Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 22
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 V Nýr veitingastaður Opið frá 11.30 ALLTAF Á LAUGARDÖGUM ií I -4 > | Vönduð og menningarleg helgarlesning Svarta Madonnan er þjóðardýrgripur Pólverja, en nunnurn- ar í Hafnarfirði hafa fengið eftirmynd og af því tilefni hefur Lesbók litiö inn hjá nunnunum. Að rósta kjötið og klína upp Haraldur Bessason prófessor skrifar um vestur-íslensku. Steinninn og hljóðið húsið Guömundur Daníelsson rýnir í Egypta- land og leyndardóma þess, forna og nýja. Fiat Uno SX reynsluekið á ítalíu. Þetta er ný gerö, sem fáanleg veröur með haustinu. HILDUR BJÖRG ÓOINN BERGRÓS ísafjörður er æði Nú fyrir stuttu var Blöndungurinn á ferð um ísafjörö og notaði tæki- færið tii aö skyggnast inn í líf ungs fólks á staön- um. Svo skemmtilega vildi til að í Sjálfstæöís- húsinu stóðu fyrir dyrum undanúrslit fyrir Ís- landsmeistarakeppnina í diskódansi. En þar sem aldurstakmark í henni er 18 ár var samhliða haldin unglingakeppni þar sem keppt var um titilinn „fsa- fjarðarmeistari í diskó- dansi. Aö sjálfsögðu mætti Blöndungurinn á staöinn til að fylgjast með dansinum, auk þess sem ætlunin var að ræða við keppendur úr ungl- ingaflokknum. DANSKEPPNIN Áöur en hin eiginlega danskeppni hófst sýndi Ástrós Guðmundsdóttir, núverandi íslandsmeistari í diskódansi, nokkur lauf- létt spor, en hún kom gagngert til aö dæma í keppninni. Það var ekki laust viö aö fiöringur kæmi í áhorfendur sem biöu óþreyjufullir eftir keppendum. Eftir nokkra bið hófst keppnin meö skakdans- atriði þeirra Ögmundar og Stefáns, en á hæla þeirra sveif Didda um gólfið. Nokkur spenna var strax tekin aö myndast meöal áhorfenda og sitt sýndist hverjum um dansinn. Heldur fór aö hitna í kol- unum þegar Bergrós tók nokkrar nettar sveiflur og ekki varö sveifla Hildar til að kæla kolin. Aö lokum sló Björg botninn í ungl- ingakeppnina á þokkafuli- an máta. Þaö veröur aö játa aö Blöndungurinn átti alls ekki von á svo góöum dansatriöum og hann haföi nú orðið vitni að. En hann fékk ekki mikinn tíma til aö njóta þess því dansinn hélt strax áfram meö hinni eiginlegu is- landsmeistarakeppnl. Einar nokkur Ólafsson braut þar ísinn og heillaöi áhorfendur meö stórgóöu dansatriöi, enda ætlaöi klappinu aldrei aö linna. Á hæla hans kom Óðinn Valsson meö hraöan og tryllingslegán dans. Greinilegt var að margir töldu hann bestan. Á eftir þeim komu þeir nafnar Úlfur Gunnarsson og Úlfur Sigurösson, sem lokaöi keppninni. Nú tók viö nokkur biö á meðan dómnefndin var aö komast aö niöurstöðu. Á meðan ríkti mikil eftir- vænting í salnum þar sem áhorfendur stungu saman nefjum og lögöu mat á keppendur. Greinilegt var aö ekki voru allir á sama máli. Eftir stundarkorn haföi dómnefndin lokiö störfum og spennan jókst stig af stigi. Dómnefndin fór sér aö engu óöslega og tilkynnti fyrst úrslitin í unglingakeppninni. Þar hlaut Hildur Gylfadóttir titilinn isafjaröarmeistari í diskódansi. En sigurvegari keppninnar og fulltrúi ísa- fjarðar í úrslitum Is- landsmeistaramótsins varö Einar Ólafsson. Seinna komst Blöndung- urinn aö því aö hann haföi ekki undirbúiö sig neitt undir keppnina, heldur veriö gripinn glóövolgur í anddyrinu og plataöur til I aö vera meö. ÚLFAR ÍSAFJÖRÐUR ER ÆÐI Þar sem Blöndungurinn vildi forvitnast eitthvaö um líf unglinga á Isafiröi náöi hann í skottið á keppendunum í ungl- ingakeppninni. Eftir aö hafa óskaö Hildi til ham- ingju með titilinn, tók hann aö forvitnast um dansmennt þeirra. — Við höfum lítiö æft okkur. Bara svona rétt fyrir keppnina. Þaö er engin aöstaöa til aö æfa sig nema þá heima á stofugólfi, en viö erum nú ekki ein í heiminum. Okkur finnst þaö megi vera danskennsla og fleiri danskeppnir. Þaö er fullt af krökkum sem hafa gaman af aö dansa en fá ekki tækifæri til þess. Þaö eru alltof sjaldan böll í skólanum og viö erum of ung til aö komast inn í Sjallann. Viö veröum aö láta okkur nægja aö standa fyrir utan og horfa á fólkið labba inn og út, eöa þá sitja á húströppum og horfa á bílana. Þaö er lítið annaö aö gera. Ekki skilja þaö samt svo að hér sé leiöinlegt. Það mætti auövitaö vera miklu meira aö gerast. En samt, isafjöröur er æöi! Eitthvað rámaöi Blönd- unginn í þaö aö minnst heföi veriö á félagsmiö- stöð. Hann vakti því máls á því. — Jú, viö höfðum hér félagsmiöstöö í tvo mán- uöi, en þá var henni lokað. Kallinn sem átti húsnæöiö var svo leiöinlegur. Endilega komdu því á prent aö hér vanti félags- miöstöð. Við erum búin aö senda bæjarstjórninni undirskriftalista um þaö. en okkur veitir örugglega ekki af stuöningi. Hér meö kemur Blönd- ungurinn þessu baráttu- máli krakkanna á Isafiröi á framfæri. Hann styður þá fullkomlega í þessu máli, þvt greinilegt er aö mikil þörf er á félagsmiöstöö þar sem krakkarnir geti hist og rætt málin, stofn- aö klúbba, æft dans og haldið diskótek. Um leiö og Blöndungurinn þakkar krökkunum á Isafiröi fyrir góöar móttökur og skemmtilegt spjall, vonast hann til aö bæjarstjórnin taki beiöni krakkanna til alvarlegrar athugunar. HALLUR MAGNÚSSON FINNBOGI MARINÓSSOI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.