Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984 Hópurimi saman kominn i svióinu. Varla hugsað um margt annað Leikfélag Selfoss leikur á ensku fyrir Ira á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Dundalk Gróskan i leiklist áhugamanna úti á landsbyggðinni er víst kunnari en frá þurfi að segja og segja fróð- ir menn þennan mikla leiklistar- áhuga um allar sveitir á landinu nær einsdæmi meðal þjóða. Oft leggur fólk á sig ómælda vinnu og. erfiði til þess að sinna þessu vin- sæla áhugamáli og eitthvað hlýtur það að vera, sem gerir það að verkum að menn vaða jafnvel straumhörð stórfljót og bjóða fár- viðrum byrginn frekar en að sleppa úr æfingu hjá leikfélaginu. Hvað þetta „eitthvað" er skal ósagt látið, en það var greinilega til staðar á æfingu á leikriti Jón- asar Árnasonar, Þið munið hann Jörund, í Selfossbiói þegar blm. leit þar við á dögunum. Reyndar heitir leikritið „Jokers and Kings" hjá þeim Selfyssingum og er leikið á ensku, en það síðartalda mun harla fátítt hér á landi. Ástæðan er sú, að Leikfélaginu hefur verið boðið að sýna á alþjóðlegri leik- listarhátíð áhugamanna i Dun- dalk á írlandi og þegar þessar lin-1 ur birtast verður hópur Selfyss- inga og nærsveitarmanna vænt- anlega við það að stiga á fjalirnar handan við hafið og segja frænd- um okkar írum söguna af Jörundi, eða „The Dog Day King“ eins og hann er kallaður i þýðingunni, i tali og tónum. „Þýðing upp á þrjú blöð“ „Talan sjö kemur mikið við sögu á þessari hátíð,“ segir leikstjórinn Viðar Eggertsson i spjalli að lok- inni æfingu og brosir dularfullu brosi. „Þátttakendur verða sjö leikfélög, frá jafn mörgum lönd- um, sýnt verður sjö kvöld i röð í húsi, sem rúmar sjöhundruð áhorfendur. Við erum svo heppin að vera fyrst í röðinni þannig að eftir fyrsta kvöldið getum við slakað á og notið þess að fylgjast með því sem hinir hafa upp á að bjóða. En hin löndin sem eiga full- trúa á hátíðinni eru Bandaríkin, Mexíkó, ísrael, England, Norður- írland og írska lýðveldið," segir Viðar, sem er reyndar enginn ný- græðingur á leiklistarhátíðum. Hann sló eftirminniiega í gegn með eins manns sýningu sinni á leiklistarhátíðinni í Edinborg í fyrra. Þar má segja að Viðar hafi verið í öllum hlutverkum sem tengst geta einni leiksýningu, en nú lætur hann sér nægja að vera leikstjóri og er þetta sjötta sýn- ingin sem hann leikstýrir um dag- ana. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að setja þessa sýn- ingu upp og mikil vinna, sem nú er að skila sér, i hana lögð,“ segir hann og fer síðan, ásamt öðrum viðstöddum, að segja frá erfiðleik- unum við það að hafa uppi á þýð- ingunni á leikritinu. En hún er gerð af Molly Kennedy og fannst eftir langa leit á skrifstofu í Lond- on. Þegar hún svo var send til Is- lands voru það ekki nema þrjú blöð , sem komust á áfangastað. En allt fó vel að lokum og Leikfé- lag Selfoss fékk þýðinguna sína. „Það vildi svo til að við vorum að sýna Þið munið hann Jörund á Selfossi í haust þegar við fengum boðið um að taka þátt í þessari hátið í Dundalk svo það lá beint við að fara með það leikrit út,“ segir Katrín Karlsdóttir, en hún er formaður Leikfélagsins og leik- ur auk þess stúlkuna Dala-Völu í sýningunni. „Það fara rúmlega tuttugu manns til írlands á vegum 'Leikfélagsins en félagar eru alls um 170 talsins og þetta er mjög virkur félagsskapur. Það er skil- yrði fyrir þátttöku á hátíðinni að leikið sé á ensku og það hefur gengið alveg ótrúlega vel, sér- staklega þegar haft er í huga, að sumir kunnu lítið sem ekkert í málinu áður en æfingar hófust. En þeir Sigurgeir Hilmar Jónsson, sem leikur Jörund, og Rúnar Lund, sem leikur Studiosus, hafa séð um að æfa framburðinn. Við erum búin að æfa stíft frá áramót- um og standa í ýmsu til þess að fjármagna ferðina. Við vorum með útimarkað á dögunum, seljum út skemmtiatriði og erum að gefa út blað svo eitthvað sé talið. Þetta er mjög samstilltur og jákvæður hópur,“ segir Kristín „og mér finnst alveg yndislega gaman að standa í þessu." Fólk kemur á æfingar úr vinnu, oft lúið, en það er eins og það af- þreytist þegar á líður og ég er af- skaplega þakklát fyrir það mikla og óeigingjarna starf, sem allir hér hafa lagt á sig til þess að gera þessa ferð að veruleika. Það er líka mikill áhugi í bænum á starf- semi Leikfélagsins en þó mættu bæjarbúar nú gjarnan mæta enn- þá betur á sýningar. Það er held ég engin sérstök gerð af fólki sem er í Leikfélaginu, heldur allar Texti:H.H.S. Ljósm. K.Ö.E. gerðir og það er mikil fjölbreytni í starfsstéttum hjá okkur. Þetta er skólafólk, tannlæknar, pípulagn- ingarmenn, verslunarfólk og svona mætti lengi telja,“ segir Kristín, sem sjálf er aðstoðarmað- ur tannlæknis þegar hún er ekki Dala-Vala. t „Tuttugasta hlutverkið“ Sjálfan Jörund leikur Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, sem í dag- legu lffi er skólastjóri i Þingborg, litlum barnaskóla skammt frá Selfossi. Til skamms tima var lika æft f litla félagsheimilinu á Þing- borg og gólfið notað sem svið. Segja má að vanur maður sé á ferð þar sem Sigurgeir er, því að félög- um hans i leikfélaginu telst svo til að Jörundur sé tuttugasta stóra hlutverkið sem hann leikur með áhugamannaleikfélagi. Sigurgeir játar því, en er þó allur mun hæverskari en Jörundur á sviðinu áður. Hann lætur vel af Jörundi en bætir við: „Það er samt nokkuð erfitt að ná fram ákveðnum sveifl- um i hlutverkinu, túlka hann barnalegan og saklausan i upphafi Leikstjórinn, Viðar Eggertsson, greinilega alsæll með æfinguna. en láta hann svo breytast jafn mikið og hann á að gera þegar lið- ur á leikritið. Maður reynir að komast til þess að gera eitthvað annað,“ segir Sig- urgeir þegar hann er spurður hvort nokkuð komist að hjá fólki annað en leikurinn þessa dagana. „En ég er hræddur um að fólk hugsi þó varla um margt annað, a.m.k. ekki þegar svona mikið stendur til. En þetta gengur von- andi allt upp og við gerum okkur vonir um að það beri sig lika fjár- hagslega. Svo hefur höfundurinn, Jónas Árnason, verið okkur stoð og stytta. Hann kom hingað og var með okkur i viku og það var mikil hvatning," segir Sigurgeir. Katrín Karlsdóttir, formaður Leikfé- lagsins, leikur stúlkuna Dala-Völu. „Austur að »fa á hverju kvöldi“ „Þetta er kannski svolftið svipað og að vera að flytja kol til Irlands, en af þeim hafa þeir vist nóg sjálf- ir,“ segir leikstjórinn þegar þeirri spurningu er beint til hópsins hvort þau séu ekkert feimin við að flytja Irum tóna, sem byggðir eru á þeirra eigin ballöðum. „En ég vona bara að þeir hafi jafn gaman af að heyra okkur syngja lögin sín og við af því að heyra Kínverja syngja Sprengisand svo dæmi sé tekið. Svo er nú málstað Ira haldið á loft i verkinu, ein persónan i þvf er irsk og ýmsar hliðstæður að finna i sögu samskipta smáþjóð- anna Ira og Islendinga við gömlu Hljómsveitin gegnir mikihvægu hlutverki í leiknum. En hann fer fram á ensku kránni „Jokers and Kings“ og þangað mun hið enska heiti verksins vera sótt. F.v. Gunnar Árnason, (Paddy), Helgi E. Kristjánsson, (Johnny), Gfsli Helgason, (Tommy) og Sigþrúður Harðardóttir, (Mary).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.