Morgunblaðið - 29.04.1984, Side 46

Morgunblaðið - 29.04.1984, Side 46
ip.ul '(sí«tí *h- sittí;':mtwvii.* nm>, rca*rvr'.t?rm 94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 „Ég á bara eftir að fara í eina spennandi ferð. Og það verður mín síðasta ferð. Dauðinn er eina spennandi fyrirbærið sem ég er ekki búinn að upplifa." Þetta sagði Simon Spies árið 1972. Nú er danski ferðaskrifstofu- kóngurinn eða sólkóngurinn eins og hann var stundum nefndur allur og það er engu líkara en þjóðhetja sé fallin í valinn. Spies hafði löngum aðdráttarafl fyrir dönsku blöðin og þau brugðu ekki vana sínum við andlát hans. Simon Spies lézt úr lifrarveiki, 62ja ára að aldri. Hann hafði lifað hátt og þegar hann dó var hann milljarðamæringur. Hann stráði peningum í kringum sig en í viðskiptum var hann forsjáll og þrátt fyrir það að skin og skúrir hafi skipzt á í ferðabransanum hefur ferðaskrif- stofa hans alltaf blómstrað. Odýrar og góðar ferðir voru kjörorð hans og það hafði hann að leiðarljósi í gegnum þykkt og þunnt. Danski sólkóngurinn var millj- arðamæringur þegar hann dó SIMON SPIES Simon Spies lifði hátt og naut þess að ganga fram af „fína fólkinu" í Danmörku en almenn- ingur í landinu dáði hann. Hann er sagður hafa verið danskari en Dannebrog og víst er að Danir liðu honum það sem öðrum leiðst ekki. Hann hélt því fram að tilgangur- inn með jarðvist hans væri að stjórna þjóðflutningum. Þegar hann fékk stjörnuspeki á heilann lét hann smíða eftirlíkingu af Karlsvagninum úr skíra gulli. Hann gerði tilraunir með ræktun hass-jarðarberja. Hann lét ekki sjá sig á almannafæri án þess að vera umkringdur hópi fegurðar- dísa. Hann berháttaði á veit- ingastað í Kaupmannahöfn og lagðist á gólfið með tveimur fylgd- armeyjum sínum, að blaðaljós- myndurum viðstöddum að sjálf- sögðu. Hann keypti tíu rándýr stúkusæti í Konunglega leikhús- inu til að geta virkilega breitt úr sér ásamt fjórum fegurðardísum, auk þess sem margfrægur göngu- stafur hans fékk sérstakt sæti. Skömmu síðar setti hann lúxusbíl með einkabílstjóra undir göngu- stafinn og lét aka honum til Suður-Evrópu en fór sjálfur fljúg- andi. Hann sló um sig með peningum og eyddi gífurlegum fjármunum í óhóf og ævintýri af þessu tagi. En þeir peningar skiluðu sér aftur í vasa hans. Það hefur verið um hann sagt að hann hafi verið aug- lýsingasnillingur. Á meðan keppi- nautar hans eyddu milljónum og aftur milljónum í auglýsinga- kostnað var sá liður í lágmarki hjá Simon Spies. Hann var árum sam- an vinsælasta blaðaefnið í Dan- mörku. Simon Spies og uppátæki hans voru bezta auglýsingin fyrir fyrirtækið. Blaðamenn fylgdu honum hvert fótmál og Simon Spies olli þeim aldrei vonbrigðum. Uppátæki hans voru hvert öðru skrautlegra, en eitt er víst: Simon Spies var einn snjallasti — ef ekki sá snjallasti — kaupsýslumaður Danmerkur á þessari öld. Um það ber arfurinn að honum látnum vitni. Hann var milljarðamæring- ur þegar hann lézt. Hann byrjaði sem aðgöngu- miðasali í kompu í Nerre- gade og sú kompa var ríki hans þegar hann leigði sér kompuna við hliðina á og setti þar upp ferða- skrifstofu. Þetta var í upphafi hins almenna velmegunarskeiðs á sjötta áratugnum og Simon Spies sá að fólk var farið að hafa meira handa á milli og einnig meiri frí- tíma. Og þegar það Ijós rann upp fyrir Dönum að þeir voru ekki dæmdir til að hrekjast í róki og rigningu átta mánuði á ári var réttur maður á réttum stað á rétt- um tíma. Þá þegar var Simon Spies reiðubúinn að flytja þúsund- ir landa sinna í suðræna sól gegn Nýleg mynd. Heilsunni hrakaði mjög síðustu mánuðina. Auk lifrar- veikinnar, sem dró hann til dauða, þjáðist hann af sykursýki. gjaldi sem hver maður réð við. Grundvöllurinn var lagður að ferðaskrifstofuveldinu. Fyrsta ár- ið var veltan upp á þrjátíu millj- ónir. Allt varð að peningum í höndunum á Simon Spies. Hann vissi hvað hann var að gera. Hann kunni fagið því að sjálfur gerði hann það sem gera þurfti í upp- hafi — seldi farseðla og var farar- stjóri í ferðunum. Að honum látnum hafa margir orðið til að segja skoðun sína á honum í dönsku blöðunum, þar á meðal keppinautar hans og sam- starfsmenn í ferðamálum og ekki sízt viðskiptavinir hans. Allir ljúka upp einum munni um ágæti hans, en ummæli Poul Schlúters forsætisráðherra fela í sér kjarn- ann í þessum eftirmælum: „Simon var einstæður og við eigum eftir að sakna hans. Hann hegðaði sér ekki í samræmi við viðteknar venjur og hann var óvenjulega hugmyndaríkur og frjór. Hans verður minnzt að verðleikum fyrir framlag hans í þágu nýrrar grein- ar i dönsku athafnalífi, þ.e.a.s. ferða með leiguflugi, sem hafa í hópi aðdáenda á fdrnum vegi á sextugsafmælinu. orðið liður í daglegu lífi okkar allra. Simons verður líka lengi minnzt fyrir að hafa veitt þúsund- um Dana atvinnu. Það var virki- lega vel af sér vikið." Síðasta árið sem Simon Spies lifði bar þess merki að hann vissi vel að dagar hans voru senn taldir. Hann gekk að eiga hina tvítugu Janni Brodersen fyrir tæpu ári og hún er aðalerfingi auðæfa hans. En Simon Spies gleymdi ekki þeim sem höfðu verið trúir og dyggir starfsmenn hans. Öllum sem höfðu verið í þjónustu hans í tíu ár eftirlét hann 100 þúsund danskar krónur. Móðir hans, Emma Spies, fær verulega upphæð og sama er að segja um nánustu samstarfs- menn hans. En Janni er aðalerf- inginn. egar Simon Spies tilkynnti trúlofun sína og Jannis voru fáir sem tóku það alvarlega. „Æð- islega pía — nýjasta skrautfjöður Simons Spies," sagði eitt blaðið. „Sko þá stuttu — þetta er eldklár „golddigger" sem gerir þetta bara peninganna vegna. Hún heldur svo sannarlega að hún sé eitthvað," sögðu aðrir. En nú eru þeir ekki svo vissir um að það hafi verið rétt. Ekki Ieikur vafi á að Simon þótti innilega vænt um Janni og það var áreiðanlega gagnkvæmt. Hún er alin upp í Herlev. Faðir hennar er verkstjóri hjá símanum og móðir hennar rekur kjólaverzl- un. Janni fór snemma að hjálpa móður sinni i búðinni og þegar hún var fimmtán ára hætti hún í skóla til að taka þátt í atvinnulíf- inu. Síðar settist hún aftur á skólabekk og lauk stúdentsprófi og nú hefur hún í hyggju að læra viðskiptafræði við háskólann. Hún réði sig sem sendil hjá Simon Spies-ferðaskrifstofunni fyrir fimm árum. Vegur hennar innan fyrirtækisins fór vaxandi og smám saman fóru þau Simon Spies að umgangast. Janni Spies þykir hafa staðið sig með eindæm- um vel og hún á sæti í stjórn fyrir- tækisins. Það hefur verið fylgzt náið með henni en öllum ber sam- an um að hún hafi ekki ofmetnazt. Hún er erfingi milljóna sem gefa af sér um tíu milljónir danskra króna í vexti á hverjum mánuði. Hún hefur ótakmarkaðan um- ráðarétt yfir auðæfum sínum og gæti selt fyrirtækið og öll verð- bréfin ef henni biði svo við að horfa. En kunnugir segja útilokað að hún geri það. Hún leggur hart að sér í námi og stefnir að því að taka við stjórn fyrirtækisins þeg- ar hún lýkur prófi. Janni var stoð og stytta manns síns síðustu mán- uðina sem hann lifði og hún hélt í höndina á honum þegar hann skildi við. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan brúðkaupið mikla í Holmens-kirkju stóð hinn 11. maí í fyrra og það á eftir að koma henni að gagni í framtíð- inni. Hún er sögð hörkugreind og ákveðin og sumir telja að við- skiptajöfurinn Simon Spies hafi gert meiriháttar „kúpp“ þegar Sportbfll í Dallas-stfl var afmælisgjöfín til Janni þegar hún varð 21 árs. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.