Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 1
88 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
148. tbl. 71. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forsetinn í
Bólivíu í haldi
L* Paz, Bólivfu, 30. júnf. AP.
HERINN handtók í dag Hernan Siles Zuazo, forseta Bólivíu, og var hann
fluttur á brott, að því er haft er eftir heimildum innan stjórnarinnar. Starfs-
menn bandaríska sendiráðsins í borginni hafa staðfest þessar fregnir.
Mario Soares, forsætisráðherra
Portúgal, tilkynnti einnig að her-
inn hefði tekið völdin í Bólivíu, á
ráðstefnu sem haldin er i Lissabon
um þessar mundir, þar sem fjallað
er um málefni rómönsku Ameríku.
Hann sagði 130 fulltrúum á ráð-
stefnunni að Felipe Gonzalez, for-
sætisráðherra Spánar, hefði til-
kynnt sér um byltinguna símleiðis
fyrir hádegi. Varaforseti Bólivíu,
Jaime Paz Zamora, er meðal full-
trúanna á ráðstefnunni.
Að handtökunni stóð úrvals-
sveit úr lögreglunni, kölluð „Hléb-
arðarnir", sem var komið á fót
fyrir hálfu ári til að berjast gegn
kókaínkaupmönnum.
Kanada:
Turner tekinn
við af Trudeau
Ottawa, Kanada, 30. júnf. AP.
Elliott
PIERRE
Trudeau, sem
lengst allra hefur
verið leiðtogi
vestrænnar þjóð-
ar, lét af embætti
forsætisráðherra
í dag, og við því
tók eftirmaður
hans sem leiðtogi
Frjálslynda
flokksins, John Turner.
Leiðtoga- og stjórnarskiptin
fóru fram á setri Jean Sauve
landstjóra með mikilli viðhöfn, en
Trudeau hefur verið forsætisráð-
herra landsins í fimmtán ár.
Fréttamönnum og almenningi var
ekki leyft að vera viðstöddum at-
höfnina og sætti það mikilli gagn-
rýni.
Turner, sem er 55 ára gamall, er
lögfræðingur að mennt. Talið er
að hann og stjórn hans verði var-
færnari og íhaldssamari en stjórn
Trudeaus.
Turner, sem tapaði fyrir Trud-
eau í baráttunni um leiðtogasætið
í Frjálslynda flokknum árið 1968,
var fyrst dómsmálaráðherra og
síðar fjármálaráðherra áður en
hann sagði af sér árið 1975. Hann
var síðan lítið áberandi í stjórn-
málalífi þar til í mars sl. Hann
hefur verið varkár í yfirlýsingum,
en hefur lofað að berjast gegn at-
vinnuleysi og kveðst hafa í hyggju
að bæta samskiptin við Bandarik-
in.
Innan tíu daga verður Turner að
ákveða hvort hann hyggst boða til
kosninga f sumar, en samkvæmt
síðustu skoðanakönnunum hefur
Frjálslyndi flokkurinn nú töluvert
forskot fram yfir íhaldsflokkinn.
öiibrs
Dans á vængjum í forsal vinda. Myndina tók Friðþjófur Helgason Ijósmyndari Morgunblaðsins af
listflugi múkka norður undir heimskautsbaug.
Liðhlaupum ofbauð ósvífni og morðæði foringja sinna:
Sovéskir hermenn eyddu
heilu þorpi í Afganistan
London, 30. júní. AP.
LIÐHLAUPARNIR Igor Rykov
og Oleg Khlan úr sovézka hern-
um í Afganistan, sem komu til
Bretlands í vikunni, kváftust
hafa gefift sig fram vift frelsis-
sveitirnar vegna andúftar á níft-
ingsverkum, sem sovézku her-
mönnunum væri stöftugt att út í
af kaldrifjuðum yfirmönnum.
Rykov sagði sveit sína hafa
tekið af lífi hvern einasta íbúa í
þorpinu Bazarcha nærri Kanda-
har, á annað hundrað manns.
„Það búa stigamenn í þessu
þorpi. Við verðum að eyða því,“
hefði foringi þeirra sagt er hann
fann þar tómt skothylki. Karl-
menn og drengir hefðu verið
skotnir þar sem til þeirra náðist
Krefst sæðis látins manns
Creleil, Frakklandi, 30. júni. AP.
CORINNE Parpalaix, 21 árs
frönsk ekkja, hefur nú stefnt sæft-
isbanka f útborginni Kremlin-
Bicetre í París fyrir rétt, þar sem
bankinn hefur neitað henni um
djúpfryst sæfti látins manns henn-
ar, en nú telur Corinne kominn
tíma til aft verða barnshafandi.
Corinne segist ætla að sýna
fram á að ástin sé dauðanum yf-
irsterkari og heldur hún fram að
sæðisbankinn hafi framið samn-
ingsbrot með því að neita henni
um sæði manns síns, Alain
Parpalaix, sem lézt 25. desember
sl., tveimur dögum eftir brúð-
kaup þeirra.
Heldur Corinne fram að sæði
manns síns sé hennar eign.
Hann varð á sínum tima að fara
í geislameðferð vegna krabba i
eistum, og ákváðu þau að leggja
sæði inn á banka þar sem hann
átti á hættu að verða ófrjór af
meðferðinni.
Við andlát manns sins krafðist
Corinne sæðis hans, en var neit-
að. Leitaði hún ásjár heilbrigð-
isráðuneytisins, en leiddist biðin
eftir svari og leitaði því til
dómstóla. Lögfræðingar sæðis-
bankans Segja bankann aðeins
bundinn af því að skila sæðinu
til sæðisgjafans, sem væri úti-
lokað af augljósum ástæðum.
Deila þessi er sögð mjög flók-
in, bæði frá lagalegu og siðferði-
legu sjónarmiði, en ljóst mun þó
vera að dæmi dómstóllinn Cor-
inne í hag, verður barn hennar
óskilgetið skv. frönskum lögum.
en konum og stúlkum smalað
inn í hús og handsprengjum
kastað á eftir þeim.
í bréfi til Thatcher forsætis-
ráðherra sagði Rykov að eitt
sinn, er hermaður hefði óhlýðn-
ast fyrirskipun Anatoly Gev-
orkyan lautinants um að stinga
16 ára pilt til bana, hefði lautin-
antinn sjálfur gengið til verks
með byssusting sínum. Lautin-
antinn er bróðursonur sovézks
herforingja með sama nafni.
Ósamræmis gætti í frásögn
Rykovs. Hann sagði fjöldamorð-
ið í Bazarcha framið 1980, en
samkvæmt öðrum heimildum
var hann kvaddur til herþjón-
ustu 1981. Hann hefur einnig
orðið tvísaga um aldur piltsins,
sem lautinantinn stakk til bana.
Liðhlauparnir voru 11 mánuði í
haldi frelsissveitanna, jafnan í
eiturlyfjavímu, og hafa ekki
jafnað sig enn. Það skýrir
ruglingslega frásögn þeirra á
köflum, að sögn kunnugra.
Er leitað var álits sovézka
sendiráðsins í London á ummæl-
um liðhlaupanna fengust þau
svör ein að talsmaður þess væri
hættur vinnu þann daginn.
Kosningar
í Guatemala
Guatemala-borg, 30. júai. AP.
KOSNINGABARÁTTU lauk i dag fyrir
fyrstu kosningar til stjórnlagaþings
sem fram hafa fariA í landinu frá því
bvlting var gerð þar árið 1982. Þá tók
herinn völdin og kom i veg fyrir að
kjörinn forseti gæti tekið við og stjórn-
arskráin var numin úr gildi. Þeir sem
ná kjöri á morgun, sunnudag, munu
hljóta það verkefni að semja nýja
stjórnarskrá.
Mikil gróska hefur verið í allri
stjórnmálastarfsemi, en margir
stjórnmálaflokkar hafa veriö endur-
skipulagðir i samræmi við nýja
kosningalöggjöf. Margir þeirra sem
nú neyta atkvæðisréttar síns eru of
ungir til að muna siðustu kosningar
til stjórnlagaþings, en þær fóru fram
árið 1964.
Meira en 1000 frambjóðendur eru í
kjöri í 88 þingsæti, en sautján
stjórnmálaflokkar bjóða fram og eru
níu þeirra eru nýir.