Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984 43 ListahátíÓ fyriralla! Flugleiðir bjóða listunnendum af landsbyggðinni á Listahátíð í Reykjavík Ef þú ætlar að hlusta á Stefán Ashkenazy, Luciu Valentini Terrany eða Norrokk Sjá sýningu hjá Erró, Jóhanni Eyfells eða Karel Appel, — sýna þig og sjá aðra. Listahátíðarafsláttur Flugleiða ætti að henta þér. Gegn kaupum á 500 kr. kvittun fyrir miða á Listahátíð færðu 35% afslátt á flugfargjaldi fram og til baka. Síðan framvísar þú kvittuninni gegn miða á eftirlætisatriðið. Flugleiðir bjóða þér aðstoð við miðapantanir og gistingu, á meðan á hátíðinni stendur. Listahátíð er viðburður, sem þú mátt ekki missa af. Hafðu samband við Flugleiðir áður en miðarnir seljast upp — og tryggðu þér góða skemmtun. FLUGLEIDIR þann mund aö leysast upp í óstööv- andi hlátur. Hann virtist ekki eyöa sekúndu til einskis. Hann kveöur mig og biöur mig um aö hitta sig daginn eftir því hann vilji kynna mig fyrir ungum leik- stjóra sem sé að æfa á litla sviðinu og áöur en óg veit af er hann gufaö- ur upp. RAKBLAÐS- BEITTAR HÁKARLSTENNUR Daginn eftir kynnir elsti leikstjóri Abbey-leikhússins mig fyrir þeim yngsta, Raymond Yeats, sem er aö leikstýra fjórum einþáttungum eftir leikritaskáldiö Yeats, sem var reyndar forfaöir leikstjórans. Ég fylgdist með aefingunni frá upphafi til loka og átti ágætt tal viö leikar- ana og leikstjórann sem sagöi mér aö hann væri búinn aö leikstýra átj- án atvinnumannaleiksýningum, þar af sex í Abbey-leikhúsinu. Ég leit meö undrun á þennan strákslega leikstjóra og spuröi hvaö hann væri gamall. 24 ára svaraöi hann aö bragöi og kímdi svolítiö, þegar hann sá undrunarsvipinn á mér. Mér fannst ég skulda honum skýr- ingu og sagöi aö í Þjóöleikhúsi Is- lendinga væri enginn leikstjóri svo ungur. Þar teldist til tíöinda ef leik- stjóri yngri en þrítugur leikstýröi, hvaö þá sex leikritum. Hann svaraði aö bragöi aö hann væri ákveöinn í hvaö hann vildi og hann gæfi sig ekki. Samskonar svar fékk ég frá öör- um leikstjóra, Michael Schott, í mjög skemmtilegu leikhúsi í Pi oject Arts Centre. Ég reyndi að malda í móinn, svaraöi aö þeir virtust nú ekki vera mjög agressívir menn. Michael samþykkti þaö, þagöi síö- an stundarkorn og sagöi svo: „Ef á þarf aö halda verður maöur aö geta sýnt rakblaösbeittar hákarlstenn- ur.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég haföi er Michael Schott orö- inn þekktur á Irlandi fyrir mjög sór- stakar sýningar sínar, sem flestar hafa veriö sýndar í Project þar sem hann er nú leikstjóri og aöalleik- stjóri, 26 ára .gamall. Leikhúsiö er geymur þar sem sæti og sviö eru færanleg eftir þörfum og hefur hann nýtt rýmiö á sérstakan hátt fyrir hverja sýningu. Tekiö bæöi þekkt og óþekkt verk og unniö þau út á nýstárlegan hátt með samspili rým- is og óvæntra áherslupunkta í verk- unum. Hann sagöi mér aö draumur sinn væri að setja upp eina leiksýn- ingu í heföbundnu leikhúsi, — lang- aöi hann aö prufa! í lítilli borg um 70 km fyrir norðan Dublin, Dundalk aö nafni, Dun De- algan á gelísku, var aftur á móti hópur „ekta“ íslendinga, og þaö all- stór. Þar var staddur 34 manna flokkur valinna Selfyssinga, leikar- ar, tæknimenn og áhangendur Leikfélags Selfoss sem kominn var þangaö til aö taka þátt i Alþjóölegri leiklistarhátíö áhugaleikfélaga. Og þá varö maöur aö muna aö þarna voru „alvöru" íslendingar, þó þeir litu út fyrir margir hverjir aö vera irar, a.m.k. tvær yngstu leikkonurn- ar okkar, rauöhæröar hnátur, sem litu út fyrir aö vera írskari en nokkur iri — a.m.k. stóöu sumir írar á önd- inni yfir þessum náttúrufyrirbrigð- um og máttu vart vatni halda af hrifningu. BARIST I GEGNUM LÍFIÐ Sýningin sem ég sá hjá Project var Trafford Tanzi, leikrit sem margir islendingar hafa séö sem átt hafa leiö um London síöustu tvö árin, þar sem þaö hefur gengiö fyrir fullu húsi og hrifningu leikhúsgesta. Þar segir frá ungri konu sem ber nafn leikritsins. Rakin er saga henn- ar frá því hún fæöist í þennan heim, sem virðist ávallt þurfa aö setja hana til hliöar, hún veröur alstaöar undir. Hún giftist fjölbragöaglímu- kappa og fer sjálf aö stunda „íþrótt- ina“ og keppa. Sýningunni lýkur svo á keppni þeirra í þrem lotum um þaö hvort eigi aö vera heima og gæta búsins. Sýningin var ákaflega skemmtileg og fjörug og fer fram í hnefaleikahring. Frá upphafi til enda var barist í hringnum. Tanzi slóst viö móöur sína, fööur, skóla- systur og síöast eiginmann. Leikar- arnir höföu sótt tíma hjá alvöru fjöl- bragöaglimukappa vikum saman til aö ná réttum tökum á „listinni". Þó sýningin virtist nokkuö hrottaleg á köflum var hún full af spaugi og söngvum og haföi leikstjórinn (Michael Schott) samiö nokkur lög og söngtexta fyrir sína sýningu og kryddað hana meö ýmsum uppfinn- ingum sem hittu í mark hjá hrifnum áhorfendum, sem tóku óspart þátt í leiknum meö hvatningarhrópum til Tanzi eöa eiginmannsins, eftir því meö hverjum þeir stóöu og voru skammaðir, eöa þakkaö fyrir af öörum persónum leiksins eftir þvi með hverjum þeir héldu. Hver sigr- aöi i lokin veröur ekki Ijóstraö upp hér, svo ánægjan(?) veröi ekki tekin frá þeim áhorfendum sem eiga eftir aö sjá þetta skemmtilega verk hér á landi(?) eöa annars staöar. í SKUGGA REAGANS Hér veröur sleginn botninn í þessa Irlandspunkta. Mikiö var óg feginn aö Reagan var heimsfrægur en ekki ég, því þá heföi ég ekki getað séö allt það skemmtilega sem ég sá, en kannski oröið aö horfa á hverja kynslóðina á fætur annarri af þjóödönsurum dansa sömu dansana kiukkustundum saman í úrhellis rigningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.