Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.05.1984, Qupperneq 42
CK ----....... ......... .. 42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 Punktar frá Finnlandi Helsinki, stundum kölluð dóttir Eystrasaltsins, er á margan hátt afar litrík og spennandi borg, og hún er aðgengileg; hún minnti mig eilítið á Lissabon, því að hún fagnar vel gestum sínum. í sögu borgarinnar hafa eldsvoðar oft lagt stóra hluta hennar í rústir. Það sama gildir raunar líka um merka staði í Turku, eins og fram hefur komið í fyrri grein. Kannski þeir ættu að verða sér úti um íslenzka leiðsögn í brunavörnum, Finnar. „Allt fólkið stóð hjá og horfði á hvernig þau fóru að heilsast ... Það var Gústaf sálugi Vasa sem lagði grundvöllinn að Helsinki við mynni Vanda-fljótsins árið 1550 og borgin varð mikilvægur við- skipta- og sigiingastaður. Það svipmót sem hún ber nú, fer hún að taka á sig í byrjun nítjándu aldar og fram eftir henni og það var ekki fyrr en 1812 sem Helsinki tók við af Turku sem höfuðborg Finnlands. Þá voru íbúar um fjög- ur þúsund, munu nú vera nærri hálf milljón. Nú í rausnarboði, sem nokkrir íslenzkir blaðamenn voru í fyrstu daga aprílmánaðar, spurðum við meðal annars einhvers staðar um það, hvernig hefði staðið á því að höfuðborgin var færð til Helsinki. Og var svarað í heldur kaldhæðn- islegum tón, að sennilega hefði Rússum þótt Turku of langt í burtu. mennirnir höfðum þegið heimboð hjá Juranto ræðismanni og hans fallegu frú. Þar sveif á okkur Tetta nokkur Kannel, sem er þekktur fatahönnuður og mik- ilsmetin þar í landi og afhenti okkur að gjöf glæsilegt rit Muoto sem hún stendur að. Tetta Kannel, sem ég kallaði reyndar þéttu könnu til hægðarauka, slóst síðan í för með okkur á spánskan veit- ingastað og þegar máltíðinni var lokið var eiginlega farið að halla í háttatíma. Okkur blandaðist ekki hugur um, að fylgdarmaður okkar Frank Hellsten frá utanríkisráðu- neytinu, samvizkusamur maður og kurteis, taldi að það væri langtum skynsamlegri kostur að við kæm- um okkur til kojs. Við áttum að fara flugleiðis til Turku, eld- snemma morguninn eftir, svo að það þrufti enga sérstaka vitsmuni til að sjá það. En Tetta var ekki á því, að við gætum látið undir höf- uð leggjast að reka inn nefið á Kosmos, frægum stað rétt hjá hót- elinu. Einkum sóttur mjög af listamönnum að hennar sögn. Og þangað streymdum við náttúrlega eftir að hafa sannfært Hellsten um að við myndum engu að síður spretta upp eins og fjaðrir næsta morgun. Það gerðum við að vísu ekki í orðsins fyllstu merkingu, en upp fórum við þó. A Kosmos var fullt út úr dyrum og er þó staðurinn heldur óhrjá- legur. Tetta hafði ekki undan að kynna okkur fyrir aðskiljanlegum heimsfrægum Finnum, sem sátu þarna allt í kringum okkur. Þeirra á meðal var vinur Tettu, einhver þekktasti ádeilu- og skopteiknari, Ansu að nafni. Hann sýndi okkur skopmyndabók sem hann hafði nýverið gefið út og var rétt frá- bær. Hann hét að senda okkur bókina; hún getur auðvitað komið enn. Ansu bauðst til að draga upp mynd af mér, sem að mati við- staddra tókst ekki eins heppilega eins og Ansu hefði viljað. Hann afsakaði sig með því að hvort tveggja væri að hann væri undir léttum áfengisáhrifum og auk þess væri svo erfitt að teikna á mér nefið. í skipasmíðastöðinni Wártshila og við fótskör Lenins Ég hef áður sagt frá skoðunar- ferð okkar um tvær frægustu byggingar Turku, dómkirkjuna og Pommern Frá Warstsila { menningarlífi Helsinki er stöðugt mikið um að vera, leikhús- menning Finna er á háu plani, þar er söngur og tónlist í hávegum höfð og margir kórar hafa gert garðinn frægan. Enn skal þá minnst á Tapiola-kórinn og stjórnanda hans, Erkki Pohjola, sem bað mig reyndar fyrir vin- arkveðjur til íslenzks kollega síns og engu ómerkari, þar sem er Egill Friðleifsson og er þeim hér með komið á framfæri. Finnar eru einnig miklir gleði- menn. Gera sér hressilega daga- mun þegar svo ber undir. Með þéttu könnu á Kosmos Mér er harla minnisstætt eitt af kvöldum okkar, þegar við blaða- Tapiola-kórinn höllina. En áður en við lögðum leið okkar þangað var á prógramminu löng og mikil heimsókn í skipa- smíðastöðina Wártshila sem hefur reyndar bækistöðvar víðar en í Turku. En þar í borg vinna um sex þúsund manns við stöðina, svo að hún er mikilsverður þáttur í at- vinnulífi borgarbúa eins og gefur að skilja. Eitt af þeim verkefnum sem Wártshila er að vinna að er smíði stórs og glæsilegs farkosts sem kenna á við Díönu krónprins- essu og er augljóst að þeim þykir það mikil viðurkenning að hafa fengið verkefnið. Skipasmíðastöðvar hafa aldrei verið á mínu sérsviði, hvað þá heldur áhugasviði, þótt ég hafi fyrir einhverjar tilviljanir sýknt og heilagt verið að fara á slíka I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.