Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 37 Hæstiréttur dæmir í deilum um vélarorku skipa: Haförninn og Skipaskagi dæmd að ólöglegum veiðum Skráning Siglingamálastofnunar samkvæmt skrá framleiðenda á vél- arstærð dæmd réttmæt H/ESTIRÉTTUR hefur staðfest dóma undirrétta á Akranesi og í Kefla- vík, þar sem skipstjórarnir á Skipaskaga AK-102 og Haferninum GK-90 voru dæmdir sekir fyrir að hafa verið að ólöglegum veiðum í Faxaflóa og út af Garðskaga í september síðastliönum. Deilur stóðu um vélarstærð skipanna. Samkvæmt skráningu Siglingamálastofnunar ríkisins voru skipin skráð með 1200 hestafla vélar og var sú skráning byggð á skrá framleiðanda. Vélarafl hafði hins vegar verið fært niður og innsiglað þannig að raunverulegt vélarafl var 889 hestöfl. Siglingamálastofnun neitaði að viðurkenna það. Skipstjórarnir töldu sig þó vera á löglegum veiðum, en skipum með vélarstærð 1000 hestöfl eða meira var bannað að stunda veiðar þar sem þeir voru teknir. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni, þrír dómarar af fimm mynduðu meirihluta. Tildrög þessara mála eru, að og skráði vélarafl áfram 1200 fimmtudaginn 29. september 1983 stóð varðskip Skipaskaga að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa á svæði, þar sem skip- um „með aflvél 1000 bremsu- hestöfl eða stærri" var bönnuð veiði. Skipið var fært til hafnar á Akranesi. Sama dag var Haf- örninn tekinn að meintum ólög- legum veiðum og færður til hafnar í Keflavík á sömu for- sendum. Skipstjórar skipanna töldu sig vera að löglegum veið- um, þar sem vélarorka skipanna hafði verið færð niður, var undir þúsund hestöflum og hafði vél verið innsigluð. Siglingamála- stofnun viðurkenndi þetta ekki hestöfl og byggði á skráningu framleiðenda. í áliti dóms undirréttar á Akranesi segir m.a.: „1 4. grein laga nr. 53/1970 um skráningu skipa segir að Siglingamála- stofnun skuli halda aðalskipa- skrá. í 9. tölulið sömu greinar segir að skrá skuli gerð og stærð aðalvélar í aðalskipaskrá. Það verður að teljast eðlileg laga- túlkun, með hliðsjón af fram- angreindum lögum og laga- ákvæðum, að farið sé eftir þeim opinberu gögnum, sem sú stofn- un gefur út sem annast skal skráningu og annað eftirlit með skipum samkvæmt íslenzkum lögum. Það er það eina sem rétturinn getur byggt niðurstöðu sína á. Sú stofnun verður einnig innan ramma laga og reglugerða og hefur tvímælalaust heimild til að segja fyrir um hvernig allar breytingar á vélum eða skipum skuli framkvæmdar, leyfi greind stofnun yfir höfuð slíkar breyt- ingar. Tilgangur laga nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi ís- lands verður að teljast að út- hluta skipum veiðisvæðum eftir stærð skipa og vélarorku þeirra. Ef dómurinn samþykkti að mönnum væri heimilt að minnka raunverulega eða skráða orku aðalvéla í skipum, án samráðs eða samþykkis Siglingamála- stofnunar rikisins, eða án þess að viðhafðar væru þær aðferðir sem stofnunin mælir með, væri komið í algjört óefni. Þá væri tilgangi laga um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands stefnt i voða. Einhvers staðar verður að setja mörkin og sú stofnun, sem löggjafinn hefur sett til þess er Siglingamálastofnun ríkisins." Þá sagði, að ákærðu hefðu ekki reynt að hlutast til um það við Siglingamálastofnun að hún skráði aðalvél i aðaiskipaskrá með nýtanlegri hestaflaorku og mátti þó vera ljóst, að þetta gæti valdið erfiðleikum. Þá sagði í dómi undirréttar á Akranesi, að gera yrði þá kröfu til manna, sem teldu á hlut sinn gengið að þeir nýttu sér þau úr- ræði sem til staðar væru — það er leituðu til dómstóla, en létu ekki reka á reiðanum í rúmt ár og segðu, þegar svo þeir hefðu verið teknir, að alþjóðamælibréf sem Siglingastofnun skráði vél- arstærð eftir, væri „einskis nýtt plagg“. Hæstiréttur staðfesti dóma undirrétta, sem voru í megin- dráttum efnislega samhljóða með vísan til forsendna þeirra. Afli og veiðarfæri skipanna voru gerð upptæk. Skipstjórum var gert að greiða allan sakarkostn- að, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 15 þúsund krónur og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Benedikts Blöndal, hrl. krónur 15 þúsund. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Þór Vilhjálmsson, Björn Sveinbjörnsson, Guð- mundur Jónsson, Magnús Thor- oddsen og Magnús Þ. Torfason. Svo sem fyrr greinir klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni. Þór Vilhjálmsson og Magnús Thor- oddsen skiluðu séráliti. Þar segir meðal annars: „Með vottorði frá skipaskráningu Lloyds, dagsettu 12. maí 1982, teljum við sannað að nýtanleg afköst aðalvélar Hafarnarins GK-90 hafi vorið 1982 verið færð niður í 889 bremsuhestöfl hjá Mirrlees Blackstone (Stockport) Limited í Englandi. Með því fylgdist starfsmaður Siglingamálastofn- unar ríkisins. í alþjóðamælibréfi fyrir skip- ið, útgefið 4. maí 1982 af Sigl- ingamálastofnun ríkisins, er stærðar aðalvélar hvergi getið, en í sams konar bréfi sama að- ilja, útgefið 18. október 1982, er stærð aðalvélar skráð „1200 HÖ“. Mæling hafði þó ekki farið fram á aðalvélinni á vegum Sigl- ingamálastofnunar á þessu tímabili, enda hafði stofnunin ekki tækjakost til slíkra mæl- inga. Af hálfu ákæruvalds er því heldur ekki mótmælt, að nýtan- legt afl aðalvélar skipsins sé 889 bremsuhestöfl eftir fram- kvæmdar breytingar á vélinni. Það hvílir á ákæruvaldinu að sanna sekt ákærða, sbr. 108. grein laga nr. 74/1974 og allan vafa ber að túlka honum í hag. Við túlkun á 3. mgr. 3. grein laga nr. 81./1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands teljum við því að leggja beri til grund- vallar hið nýtanlega afl vélar- innar eins og það var i raun, en ekki eins og það er skráð af Sigl- ingamálastofnun ríkisins, enda í téðu lagaákvæði hvorki minnzt á það að miða skuli við skráningu stofnunarinnar á vélarafli, né á það, að miða skuli við ástimplað vélarafl... “ Á þessum forsend- um töldu þeir að sýkna bæri skipstjórana, og var álit minni- hluta efnislega samhljóða í máli skipstjórans á Skipaskaga. Þórð- ur Björnsson ríkissaksóknari sótti málið af hálfu ákæruvalds- ins. Ferðamátinn flug og bíll er ferðamáti athafnafólksins. Fólks, sem vill fara annað, ráða sér siálft, komast lengra, kynnast fleiru. Þú ert sjálf(ur) skipuleggjarinn, fararstjórinn, leiðsögumaðurinn og bílstjórinn. Stærsti kostur ferðaáætlunarinnar er að engu máli skiptirhvort hún stenst eða ekki! Flug og bíll er sérgrein Úrvals og þess vegna bjóðum við auðvitað hagstæðustu verðin. Verðin hér að neðan eru miðuð við 4 í bíl. Innifalið er bíll með ótakmörkuðum akstri í eina viku, ábyrgðartrygging og söluskattur). Nákvæmur verðlisti með upplýsingum um brottfarardaga, flokka bílaleigubíla, og verð í lengri ferðum liggur nam á skrifstofunni og hjá umboðsmönnum. Svo er bara um ' gera að velja sér skófatnað sem fer vel við bensíno Ert þú ekki samferða í sumar? Siminn er 26900. Kaupmannahöfn London Glasgow París Amsterdam Luxembourg Osló Stokkhólmur Frankfúrt Róm verðfrá kr. 11.414.- verð frá kr. 10.523.- verð frá kr. 9.323.- verðfrá kr. 11.886.- verð frá kr. 10.882.- verð frá kr. 9.240,- verðfrá kr. 8.600.- verð frá kr. 13.322.- verðfrá kr. 11.611,- verð frá kr. 16.310.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.