Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 20

Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 Verzlunarskóli 120 stúdenta VERZLIJNARSKÓLI íslands brautskráði síðastliðinn fimmtudag 120 stúd- enta, 45 úr máladeild og 75 úr hagfræðideild. I»etta er fjölmennasti stúdenta- hópur sem brautskráður hefur verið frá skólanum, en heildartala stúdenta frá Verslunarskólanum er nú orðin 1764. Tveir stúdentar hlutu ágætisein- kunn, dúx skólans, María Thejll, í máladeild, með meðaleinkunnina 9,12 og semidúx skólans, bekkjarsystir hennar, Regína H. Ragnarsdóttir, með með- aleinkunnina 9,07. Hæstu einkunn í hagfræðideild hlaut Valgerður F. Bald- ursdóttir, 8,90, sem jafnframt er þriD inu í ár. Skólaslitin og brautskráning stúdenta fór fram í hátíðarsal Verzlunarskólans. Þorvarður Elí- asson skólastjóri flutti skólaslita- ræðu og gerði meðal annars grein fyrir störfum skólanefndar á síð- astliðnum vetri, en viðfangsefni hennar tengdust að miklu leyti nýju skólabyggingunni við Ofan- leiti, þar sem stefnt er að því að hefja kennslu haustið 1986. Þá kom fram í ræðu Þorvarðar að nú brautskráir skólinn í fyrsta sinn stúdenta, sem hlotið hafa menntun hæsta meðaleinkunn a studentsprof- í tölvufræðum í fjóra vetur. Enn- fremur gerði Þorvarður að umtals- efni þær breytingar sem orðið hafa á stúdentsmenntun á undanförnum árum og nauðsyn þess að stúdentar væru opnir fyrir nýjum menntun- armöguleikum, sem væru í takt við atvinnu- og tækniþróun þjóðfélags- ins. Það væri liðin tíð að stúd- entspróf væri forréttindi fárra út- valinna, sem gætu gengið að örugg- um embættum að loknu háskóla- námi. Eftir að nemendur höfðu tekið íslands brautskráir Hvítu kollarnir settir upp. við stúdentsprófsskírteinum sín- um, ávarpaði Eggert Hauksson stjórnarmaður í Verzlunarráði ís- lands nýstúdenta og afhenti verð- laun fyrir bestan árangur í við- skiptagreinum. Síðan afhenti skólastjóri viðurkenningar fyrir góðan árangur í einstökum náms- greinum, meðal annars verðlaun úr minningarsjóði dr. Jóns Gíslason- ar, sem veitt eru fyrir bestan árangur í erlendum tungumálum. Ennfremur færði skólastjóri sex efstu nemendum á stúdentsprófi sérstök bókaverðlaun frá skólan- um. Að lokinni verðlaunaafhendingu tók Jón D. Jónsson nýkjörinn for- seti nemendafélags skólans til máls og veitti fráfarandi stjórn nem- endafélagsins og nokkrum nemend- um öðrum, viðurkenningar fyrir fé- lagsstörf. Þá flutti Ragnar Tóm- asson ávarp fyrir hönd útskrifaðra Gaman í munnlcga frönskuprófinu — segir María Thell dúx Verzlunarskólans á stúdentsprófi María Thejll var dúx Verzlunar- skóla íslands á stúdentsprófi 1984, en hún hlaut 9,12 í meðaleinkunn. María fékk fjöldann allan af viður- kenningum og verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í námi og er blaðamaður Morgunbiaðsins hitti hana að máli, að lokinni útskrift, hafði hún fangið svo fullt af bókum, sem hún hafði fengið í verðlaun, að varla sást í andlit hennar. Hún var reiðubúin að leggja bækurnar til hliðar í nokkrar mínútur, setjast niður og svara nokkrum spurningum blaðamanns. Fyrsta spurningin hlýtur að vera: Hvernig nær maður svo góðum námsárangri? „Ég læri alltaf að nóttu til. Ég verð að viðurkenna að ég lærði ekk- ert sérstaklega vel heima fyrir tím- ana. Ég á mjög auðvelt með að læra og það virtist nægja mér að lesa undir próf og fylgjast með í tímum. Ég las alltaf undir skyndipróf og fylgdist þokkalega með því sem kennararnir sögðu í tímunum. Þrátt fyrir að ég hafi ekki lesið heima, skilaði ég öllum verkefnum sem ætlast var til að ég skilaði. Það er svo undarlegt að mér finnst lang- best að lesa að nóttu til og ég get helst ekki farið í próf eftir að hafa sofið alla nóttina, mér finnst ég verða að vera nýbúin að lesa náms- efnið áður en ég tek próf í því. Hverjar voru uppáhaldsnáms- greinarnar í Verzlunarskólanum? „Franska, stærðfræði og leikfimi, en mér fannst þýskan mjög leiðin- leg-“ Var eitthvert sérstakt próf sem þú tókst, sem þér fannst skemmti- legra en önnur? „Já. Mér fannst virkilega gaman að taka munnlega prófið í frönsku. Kennarinn minn var ákaflega þægi- legur í prófinu og mér fannst ég kunna vel það sem ég átti að kunna. Ætli manni finnist ekki alltaf skemmtilegast að gera það sem gengur vel hjá manni ..." Ætlarðu í framhaldsnám næsta vetur? „Nei. Ég er orðin svo þreytt á námi , að ég get ekki hugsað mér það. Mér finnst ég hreinlega ekki tilbúin til að setjast strax aftur á skólabekk. Ég ætla að taka mér fri í eitt ár og vinna, því ég er líka orðin mjög leið á því að eiga aldrei pen- ing. Ég á von á því að námsleiðinn verði að mestu leyti horfinn úr mér eftir þetta árshlé frá skólabókunum María Thejll að lokinni brautskrán- ingu síðastliðinn fimmtudag. Ljósin. Mbl. JúIíun. Afmælíshappdrætti Sjálfstæðisflokksins 26 glæsilegir ferðavinningar að verðmæti um 1.000.000 kr. Dregið 9. júní Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum í Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll Háaleitisbraut 1 Sími 82900 opið 8.00 - 22.00 Sækjum — Sendum Sjálfstæðisflokkurinn TOYOTA Akstur bifreiðar krefst athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.