Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 25 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. maí Rannsóknir á lífefnaiðnaði eru að vísu kostnað- arsamar, en þær eiga eftir að borga sig margfalt, og það er enginn vafi á því, að við eigum að fjár- festa í lífefnaiðnaði. Breyta úrgangi, slógi, innyfl- um, mysu og öðru slíku hráefni í gull. Nú er þessu öllu að mestu fleygt eins og bezta fiskmetinu sem úr sjó kom fyrr á tíð. Nú og þá var allt miðað við mergð, en ekki gæði. Nú eru það aftur á móti gæðin sem máli skipta. Úr úrgangi fiska og bústofns má vinna efni, sem eru þrisvar sinnum dýrmætari en gull, ef miðað er við þyngd. Það sem áður kom úr stórum verksmiðjum, kemur nú margfalt verðmætara úr litlum glösum á rannsóknarstofum, þar sem stefn- an í lífefnaiðnaði er mörkuð. Þar blasir við okkur hin nýja stóriðja. Ásamt fiskirækt mun hún stór- auka þjóðartekjur og auð íslendinga og koma í veg fyrir rányrkju bæði á sjó og landi. Sá tími er liðinn, að líf þjóðar sé til fárra fiska metið. íslendingar eru fiskframleiðendur á heims- mælikvarða. Innyfli þorsks eru um 15% af heildar- þunga fisksins, sem á land kemur. Hráefni til líf- efnaiðnaðar fellur því til hér á landi í ríkum mæli. Mesta og bezta fjárfesting, sem til er nú á dögum, er alþjóðleg menntun og staðgóð þekking. Þessi menntun er fyrir hendi hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, en við þurfum að efla starfsemi þessara stofn- ana með því að auka fjármagn til þeirra og horfa ekki í nauðsynlegan kostnað. Með fyrrnefndri þingsályktunartillögu fylgir yf- irlit úr grein dr. Jóns Braga Bjarnasonar um líf- efnaiðnað og íslenzkt hráefni til hans og er hún fróðleg lesning fyrir áhugamenn um lífefnaiðnað. kemur fram, að lífhvataframieiðsla muni aukast mjög á næstu árum. Er talið, að heildarmarkaður verði milli 500 og 600 milljónir dollara árið 1985 í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum ...“ í niðurlagi þingsályktunar um innlendan lífefna- iðnað segir svo: „Ljóst er af þeim rannsóknum, sem þegar hafa farið fram, að íslendingar ættu að geta haslað sér völl á sviði lífefnaiðnaðar. Nauðsynlegt er að gera markvissa rannsókna- áætlun og vinna að framgangi málsins með föstum, ákveðnum skrefum. í okkar þjóðlífi er nú mikið rætt um orkufrekan iðnað. Verulegum fjármunum er varið í hag- kvæmniathuganir á ýmsum kostum stóriðju. Hér er í flestum tilvikum um að ræða iðnað þar sem hráefni er flutt til landsins og fullunna varan út. Mikil nauðsyn er að auka framleiðslu lands- manna með orkufrekum iðnaði. En við megum ekki láta okkur sjást yfir nærtæka möguleika eins og lífefnaiðnað úr innlendu hráefni. Innyflum fisks og sláturdýra er að mestu hent. Við erum fiskfram- leiðendur á heimsmælikvarða. Þessi verðlitlu hráefni eru grundvöllur að öflug- um lífefnaiðnaði. Það sem vantar er stefnumörkun á þessu sviði og markviss vinnubrögð, þá mun árangurinn ekki láta á sér standa." * * * Ástæða er til að taka undir þessi orð, en jafn- framt að leggja áherzlu á það meginatriði, hvílíkir möguleikar eru hér á því að lina þjáningar Hún er birt annars staðar í Morgunblaðinu í dag, en í vetur birti biaðið ítarlegt samtal um þessi efni við dr. Jón. Vakti það verðskuldaða athygli og kom mikilli hreyfingu á málið. En við skulum aftur á móti grípa niður í skilgreiningu tillögunnar á líf- efnaiðnaði, svo að lesendur geti áttað sig betur á því, hver er undirstaða þessarar nýju framleiðslu. Þar segir m.a.: „Lífefnaiðnað má skilgreina sem framleiðsluverðmæti lífrænna efna, sem unnin eru beint eða óbeint úr lífverum, t.d. gerlum eða líffær- um dýra. Framleiðslu efna með aðstoð lífhvata, sem unnir eru úr ýmsum lífverum, má einnig telja lífefnaiðnað. Við lífefnaiðnað þarf þekkingu á sviði lífefna- fræði og efnaverkfræði og nú í vaxandi mæli í örverufræði og erfðafræði. Hráefni þessa iðnaðar eru oft verðlitlar aukaaf- urðir landbúnaðariðnaðar og sjávarútvegs. Lífhvataframleiðsla virðist eiga mjög bjarta framtíð. Lífhvatar eða ensím eru eggjahvítuefni (prótein), sem auka hraða efnahvarfa í frumum og örva svo til öll efnahvörf frumunnar. Lífhvatar framkvæma efnabreytingar hraðar og við lægra hitastig og þrýsting en venjulegar aðferðir efnaiðnaðarins. Lífhvatar geta því minnkað orkuþörf við margvís- legan efnaiðnað. í skýrslu frá L. Hepner & Associates í London milljóna manna í heiminum. Hungur og harðræði eru mestu andstæðingar mannkynsins, ásamt sjúkdómum og ófrelsi harðstjóra, en allt eru þetta helztu einkenni meirihluta þjóða í heiminum nú á tímum. Hungruð börn um heim allan eru þó versti bletturinn á samtímasögu okkar, þó að ófrelsið sé mest niðurlægjandi staðreynd samtimalífs. Meðan lesendur hafa reynt að pæla í gegnum þetta Reykjavíkurbréf, hefur fjöldi barna dáið víða um heim, bæði úr hungri og sjúkdómum. Milljónir barna í Afríku deyja úr niðurgangi vegna óhrein- lætis og vanþekkingar foreldranna á því, hvernig koma eigi í veg fyrir þennan sjúkdóm. Einföld menntun og upplýsingar um frumatriði heilbrigðis kæmu í veg fyrir dauða þessara barna. Læknar og kennarar, sem höfðu á stefnuskrá sinni að kenna fólki sjálfsbjörg i þessum efnum í Sómalíu, voru handteknir og dæmdir i fangelsi frá tveimur árum til lífstiðarfangelsis fyrir að- dreifa upplýsingum, sem voru gagnrýnar á stjórnvöld. Matarskortur er í 26 Afrikuríkjum og þau geta orðið 35 innan tíðar, ef veðurfar versnar. Græna línan svokallaða i Afriku, þar sem þurrkar hafa ekki eyðilagt alla uppskeru, hefur færzt 150—200 km suður á bóginn. Erfiöleikarnir tóku stefnu til hins verra snemma árs 1980, einkum vegna þurr- viðris. Korn skortir tilfinnanlega og þessi skortur breiðist út. Alþjóðabankans aukast úr 76 milljónum í 215 milljónir, sem er svipað og fbúafjöldi Bandaríkj- anna nú. Það liggur ekki fyrir, hvernig þessar þjóðir eiga eftir að brauðfæða þegna sína. I þessum löndum er víða fátækt og hætta er á, að hún aukist til muna með hörmulegum afleiðingum. Það eru ekki fátæku þjóðirnar í Afríku og Asíu eða Suður- og Mið- Ameríku, sem hafa náð tökum á fólksfjölguninni, heldur þær þjóðir, sem lengra eru komnar í iðnbún- aði og uppbyggingu alls konar. Þannig hætti Austur-Þjóðverjum að fjölga 1949 og Vestur- Þjóðverjum 1972. Nú standa þessar þjóðir í stað, en Vestur-Þjóðverjar hafa orðið talsverðar áhyggjur af þróuninni þar, því ef hún verður eins og nú er, mun hætta á því, að Vestur-Þjóðverjum fækki á næstu áratugum og þeir fari undir 40 milljónir. Önnur lönd, sem náð hafa þeim árangri að standa í stað, ef árangur skyldi kalla í svo auðugum löndum, eru Ítalía, Sviss og Noregur. Milli 1960 og 1980 tókst Kínverjum að draga úr barnsfæðingum, eða úr 34 niður í 20 á 1.000 íbúa. Þetta er mesta fækkun á svo skömmum tíma í svo stóru ríki frá því Japönum tókst að fækka barns- fæðingum umfram dauða úr 34 börnum niður í 18 á 1.000 íbúa á áratugnum 1948 til 1958. í frjósömu landi eins og Indónesíu hefur tekizt að minnka þetta hlutfall um þriðjung, eða niður í 1,70% frá 1970. En talið er, að í Kína muni fólks- fjöldinn aukast um 3—400 milljónir manna, áður en mannfjölgun hættir þar í landi, svo að Kínverj- ar nálgast hálfan annan milljarð, áður en yfir lýk- ur. Hungur og ófrelsi Víða í Afríku ríkja einræðisstjórnir, sem hugsa lftið sem ekkert um þegna sína, heldur einungis um eigin völd. f stað frelsis og framfara hafa einræð- isherrarnir kosið einræði og hungur. f þessum löndum verður að leysa einstaklingsframtakið úr læðingi til að stórauka framleiðsluna. Það hafa jafnvel Kínverjar gert. Samkvæmt nýjum rannsóknum World Watch Institute jókst hagvöxtur í heiminum um 5% frá 1950 til 1973, en mannfjölgun minna en 2% á ári. En eftir 1979 hefur hagvöxtur og mannfjölgun í heiminum haldizt í hendur, þ.e. 1,7% á ári. f lönd- um eins og Vestur-Þýzkalandi og Ungverjalandi, þar sem mannfjölgun hefur verið á núlli, leiðir 2% hagvöxtur til betri lífskjara. En í löndum eins og Pakistan og Ekvador, þar sem mannfjölgun er 3% á ári, leiðir 2% hagvöxtur til versnandi lífsskil- yrða. Á síðasta áratug minnkuðu þjóðartekjur á mann f 18 Afríkuríkjum. World Watch Institute hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að á þessum áratug, frá 1980—90, muni þessum ríkjum fjölga. Þau verði með sama áframhaldi ekki einungis í Afríku heldur einnig í Suður- og Mið-Ameríku. Mannfjölgun í heiminum náði hámarki 1970 og var þá um 1,9%, en um 1,7% á síðastliðnu ári. Það eru dálítið góðar fréttir, en slæmu fréttirnar eru þær, að árleg við- bót mannkynsins var 70 milljónir 1970, en varð 79 milljónir 1983. Við höfum sem sagt ekki stöðvað þessa mannfjölgun, sem leiðir víða til versnandi lífskjara, eins og tölur sýna, jafnvel til hungurs. Það er því augljóst mál, að við eigum miklu hlut- verki að gegna, að breyta úrgangi í lyf og matvæli handa þessu fólki sem öðrum. Hér er bæði um fjárhagslegt atriði að ræða og hugsjónamál af mik- illi stærðargráðu. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða- bankinn gera ráð fyrir, að mannfjöldinn komist í 10 milljarða áður en jafnvægi verði náð. Alþjóða- bankinn telur, að í Indlandi, þar sem mannfjöldinn var 730 milljónir 1983, verði ekki komið á jafnvægi fyrr en fólksfjöldi landsins er kominn upp í 1,84 milljarða manna. 84 milljónir Nfgeríumanna í dag verða að öllum líkindum 623 milljónir áður en mörg ár eru liðin, meiri mannfjöldi en býr í allri Afríku á Nýöld í aðsigi Lífefna- iðnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.