Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
37
Eggert Waage
- Minningarorð
Fæddur 19. aprfl 1950
Dáinn 23. maí 1984
Nú ríkir sorg í Skálholtsvík. Það
er ekki í fyrsta skipti. Áður hefur
fólkið þar mátt sjá af ungu efni-
legu fólki, eins og kunnugir þekkja
til.
Eggert Waage, yngsti bóndinn í
Skálholtsvík, er látinn. Þetta hef-
ur verið harmsaga síðan hann
veiktist af hinum banvæna sjúk-
dómi.
Eggert fæddist á Litla Kroppi í
Borgarfirði, sonur hjónanna
Sveinbjargar og Guðmundar
Waage, sem látinn er fyrir nokkr-
um árum. Einn bróður átti Egg-
ert, Viðar, lögregluþjón í Búðar-
dal.
Þann 10. nóvember 1973 kvænt-
ist Eggert Þorgerði Sigurjónsdótt-
ur (Daddý) og eignuðust þau þrjú
born: Sigfríði, 11 ára, Guðmund, 8
ára, og Sigrúnu, 4 ára.
Þau hófu búskap á bernsku-
heimili Daddýjar í Skálholtsvík og
hafa búið þar síðan. Fyrst bjuggu
þau í húsi með foreldrum Daddýj-
ar, þeim Sigfríði Jónsdóttur og
Sigurjóni Ingólfssyni. Síðar reistu
þau sér glæsilegt hús, sem þau
hafa verið að fullklára.
Það hefur reynt mikið á hina
ungu eiginkonu þennan tíma. Allir
hafa dáðst að dugnaði hennar. Að-
stæður hennar hafa ekki alltaf
verið auðveldar síðustu mánuðina.
Að eiga börn og bú norður í
Hrútafirði og helsjúkan mann á
sjúkrahúsi í Reykjavík og síðar á
Hvammstanga.
Daddý hefur ekki staðið ein í
þessum erfiðleikum. Fjölskyldur
og vinir hafa sýnt slíkan stuðning
að ómetanlegt er.
Vegna skyldleika og vináttu
höfum við átt því láni að fagna að
vera í nánum tengslum við fólkið í
Skálholtsvík. Sumarið hefur ekki
mátt líða án þess að farin væri ein
ferð eða fleiri norður. Margs er að
minnast síðan Eggert settist að í
Skálholtsvík og hefur hann átt
sinn þátt í því að allar þessar ferð-
ir hafa verið okkur ánægjulegar.
Við höfum mætt slíkri vináttu og
gestrisni að ómetanlegt er. Við
höfum fylgst með þessum ungu
hjónum byggja upp búskap sinn,
þau hafa verið einstaklega dugleg
og samhent. Fyrir utan að vinna
að bústörfum vann Eggert hjá
Vegagerðinni, sem hefur ábyggi-
lega oft verið erfið vinna og mikið
álag.
Við minnumst Eggerts sem
glaðværs manns. Hann var alltaf
brosmildur og einlæglega blíður.
Við dáðumst oft að því hversu
rólegur hann var í veikindum sín-
um. Vonin hjá honum var svo
sterk. Hann óskaði þess heitt að
komast heim um jólin og síðar um
páskana. Honum tókst það. Daddý
og öll fjölskyldan hjálpuðust að til
að svo mætti vera. Ég man hversu
innilega hann þráði að komast
heim til konunnar og barnanna.
Skálholtsvík hefur verið heimili
dóttur okkar sl. átta sumur. Hún
hefur því unnið mikið með Egg-
erti. Vafalaust hefur hann kennt
henni margt sem hún mun búa að
alla ævi. Fyrir það viljum við nú
þakka. Henni þótti verulega vænt
um hann.
í svo litlu sveitarfélagi sem
Bæjarhreppur er, fer ekki hjá því
að svona áfall komi verulega við
íbúana þar. Enda fylgdust allir
með veikindum hans, og þegar
fólkið þaðan átti leið til Reykja-
víkur til að sinna erindum sínum
gaf það sér tíma til þess að heim-
sækja hann.
Fyrir það og allar aðrar heim-
sóknir var hann innilega þakklát-
ur.
Þessu helstríði er lokið. Eggert
hefur fengið hvíldina. Við skiljum
ekki tilganginn. Sem betur fer
höfum við það mikla aðlögunar-
hæfileika að sumt sem okkur
finnst óyfirstíganlegt komumst
við yfir.
Farinn er góður drengur. Samúð
mína votta ég Sveinborgu móður
hans sem hefur mátt sjá af syni
sínum svo ungum, Viðari bróður
hans og fjölskyldu, Önnu, Guðjóni
og börnum að Smáragili. Tengda-
foreldrum hans, Siggu og Sigur-
jóni, sem hafa verið honum svo
náin.
Elsku Daddý. Mína dýpstu sam-
úð til þín og barnanna. Megi góður
guð vera með ykkur og styrkja.
I’álína Sigurbergsdóttir
Eigendur verzlunarinnar Hænko, frá hægri Valgeir VíAisson, Víðir Valgeirs-
son, Kristín Birna Guðlaugsdóttir og Eðvarð Marx. Moreunblaðið/ KÖE.
Ný verzlun með
öryggisfatnað fyrir
vélhjóiamenn
HÆNCO hf. heitir ný verzlun í Suð-
urgötu 3a og eru eigendur fjórir; Víð-
ir Valgeirsson, Valgeir Víðisson, Eð-
varð Marx og Kristín Birna Guð-
laugsdóttir. Verzlunin sérhæfir sig í
verzlun með öryggisfatnað fyrir
vélhjólafólk og snjósleða og hefur á
boðstólum leðurfatnað, taufatnað,
skó, hjálma og margt ileira.
Fyrirtækið býður gæðavörur frá
Hein Gericke — einu þekktasta
fyrirtæki heims á þessu sviði.
„Hein Gericke er leiðandi fyrir-
tæki í framleiðslu öryggisfatnaðar
fyrir vélhjólamenn. Raunar er það
svo víða erlendis, að vélhjólamenn
eru skyldaðir til þess að klæðast
sérstökum öryggisfatnaði. Þá höf-
um við í huga að flytja inn og
verzla með vélhjól og varahluti,"
sagði Víðir Valgeirsson, einn eig-
enda fyrirtækisins í samtali við
Mbl.
Tómas Ásgeirs-
son — Minning
Fimmtudaginn 24. maí sl. var
borinn til hinstu hvíldar mágur
minn og vinur, Tómas Ásgeirsson.
Tómas fæddist á ísafirði 26.
október 1929, foreldrar hans voru
Theódóra Einhildur Tómasdóttir
og Ásgeir Árnason, vélstjóri, sem
lengst starfaði á skipum Sam-
bandsins og var því oft á tíðum
fjarri heimili sínu. Þrátt fyrir það
naut Tómas handleiðslu þeirra
beggja.
Er foreldrar hans fluttu til Ak-
ureyrar 1942 var Tómas 13 ára
gamall. Fór hann þar í mennta-
skóla en hætti námi 17 ára og fór
á sjó með föður sínum. Síðar fór
Tómas í Loftskeytaskólann og
lauk prófi þaðan en nýtti sér ekki
það nám. Fór hann síðan í mat-
reiðslunám og lauk prófi 1960.
Hann starfaði víða hér heima á
hótelum og skipum, þar til hann
fór utan og starfaði í Danmörku, á
Cristans Perla og skipum sem
sigldu til Þýskalands. Kom hann
heim um tíma, þar til hann 1967
fluttist til Bandaríkjanna og
starfaði um 10 ára skeið í San
Fransisco og fjögur á Hawaiieyj-
um. Hafði hann komið heim til ís-
lands af og til en stoppaði jafnan
stutt í einu. Þar til að hann kom
heim fyrir rúmu ári, þá farinn að
heilsu. Hann bjó hjá okkur hjón-
um um átta mánaða skeið en flutti
svo til Guðrúnar Vigfúsdóttur að
Bjargarstíg 2, Reykjavík. Reyndist
hún honum sem besta móðir. Á
hún guðs blessun og innilegar
þakkir okkar ættingja og vina.
Annar maður reyndist Tómasi
sem sannur frændi og vinur, er
það Theódór Árnason verkfræð-
ingur og á hann okkar bestu þakk-
ir.
Tómas var elstur- fimm systk-
ina, systur hans eru Erna Ás-
geirsdóttir, sem býr í Reykjavík,
Kolbrún Ásgeirsdóttir, sem lést
1971, Svanhildur Ásgeirsdóttir,
sem býr í Kópavogi, og Ásgerður
Ásgeirsdóttir, sem býr í Reykja-
vík. Tómas var mikill tungumála-
maður og las sígildar bækur og
hlustaði á sígilda tónlist. Leiklist
var hans uppáhald; um tíma lagði
hann stund á leiklist og kynntist
þar mörgum sínum bestu vinum
þó svo að hann ílengdist ekki á
þeirri braut. Barngóður var hann
og sannur vinur vina sinna og
ævinlega samkvæmur sjálfum sér
ef rætt var um menn eða málefni.
Nú að leiðarlokum, er Tómas
hverfur til hins eilífa austurs, sem
bíður okkar allra, bið ég algóðan
guð að blessa minningu um góðan
dreng og þakka honum samfylgd-
ina hér í heimi. Sendi ég ættingj-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sæmundur Pálsson