Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 7

Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 55 Dr. Guido Meier, lögfræðingur. „Við höfum ekkert samviskubit af að bjóða lága skatta,“ segir hann. (Myndir, ab> heimsstyrjöldinni fyrri. Allt at- vinnulíf lá niðri og fjölskyldur sem höfðu sparað í austurrískum krónum misstu allt sitt. Fursta- fjölskyldan missti líka stórar landeignir í stríðinu og átti eftir að missa enn meira í heimsstyrj- öldinni siðari. Ástandið í landinu var mjög slaemt árið 1918 og ríkið gat engan veginn hjálpað. Jóhann II lánaði þjóðinni þá 550.000 franka svo að hægt væri að kaupa mat frá Sviss og dreifa meðal fólksins. Hann gaf þjóðinni lánið fimm árum seinna og hún er enn þakklát furstafjölskyldunni fyrir hjálpina. Liechtenstein og Sviss undirrit- uðu tollasamkomulag, sem gildir enn í dag, árið 1923. Landamærin milli landanna eru opin en Sviss- lendingar sjá um tollgæslu fyrir íbúa Liechtenstein við landamær- in til Austurríkis. Svissneskir frankar eru gjaldmiðill landsins og Svisslendingar sjá um póst- og símaþjónustu. Liechtenstein gefur þó út sín eigin frímerki. Þau eru falleg og mjög verðmæt þar sem upplagið er lítið. En erfiðleikaárin voru ekki yfir- staðin. Rín flæddi yfir helming sléttlendisins árið 1927 og olli óskaplegum skemmdum. Fólk kom alls staðar að frá Evrópu til að hjálpa við hreinsi- og björgunar- störf og Svisslendingar veittu þjóðinni stórlán. Mestur hluti ríkistekna næstu 12 árin fór í að byggja skurð meðfram ánni til að koma í veg fyrir samskonar flóð. Liechtenstein var hlutlaust í seinni heimsstyrjöldinni. Það naut góðs af skömmtunarkerfi Sviss- lendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir, Föðurlandsfylkingin, sem verkamenn sem höfðu starfað í Sviss stofnuðu í kringum 1920 og kröfðust meiri réttinda fólksins, og Framfaraflokkurinn, sem framtakssamir bændur og milli- stéttin stofnuðu 1918, hófu sam- starf í ríkisstjórninni og þjóðin lýsti tryggð við hinn unga fursta, Franz Josef II, sem flúði til lands- ins frá Austurríki og hefur búið þar síðan. Skattaparadís og hraður uppvöxtur Ótrúlegur uppvöxtur hefur átt sér stað eftir stríð. Sumu velefn- uðu fólki I Þýskalandi og Austur- ríki tókst að koma fjármunum sín- um úr landi á stríðsárunum og bankarnir í Liechtenstein, sem nú eru þrír, þar af einn í eigu fursta- fjölskyldunnar, efldust. Þeir fylgja sömu reglum og svissnesku bankarnir. Hagstæðar skattaregl- ur voru settar fyrir iðnfyrirtæki og Franz Josef II fékk góða menn til að stofna iðnfyrirtæki í litla landinu. Balzers er eitt þeirra en það er nú heimsfrægt tæknifyrir- tæki með starfsemi út um allan heim. Tæplega 700 manns störfuðu við iðnað skömmu eftir stríðið. Sú tala er nú 6.100 og íbúar Liecht- enstein þurfa ekki lengur að leita atvinnu erlendis heldur takmarka aðflutning útlendinga í atvinnu- leit. Þriðjungur vinnuaflsins er er- lendur og það er eins hátt hlutfall og stjórnarskráin leyfir. Hlutfall bænda i landinu hefur minnkað úr 33% árið 1941 í 3% nú. Alls 30 iðnfyrirtæki eru nú starfrækt I landinu. Það er allt hreinn iðnað- ur svo heimatilbúin mengun er lít- il og hefur ekki neikvæð áhrif á ferðamannaþjónustuna sem hefur einnig aukist. Liechtenstein býr yfir nokkuð góðu og fallegu skíða- svæði, og fjallgöngumöguleikar á sumrin eru margir. En mun fleiri fyrirtæki en 30 eru skráð í Liechtenstein. Milli 25.000 og 40.000 þús. eru skráð þar og stofnuð og þurfa aðeins að greiða lága skatta af eignum sín- | um og enga af gróða. Reglur krefj- ast þess að einn Liechtensteinbúi sitji í stjórn fyrirtækisins og það leggi fram reikninga einu sinni á ári. Dr. Guido Meier er ungur lögfræðingur og einn þeirra sem hjálpa fyrirtækjum að skrá sig í Liechtenstein. Hann vildi ekki segja í hversu mörgum stjórnum fyrirtækja hann situr. „Það myndi aðeins gera samstarfsmenn mina öfundsjúka," sagði hann. Fyrir- tækin eru margskonar, bæði lítil og stór og hafa yfirleitt ekki sam- band við neinn nema fulltrúa sinn í Liechtenstein. Höfuðstöðvar fyrirtækjanna eru gjarnan póst- hólf á pósthúsinu í Vaduz, höfuð- borg Liechtenstein, eða öðrum bæjum. Svindl og svínarí kemur alltaf fram í hugann, þegar talað er um skattaparadisir. Meier sagöi að líklega hefði verið mikið um illa fengið fé bak við „pósthólfafyrir- tækin" í upphafi. „En við þurfum ekki á slíkum fyrirtækjum að halda lengur. Fulltrúum fyrir- tækjanna hér er gert að sjá til þess að lögleg fyrirtæki skrái sig i Liechtenstein, en auðvitað er ekki hægt að tryggja það. Reglurnar hjá okkur hafa orðið strangari með árunum og keppinautunum fjölgað, sérstaklega í Karabíska hafinu. Þeir geta haft skúrkana okkar vegna. En margir leita til okkar vegna stöðugleikans í þjóð- félaginu, staðsetningarinnar i miðri Evrópu og reynslunnar og þjónustunnar sem við veitum. Við höfum ekkert samviskubit af að bjóða lága skatta, aðrar þjóðir R ættu að lækka eigin skatta, ef þeim finnst miður að fyrirtæki og einstaklingar leita annað með fé sitt og eignir.“ Stundum fréttist af peningum sem er komið i umferð í gegnum fyrirtæki skráð í Liechtenstein eða háum fjárfúlgum sem er náð óheiðarlega frá einu fyrirtæki til annars, skráðs í Liechtenstein. Ríkisstjórnin hefur vald til að stöðva slíka starfsemi, en fyrir- tækin hafa oft flutt annað þegar hún loks tekur við sér. Ibúum Liechtenstein þykir leitt þegar fréttist af ólöglegri starfsemi. Þeir vona að hún sé í lágmarki og gera sér grein fyrir að þjóðin nýt- ur mjög góðs af skráðu fyrirtækj- unum. Velferðin í landinu væri ekki svona mikil án þeirra. Tímarnir breytast og krakkarnir kaupa bfla Tekjur ríkisins eru nú 244 millj- ónir franka og útgjöldin voru 237,3 milljónir árið 1982. Fjármálaráð- herrann þarf ekki að kvarta og fé- lagsmái þykja í góðu lagi, þótt landið vanti fullkomið sjúkrahús. Menntaskóli er á staðnum, en ungt fólk sækir yfirleitt háskóla í Sviss eða Austurríki, þangað eru sjúkl- ingar einnig sendir. Vegir eru í góðu lagi, en flugvöllur er enginn og járnbraut liggur aðeins um neðralandið frá Sviss til Austur- ríkis. Um 5.000 manns búa í höfuð- borginni Vaduz. Þar er hraður uppvöxtur síðustu ára augljós. Nýjar og gamlar byggingar standa hver innan um aðra og heimafólk samþykkir að borgin sé heldur Ijót. Kastali furstafjölskyldunnar stendur í fjallinu fyrir ofan bæinn og setur svip sinn á hann. Vín- akrar fjölskyldunnar eru í útjaðri bæjarins og skemmunni með gömlu vínpressunni hefur verið breytt í góðan og skemmtilegan matstað. Landið sjálft er fallegt og minni bæirnir hafa haldið nokkru af gamla svipnum. Umferðin er mikil. Bertold Konrad, ferðamálastjóri, sagði að gildismat unga fólksins væri ailt annað en það sem tíðkaðist þegar hann ólst upp eftir stríðsárin. Nú kaupa krakkarnir bíla strax og þau fara að vinna sér inn laun, en áður fyrr var meira lagt til hliðar. Enginn vill sýnast meiri en annar og bílakaup skipta augsýnilega máli. Furstafrúin og ferðamála- stjórinn keyra bæði um á VW Passat, en Konrad sagðist ekki treysta þeim sem keyra um á fín- ustu Benz- eða Jagúar-bílum. „Við veltum fyrir okkur hversu mikið þess konar fólk skuldar," sagði hann. Jagúar stóð heima í kastala- garðinum. Hans Adam erfðaprins er smátt og smátt að taka við af Franz Jósef II, föður slnum. Hann er tákn framtíðarinnar, hefur vit á fjármálum eins og forfeðurnir og man ekki erfiðleikaárin frekar en jafnaldrar hans. Þeir horfa fram á við og gera sér fulla grein fyrir smæð Liechtenstein. Dramb er þar lítið. Landið er sjálfstætt og verður það áfram, þótt erfið- leikar liðinna ára setji ekki svip sinn á lífsviðhorf fólksins. ab Hluti pó.sthólfanna á posthúsinu í Vaduz. Pósthólfafyrirtæki hafa komið þjóðinni vel. LEITAÐU TTL FAGMANNSINS Nú hafa félagsmenn Úrsmiðafélags íslands sett upp félagsmerki sitt, í verslunargluggana. Þar sem merkið er, getur þú notfært þér þekkingu og reynslu fagmannsins þegar kaupa á fallegt og vandað úr. Úrsmiðurinn tryggir einnig varahluta- og viðgerðarþjónustu. MERKI URSMIÐAFÉLAGS ISLANDS £^^kk MERKI URSMIOAFELAGS iSLANDS TRYGGIR GÆOI OG DJONUSTU IJVKf TRYGGIR GÆOI OG PJONUSTU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.