Morgunblaðið - 02.06.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.06.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JtJNÍ 1984 35 Akureyri: Ný bflasala og önnur flytur í nýtt húsnæði Akureyri, 2K. maí. Akureyringar ættu ekki að vera í vandræðum með að selja og kaupa bíla á næstunni. Á laugardaginn sl. opnaði ný bílasala, sem Bílasalan hf. opnaði við Kaldbaksgötu, auk þess sem Bílasalinn sf. flutti sama dag í nýtt og glæsilegt húsnæði við Hvanna- velli. Bílasalan hf. hefur fram til þessa ekki rekið sjálfstæða bílasölu, held- ur aðeins verið með verkstæði og selt þaðan nýja bíla, en fyrirtækið hefur haft umboð fyrir Ford og Suzuki. Seint á sl. ári tók fyrirtækið síðan einnig við umboði fyrir Mazda, Hino og Yamaha og um leið keypti fyrirtækið húsnæði það, þar sem nú hefur verið opnuð bílasala fyrir nýja og notaða bíla. Mun þar m.a. verða boðið upp á bíla, sem verkstæði fyrirtækisins lætur fylgja með sex mánaða ábyrgð og er það nýnæmi á Akureyri að slíkt sé boðið. Sölumaður hinnar nýju bíla- sölu verður Kári Agnarsson og hús- næði sölunnar er um 300 fermetrar. Bilasalinn sf. flutti sama dag starfsemi sína í nýtt húsnæði við Glerárgötu, gengið inn frá Hvanna- völlum. Þar fær salan til umráða um 500 fermetra innisal, auk úti- stæða. Bílasalinn sf. er um þessar mundir 15 ára og af því tilefni var við opnunina boðið upp á afmælis- tertu, sem var um tveir fermetrar. Eigendur Bílasalans sf. eru feðg- arnir Gunnar Haraldsson og Har- aldur Gunnarsson, en auk þeirra munu starfa við fyrirtækið Ragnar Haraldsson og Einar Stefánsson. Byggingamaður- inn — Nýtt rit um málefni bygg- ingaiðnaðarins Fyrsta tölublað Byggingamannsins, nýs tímarits um byggingaiðnaðinn á íslandi, er komið út. Ritið er 104 blað- síður að stærð, og flytur fjölbreytilegt efni um málefni byggingaiðnaðarins, svo sem um útboð verklegra fram- kvæmda, byggingarannsóknir, trygg- ingamál, félagsmál byggingamanna, þróun fasteignamarkaðarins, lánamál húsbyggjenda, framleiðslu eininga- húsa, íslenska ofnaframleiðsu, skrifstofuhúsgögn á markaði hérlend- is, nýjungar í orkusparnaði og margt fleira. Stuttar fréttir eru úr ýmsum áttum, sagt er frá sumarleyfismögu- leikum í sumar, fjallað um heppilega bfla fyrir byggingamenn og þá sem eru að byggja og fleira mætti nefna. Útgefandi Byggingamannsins er útgáfufélagið Fjölnir hf. sem meðal annars gefur út tímaritið Bóndann. Samkomulag hefur tekist um það milli Fjölnis hf. annars vegar og Sambands byggingamanna og Meistarasambands byggingamanna hins vegar, að ritinu verði dreift endurgjaldslaust til félaga sam- bandanna tveggja, sem eru um fjög- ur þúsund talsins. Auk þess er Byggingamaðurinn seldur í áskrift til einstaklinga, félaga, fyrirtækja og stofnana, og ritið er selt í blað- sölum og byggingavöruverslunum víða um land. Upplag fyrsta tölu- blaðs er sex þúsund eintök, og er Byggingamaðurinn þar með, þegar í upphafi, eitt útbreiddasta íslenska tímaritið, en þorri íslenskra sérrita og tímarita er gefinn út í minna en þrjú þúsund eintökum. Bygginga- maðurinn er aðili að upplagseftir- liti Sambands fslenskra auglýs- ingastofa og Verslunarráðs íslands. Áformað er að Byggingamaður- inn komi út annan hvern mánuð í framtíðinni. Ritið er sem fyrr segir 104 blaðsíður að stærð, unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Ritstjóri Byggingamannsins er Anders Han- sen og aulýsingastjóri er Jón Alex- andersson. Eigendur og framkvæmdastjóri Bflasölunnar hf. í hinnu nýja húsnæði. Svan- laugur Ólafsson, Árni Björnsson, framkvæmdastjóri, og Ingi Þór Jóhanns- Eigendur og sölumenn Bflasalans sf. Haraldur Gunnarsson, Gunnar Har aldsson, Ragnar Gunnarsson og Einar Stefánsson. son. im ttN H.F. SKÓGARHLÍÐ 10 • SÍMI 2 07 20 Opnum upp a gatt í tilefni 30 ára afmælis ÍSARN HF, SGANIA umboðsins á fslandi. verður SGANIAbílasýning laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní kl. 10“-1700 að Skógarhlíð 10 Reykjavík. Viö sýnum fvrsta A A bílinn sem ÍSARN HF flutti inn fvrir 30 árum. Það nýjasta sem er að gerast í vörubílum, steypu- bílum, flutningabílum, olíubílum og gámabílum. Nýjustu rútur, sem gera ferðalagið mun þægilegra. (FréttatilkynninR.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.