Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 18

Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 18
or 18 *onr h/r'n o enrr\ */T<T * r»IT A 1 Hl/l A ror/Tinom# MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JUNÍ 1984 Spurningavagn Hagvangs hf.: Niðurstöður könnun- ar um fylgi flokkanna og ríkisstjórnarinnar — sem fram fór 6.—18. apríl sl. Hrafnkell Á. Jónsson, einn af hajarfulltrúum Sjilfstæðisflokks- ins á Eskifirði gerir athugasemd við það í viðtali við Þjóðviljann sl. fimmtudag, að Morgunblaðið hafi ekki birt niðurstöður í skoðana- könnun Hagvangs hf. um fylgi stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar. í viðtali þessu segir bæjarfulltrúinn: „Eitt af því, sem spurt var um var afstaða til stjórnmálaflokkanna, en það hefur vakið athygli nokkurra þátttakenda í könnuninni, að Morg- unblaðið hefur til þessa hliðrað sér hjá því að birta þennan þátt niður- staðnanna.“ Að þessu gefna tilefni er rétt að taka fram eftirfarandi: Hag- vangur hf. efnir til skoðana- kannana með svonefndum spurn- ingavagni. Fyrirtækið gefur fjöl- mörgum aðilum kost á að taka þátt í þessum spúrningavagni með því að inna af hendi greiðslu fyrir hverja spurningu. Morgun- blaðið keypti birtingarétt á niðurstöðum úr svörum við þrem- ur spurningum í síðasta spurn- ingavagni Hagvangs, en sú skoð- anakönnun fór fram á tímabilinu 6.— 18. apríl. Þær niðurstöður hafa þegar verið birtar í Morgun- blaðinu. Spurningar um fylgi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórn voru lagðar fram I þessari könn- un á vegum Hagvangs en ekki Morgunblaðsins. Hins vegar bauð fyrirtækið Morgunblaðinu þessar niðurstöður til birtingar. Hag- vangur bar þessar spurningar fram í rannsóknarskyni og til þess að fá grundvöll til þess að bera saman fylgi flokka í slíkum könnunum yfir lengra tfmabil. Úrvinnsla úr könnun Hagvangs hf., að því er þessar spurningar varðar, tafðist vegna vinnu fyrir- tækisins að könnun um gildismat íslendinga. Þess vegna var það sameiginlegt mat forráðamanna Hagvangs hf. og ritstjóra Morg- unblaðsins, að of langt væri um liðið frá því að könnunin var framkvæmd og þar til niðurstöð- ur hennar lágu fyrir, sem var hinn 25. maí sl. og þótti því ekki ástæða til að birta þær. Þar sem nú hafa verið gerðar athugasemdir við þetta og gefið í skyn, að annarlegar ástæður liggi að baki þessari ákvörðun hefur það orðið að samkomulagi milli Morgunblaðsins og Hagvangs, að niðurstöður þessar könnunar verði birtar. Það skal rækilega tekið fram, að könnunin fór fram á tímabilinu 6. — 18. apríl og er því orðinn nær tveggja mánaða gömul. Greinargerð frá Hagvangi hf. Nidurstöður úr spurningavagninum Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum þriggja spurn- inga úr spurningavagni fyrirtæk- isins frá apríl sl. Eins og komið hefur fram náði könnunin til alls landsins, og voru 1.000 þátttakendur á aldrin- um 18 ára og eldri, valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reikn- ingsstofnun Háskólans að undan- gengnu leyfi Hagstofu íslands og Tölvunefndar. Spurt var um eftirfarandi: 1. „Ef efnt yrði til alþingiskosn- inga á næstu dögum, hvaða stjórnmálaflokki eða samtök- um er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" 2. „Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkisstjórn?" 3. „Hvert telur þú vera helsta vandamál íslendinga í dag?“ Ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dögum, hvaða stjórn- málaflokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða at- kvæði? % Alþýðubandalag 6,3 Alþýðuflokkur 4,6 Bandalag jafnaðarmanna 2,5 Framsóknarflokkur 11,5 Samtök um kvennalista 6,2 Sjálfstæðisflokkur 35,3 Annað 1,2 Neitar að svara 19,1 Veit ekki 13,3 Önnur Keykjavík kjördæmi Alþýðubandalag 6,0 6,6 Alþýðuflokkur 6,0 3,7 Bandaiag jafnaðarmanna 3,1 2,1 Framsóknarflokkur 5,0 15,9 Samtök um kvennalista 8,8 4,6 Sjálfstæðisflokkur 37,3 34,1 Annað 2,2 0,6 Neitar að svara 18,5 19,0 Veit ekki 13,1 13,4 Til samanburðar eru sýnd raunveruleg kosningaúrslit á síð- asta ári og svör við spurningunni um helsta vandamál íslendinga úr hliðstæðum skoðanakönnun- um 1983. Það skal tekið fram, að í niður- stöðum spurningarinnar, um fylgi stjórnmálaflokkanna, eru eingöngu þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 20 ára og eldri lagðir til grundvallar. Að öðru leyti er vísað í einstak- ar töflur, en í þeim eru sýndar prósentutölur. Spurningavagninn aprfl 1984 Könnunartími : (rtaksstæró SvarprósenU brúttó SvarprósenU nettó Kramkvæmdamáti BúseU : 6. aprfl—18. aprfl 1984 1000 manns :86,0% 92^% í gegnum síma Allt ísland Ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu tóku, 67,6% þeirra sem spurðir voru, er niðurstaðan eftirfarandi. Til samanburðar eru úrslit síðustu þingkosninga. Nióurst. Úrslit Alþýðubandalag 9,3 17,3 Alþýðuflokkur 6,8 11,7 Bandalag jafnaðarmanna 3,7 7,3 Framsóknarflokkur 17,1 18,5 Samtök um kvennalista 9,2 5,5 Sjálfstæðisflokkur 52,1 38,7 Annað 1,8 1,0 Ef þingmönnum er skipt á flokka í hlutfalli við atkvæðamagn, verður niðurstaðan eftirfarandi. Til samanburðar er núverandi skipting þingmanna á flokka. Alþýðubandalag NióursL könnunar 6 Núverandi skipting 10 Alþýðuflokkur 4 6 Bandalag jafnaðarmanna 2 4 Framsóknarflokkur 10 14 Samtök um kvennalista 6 3 Sjálfstæðisflokkur 31 23 Annað 1 0 Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkisstjórn? % Styður 69,6 Styður ekki 20,5 Veit ekki 7,9 Neitar að svara 2,0 Karlar Konur Styður 75,9 63,3 Styður ekki 16,9 24,0 Veit ekki 5,6 10,3 ' Neitar að svara 1,6 2,4 Höfuób.- svæóió l*éttbýli Dreifbýli Styður 66,7 73,0 73,4 Styður ekki 23,6 17,4 14,7 Veit ekki 8,4 7,5 7,3 Neitar að svara 1,3 2,1 4,6 Hvert telur þú vera helsta vandamál íslendinga í dag? Til samanburðar eru helstu niðurstöður úr hliðstæðum könnunum 1983. Apr.'S4 Okt/nóv.'83 Apr.83 Efnahagsástandið 19,8 13,6 22,3 Eyða um efni fram 15,9 7,7 8,1 Verðbólga 12,4 29,5 37,2 Kjaraskerðing 7,3 Kröfugerð 6,4 Aflabrestur 6,3 Annað 27,2 Veit ekki 4,7 íslandsmótið l.deild.Islandsmótiö l.deild ÍBK- ÞROTTUR Keflavíkurvelli laugardaginn 2.júní kl. 14 Suóumesjafólk! maetum og hvetjum okkar liö! og nuröaverksmiöja NJARÐVlK, Simi 92-1Ö01 Skrifslofa i Reykjavik lönverk hf, Nóatúrx I7. Simar: 91-25930 og 91-25945 Ferming í Leirárkirkju Ferming í Leirírkirkju sunnudag- inn 3. júní kl. 11. Prestur sr. Jón Einarsson. Fermdir verða: Ágúst Fjalar Jónasson, Beitistöðum. Einar Sigurdór Sigurðsson, Neðra-Skarði. Ólafur Hjörtur Magnússon, Efra-Skarði. Ólafur Magnús Helgason, Eystra-Súlunesi. Skipaður for- stjóri Gutenberg Iðnaðarráðherra hefur skipað Guðmund Kristjánsson, settan for- stjóra ríkisprentsmiðjunnar, for- stjóra Gutenberg frá og með 25. maí 1984, að því er segir í frétU- tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.