Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1984
Listahátíð í Reykjavík
„Að selja myndir er eins
og að selja börnin sínu
— segir Kristín Eyfells, sem sýnir andlitsmyndir á Kjarvalsstödum
Morgunblaðið/KOE
Hjónin Kristín og Jóhann Eyfells vinna að uppsetningu einnar myndar
Kristínar á Kjarvalsstöðum.
„SEGÐU það bara ef þér finnst
myndirnar mínar Ijótar. Það gerir
ekkert til," sagði listakonan Kristín
Halldórsdóttir Eyfells er blm. hitti
hana að máli í vikunni á Kjarvals-
stöðum. Hún var þá ásamt manni
sínum að vinna við að koma mynd-
um sínum fyrir á veggjum sýningar-
salarins.
Úr því Kristín sagði þetta í upp-
hafi samtals okkar gat ég ekki á
mér setið að spyrja hana hvort
það væri algengt að fólk segði
myndir hennar vera ljótar.
„Já, það gerist stundum, en mér
er alveg sama. Eitthvert það
mesta hrós sem ég hefi fengið, ég
lít í það minnsta þannig á málið,“
sagði Kristín, „var þegar banka-
stjóri viðskiptabanka míns í
Orlando í Flórída, sem hafði
nokkrar mynda minna til sýnis á
veggjum bankans, sagðist hafa
orðið fyrir því, að vellauðug kona
hefði komið inn á skrifstofu til
hans og heimtað að hann tæki
myndirnar niður hið snarasta.
Ella tæki hún allar innistæður úr
bankanum. Myndirnar fengu
reyndar að hanga uppi áfram og
konan hætti ekki við viðskiptin.
En hvernig bankastjórinn fór að
því að miðla málum veit ég ekki.“
Myndirnar sem Kristín vísar til
hér að framan eru geysistórar
andlitsmyndir. Sumar þeirra eru
af kunnuglegum andlitum, aðrar
ekki. „Ég vil ekki kalla þessar
myndir portrett. Þetta eru andlit.
Fyrir mér eru þetta bara málverk.
Annars vil ég helst ekki mála
nema fólk, sem ég þekki að ein-
hverju leyti. Maður verður að
þekkja persónuna til þess að geta
málað með tilfinningu."
Kristín segist hafa reynt svo
gott sem allt í myndlistinni. „Ég
er þó fyrst og fremst skúlptúristi,"
segir hún. „Vatnslitir hafa þó allt-
af verið nokkuð, sem ég hef ekki
lagt mig niður við. Mér finnst ég
ekki hafa neitt vald yfir þeim.“
Andlit
Andlit eru uppáhaldsviðfangs-
efni Kristínar í málverkinu, en
myndirnar verða ekki til alveg
átakalaust. „Ég get ekki tekið mig
til og málað hvenær sem er. Ég
verð að vera fullkomlega í réttu
jafnvægi. Fyrir mér verður þetta
að vera alveg „spontant". En ég er
lengi að vinna og vinn stórt.“
Kristín hefur búið í Flórída
ásamt manni sínum, Jóhanni Ey-
fells, í meira en 20 ár. Ekkert á
heimleið? „Við erum ekki alveg
búin að loka fyrir þann möguleika
en það verður þó varla fyrr en eft-
ir 5—10 ár,“ segir hún. „Þó það sé
gott að búa þarna niðurfrá getur
maður ekki annað en dáðst að
þeim mikla myndlistaráhuga, sem
er hér á landi. Almenningur í
Flórída sýnir þessu ekki nándar
nærri eins mikinn áhuga. Við
búum skammt frá Disneyworld og
Epcot-miðstöðinni og þangað fer
allt fólkið. Fyrir mér skiptir ekki
nokkru máli hvort fólk, sem sækir
„Vió hjónin vorum búin aó leggja
drög aö sýningu hér heima fyrir ein-
um 5 eóa 6 árum en einhverra hluta
vegna varó ekkert úr því. Ég held aö
einhver styrr hafi staöið um stjórn
Kjarvalsstaóa á þeim árum og þetta
fórst allt saman fyrir," sagði Jóhann
Eyfells þegar blm. ræddi viö hann í
vikunni og spurói hann hvers vegna
verk hans hefðu sést svo sjaldan hér
heima. Sextán ár eru nú liðin frá
síðustu einkasýningu Jóhanns á ís-
landi.
Jóhann er fæddur Reykvíkingur
árið 1923. Hann stundaði nám í
arkitektúr, byggingar- og mynd-
list við Kaliforníuháskóla á árun-
um 1946 til 1950. Þá stundaði hann
nám í keramik við Lista- og hand-
íðaskóla Kaliforníu í Oakland
1949. Fimm árum síðar útskrifað-
ist hann B. Arch. frá Flórídahá-
skóla og tók MFA-gráðu í skúlptúr
frá sama skóla 1964. Hann varð
prófessor í myndlist við Flórída-
háskóla í Orlando, þar sem hann
býr nú ásamt Kristínu, konu sinni,
sýningar, hafi eitthvað vit á
myndlist. Það er þessi áhugi sem
heillar mig svo mikið."
Ég spurði Kristínu að því í lokin
hvernig henni fyndist að sýna á
Listahátíð nú í ár. „Ég hef ákaf-
lega gaman af því og finnst mikið
til um þetta framtak. Það er líka
svo gaman að sjá hvað hinir eru að
gera. Sumir hafa tekið stórstígum
framförum, aðrir ekki. Fyrir 20
árum fannst mér ég sjá geysileg
efni í mörgum listamanna okkar.
Sumir þessara hafa alveg staðnað
með árunum. Hvað mig varðar
kom ég ekki hingað til þess að
selja þessar myndir. Ég sel sjald-
an myndir. Fyrir mér er að selja
myndir eins og að selja börnin
og hefur kennt við skólann æ síð-
an samfara listsköpun sinni.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum,
sem opnar í dag, er Jóhann með 18
verk, sem hann hefur öll unnið á
undanförnum árum. Sagðist hann
m.a. hafa vaiið þau með tilliti til
þess hvernig þau hentuðu best
fyrir flutningana og svo sjálfan
sýningarsalinn.
Þótt Jóhann hafi ekki sýnt hér
heima í langan tíma hefur hann
verið á ferð um Evrópu af og til.
„Ég sýndi t.d. í Munchen 1972, not-
aði þá bíla- og traktorsslöngur og
bjó til skúlptúr á staðnum. Eg hef
haldið mikið við slöngurnar síðan
og m.a. sýnt í Malmö og í Middle-
heim í Antwerpen á undanförnum
árum. Mér finnst gaman að vinna
með slöngurnar og held að það,
sem ég er að vinna með þær, sé í
samræmi við það sem nú er að
gerast í skúlptúrheiminum," sagði
Jóhann.
Hann sagðist vinna öll sín
skúlptúrverk utanhúss við heimili
þeirra hjóna í Orlando. „Hitastig-
ið skiptir miklu máli við vinnu
mína. Ég vinn mikið með málma,
sem storkna á skammri stundu. 1
rauninni er þetta allt saman náið
samspil á milli hitastigs, veðurs
og verksins, sem verið er að vinna.
Ég er hræddur um að ég gæti ekki
gert siíkt hérna heima," sagði
hann er ég spurði hvort kæmi til
greina að koma heim á næstu ár-
um.
Kannski ekki að undra þótt þau
hjón vilji ekki flýta sér heim til
fslands því þau eru rétt að ljúka
við byggingu 600 m2 húss í
Orlando, þar sem bæði munu hafa
stórar vinnustofur.
Skúlptúr en ekki höggmynd
Jóhann kýs að kalla verk sín
skúlptúr að erlendri fyrirmynd.
„Á íslensku heitir þessi mynd
höggmyndalist. Orðið höggmynd
er hins vegar ákaflega mótandi
orð og varla er hægt að nota það
nema um þetta ákveðna afbrigði
skúlptúrlistar. Skúlptúr er aftur á
móti miklu víðfeðmara orð.
Ef ég ekki kenndi árið um kring
með þessu væri þetta ekki mögu-
legt,“ sagði Jóhann er ég spurði
hann hvernig gengi að lifa af list-
inni vestanhafs. „En ég þekki
heldur engan, sem er betri lista-
maður fyrir það eitt að geta selt
verk sín,“ bætti hann við. „Annars
er áhugi á myndlist miklu al-
mennari hér heima en t.d. þar sem
við búum. Þar hefur hins vegar
nýlega orðið sú breyting á, að 1%
hyggingarkostnaðar nýrra húsa
skal renna til kaupa á listaverki
eða verkum, sem síðan eru sett
upp í viðkomandi húsi í samráði
við arkitekt hússins."
Ég lagði þá spurningu fyrir Jó-
hann hvaða eiginleikum góður
skúlptúristi þyrfti að búa yfir. „Ég
tel listamann fyrst og fremst
þurfa að búa yfir miklu innsæi.
Menn geta verið hámenntaðir í
list sinni og verið fróðir um allar
hugsanlegar aðferðir en það er
innsæið sem gildir."
— SSv.
sín.“— SSv.
„Það er innsæ-
ið sem gildir“
— segir Jóhann Eyfells, sem sýnir 18
skúlptúrverk á Kjarvalsstöðum
Sýning Linnovaara
í Norræna húsinu
SÝNING á verkum finnska listmál-
arans Juhani Linnovaara, hefst í dag
í Norræna húsinu kl. 15. Sendiherra
Finnlands á fslandi, Martin ísaks-
son, flytur ávarp við opnun sýningar-
innar, sem verður opin á meðan
Listahátíð stendur.
Linnovaara er í fremstu röð
finnskra málara og hlaut m.a. við-
urkenningar á alþjóðlegu bíennöl-
unum í París og Feneyjum á árun-
um 1969 og 1970. Linnovaara á að
baki langan iistamannaferil.
Stendur nú á fimmtugu, en hefur
verið i listinni í þrjá áratugi.
Ekki verður farið nánar út í
kynningu á Linnovaara hér en vís-
að til greinar um hann í Lesbók
Morgunblaðsins í dag. Þess má þó
geta í lokin, að á síðari árum hefur
Linnovaara snúið sér að gullsmíði
auk málverksins. Verða skartgrip-
ir, sem hann hefur hannað fyrir
Lapponia, sýndir í skartgripa-
verslun Kjartans Ásmundssonar.
Dagskrá Lista-
hátíðar f dag
14.00 LISTASAFN ÍSLANDS:
Opnun á sýningu Karel Appel.
Opnun á sýningu Langbróka í
Bogasal.
15.00 NORRÆNA HÚSIÐ:
Opnun á syningum Juhani Linno-
vaara
í sýningarsal og Margrétar
Reykdal í anddyri.
16.00 KJARVALSSTAÐIR:
Opnun á sýningu 10 íslenskra
myndlistarmanna búsettra er-
lendis. Morselátbragðshópurinn
skemmtir.
16.30 LÆKJARTORG:
Whoopee-hljómsveit Bob Kerrs
lætur i sér heyra.
17.00 NORRÆNA HÚSIÐ:
Franski jass-píanósnillingurinn
Martial Solal leikur.
17.00 NÝLISTASAFNIÐ:
Opnun á sýningu Jóns Gunnars
Árnasonar og Magnúsar Pálsson-
ar.
20.00 GAMLA BfÓ:
„Nár man har kánslor" eftir
Mariu Jotuni. Gestaleikur frá
Borgarleikhúsinu ( Stokkhólmi.
Leikendur: Birgitta tllfsson og
Stina Ekbland.
Sýning Steinunnar Bjarnadóttur:
Stærsta verfeið
aðeins í
STEINUNN Bjarnadóttir er einn
þeirra 10 listamanna, sem sýna á
Kjarvalsstöðum næstu vikur. Eins
og skýrt hefur verið frá hefst sýn-
ingin í dag. Athygli skal vakin á því,
að umfangsmesta verk Steinunnar,
sem sérhæfir sig í myndbandalist,
verður aðeins sýnt í dag, á morgun
og á mánudag.
3 daga
Um er að ræða verk, sem hún
nefnir „The West“ og er það gert
fyrir 10 sjónvarpsskerma. Þetta
verk Steinunnar hefur þegar ver-
ið sýnt á fjórum stöðum innan
Bandaríkjanna en auk þess í
Pompidou-safninu í París. Önnur
verk Steinunnar verða svo sýnd
alla daga Listahátíðar.