Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 39

Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 39
MORGUNBLAfMB, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984 39 fclk f fréttum George Best fær reisu- passann enn einu sinni + George Best er í heldur döpru skapi um þessar mundir og er ástæöan sú, aö sambýliskona hans síðustu tvö árin, leikkonan Mary Stavin, sem er sænsk aö þjóöerni, hefur gefið honum reisupassann. Best, sem á sínum tíma lét áfengiö binda enda á glæsi- legan feril sinn i knattspyrnunni, hefur oft farið í afvötnun og þaö var í slíkri meöferö sem hann hitti fyrirsætuna Angie. Þau giftust og áttu saman soninn Calum, sem nú er þriggja ára gamall. Þegar fariö var að halla undan færi fyrir Best á heimavígstöövunum fluttist Best með fjölskylduna til Bandaríkjanna þar sem hann geröi þaö nokkuö gott um stundarsakir en áfengiö náöi þó í skottið á honum aftur og þar meö var Bandaríkjadvölin búin og hjónabandiö líka. Þegar heim var komiö kynntist Best Mary Stavin og fór að búa meö henni. Mary er mikil áhugamanneskja um heilsusamlegt líf og hún var ákveöin í að gera betri mann úr George Best. Þau geröu sínar eigin, sérstöku líkamsæf- ingar og hönnuöu meira aö segja leikfimifötin sjálf, sem þau hafa síöan framleitt og selt meö góöum árangri. Mary, sem hafði fariö með nokkur smáhlutverk í ýmsum mynd- um, t.d. James Bond-myndinni „Octopussy", vildi hins vegar halda því fram en Best vildi, að hún væri bara heima með honum í leikfiminni. Fyrir skömmu fór Mary til Bandaríkjanna þar sem hún hefur hlutverk í tveimur myndum og í síöustu viku fór Best á eftir henni vestur. Hann mátti þó snúa heim með það sama því að Mary kvaöst vera búin að fá nóg. George Best meö Mary Stavin meðan allt lók í lyndi. Andrés Ond og röddin“ hans 99 + Eins og greint hefur veriö frá á Andrés Önd fimmtíu ára afmæli um þessar mundir en hann kom fyrst fram á sjónarsviöiö í mynd- inni „Litla, kæna hænan“. Þaö var þó ekki aöeins, aö Andrés Önd slægi strax í gegn, því aö þaö geröi líka röddin hans, þetta hása hvæs, sem fylgt hefur hon- um alla tíö. Maðurinn á bak viö röddina í þessa hálfu öld heitir Clarence Nash. Clarence Nash var einu sinni ungi, skemmtilegi maöurinn í fjölskyldunni sinni og var óþreyt- andi viö að skemmta fólki meö alls kyns uppátækjum og undar- legum hljóöum, sem hann gat látið frá sér fara. Nash haföi sjálf- ur hugsaö sér aö gerast lögfræö- ingur en skemmtanalífiö hreif hann til sín og fyrr en varöi sat hann uppi meö Andrés Önd. Nash segist þó ekki sjá eftir þvi og aldrei segist hann hafa orðið þreyttur á aö „kvaka“ sig gegn- um mynd meö Andrósi Önd. Andrés Önd og „röddin" hans, Clarence Nash, hafa staöiö saman í blíöu og stríöu í hálfa öld. COSPER Mamma, ég er búinn að kenna Hvutta að opna ísskápinn. Diana sjúk í tyggígúmmí + Karólína prinsessa af Mónakó er ekki eina prinsessan, sem er ófrisk, þannig er þaö líka meö Diönu, prinsessu af Wales, eins og kunnugt er. Diana viröist hins vegar ekki eiga í sömu erfiðleik- um og Karólína en eitt er þaö þó, sem valdið hefur nokkurri óánægju, einkum tengdamóöur hennar, Elísabetar, og það er, aö Diana tyggur tyggigúmmí daginn út og daginn inn. Diana tekur ekki einu sinni út úr sér tyggigúmmíið þegar hún talar viö drottninguna svo aö þaö er ekki aö furöa þótt Elísabet sé óánægö. Eöa hvaö er hægt aö hugsa sér óviröulegra en enska prinsessu með munninn fullan af tyggigúmmíi? ST0R4R SUÐR€NAR POTTk PLONTUR EINNIG FALLEGIR KERAMIKPOTTAR ORGARBLOMiÐ SKiPMOLTl 35 SÍMh 32213

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.