Morgunblaðið - 19.04.1984, Page 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984
— Svo skal sveinninn skyndilega standa á eigin fótum mitt í hríngiðu alls kyns magnaðra ytrí ihrífa — þar sem harðsnúinn og ísmeygilegur iróður úr austri
og vestri bylur á vanþroska hans, eins og óveður i ótraustum vegg.
Hungursneyð hefir geisað. Saklaus, svört börn hafa tærzt upp, soltið til
bana...
íslensk blöð eru það smá í sniðum,
að þau hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til að hafa fastráðna fréttarit-
ara að störfum víðs vegar um heim-
inn, né heldur að senda fréttamenn
sína snöggar ferðir, eða til langdval-
ar, þangað sem stóratburðir gerast
og fæðingarhríðir heimssögunnar
eiga sér stað hverju sinni, svo sem
mörg erlend stórblöð gera. — En
jafnvel hin litlu, íslenzku blöð væru
ekki trú því hlutverki blaðamennsk-
unnar að vera nokkur spegill sam-
tíðarinnar og skrá helztu drætti sög-
unnar jafnóðum og hún skapast, ef
þau reyndu ekki af fremsta megni,
eftir því sem aðstæður leyfa, að
fylgjast með því, sem gerist úti í
þeim hinum stóra heimi, og greina
lesendum sínum frá því, sem
merkast má telja hverju sinni. —
I>að gengur ofast sæmilega — með
hjálp tækninnar.
I
Hérna innan við „bása“ okkar
blaðamannanna eru tvö lítil her-
bergi, þar sem hann Guðmundur
Eyþórsson, loftskeytamaður
Morgunblaðsins, ræður ríkjum. —
Auk öflugs útvarpstækis eru
þarna tveir svonefndir fjarritar
(þ.e.a.s. móttökutæki), sem flytja
okkur fréttir frá erlendum frétta-
stofnunum. Þar streyma stöðugt
inn frásagnir af því, sem helzt er
að gerast í heiminum — fra Tókíó
til San Francisco, frá Nasrsarssu-
ak til Höfðaborgar o.s.frv. — oft
langar og nákvæmar fréttir, sem
við verðum að endursegja og oft
að stytta mikið, vegna takmarkaðs
rúms í blaðinu okkar. — í stað
þess að standa augliti til auglitis
við atburðina og komast í beina
snertingu við þá, þreifa á þeim, ef
svo mætti segja, göngum við á vit
þeirra — inn í næsta herbergi.
Eða, réttara væri víst að segja, að
viðburðirnir, hvort heldur stórir
eða smáir — þjóðaruppreisn í
Ungverjaiandi, eða einungis miðl-
ungi merk skálaræða Krúsjeffs í
sendiráðsveizlu í Mozkvu — komi
þar til móts við okkur, vélrænt og
án persónulegra blæbrigða.
Ofast gengur maður víst líka að
þessu eins og hverju öðru daglegu
starfi, án sérstakra hughrifa, e.t.v.
dálitið vélrænt — smitast kannski
af fjarritunum, þegar óvæntar
fréttir fleygjast skyndilega í fang-
ið á manni, fréttir af atburðum,
sem e.t.v. valda straumhvörfum í
heimsmálunum og marka djúp
spor í söguna, fréttir af ægilegum ;
náttúruhamförum, mikilfengleg-
um eða harmsárum mannlegum
örlögum o.s.frv.
II
Ég er staddur við fjarritann.
Hann stöðvast skyndilega í miðri
setningu í langri og leiðigjarnri
frétt af þingfundi í Nýju Delhi —
tekur síðan viðbragð og ritar í
snarheitum á blaðið: „IJRGENT"
(áríðandi). Þá má búast við ein-
hverju athyglisverðara en þing-
ræðunni hans Nehrús, — þótt
hann sé sjálfsagt ágætis ræðu-
maður. Og ósjálfrátt leita spurn-
ingar fram í hugann, um leið og
ritarmar fjarritans skrifa fyrr-
nefnt orð á blaðið — Náttúru-
hamfarir? — stórslys? — hernað-
arátök? — uppreisn? — kannski
andlát Krúsjeffs ... eða Church-
ills ... eða einhvers annars frægs
manns? — En ekki þarf lengi að
velta þessu fyrir sér, því að svarið
kemur von bráðar. Fjarritinn
byrjar að „pikka" fréttina með
miklum hraða: — Elisabethville,
Congo Republic, February 13.
(Reuters) — — — — Strax eftir
fyrstu orðin, hugsa ég með sjálf-
um mér: — Stórfrétt!
Ég les fréttina jafnóðum og hún
ritast á blaðið, og hugurinn reikar
lauslega til þess, sem á undan hef-
ir gengið, aðdragandans að þess-
um tíðindum, — og til þess, hver
áhrif og eftirköst þau kunni að
hafa í bráð og lengd. — Undarlegt
annars, kemur mér snöggvast í
hug — ég, staddur hér, lengst í
norðri, og les þetta aðeins ör-
skömmu eftir að það kemur opin-
berlega fram þarna langt inni í
hinni „svörtu“ Afríku, sunnan
miðbaugs.
Hið fornkveðna, að seint sé um
langan veg að spyrja ný tíðindi, er
svo rækilega úrelt orðið, að heita
má, að einu gildi, hvar atburður-
inn gerist, — fréttin er flogin um
allan heim á samri stundu.
En hér gefst ekki tími til hug-
renninga. Ég er „á vakt“, og frétt-
in er ekki sein hingað, alla þessa
leið, til þess að verða mér tilefni
til hugleiðinga, á þessari stundu.
Mitt verk er að vinna úr henni, svo
að Morgunblaðið geti flutt hana
lesendum sínum að morgni. — Ég
ríf blaðið af fjarritanum og geng
fram, mæti ritstjóranum á gang-
inum og sýni honum blaðið þegj-
andi. — „Stórfrétt!" er iíka fyrsta
orð hans. Við ráðgumst stuttlega
um frágang fréttarinnar og „upp-
setningu" — og síðan hraða ég
mér að ritvélinni. Ekki er til set-
unnar boðið. Þetta er að vonum
ekki eina fréttin í dag, og hér þarf
allt að ganga með vissum hraða —
blaðamaðurinn getur ekki frestað
verkinu til morguns. Hann er knú-
inn til að vinna hratt og ákveðið,
jafnvel þótt hraðinn kunni stöku
sinnum að verða til þess, að dökkir
blettir komi á hina göfugu tungu
feðranna — en oft hefir heyrzt
ljótur söngur um spjöll og jafnvel
regin-skemmdarverk blaðamanna
í musteri tungunnar, eins og þið
kannist við. En nóg um það. — Ég
sezt við ritvélina — og daginn eft-
ir birtist fréttin á forsíðu blaðsins,
undir stórletraðri fyrirsögn:
Lumumba myrtur
Það var tilkynnt opinberlega í
dag (13. febr.), að Patrice Lum-
umba, fyrsti forsætisráðherra
Kongó, sem verið hafði í haldi
undanfarna mánuði, hefði verið
drepinn í gær af íbúum þorps
nokkurs í Suður-Katanga ...
III
Þarna stendur það skýrum stöf-
um: Maður er myrtur — ung kona
er orðin ekkja, fjögur börn föður-
laus. En þótt ég hafi sjálfur skrif-
að um þennan hörmulega viðburð
— þetta níðingsverk — og lesi
fréttina yfir á ný í blaðinu daginn
eftir, er eins og atburðurinn sjálf-
ur hafi ekki náð til mín, ef svo
mætti segja. Þetta er aðeins frétt
um nokkuð, sem gerðist langt í
burtu, stórfrétt að vísu, en ekki
öllu meira — ennþá. — Fjarlægð-
in gerir ekki aðeins fjöllin blá og
mennina mikla, hún getur líka
smækkað menn og málefni, dregið
úr gildi mikiila viðburða, slævt
brodd hörmulegra tíðinda fyrir
okkur. Fjarlægðin slær gjarna
ryki í augu okkar.
En næstu daga berast ýmsar
framhaldsfréttir — um eftirleik
morðsins og viðbrögð manna í
austri og vestri, norðri og suðri.
'Öldur tilfinninganna rísa víða
hátt gegn böðlum Lumumba. Fólk
safnast saman á strætum og torg-
um ýmissa stórborga, fer með há-
reysti, steytir hnefa og lætur reiði
sína gjarna bitna á sendiráðs-
byggingum Belga. Það telur Belga
bera ábyrgð á því, að Lumumba
var fluttur í fangelsi erkióvinar
síns, Moise Tsjombes í Katanga —
og þar með að nokkru meðseka um
morðið. Fólkið kastar grjóti, það
brýtur og bramlar, hvað sem fyrir
verður, í vanmáttugri — e.t.v.
réttlátri — reiði sinni og hatri á
Belgum. En myrtur maður verður
ekki vakinn til lífsins, þótt haft sé
hátt og rúður séu brotnar með
grjótkasti ...
IV
Myndin er tekin að skýrast í
huganum — atburðirnir færast
nær og leita á. En það tekur tíma
að vinna á fjarlægðinni.
Fréttirnar halda áfram að
streyma inn gegnum fjarritann,
með vélrænum, ópersónulegum
hætti: — Rússar skella skuldinni á
Dag Hammarskjöld, heimta hann
rekinn úr embætti framkvæmda-
stj. Sameinuðu þjóðanna — há-
reysti og ryskingar á áheyrenda-
pöllum Öryggisráðs SÞ. — Og það
berast myndir af Lumumba í
fjötrum, með þjáningarsvip á and-
litinu — og mynd af ungu konunni
hans, Pauline, þar sem hún situr
flötum beinum með nakinn, svart-
an barm (sorgartákn Kongó-búa)
og drúpir höfði í orðvana ómæl-
isharmi. — Ég horfi lengi á þessa
mynd — get ekki haft af henni
augun. Hún er fögur, í ógn hins
hyldjúpa harms — eins og mál-
verk mikils listamanns. Og
ósjálfrátt skýtur nafni 'snillings-
ins Gauguins upp í hugann. Hefði
hann ekki orðið stoltur af slíku
mótívi? — „Sorg í svörtu hjarta“
hefði málverkið getað heitið,
hugsa ég.
Én þótt þessi mynd sé svo „mal-
erísk", ef horft er á hana frá því
sjónarhorni hugans, er hún þó
fyrst og fremst bláköld, nakin