Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1984 23 Helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í olíumálum: Olían lækkar fram til 1986 — en hækkar óð- fluga eftir það Washington, 1. júní. AP. ÞRÁTT FYRIR Persaflóastyrjöldina og hótanir íraka og írana um að koma í veg fyrir siglingar olíuskipa horfa olíukauparíkin fram á gott ár, það besta síðan arabaríkin hrintu af stað olíukreppunni fyrir áratug. Það er helsti sérfræðingur Bandaríkja- stjórnar í olíumálum, J. Erich Ev- ered, sem er svona bjartsýnn. J. Erich Evered er yfirmaður stofnunar, sem aflar og miðlar upplýsingum um orkumál, og birt- ir árlega skýrslu um framboð, eft- irspurn og líklegar verðbreytingar á olíunni. Evered segir, að olíuverð muni lækka á þessu ári hvað sem Persaflóastríðinu líði og telur hann, að það muni verða komið niður i 26 dollara árið 1986 (þegar ekki er tekið tillit til verðbólgu) og hugsanlega niður í 22 dollara. Eftir þann tíma telur Evered, að olíuverð muni aftur fara að hækka meira en verðbólgan og að um 1995 muni olíuverðið komið á 50 dollara fatið. „Verðsprengingin á áttunda áratugnum olli þvi, að markaðir fyrir olíuna drógust saman og olíuleit og ný framleiðsla jókst,“ segir í skýrslunni. „Þess vegna er eftirspurnin eftir olíu nú allveru- lega minni en framleiðslugetan." Ný nafnskilti í spönskum stíl Einstök prýði fyrir einbýlishúsið, raðhúsið, sumarbústaðinn. Bandaríkin: Hagvöxturinn í aprfl minni Wa.shington, l.júní. HAGVÖXTUR jókst í Bandaríkjun- um um 0,5% í aprflmánuði sl. og hefur hann þá aukist stöðugt um all- langt skeið nema í marsmánuði sl. en þá minnkaði hann um 0,1 %, ekki um 1,1 % eins og fyrr hafði verið tal- ið. Hagvöxtur hafði aukist um 19 mánaða skeið þegar hann minnk- aði í mars sl. og töldu þá sumir hagspekingar, að aftur stefndi í samdrátt í efnahagslífinu. í fyrstu var talið, að hagvöxturinn hefði minnkað um 1,1% en nú er ljóst að hann minnkaði aðeins um 0,1%. Hagvöxturinn í apríl bendir líka til, að áfram muni miða í rétta átt. Hagfræðingar segja nú augljóst hvað olli samdrættinum í mars en það var tíðarfarið, sem var ákaf- lega erfitt víða í Bandaríkjunum. Meginástæðan fyrir hagvexti í apríl var hins vegar sú, að vinnu- vika bandarískra verkamanna var þá 41,2 stundir að jafnaði en var 40,6 stundir í mars. Aðrir þættir eru aukinn fjöldi nýrra fyrir- tækja, fleiri byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði og aukið peninga- framboð. Nicaragua: Skæruliðar saka stjórn- ina um tilræðið við Pastora San Jose, ('osta Rica, l.júní. AP. SKÆRULIÐAR í Nicaragua halda því fram að herstjórnin í landinu beri ábyrgð á sprengingu í höfuð- stöðvum þeirra f La Penca skammt frá landamærum Costa Rica á mið- vikudag, sem leiddi til þess að leið- togi skæruliða, Eden Pastora, slas- forseta út af fjármála- og efna- hagsstefnu stjórnarinnar. Bandarískir stjórnmálafrétta- ritarar hafa til þessa verið býsna sannfærðir um, að Reagan forseti ætti eftir að verða endurkjörinn. En efnahagsvandamál þau, sem nú eru komin fram í dagsljósið, hafa orðið til þess, að miklu fleiri en áður eru farnir að efast um auðveldan og fyrirhafnarlítinn sigur Reagans. Þannig kemst fréttaritarinn Vermont Royster að orði nýverið, en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin í ár: „Það hef- ur ekki hið sama mikla aðdráttar- afl og áður að vera forseti. Það nægði Johnson forseta ekki til þess að bjóða sig fram aftur, það nægði ekki til þess að bjarga Ger- ald Ford og ekki heldur Jimmy Carter." (Heimildir: Tempus, Financial Times o. fl.) aðist alvarlega, fjórir létu lífió og 27 særðust. Sprengjan sprakk þegar Past- ora var að halda blaðamannafund. Hann hlaut m.a. alvarleg bruna- sár en er ekki í lífshættu. Pastora, sem er 48 ára að aldri, var einn helsti leiðtogi í byltingu Sandin- ista í Nicaragua árið 1978 og stjórnaði m.a. árásinni á þinghús- ið í Managua 22. ágúst það ár. Hann sleit síðan samstarfinu við byltingarmenn og sakaði þá um að hafa svikið byltinguna og komið á ógnarstjórn í landinu. Jafnframt fordæmdi hann náið samstarf þeirra við Sovétmenn og Kúbu- menn. Talsmaður stjórnarinnar í Managua hefur vísað ásökunum skæruliða á bug og segir að sprengjuárásin sé runnin undan rifjum annars skæruliðahóps, sem einnig reynir að steypa stjórn Nic- aragua. Luis Alberto Vargas, forseti Costa Rica, sem nú er staddur í heimsókn á Spáni, hefur fyrirskip- að að Pastora skuli handtekinn, en hann er nú á sjúkrahúsi í San Jose, höfuðborg landsins, og þegar gert hefur verið að sárum hans skuli honum vísað úr landi. Hann verður þó ekki framseldur til Nic- aragua. SKILTIÐ Sf, sími 91—76713. Útsölustaðir: Verzlunin Brynja, Laugavegi 29, s. 24320. Húsið, byggingavöruverslun, Skeifunni 4, s. 86210. SÝNING d: í DAG, kl. 10-17, AÐ ÁRMÚLA 38 TÖLVUR og HUGBÚNADUR fyrir FYRIR17EKI Fyrirtækjapakki: Launabókhald Tollkerfi Sölunótur Birgðabókhald Skuldabókhald Viðskiptamannabókhald Fjárhagsbókhald Lotus T2-3 Visi On.... Proof Writer Bonnie Blue Multi Mate Multi Plan VolksWriter • Ófl., ofl. MICROTOLVAN SÍÐUMÚLA 8 ÖRTOLVU TÆKNI hf. Armúla 38

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.