Morgunblaðið - 06.05.1984, Síða 27
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
27
Þetta sýnir að afkoman getur
stjórnast að verulegu leyti af því,
hvort eða hvaða hráefniskostnað-
ur er tekinn inn í dæmið. Til sam-
anburðar má geta þess, að núver-
andi kostnaður í hverja görn er 4 kr.
Það, sem eðlilegast er að gera
næst, er að kanna hvort ekki finnst
einhver aðili hér innanlands sem
hefði áhuga á þessu verkefni. Nær-
tækast væri fyrir Sláturfélag Suður-
lands að taka þessa vinnslu að sér,
það hefur sýnt þessu mestan áhuga.
Samband ísl. samvinnufélaga kæmi
einnig til greina. Ekki er raunhæft
að Háskóli íslands eða stofnanir
tengdar honum geri frekar að í mál-
inu þar sem hönnunin er komin af
frumstiginu. Nú liggur fyrir fastmót-
uð vinnsluaðferð og gerð hefur verið
tillaga um uppsetningu tækja í
vinnslurás. Einnig hefur verið gerð
frummarkaðskönnun, sem leitt
hefur í ljós, að einn aðili, Lövens
Kemiske Fabrik í Danmörku, hef-
ur áhuga á samstarfi.
Eðlilegt er, að sá aðili sem hugs-
anlega tæki að sér þessa vinnslu,
sæi um áframhaldið, þ.e. frekari
hönnun á vinnslurás, frekari
markaðskönnun (eins og nú liggur
fyrir, beinar könnunarviðræður
við L.K.F.) og í beinu framhaldi af
því itarlega úttekt á hagkvæmni
þessarar vinnslu.
Vinnsla ensíma úr fiskúrgangi
Athugun á meltingarensímum
úr líffærum þorsks hófust sumar-
ið 1974. Var þá meðal annars at-
huguð virkni próteolýtiskra ensíma
í hinum ýmsu líffærum þorsks,
þ.e. skúfum, maga, svilum, görnum
og milta. Eins og við mátti búast
fannst mest virkni tryptískra ens-
íma í görnum og skúfum en magn
peptískra ensíma var mest í maga og
milta. Þessar athuganir þóttu lofa
svo góðu, að sumarið 1978 var haf-
ist handa við einangrun og hreins-
un á tryptískum ensímum úr
görnum og skúfum þorsks. Árið
1979 var einnig hafist handa við
einangrun og hreinsun á carboxy-
peptidösum úr sömu líffærum.
Gera má ráð fyrir að heildarbotn-
fiskafli íslendinga sé um 500 þús.
tonn árlega. Má þá reikna með því,
að um 10% af heildarþunga botn-
fiskafla tapist með slógi, sem fleygt
er fyrir borð úti á sjó. Það er því
Ijóst, að miklum verðmætum er
OeyRt, þar sem vinna má mörg
verðmæt efni úr slóginu. Ekki
verða öll þau efni eða efnasam-
bönd talin upp hér, heldur fjallað
lítillega um notagildi próteolýtískra
ensíma, sem mikið er af i fiski, þar
sem hann lifir á mjög próteinauð-
ugri fæðu, en þau efni eru notuð í
margs konar iðnaði, eins og eftir-
farandi upptalning ber með sér.
í leðuriðnaði: Notuð til þess að
fjarlægja hár og trefjar af húðum
og mýkja leðrið. Notkun leður- og
fóðuriðnaðar er um 10% af heild-
arnotkun próteolýtískra ensíma í
iðnaði.
í matvælaiðnaðinum: Þar á með-
al mjólkur- og kjötiðnaði, bjór-,
osta- og vínframleiðslu óg'fisk-
iðnaði.
í lyfjaiðnaði: Notuð við hreinsun
sára og tU þess að bæta skort í
meltingarensímum.
í þvottaiðnaðinum: Mikil hluti
óhreindinda í fötum eru prótein,
sem próteolýtísk ensím kljúfa
niður og gera vatnsleysanleg,
þannig að þau nást úr þvottinum.
f fóðuriðnaði: Niðurstöður
danskra tilrauna benda til þess, að
alifuglar nýti fóður mun betur ef
blanda meltingarensíma er gefin
ásamt fóðrinu.
Markaðurinn fyrir ensím er gífur-
lega stór og stærstur er hann fyrir
próteolýtísk ensím. Árið 1973 var
sá markaður metinn á meira en
500 milljónir danskra króna, en
önnur ensím, sem einnig eru að
miklu leyti unnin úr brisinu, á um
það bil 100 millj. d.kr. Ekki er
nokkur vafi á því, að verðgildi ens-
íms á markaðinum hefur aukist
mjög á undanförnum árum og mun
gera það enn um sinn, því að nota-
gildi ensíma fer sífellt vaxandi.
AÐVÖRUN TEL
ATVINNUREKENDA
— eftir Magnús
Gunnarsson,
framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasam-
bands íslands
Nú þegar þessari lotu samninga
við flesta samningaaðila Vinnu-
veitendasambandsins er að ljúka,
er rétt að reyna að gera sér grein
fyrir, hvað þessir samningar í
heild sinni þýða fyrir atvinnulífið
í landinu.
Launakostnaðarhækkanir frá
upphafi til loka ársins munu verða
á bilinu 10—15%, þetta þýðir að
launakostnaður á árinu 1984 verð-
ur 7—10% hærri en m.v. kauplag í
árslok 1983. M.ö.o. að vegna kjara-
samninganna eykst launakostnaður
íslenskra fyrirtækja um meira en
2.000 millj. kr. í heild sinni á árinu
1984.
Ein meginforsendan sem lá
fyrir við gerð kjarasamninganna
af hálfu ríkisstjórnarinnar var að
5% gengisbreytingar frá upphafi
til loka ársins, gæfu svigrúm til
4—6% kostnaðarhækkunar á ár-
inu 1984. Samningarnir hafa í för
með sér kostnaðarauka umfram
þetta en standi ríkisstjórnin við
það markmið sitt að hreyfa gengið
ekki meira en um 5% á árinu, hafa
fyrirtækin tekið á sig verulega
meiri kostnað en ríkisstjórnin
taldi svigrúm fyrir. Hin skörpu
ummæli Jóhannesar Nordal seðla-
bankastjóra á aðalfundi Seðla-
bankans undirstrika ásetninginn
um litlar gengisbreytingar. Út-
flutningsfyrirtæki geta því ekki
búist við að sækja auknar tekjur
með lægra gengi. Þau verða að
taka þennan aukna launakostnað
á sig sjálf. Samkeppnisgreinar á
heimamarkaði verða jafnframt að
mæta erlendum fyrirtækjum á
þeim verðforsendum sem geng-
isskráningin gefur.
Hér er um að ræða mikla breyt-
ingu frá þeim tímum er breyt-
ingar á gengi voru örar og verð-
bólga mikil. Stjórnendur fyrir-
tækja verða strax að gera sér
grein fyrir, að þeir verða að auka
framleiðni til þess að bæta sam-
keppnisstöðu fyrirtækjanna. Á
þann hátt einan geta þeir tekið á
sig aukinn kostnað. Þau fyrirtæki
sem ekki ná að auka framleiðni,
hljóta að standa frammi fyrir
miklum erfiðleikum, sem fljótlega
orsaka samdrátt hjá þeim. Fyrir-
tækin verða að gera sér grein
fyrir, að samfara auknum launa-
kostnaðarhækkunum mun annar
framleiðslukostnaður vafalítið að
einhverju leyti hækka, m.a. vegna
hækkana á ýmissi opinberri þjón-
ustu. Jafnframt eru raunvextir
mun hærri en á liðnum árum.
Þegar þessi samningalota hófst
ítrekaði Vinnuveitendasambandið
þá skoðun, að svigrúmið fyrir
launahækkanir væri mjög lítið.
Launahækkanir umfram greiðslu-
getu meginatvinnuvega okkar
myndu aðeins leiða til nýrrar
verðbólguskriðu með þeim afleið-
ingum sem allri þjóðinni er kunn-
ugt um. Hins vegar var ljóst að
með vinnufriði gætu engir samn-
ingar tekist, nema að kaupmáttur
kauptaxta minnkaði ekki teljandi
frá því sem hann var á 4. ársfjórð-
ungi 1983. Lækkun kaupmáttar
kauptaxta í kjölfar vísi-
töluhækkana vegna kostnaðar við
aðgerðir fyrir þá verst settu voru
fyrir utan þá útreikninga, enda
þar um kaupmáttar tilfærslu að
ræða. Meginviðhorf vinnuveitenda
var að áhættan með því að semja
um launahækkanir umfram for-
sendur ríkisstjórnarinnar hlyti að
vera minni eftir því sem hækkana
tölurnar væru lægri. Á endanum
var svo samið um þær minnstu
launahækkanir sem gátu sam-
rýmst gengisforsendum ríkis-
stjórnarinnar og þvi að halda
nokkurn veginn kaupmætti 4.
ársfjórðungs 1983.
Ljóst er að ýmsar helstu at-
vinnugreinar okkar eru illa í stakk
búnar til að taka þessar launa-
hækkanir á sig, en niðurstaða
samninganna var hins vegar
nokkurs konar jafntefli þar sem
hvorugur aðilinn gat knúið fram
sigur.
Samningarnir voru e.t.v. um-
fram allt tilraun beggja aðila við
samningaborðið til að finna sátta-
leið, þannig að þjóðin gæti snúið
sér að því að leysa með skynsam-
legum hætti úr hinum ýmsu erfið-
leikum, sem steðjað hafa að henni,
án ótta við verkföll eða önnur átök
á vinnumarkaðnum.
Ef við reynum að gera okkur í
örstuttu máli grein fyrir stöðu
helstu atvinnugreina okkar á
þessu ári, þá var ljóst um áramót-
in að hinar ýmsu greinar fisk-
vinnslunnar bjuggu við allólík
rekstrarskilyrði.
Við kjarasamningana hækkaði
launakostnaður fiskvinnslunnar
vegna beinnar 5% launahækkun-
ar, fatapeninga, starfsaldurs-
hækkunar og hækkunar lág-
markstekna. Síðan kemur rúm-
lega 5% hækkun síðar á árinu.
Kostnaðarauki verður fyrir fryst-
inguna nú þegar um ca. 150—170
milljónir miðað við heilt ár eða
um og yfir 2% af tekjum. Kostn-
aðarauki strax fyrir saltfiskverk-
un er hlutfallslega aðeins minni,
um 40 milljónir miðað við heilt ár,
sem er aðeins innan við 2% af
tekjum. Viðbótarkostnaður fryst-
ingar vegna hækkunar fiskverðs 1.
febrúar ásamt launahækkunum
21. febrúar verður rúmlega 300
milljónir miðað við heilt ár eða
um 4% af tekjum. Viðbótarkostn-
aður saltfiskverkunar vegna fiks-
verðshækkunar og launahækkun-
arinnar eru um 100 milljónir eða
lfka um 4% af tekjum. Kostnaður
fiskvinnslugreinanna mun aukast
aftur þegar laun hækka 1. júni og
1. september og ennfremur mun
fiskverð væntanlega hækka 1. júní
og 1. október.
Fiskvinnslufyrirtækin þurfa því
að beita ýtrustu hagkvæmni í
rekstri sínum, þar sem horfst er í
augu við verulegar kostnaðar-
hækkanir á þessu ári með litla eða
enga möguleika á þvf að auka tekj-
ur sfnar, m.a. vegna aflatakmark-
ana sem öllum er kunnugt um.
Engar fréttir berast heldur nú
af verðhækkunum á fiskmörkuð-
um okkar erlendis, heldur þvert á
móti.
Um stöðu útgerðarinnar er
óþarft að fjölyrða. Þær skuld-
breytingar sem framkvæmdar
verða á árinu breyta litlu um
rekstrarafkomu skipanna. Þegar
upp verður staðið eftir þetta ár
eru mestar líkur til þess að
skuldastaða útgerðarinnar verði
jafnvel enn verri en fyrr. Svigrúm
þeirrar atvinnugreinar er ekkert
til að taka á sig kostnaöarauka og
því miður ekki útlit fyrir að úr
rætist á næstunni.
Staða iðnaðarins hefur verið
allsterk fram til þessa. Svo virðist
sem hagstæðari gengisskráning en
oft áður og lægri verðbólga með
meiri stöðugleika hafi haft veru-
leg áhrif á að auðvelda rekstur
iðnfyrirtækja.
Á ársþingi Félags ísl. iðnrek-
enda kom fram að þær greinar
iðnaðarins sem sóttu hvað mest i
sig veðrið á árinu 1983 voru mat-
vælaiðnaður, plast- og umbúða-
iðnaður og útflutningsiðnaður að
mestu leyti. Húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðsla stóð líklega í stað
og jók markaðshlutdeild sfna.
Greinarnar sem urðu fyrir sam-
drætti voru þær sem framleiða
vörur fyrir sjávarútveginn og þær
sem háðar eru byggingafram-
kvæmdum. Samdráttur í fataiðn-
aði var þriðja árið í röð. 1 heild
verður að segja að iðnaðurinn hafi
svarað mjög vel efnahagsaðgerð-
unum f maí 1983. Þá voru ýmsar
raddir á lofti er töldu að lægri
kaupmáttur almennings myndi
leiða til samdráttar f iðnaðinum
þrátt fyrir bætta samkeppnis-
stöðu. Þessar raddir reyndust sem
betur fer ekki sannspáar.
Iðnaðurinn þarf nú að taka á sig
þann kostnaðarauka sem kjara-
samningarnir höfðu í för með sér
ásamt hækkunum annarra kostn-
aðarliða, sem fylgja m.a. í kjölfar
ýmissa opinberra hækkana og
hækkunar raunvaxta. Hætt er þvf
við að samkeppnisstaða útflutn-
ings og heimamarkaðsgreina fari
versnandi á næstu mánuðum tak-
ist þeim ekki að auka framleiðn-
ina, sem nemur kostnaðaraukn-
ingunni. Afkoma iðnaðarins á ár-
inu mun e.t.v. fyrst og fremst ráð-
ast af því hvernig starfsgreininni
tekst að mæta erlendri samkeppni
með betri framleiðni og hve vel
okkur tekst að nýta stöðugt verð-
lag til að bæta rekstur og auka
útflutning á íslenskum iðnaðar-
vörum. Takist fyrirtækjunum
þetta ekki mun fljótt síga á
ógæfuhliðina.
Á þessu stigi er erfitt að átta sig
á afkomu verslunar- og þjónustu-
greina þó að ýmislegt bendi til að
ýmsar þjónustugreinar hafi haft
nokkuð góða afkomu á síðasta ári.
Vöruinnflutningur dróst saman
um 5—6% á árinu 1983 frá árinu
áður og gert er ráð fyrir áfram-
haldandi samdrætti á þessu ári.
Samkeppni hefur stóraukist, sér-
staklega í matvöruverslun í kjöl-
far lækkandi verðbólgu og aukins
verðskyns almennings. Aukið
frjálsræði í verðlagsmálum leggur
aukna ábyrgð á verslunina en
skapar um leið meiri möguleika
fyrir athafnasöm fyrirtæki.
Margar blikur eru á lofti í þróun
efnahagsmála íslendinga á næstu
mánuðum og vandrötuð sú leið,
sem ekki stofnar í hættu þeim
mikla árangri, sem þó er búið að
ná í efnahagsmálunum á liðnum
mánuðum. Vegna lægri verðbólgu
er auðveldara að reka fyrirtækin
en áður. Því ætti ekki að vera eins
erfitt að auka framleiðni og
standa undir hærri launakostnaði,
en þá er skilyrði að verðbólgan
fari ekki aftur af stað vegna að-
haldsleysis í peningamálum og
ríkisfjármálum. Ef mikil þensla
verður i hagkerfinu vegna halla á
ríkissjóði, aðhaldsleysis í pen-
ingamálum og erlendri skulda-
söfnun, má búast við aukinni verð-
bólgu. Þensla i hagkerfinu með
föstu gengi kæmi iila við útflutn-
ings- og samkeppnisgreinar, sem
yrðu þá að horfast í augu við til- _
finnalegan samdrátt og rekstrar-
erfiðleika.
Nýgerðir kjarasamningar gera
ráð fyrir 7—10% kostnaðarauka
fyrir fyrirtækin frá ársbyrjun til
ársmeðaltals og hækkun milli ára
um 10—15% á árinu sem fyrr er
getið. Þessar tölur eru að sjálf-
sögðu of háar miðað við fyrirliggj-
andi efnahagsforsendur og eina
leiðin til að mæta þeim er með
bættum rekstri og meiri tekju-
möguleikum. Ef fyrirtækjunum
tekst ekki að mæta kostnaðarauk-
anum á þennan hátt eru allar
kauphækkanir við núverandi að-
stæður í raun ávísun á einhverja
blöndu af verðbólgu, atvinnuleysi
og erlendri skuldasöfnun. Megin-
munurinn á þessum tölum og því
sem gerst hefur á undanförnum
árum er, að nú verður verðbólgu-
stigið mun lægra. Aðalmarkmiðið
með efnahagsákvörðunum nú,
hlýtur að vera, að hindra að verð-
bólgan fari á nýtt flug á síðari
hluta þessa árs eða á næsta ári.
Launakostnaður íslenskra fyrir-
tækja eykst sem nemur um 2.000
millj. kr. á þessu ári. Það þýðir
einfaldlega, að við verðum að auka
verðmætasköpunina sem þessari
tölu nemur ef við viljum að at-
vinnureksturinn standi jafnréttur
eftir. Aðstæður í atvinnumálum
og þróun fiskveiða leyfa ekki
mikla bjartsýni í þessum efnum.
Við höfum þegar spennt bogann
eins hátt og okkur er frekast unnt
og frekari kostnaðarauki fyrir
fyrirtækin getur aðeins leitt af sér
aukna spennu á gjaldmiðilinn eða
atvinnuleysi. Það hlýtur því að
vera meginmarkmið allra þeirra
sem fjalla um efnahags-, atvinnu-
og launamál í landinu að reyna að
fylkja sér um atvinnuuppbygg-
ingarstefnu sem getur leitt af sér
aukna verðmætasköpun og þá um
leið meiri atvinnu og betri lífs-
kjör, þetta er meginverkefni þjóð-
arinnar i dag. Án slíkrar stefnu-
mörkunar tekst okkur ekki að
tryggja þau lifskjör sem við vilj-
um búa við í framtíðinni.
Fyrirlestur
um tölvur á
sviði rannsókna
DR. BENEDIKT Jóhannesson
flytur erindi á vegum Rannsókna-
stofnunar uppeldismála, um nýj-
ungar í forritun og tölvuúrvinnslu
á sviði rannsókna. Fyrirlesturinn
verður haldinn í Kennaraskóla-
húsinu v/Laufásveg þriðjudaginn
8. maí og hefst kl. 16.30. öllum
heimill aðgangur.
Fyrirlestur
um „Tantra-
jóga“
HINGAÐ til lands er komin
bandarisk nunna í boði Tantra-
kvenna á fslandi og heldur hún
fyrirlestur um leiðir til aukinnar
lífshamingju, sjálfsþekkingar og
jákvæðari lífsviðhorfa með beit-
ingu hugleiðsluæfinga. Fyrirlest-
urinn verður í Menntaskólanum
við Hamrahlíð mánudaginn 7. maí
klukkan 20.30, stofu 40.
(Úr fréttatilkynningu.)