Morgunblaðið - 02.06.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.06.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 13 Verk Karel^Appel í Listasafni íslands SÝNING á verkum hins heimskunna hollcnska málara Karel Appel verður opnuð í Listasafni íslands kl. 14 í dag. Á sýningunni eru alls 48 verk, máluð á hinum ýmsu þróunarskeiðum málar- ans. Flest eru olíumyndir en einnig er að linna akrýlmyndir, auk þess sem hann sýnir grafík. Appell er fæddur í Amsterdam árið 1921 og stundaði nám við lista- akademíuna þar í borg á árunum 1940—’43. Hélt sína fyrstu einka- sýningu árið 1946 í Groningen. Tveimur árum síðar stofnaði hann Reflex-framúrstefnuhópinn í Amsterdam og gekk það sama ár til liðs við Cobra-samtökin. Appel hef- ur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Hæst ber þó senni- lega UNESCO-verðlaunin frá 1954 og Guggenheim-verðlaunin 1960. Hálft annað er liðið frá því fyrst var farið að kanna möguleika á því að sýna verk Appel á Listahátið í ár. Selma Jónsdóttir, forstöðu- maður Listasafns Islands, hitti hann m.a. að máli í nóvember 1982 vegna þess og kvað það sérstaka upplifun að kynnast honum. „Hann er svo mikill persónuleiki að það var eins og 200 manns væru saman komin í herberginu en ekki bara hann og ég,“ sagði Selma m.a. Ekki verður farið út í frekari kynningu á Karel Appel í þessum pistli enda birti Lesbók Morgun- blaðsins um hann grein sl. laugar- dag. Karel Appcl í vinnustofu sinni. Hann komst ekki til landsins sökum anna. Jón Gunnar Árnason krýpur við eitt Magnús Pálsson á meðal nokkurra verka sinna í Nýlistasafninu. verka sinna. Moruunblaðið/EBB. Tvöföld sýning í Nýlistasafninu SÝNING á verkum Jóns Gunnars Árnasonar og Magnúsar Pálssonar verður opnuð í Nýlistasafninu á Vatns- stíg 3b kl. 14 í dag. Kins og aðrar myndlistarsýningar, sem opnaðar eru í Reykjavík í dag og á morgun, er sýn- ingin í Nýlistasafninu í tengslum við Listahátíð. Magnús Pálsson lærði upphaflega leikmyndagerð og starfaði við hana allt fram til ársins 1975 auk þess sem hann sinnti list sinni. Frá árinu 1975 hefur hann einkum verið við kennslu og frá 1980 við ýmsa lista- skóla í Hollandi. Sýning Magnúsar byggist á kennslu hans svo og hóp- verkefnuin, sem hann hefur unnið með nemendum sínum. Jón Gunnar Árnason hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1960. Síðan hefur hann haldið 13 einkasýningar, m.a. á Feneyjabíennalnum 1982. Flest verka Jóns Gunnars eru höggmyndir, ýmist „monumental" eðlis eða umhverfisverk. Jón Gunnar hefur einnig fengist við ýmislegt annað, en verkin á sýningunni í Ný- listasafninu eru þau sömu og hann sýndi 1 Feneyjum fyrir tveimur ár- um. Danskynning í Norræna húsinu ATHYGLI er vakin á því, að á 12.15. Þetta atriði hefur nú verið morgun var fyrirhugað að íslenski fært yfir í Norræna húsið og hefst dansflokkurinn kynnti börnum kl. 13.00. listdans á Kjarvalsstöðum kl. sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, meö lítið viðhald og ódýra varahluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglýsingar kr. 215.000 Lán 115.000 Þér greiöiö 100.000 Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Verðlisti yfir Lada-bifreiöar fyrir handhafa örorkuleyfa. Lada 1300 kr. 106.600 Lada 1200station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canda kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Bílasýning í dag frá kl. 1—4 Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu Tökum vel með farna Lada upp í nýja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.