Morgunblaðið - 23.05.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 23.05.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 55 Vorfundur EFTA: Aukin samvinna við EBE efst á dagskrá Visby, Svíþjóð, 21. maí. Frá blaðamanni Morgunblaðains, Magnúsi Sigurðssyni. í morgun hófst hér í Visby fundur EFTA, Fríverslunarbandalags Evrópu. Fundur þessi, sem standa mun í þrjá daga, er mun mikilvægari en ella sökum þess, að forsætisráðherrar allra aðildarlanda EFTA koma á fund- inn, en það gerðist síðast 1977. „Við viljum sýna fram á, að EFTA er enn á lífi og við góða heilsu,“ sagði Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, áður en fundurinn hófst. Skagafjörður: Helsingjar í þús- undatali á túnum ÞANN 11. MAÍ 1983 skrifaði undirritaður í dagbók sína: „Áfram herjar norðanáttin með um 0°C. Snjókoma er víða á annesjum norðanlands og austan. Græni liturinn er þó aðeins farinn að sjást ef grannt er skoðað.“ Af íslands hálfu sækja fund- inn þeir Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Matthí- as Á. Mathiesen viðskiptaráð- herra og fulltrúar úr íslensku at- vinnu- og viðskiptalífi. Alls sækja fundinn um 200 fulltrúar frá öllum EFTA-löndunum, sem ræða munu um viðskiptamál og framtíð EFTA. Eitt helsta verkefni fundarins verður aukin samvinna við Efna- hagsbandalag Evrópu, EBE, á sviði viðskipta og verslunar, en einnig með hvaða hætti EFTA- löndin geti eflt samvinnu sína innbyrðis og fríverslun og frjáls- ari viðskiptahætti í heiminum yfirleitt. Það eru Svíar, sem átt hafa frumkvæðið að fundinum hér í Visby. Á fundi forsætis- ráðherranna á miðvikudag verð- ur Olof Palme í forsæti, en fund- inum í dag og á morgun stjórnar Mats Hellström, utanríkisversl- unarráðherra Svíþjóðar. Á dagskrá svonefndrar ráðgjafar- nefndar í dag var m.a. rætt um, hvernig brugðist skuli við vernd- arráðstöfunum þeim, sem mörg iðnaðarríki hafa gripið til á und- anförnum árum til verndar eigin framleiðslu. Þá var einnig rætt um efna- hagsástand þróunarlandanna og verslunarviðskipti þeirra við EFTA-löndin. Á fundi viðskiptaráðherranna, sem fer fram á morgun, þriðju- dag, verður þróunin að undan- förnu á sviði verslunar og við- skipta efst á dagskrá og viðhorf- in nú eftir fundinn í Luxemborg í apríl, sem haldinn var sameig- inlega af EFTA og EBE. Gert er ráð fyrir, að fundinum hér í Visby ljúki með yfirlýsingu varðandi framtíðarstefnumörk EFTA. Ofsóknaræði í Regnboganum Regnboginn frumsýndi í gær bresku kvikmyndina Ofsóknar- æði, sem gerð er af Tyburn Films. Handritið gerði Robert B. Hutton og leikstjóri er Kevin Francis. Myndin fjallar í stórum dráttum um Carrie Masters, hálffimmtuga bandaríska konu og samband hennar við son sinn, David, sem hún eignaðist með elskhuga sínum utan hjónabands. Carrie hatar son sinn, kvelur hann viðstöðulaust og reynir að gera honum allt til miska. Þegar hann kvænist, 24 ára að aldri, er hann enn mjög á valdi móður sinnar og hefur það mikil og slæm áhrif á hjónaband hans. Þann 11. maí 1984 skrifaði und- irritaður: „Hlýtt, léttskýjað. Tals- verður gróður er nú kominn og tún orðin algræn yfir að líta.“ Það er ólíku saman að jafna vorinu nú og í fyrra. Léttara er yfir bændum og öll verk verða leikur einn í slíkri blíðu. Þann 4. apríl sl. skrifaði undirritaður í umrædda dagbók: „Mjög gott veð- ur var í dag og er nú greinilegt að græn nál er farin að teygja sig upp úr sverðinum." Um miðjan apríl kom reyndar norðan kast með vægu frosti en miklum snjó. Gróðri varð ekki meint af því, og um páskana (22/4) var komið skínandi veður, sem haldist hefur að mestu, þó nokkrar frostnætur hafi verið fyrstu dagana í maí. Nú horfir mjög vel, eins og til- vitnun úr dagbókinni 11. maí sl. lýsir. Margir bændur eru farnir að sióðadraga og einstaka bóndi hef- ur hafið áburðardreifingu. Sauð- burður er nú að komast í hámark og gengur víðast hvar vel. Gæsir og þó sérstaklega hels- ingjar eru hér í þúsundatali, en eru ekki aufúsugestir á sléttum bænda, þó því sé ekki að neita að þessir fuglar eru vorboðar og hafa visst gildi sem slíkir. Mikill áhugi er meðal bænda í Skagafirði á fiskirækt. Gerð hefur verið arðskrá yfir vatnasvæði Héraðsvatna og fundir hafa vcrið haldnir með fiskifræðingum um áframhaldandi ræktunarstarf og skynsamlega nýtingu. Reyndar er árangur ekki nógu góður þar sem ræktunarstarfið á að hafa skilað sér, t.d. í Miklavatni, Staðará og Hofsá. Engu að síður gætir al- mennrar bjartsýni hjá mönnum, enda góðar aðstæður með fiskeld- isstöðina Hólalax hf. í héraði. Breyttar aðstæður í hefðbundn- um framleiðslugreinum hafa vík’;- að sjóndeildarhringinn hjá bænd- um og nú eru hinir ýmsu mögu- leikar til aukinnar atvinnu í at- hugun hjá einstaklingum og sveit- arfélögum. Ekki mun af veita, ef nauðsynlegur samdráttur í hefð- bundnum framleiðslugreinum á ekki að raska stórlega byggðinni í dreifbýlinu. Þórsteinn Goöar gasvorur -á einum stað Það tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli, að starfsemi gasvörufyrirtækisins GASOLfereftirleiðisfram í OLÍS búðinni við Grensásveg. Þar bjóðum við vandaðar vörur og veitum viðurkennda þjónustu þar að lútandi. og OVAKO rafsuöuvír og logsuöu- tæki. ENO gaseldavélar og gasofnar. Remolron gasmiðstöðvar. En Mekmor produkt 08S®1 N gaskæliskápar, gaskælikistur, _ gaseldavélar, gasluktir og gas- ferðavörur. gasvatnshitarar fyrir sumarhús og ofnkranar. EUROVELD og 3E rafsuðuvélar. Gjörið svo vel. Skoðið úrvalið, reynið þjónustuna. Grensásvegi 5, Sími: 84016/84319

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.