Morgunblaðið - 02.06.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
„Við höfum rek-
ist á borgarís
— komið straxu
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins á blaðamannafundi með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Hvíta
húsinu á fimmtudag. F.v. Hans Dietrich Genscher, Claude Cheysson, Svenn Stray, Leo Tindemans, George Shultz,
Jaime Gama, Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, loannis Haralambopoulos, Sir Geoffrey
Howe, Allan MacEachen, Geir Hallgímsson og Joseph Luns, fráfarandi framkvæmdastjóri bandalagsins.
Utanríkisráðherrar NATO:
Vopn bandalagsins ekki
notuð að fyrra bragði
Maðurinn sem tók
við þessu skeyti frá
Titanic er látinn
Noflingham, 1. júní. AP.
HAROLD Cottam, loftskeytamaður-
inn, sem fyrstur fékk fréttirnar af
því, að Titanic væri að sökkva, 14.
aprfl árið 1912, er látinn, 93 ára að
aldri.
Cottam var loftskeytamaður á
breska farþegaskipinu Carpathia
sem var í um 93 km fjarlægð frá
Titanic þegar það sökk á Norður-
Atiantshafi eftir að hafa rekist á
borgarísjaka í jómfrúrferðinni.
Með skipinu voru 2.224 manns og
fórust 1.513.
Að því er Cottam sagði sjálfur
aetlaði hann að fara að leggja sig
örlaganóttina fyrir 72 árum og
skilja við tækin eftirlitslaus eins
og venjan var á þessum tíma, þeg-
ar hann heyrði kall frá Þorsk-
höfða (Cape Cod) í Bandaríkjun-
um þar sem Titanic var varað við
borgarís á siglingaleiðinni.
Napoleon Duarte
sór embættiseið
Jose Napoleon Duarte forseti El
Salvador.
San Salvador, 1. júní, AF.
JOSE Napoleon Duarte sór í dag
embættiseið sem forseti El Salvador
við hátíðlega athöfn í höfuðborg
landsins. Fulltrúar 42 erlendra ríkja
voru viðstaddir, þ.á m. George
Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna.
í kosningunum 6. maí si. hlaut
Duarte 53,6% atkvæða og er fyrsti
borgaralegi kjörni forseti í E1
Salvador frá 1931. Hann var áður
kjörinn forseti árið 1972, en her-
stjórnin í landinu ógilti kosn-
ingarnar og rak Duarte í útlegð.
Cottam var kunningi loftskeyta-
mannsins á Titanic og kallaði
hann upp og spurði hvort hann
hefði heyrt upplýsingarnar frá
Þorskhöfða. Svarið sem hann
fékk, var þetta: „Við höfum rekist
á borgarís — komið strax.“
Cottam hljóp þá upp í brú en
yfirmennirnir, sem þar voru
staddir, vildu ekki taka mark á
honum. Loftskeytin voru enn á
barnsskónum á þessum árum og
margir sæfarendur höfðu litla trú
á þeim. Cottam fór þá niður til
skipstjórans, sem Rostron hét, og
vakti hann og var skipstjórinn
ekki seinn á sér að láta þreyta
stefnu skipsins og sigla á fullri
ferð í átt til Titanic.
Carpathia var fyrsta skipið á
vettvang en þá var Titanic sokkið.
Áhöfninni tókst þó að bjarga
mörgu fólki af björgunarbátum og
úr sjónum og sigldi síðan til New
York.
Narconi, Ítalínn, sem fann upp
loftskeytin, var í New York þegar
Titanic sökk, og hann hafði sam-
band við Cottam á Carpathiu áður
en skipið kom í höfn og bauð hon-
um svo til sín þegar í !and var
komið.
Cottam hélt áfram starfi sínu
sem loftskeytamaður og hann var
á einu fyrstu skipanna, sem fóru
um Panamaskurð. Hann lætur eft-
ir sig son og tvær dætur.
ÞRIGGJA daga fundi utanríkis-
ráðherra ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins lauk í Washington í gær með
samþykkt yfirlýsingar þar sem varn-
arstefna bandalagsins var áréttuð og
lýst yfir vilja til viðræðna við Sov-
étmenn um vígbúnaðarmál.
1 yfirlýsingunni sagði að Atl-
antshafsbandalaginu væri fyrst og
fremst ætlað varnarhlutverk og
þau vopn sem bandalagið hefði yf-
ir að ráða yrðu ekki notuð nema til
að svara árás.
Utanríkisráðherrarnir bentu á
hina miklu hervæðingu Sovétríkj-
anna og sögðu að hún ógnaði
öryggi Vesturlanda. Samt væru
þeir sannfærðir um að á nokkrum
sviðum hefðu ríki austurs og vest-
urs sameiginlegra hagsmuna að
gæta, þá m. að tryggja frið, efla
trúnað og finna leiðir til að bregð-
ast við óvæntum pólitískum við-
burðum.
Sir Geoffrey Howe, utanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði á fundi
sem ráðherrarnir héldu með
blaðamönnum, að mjög líklegt
væri að Sovétmenn héldu að sér
höndum og tækju ekki þátt f nein-
um afvopnunarviðræðum við
Vesturveldin fyrr en að afstöðnum
forsetakosningum í Bandaríkjun-
um, sem verða í nóvember.
6 síkhar
féllu í Punjab
Amriksar, I. júní. AF.
SEX síkhar létu lífið og 14 aðrir
særðust í skotbardaga í og við must-
eri síkha í Punjab-fylki á Indlandi í
dag.
Herskáir síkhar höfðu búið um
sig í byggingunni og gert sér
víghreiður með sandpokum. Þeir
neituðu . að hlýða fyrirmælum
lögreglu og hófu þess í stað ákafa
skothríð. Musterið, sem er um 400
km fyrir norðaustan höfuðstað
Punjab-fylkis, er helsta trúarhús
síkha og jafnframt höfuðstöðvar í
baráttu þeirra fyrir auknum trú-
arlegum og pólitískum réttindum.
Átök við kolanámumenn
Til átaka kom í dag milli lögreglu og kolanámumanna við verksmiðju sem framleiðir koks í Orgreave á
Englandi. Um 3.500 námamenn reyndu að hindra flutninga á koksi frá verksmiðjunni og þegar lögregla
reyndi að halda aftur af þeim kom til átaka. Margir slösuðust og nokkrir námamenn voru handteknir.
Andstaða vex í Wall Street
við stefnu Reagans forseta
ÓVISSAN innan bandaríska banka-
kcrfisins hefur haft sín áhrif ekki
bara á Wall Street heldur einnig á
vonir Reagans forseta um að ná
cndurkjöri. Það eru fyrst og fremst
háir vextir og stórfelldur halli á fjár-
lögum Bandarfkjanna, sem valda
þessari óvissu en einnig orðrómur
um yfirvofandi gjaldþrot stórra
bandarískra banka, sem komizt hef-
ur á kreik hvað eftir annað að und-
anförnu. Þá hafa átökin á Persaflóa
ekki orðið til þess að draga úr óviss-
unni.
Ekki eru nema fáeinir mánuðir
síðan allar horfur virtust vera á
því, að sigurvagn Reagans rynni
óstöðvandi í mark í forsetakosn-
ingunum í nóvember nk. Allra sízt
datt nokkrum manni í hug, að
efnahagslífið, er sýnt hefur veru-
leg batamerki að undanförnu, ætti
eftir að spilla fyrir endurkjöri for-
setans.
Nú hafa aðstæður hins vegar
breytzt verulega. Það var frídagur
(Bank holiday) fyrra mánudag í
Bandaríkjunum og Bretlandi og
það ríkti því kyrrð og þögn í
bankahverfinu í Manhattan í New
blaðsins Washington Post eru það
York, þar sem annars ríkir ys og
þys. En undir yfirborðinu sauð og
gerjaði. Unnið var að því „á fullu"
að bjarga Continental Ulinois í
Chicago, einum af stærstu bönk-
um Bandaríkjanna, frá hruni.
Það tókst að útvega 7,5 millj-
arða dollara lán til bráðabirgða,
sem bjargaði bankanum út úr
kröggunum að sinni. En þegar til
lengdar lætur er talið víst, að að-
eins samruni bankans við annan
enn þá öflugri geti orðið honum til
bjargar. Samkvæmt frásögn
aðeins tveir bankar, sem sýnt hafa
verulegan áhuga á slíkum sam-
runa. Það eru Citicorp í New York
Frá stórbankanum Continental III-
inois í Chicago. Veruleg Óvissa ríkir
um framtíð bankans.
og First National Bank í Chicago.
En andstaðan við Reagan for-
seta vex nú hröðum skrefum í
Wall Street. Ástæðurnar eru
margar. Þar má nefna hækkun
forvaxta í 12,5 %, tregðu fjárfest-
ingaraðila við að kaupa bandarísk
ríkisskuldabréf og óvissuna innan
bankakerfisins að undanförnu.
Allt hefur þetta leitt til mikillar
gagnrýni á fjármálastefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Richard Wirthlin, einn þeirra,
sem starfa að kosningaundirbún-
ingi Reagans og haft hefur skoð-
anakannanirnar að sérsviði, sagði
eftir síðustu vaxtahækkun:
„Bandaríkjamenn viðurkenna enn
vilja Reagans forseta til þess að
efla efnahagslífið. En ef vextir
halda enn áfram að hækka, þá
kann það einmitt að varpa miklum
skugga á efnahagslífið."
Tilraunir Donald Regans, fjár-
málaráðherra, og annarra til þess
að skella skuldinni af vaxtahækk-
ununum á seðlabanka Bandaríkj-
anna eru skoðaðar sem merki um
verulegar áhyggjur á meðal nán-
ustu samstarfsmanna Reagans