Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 23
fcSCÍ hlíTL .! AUOAOinfKUS .GKJA.mVfnOííOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984
Séra Þórsteinn Ragnarsson, núverandi prestur i Miklabæ, í hinu gamla sáluhlidi kirkjugarösins.
að hann féll í ómegin. Bar Jón
honum skilaboð Solveigar og lét
prestur gera kistu að Solveigu og
bað leyfi biskups á Hólum, föður
síns, að hún mætti vera jörðuð í
kirkjugarði. Biskup taldi sig ekki
geta samþykkt það en þá var þvi
þannig háttað að þeir sem förguðu
sér fengu ekki kirkjugarðsleg. Var
Solveig þvi jörðuð utangarðs og án
yfirsöngs, en Gísli Konráðsson
segir í syrpu ritaðri á árunum
1845—1857, að Vigfús sýslumaður
Scheving hafi leyft, að gröf henn-
ar mætti grafast nokkuð inn undir
kirkjugarðsvegginn. Gísli segir
einnig að séra Odd hafi dreymt
Solveigu og hún hafi beðið hann
að syngja yfir sér og láta jarða sig
í kirkjugarði og að nálega hverja
nótt hafi hún sótt að Jóni Stein-
grímssyni og fyrir þá sök hafi
hann burtu farið um vorið.
Dauði Solveigar hafði mikil
áhrif á Miklabæ og nágrenni.
Nóttina eftir að Solveig var jarð-
sett á séra Odd að hafa dreymt
hana og hún segði við hann:
„Fyrst þú ekki unnir mér legs í
vigðri mold, skalt þú eigi heldur fá
þar að hvíla." Gerðist prestur
þunglyndur og myrkhræddur svo
að hann þorði vart einn að vera
eftir að dimma tók. Fólk þóttist
sjá Solveigu ganga ljósum logum
og oftast þannig, að hún var með
höfuðið kerrt aftur á bak, og stóð
blóðboginn úr hálsinum. Þorði
fólkið á Miklabæ ekki ofan, er
skyggja tók, og fólk þorði ekki á
milli bæja nema fleiri væru sam-
an. Séra Oddur óttaðist að vera
einn á ferð í myrkri og var það
orðinn fastur siður að bjóða hon-
um fylgd, hvar sem hann var á
ferð.
Séra Oddur hverfur
Séra Oddur messaði á Silfra-
stöðum 1. okt. 1786. Þaðan hélt
hann til Víðivalla, sem er næsti
bær við Miklabæ, en þar bjó Vig-
fús Scheving sýslumaður Skag-
firðinga. Þegar Oddur fór þaðan
var hann lítið eitt ör af vini og
kvaddi Vigfús vinnumann sinn,
Árna Jónsson (stundum er talað
um Jón Björnsson og stundum um
þá báða saman), til að fylgja séra
Oddi heim að Miklabæ en þangað
er ekki lengra en stekkjarvegur
frá Víðivöllum. Hlákustormur var
og mjög dimmt en að öðru leyti
gott veður og sagðist Árni hafa
fylgt presti alla leið að túngarði á
Miklabæ en það var mjög í efa
dregið síðar, að hann hefði fylgt
presti lengra en á túngarðinn á
Víðivöllum. Á þá prestur að hafa
átt að segja honum að hann þyrfti
ekki að fylgja sér lengra og slegið
í hestinn. Var það hið síðasta sem
nokkru sinni sást af séra Oddi
Gíslasyni á Miklabæ. Fékk Vigfús
sýslumaður mikið ámæli af að
hafa ekki gengið nógu ríkt eftir
við Árna að fylgja presti alla leið
og það svo mjög að hann var jafn-
vel talinn ráðbani hans.
Á Miklabæ heyrði fólk þetta
kvöld að riðið var i hlað og þóttist
vita að prestur væri kominn.
Sagnir greinir nú mjög á um at-
burðarás. Ein segir að einhver af
heimamönnum hafi sagt við Gísla,
son Odds: „Farðu, Gísli litli, og
opnaðu bæinn, hann faðir þinn er
kominn." Á drengurinn þá að hafa
farið fram en ekki þorað til dyr-
anna. Önnur saga segir að einn
vinnumanna hafi farið til dyra, en
mætt Solveigu eða afturgöngu
hennar i göngunum, snúið við og
eftir það hafi enginn þorað til
dyra. Hafi vinnumenn freistað
þess en Solveig ávallt varnað þeim
leiðar. Fólkið heyrði að komið var
upp á vegg baðstofunnar við
glugga einn en jafnskjótt virtist
maður þessi dreginn niður af
veggnum. Rak hann þá upp óp
mikið og þóttist fólkið kenna þar
rödd prestsins. Ætluðu menn þá
að ganga til dyra en Solveig stóð í
veginum með höfuðið kerrt á bak
aftur, blóðbogi mikill stóð úr und-
inni á hálsinum og hún otaði að
þeim hnífnum, sem hún hafði
skorið sig á háls með. Var húsum
riðið svo brakaði í hverju tré og
gekk það svo alla nóttina að eng-
inn maður festi blund á bænum.
Dauðaleit
Þegar tók að birta fór drauga-
gangur Solveigar að dvína og
gengu karlmenn þá út að hyggja
að presti en hann sást hvergi. Á
hlaðinu sáust skaflaför eftir hest-
inn og undir sessunni á hnakk
hans (aðrir segja á bæjarkampi)
lágu vettlingar prests og keyri,
sem sagnir greinir á um hvort hafi
verið brotið eða ekki, en hestur
prests var á beit á túninu.
Mönnum var safnað og hafin var
dauðaleit að séra Oddi og var leit-
að af um 40 manns i átta daga.
Leitin bar engan árangur, Oddur
fannst aldrei og fór fólk i sveitinni
að geta sér til um afdrif hans.
Neðan við túnið á Miklabæ
stendur kíll einn, sem Gegnir er
nefndur. Gegnir var þá viða hyl-
djúpur með holbökkum miklum og
virtist fólk helst hafa leitt að þvi
getur að prestur myndi hafa lent í
Gegni þótt ekki fyndist hann við
leit þar. Solveigarpyttur var hylur
einn nefndur i Gegni. Var það trú
manna að Solveig eða afturganga
hennar hafi drekkt séra Oddi í
þessum hyl og var það haft fyrir
satt að sumarið eftir hvarf prests-
ins hefði maður, sem eitt sinn
gekk þar framhjá, séð mannshönd
standa fram undan bakkanum.
Var hylurinn strax á eftir kannað-
ur en ekkert fannst. Annar Solku-
pyttur er i landi Miklabæjar uppi i
fjalli en örnefni þessi bera öðru
fremur vitni um það hve sagnirn-
ar um afdrif séra Odds hafa verið
á reiki.
Draumar
Pétur prófastur Pétursson tók
við Miklabæ að Oddi gengnum og
skömmu eftir að hann tók við
brauðinu dreymdi hann að Oddur
kæmi til sín og segði: „Sárt er það
að sjá kunningja mína riða og
ganga svo nærri mér, en geta ekki
látið vita, hvar ég er.“ Sagt er að
alþýða manna hafi trúað að Sol-
veig hefði dregið prest í gröf sína.
Töldu það flestir að Solveig mundi
hafa efnt orð sín og séð svo fyrir
að prestur fengi ekki leg í kirkju-
garði.
Annars virðast séra Oddur og
Solveig mikið hafa komið fram i
draumum. Þannig er til saga af
því þegar Jón Steingrimsson,
vinnumaðurinn, sem kom að Sol-
veigu þegar hún hafði skorið sig,
lét hnakksessu prests undir höfða-
lag sitt til að vita hvort sig
dreymdi ekki séra Odd. Og það
gerði hann því þegar hann var
sofnaður þótti honum presturinn
koma til sín og segja: „Mér var
ekki hægt að láta ykkur heyra til
mín, því að Solveig dró mig þrisv-
ar sinnum niður af baðstofuveggn-
um.“ Þótti Jóni þá Solveig koma
með hnifinn, en prestur hverfa, og
sagðist hún skyldu skera hann, ef
hann væri með slíka forvitni.
Þessi saga er til í annarri útgáfu
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar en
þar er Jón nefndur Þorsteinn, eins
og fram hefur komið og ásetti
hann sér að hætta ekki leit fyrr en
hann hefði orðið þess vís hvað hafi
orðið um húsbónda sinn. Þor-
steinn svaf i rúmi á móti konu
þeirri, er sofið hafði hjá Solveigu
(hlýtur að vera Guðlaug Björns-
dóttir), sem var bæði skýr og
skyggn. Lagði hann ýmsar eigur
prestsins undir höfðalag sitt, bað
Guðlaugu að vaka yfir sér um
nóttina en vekja sig ekki þótt
(Teikning: Gisli Sigurdsson)
„Dunar dítt í svellum
dæmdur maóur ríður"
(Einar Ben.)
hann léti illa í svefni og lagði sig
svo. Litlu eftir að hann sofnaði sá
Guðlaug að Solveig gekk inn á
gólfið og grúfði sig yfir Þorstein
og var með eitthvað í hendinni
sem Guðlaug sá ekki skýrt hvað
var. Sá hún að Solveig myndaði til
á hálsinum á Þorsteini eins og hún
vildi bregða á barkann á honum.
Fór þá Þorsteinn að berjast um á
hæl og hnakka svo Guðlaug vakti
hann en vofa Solveigar hopaði
fyrir henni. Sá Guðlaug að rauð
rák var á hálsi Þorsteins en Þor-
steinn sagði að sér hefði þótt Sol-
veig koma til sín og segja að aldrei
skyldi hann verða visari um hvað
hefði orðið um séra Odd. Þar með
hefði hún ætlað að skera hann á
háls með stórri sveðju og kenndi
hann enn sársaukans þegar hann
vaknaði.
Fætur séra Odds?
Ýmsar sagnir eru til um aftur-
göngu Solveigar en ekki eru tök á
að nefna þær hér. Þótti svipur
hennar sækjast eftir að villa
menn, sem voru einir á ferð að
næturlagi eða í myrkri og gera
þeim ýmsar glennur. Þegar séra
Jón Hallsson var prestur á Mikla-
bæ 1858—1874 átti eitt sinn sem
oftar að jarða lík í Miklabæjar-
garði. Þegar gröfin var tekin I hin-
um nýlega vígða hluta, sem hafði
orðið innangarðs við útfærslu
girðingarinnar þegar garðurinn
var stækkaður, komu grafararnir
niður á fætur og fótleggi manns.
Virtist þeim það vera karlmanns-
fætur og mjög stórir og snéru þeir
þversum við það, sem venjulegt er
að lík séu lögð í gröf, eða frá
norðri til suðurs. Hitt þótti þeim
enn furðulegra að tærnar snéru
niður. Á fótunum sögðu grafar-
arnir að hefðu verið gamaldags
reiðstígvél, allmjög fúin. Presti
varð hverft við að heyra þetta og
bað þá að moka hið snarasta yfir
gröf þessa og vísaði þeim á annan
stað þar sem þeir skyldu grafa.
Taldi prestur víst að þarna hefði
verið hitt á leiði Solveigar. Hefur
hann þá sennilegast haldið að
þetta væru fætur séra Odds.
SJÁ SÍÐU 26