Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 t Útför sonar okkar og bróöur, EYJÓLFS ÁSTGEIRSSONAR, sem andaöist af slysförum 20. maí sl. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. maf kl. 3.00 síödegis. Friömey Eyjólfsdóttir, Ástgeir Ólafsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Ólafur Ástgeírsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, PÉTUR GUÐMUNDSSON, skipstjóri, Granaskjóli 12, Rsykjavik, veröur jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 29. maí nk. kl. 13.30. Kristjana M. Siguröardóttir, Guömundur Pétursson, Sigrföur Egilsdóttir, Ingibjörg Pótursdóttir, Einar G. Jónsson, Sigurður Pétursson, Hansfna H. Jóhannesdóttir, og barnabörn. Kristín Ingibjörg Egfells — Minning Fædd 7. febrúar 1925 Dáin 5. maí 1984 Kristín Ingibjörg Eyfells fædd- ist í Reykjavík 7.2.1925. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyfells list- málari og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Eyjólfur var ættað- ur undan Eyjafjöllum, sonur Jóns Sigurðssonar bónda í Seljalands- seli og Guðríðar Eyjólfsdóttur. Hann ólst upp f Súluholti í Flóa og hélt tryggð við Flóann meðan hann lifði. Hin síðari ár fór hann þangað árlega með vinum sínum og hélt upp á „upprisudag“ sinn en það var 2. april, dagurinn, sem hann bjargaðist naumlega úr skiptapa við Loftsstaðasand, en þaðan stundaði hann sjóróðra á yngri árum. Hann lést í hárri elli árið 1979. Ingibjörg, móðir Krist- ínar, var dóttir séra Einars Páls- sonar frá Brú á Jökuldal prests á Hálsi í Gaulverjabæ og síðast í Reykholti og konu hans Jóhönnu K.K. Eggertsdóttur Briem, sýslu- manns á Reynistað. Heimili Eyjólfs og Ingibjargar á Skólavörðustíg 4B var jafnan fjöl- mennt. Ingibjörg rak hannyrða- verslunina Baldursbrá ásamt Kristínu Jónsdóttur í sama húsi. Þar voru ávallt stúlkur við störf og nám og fengu oftast fæði með heimilisfólkinu. Ennfremur komu margir til lengri og skemmri dval- ar í þetta hús utan af landi, frændfólk og vandalausir, að ótöldum þeim bæjarbúum, sem oft litu þar inn og voru jafnvel dag- legir gestir eins og undirritaður. Þá voru foreldrar Ingibjargar þar í nokkur ár eftir að séra Einar hætti prestskap og Kristín Jóns- dóttir var þar í heimili alla starfstíð þeirra Ingibjargar í Baldursbrá. Börn Eyjólfs og Ingibjargar voru fjögur: Einar verkfræðingur; Jóhann Kristján arkitekt og lista- t Systir okkar og mágkona, UNNUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Akralandi 3, andaöist 15. maí sl. Jaröarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Helga Þorsteinsdóttir, Árni Björnsson, Gunnar Th. Þorsteinsson, Sigríöur Haraldsdóttir, Ingimundur Þorsteinsson, Laufey Stefánsdóttir. t Eiginmaöur minn, ÓLAFURJÓHANNESSON, sem lóst 20 þ.m. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þríöjudaginn 29. maí kl. 13.30. Þeim sem hafa hugsaö sér aö minnast hans meö blómagjöfum er vinsamlega bent á aö láta fremur Thorvaldsensfélagfö eöa önnur líknarfélög njóta þess. Dóra Guóbjartsdóttir. t Útför ADALSTEINS ÁSGEIRSSONAR, heilsugaaslulssknis, Þórshöfn, veróur gerö frá Fossvogskirkju mánudaglnn 28. mai kl. 10.30. Marta Hildur Richter, Auöur Aöalateinsdóttir, Þórdís Aóalsteinsdóttir, Auöur Aöalsteinsdóttir, Margrét Richter, Ásgeir Valdemarsson, Ulrich Richter, og fjölskylda. og fjölakylda. t Minningarathöfn um manninn minn, fööur okkar, tengdafööur og afa. EIRÍK GÍSLASON, Snekkjuvegi 12, sem lóst af slysförum 13. maí fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 29. maí kl. 16.30. María Haraldsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö vlö andlát og útför EIRÍKS M. ÞORSTEINSSONAR, húsasmiöameistara, Kérsnesbraut 28, Kópavogi. Þorsteinn Eíríksson, Leifur Eiríksson, Heióa Eirfksdóttir, Sigmundur Eirfksson, Bára M. Eiríkadóttir, barnabörn Una Siguröardóttir, Pétur Olafsson, Margrét Siguröardóttir, Daöi E. Jónsson, barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURGEIRS GUDMUNDSSONAR, fyrrverandi skólaatjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans, stofnana og félaga sem heiöruöu minningu hans. Kristín Magnúsdóttir, Béröur Sigurgeirsson, Auöur Sigurgeirsdóttir, Helgi Elieserson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför konunnar minnar, ODDRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Vallarbraut 8. Jónas Grétar Þorvaldsson og börn. t Þökkum auösýnda samúö viö fráfall NÍELSAR CARLSSONAR. Kristjana Árnadóttir, Arndís Níelsdóttir, Ásgeir Guölaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakklr sendum vlö öllum þeim mörgu er vottaö hafa okkur samúö og hlýhug vlö andlát og Jaröarför eiginkonu minnar, dóttur okkar, móöur, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍDAR K. HALLDÓRSDÓTTUR, Laufbrekku 25, Kópavogi. Þorvaröur Guöjónsson, Rannveig Benediktsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Ásgeir Þorvaröarson, Sólveig Hrafnsdóttir, Sveínfríöur Þorvaröardóttir, Herluf Melsen, Rannveig Svanhvft Þorvaröardóttir, barnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn- ingargreinar vérða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. maður, prófessor í fögrum listum við University of Central Florida í Orlando; Kristín Ingibjörg, sem hér er minnst, og Elín Rannveig. Kristín ólst upp við hannyrðir og var snemma bráðger og vandvirk. Hún fór í Húsmæðraskóla Reykja- víkur að loknu prófi frá Verslun- arskóla fslands. Síðar lauk hún prófi frá hannyrðadeild Kennara- skólans. Hún hlaut mikið lof og viðurkenningu fyrir hannyrðir. Að loknu námi lagði Kristín fyrir sig kennslu um langt árabil og kenndi þá hannyrðir og vélrit- un í gagnfræðaskólum. Hún varð þó að hætta kennslu fyrr en ella af heilsufarsástæðum. Hún giftist Hjálmari ólafssyni kennara árið 1955 og eignuðust þau eina dóttur, Dóru, sem er við framhaldsnám í verkfræði í Þýskalandi. Hjálmar og Kristín skildu. Dóra bjó hjá móður sinni þar til hún fór utan til náms. Var mjög kært með þeim mæðgum og sýndi Dóra móður sinni mikla um- hyggju í veikindum hennar, sem ágerðust á síðustu árum. Ingibjörg og Kristín Jónsdóttir ráku verslunina Baldursbrá á meðan þeim entist þrek og heilsa og lengur þó. Kristín Eyfells tók við verslun- inni af þeim stöllum og starfrækti hana til dauðadags. Kaupmennska átti frekar illa við hana. Hún dró úr umsvifum verslunarinnar og lagði sig einkum eftir því að hafa á boðstólum vandaðar efnisvörur til þjóðbúningagerðar og að leið- beina konum, sem ætluðu að sauma sér slika búninga. Kristín var kona vönduð og samviskusöm og kastaði ekki höndum til neins, sem hún gerði. Hún var hjálpfús og lagði sig fram um að leysa vanda þeirra, er til hennar leituðu. Kristín var með afbrigðum trygg og vinföst eins og hún átti kyn til. Ég vil votta Dóru og systkinum Kristínar samúð mína. Haraldur Árnason Kristín Eyfells, kær vinkona okkar og skólasystir frá æskuár- unum, er látin. I liðlega 40 ár höf- um við haldið hópinn, gamlar skólasystur úr Verslunarskóla ís- lands, og hist í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Með hverju árinu hafa vináttuböndin og systraþelið eflst, og má fullyrða, að aldrei hafa þau bönd verið traustari en nú, þó svo langt sé orðið síðan við sátum á skólabekk. Árgangurinn okkar VÍ ’42, hefur alltaf verið sérstaklega samheldin heild, en kannske höfum við bekkjarsysturnar í „klúbbnum" okkar tengst sterkustum bðndum. Það er því með söknuði og trega, sem við kveðjum Kristínu vinkonu okkar, sem aldrei lét sitt eftir liggja til að halda saman hópnum okkar. Hún var skemmtileg og hnyttin í svörum, enda góðum gáf- um gædd og vel menntuð, bæði til munns og handa. Prófi úr Versl- unarskóla íslands lauk hún vorið 1942, síðar settist hún í Kennara- skóla íslands, handavinnudeild, og lauk þaðan prófi með hæstu eink- unn og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Einnig var hún við nám f Bandaríkjunum um skeið. Að námi loknu í Verslunarskól- anum vann Kristín við skrifstofu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.