Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Eyjólfur Ástgeirs- son — Minning Fæddur 16. maí 1957 Dáinn 20. maí 1984 Undarleg er tilveran og erfið er spurningin sem vaknar þegar veg- ið er að vorum minnsta bróður, lífinu svipt á miðjum degi vona og óska. Þegar sólin kviknar í Mið- dagstó í Herjólfsdal er skammt undan að allur hamradalurinn sé baðaður birtu, ævintýrið uppljóm- að og yndislegt. Hann var yndis- legur drengur hann Eyvi. Hans verðld var ekki þrúguð af vanda- málum, hugsun hans var full af hlýju og einlægni. Hann gekk ekki hefðbundinn þroskaveg og var á sinn hátt stór drengur, en hann var sífellt að þroskast og oft kom hann á óvart, því hann vissi meira en margur hélt og allur hans skilningur var jákvæður. Eyjólfur Ástgeirsson var 27 ára gamall þegar kallið kom eftir um- ferðarslys við Kópavogslækinn. Hans bezta yndi var að hjóla, hann var alltaf hjólandi og þeir voru orðnir mörg þúsund kíló- metrarnir sem þessi ljúfi drengur hafði ferðazt um á hjólinu sínu, úti í Eyjum á heimaslóð, um alla Reykjavík, til Hafnarfjarðar, í Mosfellssveit, út á Seltjarnarnes, þvers og krus, og svo verður hið hörmulega slys þegar ungur mað- ur missir stjórn á bifreið sinni og lendir á Eyva þar sem hann var á reiðhjólinu sínu, í fullum rétti eins og venjulega. Ejrvi var traustur vinur og sér- stæð persóna, því hann gerði sér grein fyrir veikleika sínum og er það meira en margur maðurinn sem telur sig fullþroska. Hann var alltaf glaður og ávallt kurteis. Ef á hann var hallað í hversdagsferð- inni, af ærslafullu fólki, þá sneri Eyvi sig út úr því, einfaldlega með því að víkja á braut. Hann kunni engin viðbrögð við illu og kunni ekki að gera ljótt. Það þarf klók- indi til að gera ljótt og það var ekki hans fag. Með félögum sínum í Bjarkarási leið honum vel og þar hafði hann þjálfazt til þess að geta unnið ákveðin störf. Samt var svo margt sem bjó í þessum unga manni, margt sem hafði ekki feng- ið að springa út, en gaf sína tóna og sinn ilm i mannlífinu. Hann var lagviss og lék nokkuð á hljóð- færi og hann stóð sig með prýði þegar hann kom fram í Stundinni okkar í sjónvarpinu f vetur leið ásamt félögum sínum úr Bjarkar- ási. Hann naut þess að vera til og það fylgdi honum hamingja. Stundum bankaði hann upp ef það var ljós eftir miðnætti og þá gat hann setið í rólegheitum og rabb- að með hnitmiðuðum spurningum og svörum. Hann gaf í skyn þegar hann átti afmæli og minnti mann þannig á afmælisgjöfina, svo sak- laust og fallega, og stundum þegar maður reyndi að gleðja hann spurði hann: Gerir þú þetta af því að við erum vinir? Hann hafði alltaf eitthvað að segja manni i fréttum, hávaðalaust og einlægt, og mér fannst oft eins og hann hlakkaði alltaf til næsta dags. Þar hygg ég að hafi skipt mestu máli hið trausta samband hans við for- eldra sína, Friðmey og Ása í Bæ. Hann dáði þau og það var sterkur strengur á milli þeirra, elfur sem gaf honum grundvöll til vaxandi þroska. Auðvitað skynjaði maður ekki til fulls þá veröld sem hugsun hans*skóp, ekki frekar en hjá öðr- um mönnum, en fyrst og síðast var hann sjálfstæður sterkur per- sónuleiki. Nú er þessi góði vinur horfinn á braut og söknuður fer um hlöð þeirra sem áttu samleið með hon- um. Megi Guð og gæfan fylgja honum um móðuna miklu, megi einlægni hans og þroski ná fullum skrúða á æðri brautum, megi vin- ur okkar vakna við sól í Miðdagstó eilifðarinnar. Árni Johnsen Nýtt blað var brotið í starfsemi Styrktarfélags vangefinna i Reykjavík i byrjun 1971. Nýtt dagvistar- og starfsþjálfunar- heimili tók til starfa. öll bundum við miklar vonir við þessa nýju starfsemi. Markið settum við hátt a.m.k. á þeim tíma. Markmiðið var og er, að þjálfa vangefið fólk, unglinga og þá fullorðnu, sem ekki áttu þess kost fyrr á æviskeiði sínu, til starfa á vinnustað við þeirra hæfi eða til starfa úti í þjóðfélaginu. Auk þessa áttu þau að fá kennslu, bóklega og verklega. Þrettán eftirvæntingarfull ungmenni mættu fyrsta daginn, 18. nóvember 1971. Einn í þeim hópi var Eyjólfur. Flest höfðu þau átt samleið á dagvistarheimili í mislangan tima sem börn. Eyjólfur Ástgeirsson var fædd- ur í Vestmannaeyjum 16. maí 1957, sonur hjónanna Ástgeirs Ólafssonar, rithöfundar og laga- smiðs og konu hans Friðmeyjar Eyjólfsdóttur, hjúkrunarfræðings. Foreldrar Eyjólfs fluttu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur er hann var 11 ára gamall. Komið hafði í ljós að Eyjólfur átti ekki samleið með jafnöldrum sínum, og sérkennsla utan höfuðborgar- svæðisins var engin á þeim árum. * Við hið skyndilega fráfall Eyj- ólfs leita svo margar minningr á hugann. Eftir nær 13 ára sam- fylgd er lika margs að minnast. Ég minnist utanlandsferða okkar, en Eyjólfur var með í þeim öllum þrem. Sumarleyfisferða og sumar- dvala. Alltaf var hann ljúfur að aðstoða þá sem þess þurftu með. Ég minnist svo margs úr hinu daglega lífi okkar í Bjarkarási. Eyjólfur hafði yndi af tónlist og settist oft við pianóið i Bjarkarási og spilaði lög á sinn einfalda hátt. Hann var félagi í hinum nýstofn* aða kór okkar og mjög efnilegur og góður listamaður i leikstarf- seminni. Enn voru tímamót í lifi hans er hann nú á þessu ári hóf hálfs- dagsstarf í Ási, vernduðum vinnu- stað Styrktarfélagsins. Þar starfa nú flestir vinir hans og kunningj- ar er voru samtíða honum og nú var röðin komin að honum. Á þessu ári var reiknað með að hann útskrifaðist úr Bjarkarási, er Ás flytti i stærra og rúmbetra húsnæði. Útivist var Eyjólfi mikilvæg. Hann gekk mikið og eins var hjól- ið hans honum góður förunautur. Þrátt fyrir að Eyjólfur væri fé- lagslyndur, fór hann oft einförum. Það var einmitt í einni slíkri ferð er hann var á hjólinu sinu sem slysið varð. Við vorum í fyrstu svo örugg um að hitta hann aftur og ræddum um þá fötlun sem honum yrði að öllum likindum þungbær, að þurfa að nota gervifót. Gönguferðir og hjólreiðar yrðu úr sögunni, en við vorum öll meira en reiðubúin til þess að styrkja hann og styðja. Mennirnir álykta en Guð ræður. Hve oft sannast ekki þessi orð. Stuttri sjúkdómslegu og þján- ingu er lokið. Ég er þess fullviss að hann Eyjólfur er nú þar sem hvorki andleg né líkamleg fötlun hrjáir. Vist- og starfsfólkið í Bjarkar- ási og Ási svo og kennarar við þjálfunarskólann senda foreldrum og systkinum Eyjólfs innilegar samúðarkveðjur. Söknuður okkar er mikill. Bless- uð sé minningin um elskulegan, góðan dreng og við felum hann góðum Guði á vald. Gréta Aðalsteinn Ásgeirs- son læknir — Minning Fæddur 6. ágúst 1949 Dáinn 19. maí 1984 Á morgun fer fram útför Aðal- steins Ásgeirssonar, heilsugæslu- læknis á Þórshöfn. Hann lést fyrir aldur fram, aðeins 34 ára gamall. Enda þótt leiðir okkar hafi legið saman og kynni hafist fyrir um 15 árum síðan, þá fór svo, að oft var langt okkar á milli, fyrst í sitt hvoru landinu og síðar á sitt hvoru landshorninu. Þrátt fyrir það hitt- umst við oft, einkum í hópi fjöl- skyldunnar og með okkur tókst góð vinátta. Aðalsteinn var góður námsmað- ur og að prófi f læknisfræði loknu hóf hann strax lækningastörf. Hugur hans stóð alltaf til starfa í héraði og því fór svo að mestur hluti starfsferils hans, sem nú hefur fengið svo snöggan endi, var á Þórshöfn. Auk Þórshafnarhér- aðs, sem er einslæknis hérað, þjónaði hann einnig Raufarhafn- arhéraði og sú ábyrgð er þessu fylgdi hlýtur oft að hafa verið mikið álag á jafn nákvæman og samviskusaman mann og Aðal- steinn var. Aðalsteinn var ákaflega kurteis, ljúfur og elskulegur maður, en gat þó verið ákveðinn ef hann taldi ástæðu til. Ríkur þáttur í skap- gerð hans var greiðvikni og hjálp- semi og samband hans við tengda- foreldra sína bar því fagurt vitni. Hann var mörgum góðum kostum gæddur, en lítið fyrir að flíka þeim. Einn þeirra hæfileika er hann fór alltof dult með var góð tónlistargáfa. Reyndar hefur Að- alsteinn ugglaust komið mörgum fyrir sjónir sem hlédrægur og ómannblendinn og eins og oft er um marga slíka menn var það fyrst og fremst í hópi fjölskyldu og náinna vina að hann opnaði hug sinn og gaf eðlislægri gam- ansemi sinni lausari taum. Við minnumst margra slíkra ánægju- legra samverustunda á liðnum ár- um. Nú hefur leiðir aftur skilið og fátt hægt að gera nema taka þvi. Við vottum Mörtu Hildi, dætrum þeirra, foreldrum og öðrum að- standendum innilegustu sambúð. Minningin um góðan dreng gleymist ekki. Margrét og Sigurður Richter. „Dáinn, horfinn, harmafregn, hvílrkt orð mig dynur yfir. En, ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ (Jónas Hallgrfmsson) Við drúpum höfði, og þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera samferða Aðalsteini Ás- geirssyni héraðslækni smá spöl á æviferli hans. Kynni okkar urðu ekki löng, en nógu löng til að varpa birtu á veginn framundan. Allar ógleymanlegu samveru- stundirnar á Þórshöfn þökkum við af alhug. Hvort heldur um var að ræða á heimilum okkar, eða bjart- ar vor- og sumarnætur úti í nátt- úrunni. Alltaf var glens og gaman og lifað fyrir líðandi stund. Við ræddum sjaldan eða aldrei um fortiðina, í okkar augum var for- tíðin liðin tíð, en við spáðum oft 1 framtíðina, sem við álitum bjarta og spennandi. Og einmitt nú þegar allt er að vakna til lífsins, syrtir að, einn strengur i lífsins hörpu er brost- inn. Elsku Marta, Auður og Þórdís, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, og munið að minninguna um góðan eiginmann og föður getur enginn frá ykkur tekið, hún vermir um ókomin ár. Blessuð sé minning Aðalsteins Ásgeirssonar. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Valdimar Briem). Jóna og Gunnar. ÁBERANDI GIÆSHEGAR SUMARSKYRTUR HERRA Prjónað efni, bómull og polyester. Clæsilegt snið, margir litír. »-Ariow*“ herraskyrtur fást í góðum verslunum í öllum landsfjórðungum. í Reykjavík: Ragnar, herrafataverslun, Barónsstíg 27. Arrow^ Bjami Þ. Halldórsson & Co. sf. JMk Sími 29877 Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur vistast Eyjólfur á dagheimilið Lyngás er Styrktarfé- lag vangefinna hafði rekið frá ár- inu 1961. Þar fékk drengurinn kennslu og leiðsögn við sitt hæfi, enda fram- farir með ágætum. Athafnasvið fyrir svo likamlega þrekmikinn dreng var takmarkað í Lyngási á þeim árum og þess vegna varð hann einn af okkur fyrstu og yngstu nemendum í Bjarkarási, aöeins 13 ára gamall, og því fjór- um árum yngri en aldursmark er í dag. Þetta voru timamót hjá báðum aðilum. Ég var að hefja starf á nýjum stað og þau voru að takast á við ný og framandi viðfangsefni. Eyjólfur var á erfiðu vaxtar- og breytingarskeiði og hann saknaði „Eyjanna" mikið. Þar átti hann sina vini og kunningja frá barn- æsku. Börnum og unglingum reyn- ist oft erfitt að skipta um dval- arstað, en vangefnum er það mun erfiðara. Þau geta sjaldan verið með í leikjum á sama hátt og hin börnin né tekist á við spennandi viðfangsefni og þar af leiðandi verða þau afskipt og eignast síður vini. í Bjarkarási eignaðist Eyjólfur einlæga vini og kunningja, bæði meðal starfs- og vistfólksins. Hann var jákvæður í námi og starfi og hvers manns hugljúfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.