpil, sem einkenndi verk hans hér áður fyrr. Yoko Ono sér til þess að draga plötuna niður í meðal- mennskuna með einhæfum lög- um sínum. Þrátt fyrir það er ég hreint ekki frá því að þetta sé það besta, sem frá henni hifefur komið. Hefur reyndar ekki verið úr háum söðli að detta fram að þessu. Tilgangur þessarar plötu verð- ur seint skilinn og hefur útgáfa hennar reyndar verið gagnrýnd mjög í Bretlandi. Þar finnst mönnum minningu Lennons lít- ill greiði gerður með útgáfunni og segja fjárskort Yoko skína í gegnum allt saman. Yoko hefur nefnilega ekkert taumhald haft á framlögum sínum til góðgerð- arstofnana og er pyngjan skilj- anlega tekin að léttast hressi- lega. Alls eru 12 lög á Milk and Honey og skiptast þau jafnt á milli hjúanna. Eiga þau alltaf hvort sitt lagið á víxl og við þessa niðurröðun verður veik- leiki laga Yoko enn meira áber- andi en ella. Tvö laganna á B-hliðinni eru reyndar ekki nema hálfköruð — tekin upp á venjulegt kassettusegulband. Bestu lögin eru tvímælalaust öll á fyrri hliðinni: Steppin’Out, I Don’t Want To Face It og No- body Told Me. Allt eru þetta tónsmíðar Lennons. Mikill fjöldi aðstoðarmanna kemur við sögu á þessari plötu og skiiar sínu vel — a.m.k. verð- ur ekki annað heyrt. Athygli vekur hins vegar að upptöku- menn eru 10 talsins. Framlag þeirra, aðstoðarhljóðfæraleikar- anna svo og Lennons dugir þó ekki til þess að draga úr þeirri staðreynd að hlutur Yoko skemmir þessa plötu mjög. Hafnarfjörður: Vísir að kvennahúsi NÝLEGA var opnað „Kvennahús" að Reykjavíkurvegi 16, Hafnar- firði. Mikil gróska hefur verið í starfsemi Kvennalistans í Reykja- neskjördæmi allt síðastliðið ár sem og samtakanna f heild og þótti konum nú tímabært að opna hús í kjördæminu þar sem þær gætu hist og rætt það sem efst er á baugi í kvennamálum hverju sinni. (ílr rrcltalilkvnmn^u. )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.