Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 17 Albert Guömundsson: Vill geta valið milli fangelsis- vistar og sektar „ÞAÐ GETUR alveg komið til greina að ég fari fram á að sitja inni í átta daga og þá fer ég kannski fram á að hafa Lucy hjá mér. Það er víst ágætur garður fyrir hana þarna á Skólavörðustígnum," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í gær, eftir að hann kom af fundi full- trúa í Sakadómi þar sem honum var boðin dómssátt og greiðsla sektar að upphæð 6.500 kr. vegna hundahalds. Albert bað um frest til að svara fram á mánudag og sagðist ætla að nota þann tíma til að ganga úr skugga um, hvort honum væri ekki heimilt að velja á milli greiðslu sektar eða fangelsisvistar í átta daga. Albert lýsti fundi sínum með fulltrúa í Sakadómi þannig: „Ég spurði hvað annað kæmi til greina. Fulltrúinn sagði varðhald, nema lögreglustjóri óski eftir fjárnámi. Ég óskaði þá eftir þess- um fresti til að athuga, hvort lög- reglustjóri hefur heimild til að breyta varðhaldsdómi, ef sekt er ekki greidd, í fjárnám. Ég geri kröfu til þess að lögin verði fram- kvæmd gagnvart mér eins og öðr- um. Ég vil fá að velja, hvort ég borga 6.500 kr. eða sit inni f átta daga.“ Albert var spurður, hvort hann hygðist þá sitja inni. Hann svar- aði: „Ég vil fá að velja og það get- ur vel svo farið. Mér skilst að þeir sem hafa neitað að borga hafi ver- ið settir inn. Ég vil hafa sama valfrelsi og aðrir, að lögreglustjóri hafi ekki heimild til að ráðast á mínar eignir, ef ég vil ekki greiða dómssekt. Ég tel að lögreglustjóri hafi einvörðungu framkvæmda- vald en ekki dómsvald. Fyrir utan það að ég veit ekki annað en að það sé búið að breyta reglum um hundahald í Reykjavík og þá er ekki verið að dæma eftir neinum lögum. Það eru engin lög sem banna hundahald í Reykjavík. Það eru lög sem heimila borgarstjórn að setja reglur og nú eru ekki í gildi neinar reglur sem banna hundahald." A Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI -TTL1.JIJIJ Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40Vo frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,549/0 stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKENN Græddur er geymdur eyrir Opk)ídagkl.9-l6 TT h O TT A TTÐ Skeifunni 15 JlAuIVAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.