Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984
Útgefandi ttÞIðfeife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Stefnumörkun
utanríkisráðherra
egar Geir Hallgrímsson
tók viö embætti utanríkis-
ráðherra fyrir tæpu ári höfðu
sjálfstæðismenn ekki farið með
stjórn þess málaflokks í ríkis-
stjórn í 30 ár eða síðan 1953. Nú
hefur Geir Hallgrímsson lagt
fyrstu skýrslu sína um utanrík-
ismál fyrir Alþingi og þegar
hún er borin saman við skýrsl-
ur fyrri ára kemur glöggt í ljós
að mál eru tekin nýjum og
ákveðnari tökum að þessu
sinni. Kemur það ekki á óvart
því að sjálfstæðismenn hafa
jafnan verið einarðir í afstöðu
og skoðunum þegar frelsi og ör-
yggi þjóðarinnar ber á góma.
í skýrslunni er að venju farið
yfir allt svið utanríkismála,
þróun alþjóðamála, þátttöku í
alþjóðasamtökum, þróunar-
samvinnu og utanríkisviðskipti.
Um þessi atriði er ekki ágrein-
ingur milli stjórnmálaflokka.
Deilurnar snúast um það er lýt-
ur að friðarviðleitni vestrænna
ríkja og þátttöku íslendinga í
samstarfi við nágrannaþjóðir á
því sviði. Utanríkisráðherra
bendir á að síðan 1945 sé talið
að 105 meiriháttar vopnuð átök
og stríð hafi verið háð í 66 lönd-
um og í þeim átökum hafi ekki
færri en 16 milljónir manna
látið lífið. Tæpast sé unnt að
koma tölum yfir þær fjárfúlgur
sem farið hafi til vígbúnaðar
frá stofnun Sameinuðu þjóð-
anna í lok síðari heimsstyrjald-
arinnar 1945. Yfirgangsöfl hafi
skapað svo ótryggan heim að
jafnvel friðsömustu þjóðir og
þær sem frábitnastar eru
vopnaburði hafi ekki treyst sér
til að hafna þeirri vörn sem
vopnin veita gegn ásælni og yf-
irgangi. „Árangur í friðarvið-
leitni mannkyns næst ekki
nema traust milli þjóða vaxi.
Því miður hefur nú mjög syrt í
álinn. En viðleitnin nú verður
að halda áfram með óendan-
legri þolinmæði og auknum
þrótti," segir í skýrslunni.
í Morgunblaðinu í gær var
birtur sá kafli skýrslu utanrík-
isráðherra þar sem rætt er um
varnir og öryggishagsmuni Is-
lendinga í ljósi ofangreindra
staðreynda um þróun og stöðu
alþjóðamála. Utanríkisráð-
herra tekur mið af þeirri ein-
földu staðreynd, að lega íslands
í Norður-Atlantshafi er afar
mikilvæg frá herfræðilegu
sjónarmiði og að tilvist banda-
ríska varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli breyti hvorki hnatt-
stöðu landsins né eðli hugsan-
legra styrjaldarátaka sem fram
færu í grennd þess. Þá er einnig
byggt á þeirri meginforsendu,
að hlutleysi íslands án varnar
sé einskis virði.
Þótt undarlegt sé greinir ís-
lendinga á um þær staðreyndir
sem hér hafa verið raktar. Þeir
sem eru andvígir landvörnum á
íslandi afneita þeirri staðreynd
að hnattstaðan ráði úrslitum,
þeir telja varnir landsins gera
það að skotmarki í stríði og
vilja óvopnað hlutleysi. Slík af-
neitun á staðreyndum leiðir
sjaldan til skynsamlegrar og
rökréttrar niðurstöðu eins og
margsannast hefur í áralöng-
um umræðum um þessi mál hér
á landi, er leitt hafa til sí-
minnkandi fylgis við málstað
herstöðvaandstæðinga og Al-
þýðubandalagsins. Til að undir-
strika enn skýrar en áður hve
málflutningur andstæðinga ís-
lenskra landvarna á við lítil rök
að styðjast hefði í skýrslu utan-
ríkisráðherra mátt lýsa út-
þenslu sovéska hersins í ná-
grenni íslands undanfarin ár
og misseri.
Það er rétt sem í skýrslu
Geirs Hallgrímssonar segir, að
hér á landi er enginn vopna-
búnaður sem neinni þjóð getur
stafað hætta af. Varnir íslands
geta því ekki talist ögrun við
neina þjóð. Þetta eðli varnar-
stöðvarinnar breytist ekki þótt
endurnýjaðar séu orrustuþotur
á Keflavíkurflugvelli og þeim
fjölgað vegna aukinnar áreitni
frá sovéskum herflugvélum. En
það var í ráðherratíð Svavars
Gestssonar, formanns Alþýðu-
bandalagsins, sem Ólafur Jó-
hannesson gaf „grænt ljós“
varðandi endurnýjun á orrustu-
þotunum sem koma hingað á
næsta ári. Tilkoma tveggja
nýrra ratsjárstöðva hér á landi
breytir ekki heldur eðli varnar-
stöðvarinnar. Með ratsjánum
verður unnt að halda uppi
auknu eftirliti sem nýtist ekki
síður almennt en hernaðarlega.
Merkasta nýmælið í skýrslu
Geirs Hallgrímssonar, utanrík-
isráðherra, er tvímælalaust sú
áhersla sem hann leggur á
virka þátttöku íslendinga í
varnarsamstarfi Atlantshafs-
bandalagsins. „Eftirlitsstarfið
umhverfis landið þarf að auka
og við íslendingar eigum ein-
dregið að taka virkan þátt í
slíku starfi," segir utanríkis-
ráðherra og vill að fyrst öðl-
umst við sjálfir meiri reynslu
og þekkingu á varnarmálum „er
geri okkur betur fært að leggja
sjálfstætt mat á þá hernaðar-
legu stöðu, sem þjóð okkar býr
við. Með þeim hætti verðum við
í stakk búnir til þess að taka
fullan þátt í stefnumörkun um
fyrirkomulag varna landsins."
Um leið og undir þetta sjón-
armið er tekið skal hvatt til
þess að þannig verði staðið að
framkvæmd þessarar stefnu að
um hana náist víðtæk pólitísk
samstaða án þess að mark sé
tekið á firrum herstöðvaand-
stæðinga.
að mun vart í frásögur færandi,
hvernig sauðkindin og þorskurinn
hafa haldið lífi í Islendingum
fram á þennan dag. Nú er sauð-
kindin orðin eitt helzta deiluefni
með landsmönnum og sala kjötaf-
urða af blessuðum lömbunum
mikið áhyggjuefni, en minnkandi þorskgengd og
viðblasandi hættuástand, svo að menn tala jafnvel
um svartar skýrslur og landauðn í náinni framtíð.
Baráttan fyrir vernd þorsksins á þessari öld er hluti
af sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Arðrán
útlendinga og rányrkja á miðunum hefur sameinað
þjóðina til mikilla átaka. En svo þegar komið er að
okkur sjálfum að gæta fengins fjár, bregðumst við,
göngum á stofninn af græðgi og fantaskap; lifum um
efni fram. Óvissa ríkir í efnahagsmálum og enn
meiri óvissa um framtíð þorskstofnsins. Einstakling-
ur væri farinn að gæta að sér í rekstrinum, en við
fleytum okkur á erlendum lánum, sem þorsklítil börn
okkar eiga að greiða eftir ógætna forfeður.
Merkustu sporin, sem stigin voru til verndar
þessari mikilvægu fisktegund, þorskinum, voru 4
mílna fiskveiðilögsagan og síðan lokasporið, 200
mílurnar að sjálfsögðu. En 50 mílurnar voru varn-
arsigur, millispil á erfiðum tíma. Við þurftum að
beita hörku til að sækja gull í greipar þeirra, sem
um aldir höfðu vanizt því að sækja það út hingað.
Síldarævintýrin þekkja allir, en þau enduðu eins
og segir í Guðsgjafaþulu, með krakki. Guðsgjafa-
þula er ritstýrð sagnfræði, eins og kunnugt er, og
því nokkurn veginn sögulega kórrétt. Nú veiðum
við síld með sama hugarfari og aðrir grafa eftir
demöntum, en loðnu eins og hún sé óþrjótandi. Er
hún þó ein helzta fæða fyrrnefnds undirstöðufisks
þjóðarinnar, þorsksins.
Þjóðarhítin er óseðjandi og vel gæti svo farið, að
við ynnum þau afrek tvö í einu höggi að drepa
þorskinn og aðalfæðu hans. Græðgi er ekki einung-
is löstur á einstaklingum, heldur getur hún einnig
orðið að þjóðarmeini. Eftir hungurgönguna miklu
slepptum við fram af okkur beizlinu og höfum látið
nótt sem nemur.
Að sjálfsögðu var efnt til stóriðju í landinu til að
koma þeirri orku í peninga, sem rennur óbeizluð og
engum að gagni til sjávar. Hún hefur aukið tekjur
okkar verulega, eins og kunnugt er, enda munum
við ekki standa sem sjálfstæð þjóð nema við séum
efnahagslega sjálfstæð og getum aukið framleiðslu
til útflutnings. Án nýrra öflugra útflutningsfram-
leiðslugreina mundum við éta okkur út á gaddinn á
skömmum tíma og þá yrði nýr Gamli sáttmáli ekki
langt undan. Hákon gamii er að vísu enn á hverju
strái, en það er ekki eins víst að við nytum fjar-
lægðar við hann sem fyrr á öldum. Það er okkur því
nauðsynlegt að fara í senn gætilega og horfa fram
á veginn með hugsjónir frelsis og framtaks að leið-
arljósi, og þá sérstaklega einkaframtaks, því að það
er í einstaklingnum sem auðurinn felst. Fram-
kvæmda- og sköpunarþrá hans eigum við að leysa
úr læðingi.
Erlent fjármagn virðist að vísu meira en eftir-
spurn nemur, en lántökur okkar eru nú komnar á
hættustig, svo að nauðsynlegt er að fara gætilega.
Lántökur eigum við ekki að auka nema til komi
fyrirtæki til útflutnings; framleiðsla sem færir
okkur auknar þjóðartekjur og stærri köku til skipt-
anna, svo að notuð sé uppáhaldsiiking þeirra, sem
eru síþrasandi um verkföll og verkalýðsmál. Lán-
tökur til samgöngubóta eru einnig góð fjárfesting,
en fáránlegt að heita á hurðir Flosa, þegar neyzla
er annars vegar.
* * *
Ein merkasta tillaga, sem flutt hefur verið á
Alþingi hin síðari ár fjallar um innlendan lífefna-
iðnað. Þar er ályktað að fela ríkisstjórninni að hafa
forystu um að komið verði á fót öflugum lífefna-
iðnaði og semji hún í því skyni rannsóknaráætlun
til að kanna, hvort ekki sé unnt að framleiða á
íslandi lyfjahráefni, hormóna og lífhvata úr innyfl-
um fiska, hvala og sláturdýra, sem nú er að mestu
ónytjaður úrgangur hér á landi. Hefja síðan fram-
leiðslu á þessum efnum, þegar unnt þykir. Að vísu
er á þessari tillögu sá ljóður, að einungis er talað
um ríkið og er það orðinn eins konar kækur alþing-
ismanna, að aðrir aðilar komi vart til greina, þegar
framkvæmdir og framleiðsla til útflutnings erú
annars vegar. Hér ætti það auðvitað fyrst og sfðast
að vera hlutverk einkaframtaks, með aðstoð inn-
lends og erlends fjármagns, að hafa forystu um
þessa mikilvægustu framleiðslugrein framtíðar-
innar, efla menn til dáða og færa sér í nyt afburða-
þekkingu innlendra vísindamanna, svo að tryggja
megi efnahagslegt sjálfstæði okkar, fullnýta hrá-
efnið, fækka skepnum í sveitum um leið og afurðir
þeirra yrðu gulls ígildi og vernda viðkvæmustu
fiskistofnana, ekki sízt þorskinn, um leið og hann
yrði verðmætari en nokkru sinni.
En hvorki Alþingi, ríkisstjórn né einkaaðilar
þekktu sinn vitjunartíma. Tillaga Guðmundar G.
Þórarinssonar, fyrrum alþingismanns, týndist í
kerfinu, þó að ráðherrann væri raunvísindamaður
eins og flutningsmaður þingsályktunarinnar.
Einkarekstrarmenn tóku ekki við sér. Gamli hugs-
unarhátturinn, að skipta því sem er ekki til, ræður
ferðinni. Mysan rennur ónotuð í stríðum straumum
til sjávar og verðmætaaukning með gernýtingu
innyfla gleymdist gjörsamlega. Það var helzt í fag-
tímariti verkfræðinga, sem um málið var fjallað,
unz það var tekið upp hér í blaðinu af mikilli
ákveðni á síðasta ári og þá í samráði við forstöðu-
menn í lífefnafræðum við Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands, þá dr. Sigmund Guðbjarnason pró-
fessor og dr. Jón Braga Bjarnason lektor. Síðan
hafa orðið miklar umræður um lífefnaiðnað eða
lifefnatækni og þá framtíðarmöguleika, sem í
henni felast. Vonandi líður ekki á löngu, þar til við
getum breytt mysu og úrgangi í þau verðmæti, sem
efni standa til, og þannig stóraukið þjóðartekjurn-
ar með gjörnýtingu á hráefnum og hækkað raun-
tekjur einstaklinga, svo að um muni. Það lofar
samt ekki góðu, þegar sú staðreynd blasir við, að
höfundur þingsályktunartillögunnar hrökklaðist af
þingi og menn eru enn með hugann við lausnir
glataðra ára. En stjórnmálamenn eru að vakna til
vitundar um þá miklu möguleika, sem við blasa í
lífefna- og rafeindatækni og sér þess merki, m.a.
tóku flokksbræður Guðmundar G. Þórarinssonar
við sér nú nýlega. Það er góðs viti. Kannski hann
eigi afturkvæmt á þing(!).
Að vísu eru rannsóknir á lífefnaiðnaði á frum-
stigi, bæði hér og erlendis, en þess verður skammt
að bíða að framleiðsla hefjist í stórum stíl og þá
með þeim hætti, að stóriðja verði eins og hliðar-
búgrein miðað við þá möguleika í verðmætaaukn-
ingu, sem fylgja mun í kjölfar lífefnaiðnaðar, en
þar er um milljarða króna að ræða eins og fram
hefur komið hjá vísindamönnum Háskóla íslands,
ekki sízt hér í blaðinu.
Lífefnaiðnaðurinn gæti breytt aðstæðum kot-
ungs í kóngalíf, lítilli þjóð í efnahagslegt stórveldi
og gömlum hugsunarhætti í framtíðarsýn. Sumir
eru að vísu dálítið hikandi við þessa nýju vísinda-
grein af skiljanlegum ástæðum, en flestir eru
þeirrar skoðunar, að hún sé skaðlaus, ef rétt er á
haldið. Með aðferðum lífefnatækninnar má m.a.
vinna lyf og lífhvata, sem nota má til enn frekari
vinnslu verðmætra efna úr ýmsum lífverum, auk
ýmissa annarra efna, sem enn eru órannsakaður
þáttur þessarar vísindagreinar.
I greinargerð með fyrrnefndri þingsályktunar-
tillögu er minnt á, að lífeínaiðnaðurinn sé ört vax-
andi víða um heim og sérstaklega bent á fram-
leiðslu lífhvata til notkunar i framleiðslunni. Ný-
legar kannanir bendi til þess að framleiðsla líf-
hvatanna muni aukast um 8% á ári fram til 1985 í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er á sama
tíma og samdráttur virðist vera í efnaiðnaði í
heiminum, enda eru margir þeirrar skoðunar, að
21. öldin verði fyrst og síðast öld lífefnaiðnaðar og
örtölvutækni. Það er ekki stærðin, sem skiptir máli
á næstu öld, heldur hagnýtingin, þ.e. hagkvæmasta
leiðin að markinu, svo að vitnað sé til frumherja
eins og Buckminster Fuller, bandaríska vísinda-
mannsins heimsfræga, sem kom til íslands, en er
nú nýlátinn. Hann talaði um, að fólk væri alltaf
með hugann við skort í heimi gnægðar og mengun í
heimi, þar sem ekkert væri til nema orka; sagð^ að
við hefðum ekki enn lært að færa okkur gnægðina í
nyt og breyta mengun í orku. Bjartsýni hans og
frumleg hugsun verður áreiðanlega leiðarljós
mannkynsins inn í næstu öld.