Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö.
Að vilja
ekki móðga Rússa
Oþarft er að hafa mörg
orð um þá aðstöðu sem
Finnar eru í gagnvart Sovét-
mönnum. Svigrúm þeirra í
utanríkismálum er takmark-
að og bein afskipti Sovét-
manna af innanlandsmálum
eru ekki óþekkt fyrirbrigði.
Þess vegna er talað um
„finnlandiseringu", þegar
rætt er um viðleitni Sovét-
manna til þess að hafa af-
gerandi áhrif á utanríkis-
stefnu ríkja, sem ekki eru
beinlínis undir hæl þeirra.
Síðustu ár hafa vakandi
menn á Norðurlöndum haft
af því sífellt meiri áhyggjur,
að Sovétríkin stefni mark-
visst að því að ná sömu tök-
um á Svíþjóð og Noregi.
Ruddalegar aðfarir sovézkra
kafbáta í sænskri lögsögu
eru eitt dæmi um þetta,
dónaleg framkoma sovézka
utanríkisráðherrans við
sænska forsætisráðherrann
fyrr á þessu ári annað. Mikill
herbúnaður Sovétmanna i
námunda við landamæri
Norður-Noregs, harka þeirra
í viðskiptum við Norðmenn
vegna auðæfa Barentshafs
og njósnastarfsemi þeirra í
Noregi með Treholt í farar-
broddi, segir sömu sögu
gagnvart Noregi.
Um þessi viðhorf fjallar
Arnór Hannibalsson í merkri
grein í Morgunblaðinu í gær,
sem sérstök ástæða er til að
vekja athygli lesenda á. Höf-
undurinn er gjörkunnugur
hugsunarhætti Sovétmanna,
þar sem hann dvaldi lengi
við nám austur þar fyrir
aldarfjórðungi eða svo. Með
tilvísun m.a. til kafbátaferða
Sovétmanna við Svíþjóð og
Noreg segir Arnór Hanni-
balsson m.a. í grein sinni:
„Hver er tilgangur sovét-
stjórnarinnar með þessu?
Hann er sá að venja
Skandinava við nærveru
Rússa. Og það hefur tekizt.
Nú eru Svíar farnir að tala
um það (og rita í blöð) að
kafbátarnir skaði engan.
Okkar skip sigla og lífið
gengur sinn vanagang —
segja þeir. Og því þá að hafa
áhyggjur af því, þótt kafbát-
ur úr Rauða flotanum haldi
sig oft og einatt innan
sænskrar landhelgi." Arnór
Hannibalsson víkur síðan að
því að á Vesturlöndum mæli
menn styrk ríkja gjarnan í
eldflaugahausum en segir
síðan: „Sovétmenn hugsa
öðruvísi. Þeir vita mætavel,
að bardaginn ræðst ekki af
sprengju- og hvellhettu-
eignum heldur fyrst og
fremst af viljanum til að
verja sig ... Um leið og Sov-
étstjórnin finnur að látið er
undan þrýstingi hennar,
þrýstir hún aftur á með enn
meira afli og mjakast þannig
skref fyrir skref að enda-
markinu: Að hinar frjálsu
þjóðir gefi frelsi sitt upp á
bátinn og kjósi að dansa eft-
ir sovézkum nótum frekar en
að taka þá áhættu að standa
fast á sínu. En finni Sovét-
stjórnin fyrir mótspyrnu,
hopar hún eitt skref og leitar
að veikum punkti, þar sem
ganga má fram tvö skref."
Arnór Hannibalsson víkur
að friðarhreyfingum í Evr-
ópu í grein sinni og segir:
„Fyrir seinni heimsstyrjöld
voru þeir menn allmargir
uppi í Evrópu sem sögðu:
Aldrei móðga Hitler — hann
gæti tekið okkur. Auðvitað
hirti Hitler þá, sem ekki
vildu móðga hann, eftir því
sem hann sá sér fært og hag-
kvæmt. Nú eru uppi í Evrópu
fjöldahreyfingar, sem byggja
á sama hugsunarhætti.
Hann fellur vel saman við
sænska utanríkisstefnu.
Menn halda að þeir tryggi
frið með því að heiðra skálk-
inn — og kannski frelsið
líka. O, sancta simplicitas!"
Arnór Hannibalsson segir:
„Friðarbardagafólkið er
þannig mjög gagnlegt. Kost-
urinn við það er, að því er
ekki stjórnað frá Moskvu. En
það fremur sovézka hags-
muni betur en margir
kommúnistaflokkar. Fram-
sóknarmenn og kratar eru
vel séðir, svo fremi þeir bíti á
krókinn og leitist við að
veikja varnarmátt ríkja
sinna og vilja þjóða sinna til
að varðveita frelsið."
Þe^si sterku og áhrifa-
miklu aðvörunarorð Arnórs
Hannibalssonar eiga mikið
erindi til okkar íslendinga.
Þeir eru margir, sem ættu að
hugieiða þau vandlega —
ekki sízt þeir, sem sinna við-
skiptum við Sovétmenn og
hafa tilhneigingu til þess að
vilja ekki „móðga" Rússa.
g hef setið í
þessum stól
þegar slökun-
arstefnan var
vonarleiftur í
huga Vestur-
landabúa, þeg-
ar slökunar-
draumarnir urðu að engu og þegar Vestur-
landabúar reyna — sumir jafnvel í nokkurri
örvilnun — að endurvekja þessa drauma.
Hörð andsvör Sovétmanna við þessum til-
raunum ættu að gefa vísbendingu um fram-
haldið.
Af öllu þessu hef ég lært það, að einlægar
óskir Vesturlandabúa um raunhæfar við-
ræður og „sannkallaða slökun" duga ekki
einar til að þoka málum til betri vegar. Hitt
er þó enn mikilvægara, að ákafi af þessu
tagi andspænis aðila sem alltaf bregst illa
við getur verið verri en gagnslaus — hann
getur verið mjög hættulegur...
Meginspurningin er hvernig við frjálsir
menn á Vesturlöndum getum treyst og gætt
hagsmuna okkar í viðræðum, þegar við sitj-
um á rökstólum með mönnum er aðhyllast
alræðishugsjónir er byggjast á þeirri
grunnhugmynd að átök séu óhjákvæmileg.
Það sem aðildarríki Atlantshafsbandalags-
ins vilja þegar þau ræða um „stöðug sam-
skipti“ við löndin i Austur-Evrópu verður
aldrei virt af gagnaðilanum: í augum Sov-
étmanna er „stöðugleiki" í samskiptum við
Vesturlönd í hróplegu ósamræmi við kenni-
setningarnar og yfirlýst sovésk markmið.
Það er óheppilegt að menn gleyma gjarnan
einföldum staðreyndum eins og þessum. Að
mínu áliti getur bandalagið ekki látið þær
endalaust sem vind um eyru þjóta og haldið
áfram að njóta trausts sem ábyrgt afl er
tryggir vestrænt öryggi.
A meðan ég hef starfað hér hef ég einnig
orðið vitni að áhuga Vestur-Evrópuþjóða á
því að blása nýju lífi í efnahagsstarfsemi
sina í þeim tilgangi að hún vegi jafnþungt á
stjórnmálasviðinu og efnahagsstyrkur
Bandaríkjanna. Samdráttur i evrópsku
efnahagslífi hefur ekki dregið úr þessum
áhuga að nokkru marki og nýlega hefur
svipaður áhugi vaknað á sviði varnarmála.
Allt er þetta af hinu góða missi menn ekki
sjónar á öðrum mikilvægum atriðum. Gæta
verður þess að ekkert sem gert er til að efla
og styrkja getu Evrópuþjóða og treysta
samstöðu þeirra sé á kostnað Atlantshafs-
samstarfsins í öryggismálum. Frá evrópsk-
um sjónarhóli séð verður það samstarf
nauðsynlegt jafnlengi og þeir yngstu í hópi
áheyrenda minna hér í dag eru á lífi.“
Á þessa leið mælti dr. Joseph Luns föstu-
daginn 22. júnf sfðastliðinn þegar hann lét
af embætti framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandandalagsins eftir þrettán ára starf.
Carrington til starfa
Joseph Luns er í hópi þeirra manna sem
hvað mesta reynslu hafa á alþjóðavettvangi.
Enginn þarf að efast um að í kveðjuræðu
sinni hafi hann viljað ráða þeim heilt sem
áfram eru virkir í störfum fyrir Atlants-
hafsbandalagið og þá ekki síður eftirmanni
sínum, Carrington lávarði. Luns lagði ekki
út af því í ræðu sinni að hernaðarátök væru
á næsta leiti heldur minnti á hitt að í öllum
samskiptum við Sovétmenn yrðu Vestur-
landabúar að sýna aðgát og gera sér ljóst að
öll friðmæli kommúnista verður að taka
með varúð.
Harkalega hefur verið tekist á í alþjóða-
stjórnmálum undanfarin ár. Tilraunir Sov-
étmanna til að reka fleyg á milli Vestur-
Evrópu og Bandaríkjanna með því að magna
upp óttann við kjarnorkustríð hafa ekki bor-
ið tilætlaðan árangur. Brýnasta verkefnið
nú sem fyrr innan Atlantshafsbandalagsins
er að skapa breiða og óskipta samstöðu um
varnarstefnu bandalagsins, stefnu sem
byggir á því að tryggja frið með frelsi og að
hvorki verði gripið til hefðbundinna vopna
né kjarnorkuvopna nema á bandalagsríkin
sé ráðist. Þetta verður ekki gert nema haldið
sé áfram að ræða við Sovétstjórnina um
leiðir í afvopnunarmálum og til að hafa
stjórn á vígbúnaði.
Greinilegt er að þeir Joseph Luns og Carr-
ington lávarður leggja ekki sömu áherslu á
þetta síðasta atriði. í ræðu sem Carrington
flutti á vegum Alþjóðahermálastofnunar-
innar í London (IISS) í apríl 1983 komst
hann meðal annars þannig að orði:
„Vesturlönd verða að halda trúnað við það
sem þeim er kærast. Þeir sem fylgja kenn-
ingum Leníns vilja árekstra en ekki sam-
vinnu. Markmiö okkar hlýtur að vera að
leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt með
markvissum viðræðum. Það samræmist ekki
sögu okkar að heyja þögult taugastríð við
Sovétmenn og rjúfa það aðeins af og til með
háværum frýjunarorðum. Slíkt háttalag er í
ósamræmi við það sem við metum mest,
byggist á misskilningi á hegðan Sovét-
manna og stangast á við það sem þjóðir
okkar þrá mest.“
Þegar þessi orð eru íhuguð er rétt að
minnast þess að þá fyrst var unnt að draga
Sovétmenn til afvopnunarviðræðna um Evr-
ópueldflaugarnar, þegar þeir sáu að ætlunin
var að gera gagnráðstafanir vegna
SS-20-eldflauganna. Hefðu þeir náð sínu
fram sem vildu að vestræn ríki biðu aðgerð-
arlaus eftir að Sovétmönnum þóknaðist að
bjóða einhliða niðurskurð á þessum eld-
flaugum hefði öryggisleysið magnast jafnt
og þétt á Vesturlöndum og hræðslan við
nýju eldflaugarnar að lokum leitt til undir-
gefni.
Hyldýpi á milli
skodana
í sjónvarpsþætti á mánudagskvöldið þar
sem sýndar voru svipmyndir úr ferðalagi
bandarískra háskólanema um Sovétríkin og
kappræðum þeirra við Sovétmenn kom
glöggt fram hvflíkt hyldýpi er á milli skoð-
ana þeirra sem búa sitt hvoru megin við
járntjaldið. í sjálfu sér kom ekkert nýtt
fram í því sem sagt var en viðbrögð sovéskra
áheyrenda við ummælum Bandaríkjamann-
anna til dæmis um innrásina í Afganistan
voru næsta ómanneskjuleg, ef nota má svo
sterkt orð. Þeir flissuðu og fóru hjá sér. Var
það af því að þeir skömmuðust sín eða voru
þeir að lýsa vantrú sinni á að Bandaríkja-
mennirnir færu með rétt mál? Um það skal
ekkert fullyrt en eins og kunnugt er hafa
sovésk stjórnvöld sveipað innrásina í Afgan-
istan hulu og láta ekki annað berast til
þegnanna en það sem þeim hentar, með lík
látinna hermanna er jafnvel farið sem hern-
aðarleyndarmál.
Myndin minnti einnig rækilega á þá stað-
reynd hve erfitt er fyrir okkur Vesturlanda-
búa að gefa sovéskum almenningi rétta
humynd um það sem er að gerast f löndum
okkar. Á meðan núverandi hömlur eru í
gildi á miðlun upplýsinga austur á bóginn,
hvort heldur ljósvakinn er notaður eða
prentað mál, er lftil von til þess að sá skiln-
ingur skapist sem er forsenda heilbrigðra
samskipta.
Sovésk stjórnvöld nýta sér hins vegar
frelsi lýðræðisrfkjanna til að halda uppi
linnulausum áróðri leynt og ljóst. I þvf strfði
er þeim ekkert heilagt eins og dæmin sanna.
Mikil orrusta í áróðursstríðinu hefur verið
háð undanfarin misseri í kringum Evrópu-
eldflaugarnar. Þar fylktu Sovétmenn liði
með friðarhreyfingunum sem nú eru ekki
lengur fréttaefni enda hefur einn helsti for-
ystumaður friðarhreyfinganna f Hollandi
lýst því yfir að það kunni að vera þrautaráð-
ið til að fá Sovétmenn til afvopnunarviðræð-
na að koma bandarískum stýriflaugum bún-
um kjarnorkusprengjum fyrir í Hollandi.
Þessi orrusta reyndi á innviði Atlants-
hafsbandalagsins sem stóðust áraunina.
Þrjár stoðir Atlants-
hafsbandalagsins
1 þeirri ræðu sem Carrington lávarður
flutti í London fyrir rúmu ári og áður var
nefnd reifaði hann afstöðu sfna til Atlants-
hafsbandalagsins og sagði:
„Nálgast má Atlantshafsbandalagið úr
þremur áttum. í fyrsta lagi er unnt að neita
því að það eigi við nokkurn vanda að etja og
segja, að þeir sem haldi því fram láti stjórn-
ast af fjölmiðlafári. Þetta er þægilegt en
byggist á rangri og hættulegri sjálfsánægju.
Með þessu er einnig verið að gera of mikið
úr áhrifum blaðanna. Þið munið kannski
eftir því að Virginia Woolf lýsti blaða-
mennsku sem „rigningu á yfirborði sjávar".
Þetta sagði hún auðvitað áður en hún gerð-
ist blaðamaður sjálf. 1 öðru lagi má nálgast
bandalagið eins og það sé háöldruð amma
sem hafi verið að missa barnabarn sitt f
gólfið: það er að segja með því að rifja upp
gömul afrek og dugnað fyrr á árum til að
menn meti elliglöpin f réttu ljósi. í þriðja
lagi má einskorða sig við nútíð og framtíð
NATO og viðurkenna af hreinskilni það sem
aflaga hefur farið.
Þar sem ég hef verið ómyrkur í máli um
kostina kemur ykkur lfklega ekki á óvart
hvaða leið ég tel rétt að fara. Ég skal draga
það saman f stuttu máli til glöggvunar.
Bandalagið stendur á þremur stoðum: öfl-
ugum lýðræðisrfkjum með sterkt efna-
hagskerfi; traustum herstyrk sem fælir
hugsanlegan andstæðing frá hættulegum
áformum hans; og sfðast en ekki sfst fram-
tíðarsýn og raunhæfri stjórnmálastefnu
sem tryggir að hún gati ræst. Að mínu áliti
er styrkleiki tveggja fyrstu stoðanna sem ég
nefndi viðunandi, en hin þriðja of veik.
Okkur skortir hvorki vopn né vilja til að
fæla andstæðing á brott eða verjast ef nauð-
syn krefur. Við ættum ekki heldur að efast
um framtíð vestrænna lýðræðisríkja. En
Eldflaugin sést á ratsjá,
gagnflaug send af staö
Nú í júní gerðu Bandaríkjamenn þá tilraun sem lýst er á þessari mynd. Langdrægri eldflaug var
skotið frá Vandenberg-flugherstöðinni og fáeinum mínútum eftir að hún er komin á loft sést hún
á ratsjá sem er á Meck-eyju í 7600 km fjarlægð. Þaðan er gagneldflaug skotið á loft og tíu
mínútum síðar rekast eldflaugarnar hvor á aðra með þeim afleiðingum að langdræga eldflaugin,
sem getur borið kjarnorkusprengjur, eyðileggst. Þessi tilraun er talin sýna hvernig framkvæma
megi „stjörnustríðs“-hugmynd sem Ronald Reagan hreyfði fyrir rúmu ári en þrátt fyrir hana mun
það kosta milljarða dollara og taka allt að 15 ár að hrinda henni í framkvæmd.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984
25
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 30. júní
okkur skortir jákvæða stjórnmálastefnu
sem mælir fyrir um það hvernig við eigum
að takast á við Sovétmenn. Það er þessi
staðreynd sem veldur vandræðum. Takist
okkur ekki að sameinast um slíka stefnu
geta jafnvel aukaatriði leitt til vandræða
innan bandalagsins."
Stefna Carringtons,
skoðun Luns
Það var eftir að Carrington lávarður flutti
þessa ræðu í London sem Margaret Thatch-
er, forsætisráðherra Breta, tók að beita sér
fyrir því á vettvangi Atlantshafsbandalags-
ins að þessi fyrrverandi utanríkisráðherra í
stjórn hennar sem sagði af sér vorið 1982 út
af Falklandseyjadeilunni fengi fram-
kvæmdastjórastöðuna hjá NATO. Sagt er að
hún hafi byrjaö á þvi að hringja í Ronald
Reagan og falast eftir stuðningi hans og
síðan hafi hjólin farið að snúast.
Fáir vestrænir stjórnmálamenn hafa ver-
ið sakaðir um að vera óvinveittari Sovét-
mönnum síðustu misseri en einmitt Thatch-
er og Reagan, engu að síður beittu þau sér
fyrir því að maður með skoðanir Carring-
tons á hlutverki NATO og stefnumörkun
gagnvart Sovétríkjunum yrði gerður þar að
skipstjóra. Þótt áherslurnar séu ólíkar hjá
Luns þegar hann kveður og Carrington áður
en hann sest að í höfuðstöðvunum í Briissel
er ekki unnt að álykta sem svo að þeir séu á
öndverðum meiði. I raun eru þeir báðir að
ræða það sem felst í Harmel-skýrslunni frá
1967 og ítrekað var á 35 ára afmælisfundi
utanrikisráðherra NATO-ríkjanna í Wash-
ington á dögunum, að því aðeins sé unnt að
ræða við Sovétmenn að varðstaða NATO sé
nægilega öflug bæði hernaðarlega og póli-
tískt.
Auðvitað þýðir ekkert að sitja á rökstól-
um við Sovétmenn aðeins til að tala við þá,
mestu skiptir um hvað er rætt. Luns hefur
áhyggjur af því að menn láti blekkjast af því
að viðræður við Sovétmenn leysi allan
vanda, Carrington vill að NATO-ríkin móti
jákvæða, sameiginlega stefnu gagnvart Sov-
étríkjunum og ræði við þau á grundvelli
hennar. Þess hefur gætt á undanförnum
misserum að ýmsir forystumenn NATO-
ríkja í Evrópu líti á sig sem einskonar sátta-
semjara milli Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna. Slík milliganga samræmist því illa að
vera í bandalagi með Bandaríkjunum og
stjórnvöld í Washington telja hana óþarfa,
þau séu einfær um að rækta tengslin við
ráðamenn I Moskvu. Carrington lávarður
vill meðal annars berjast gegn árekstrum af
þessu tagi með hugmynd sinni um sameig-
inlega stefnu gagnvart Sovétmönnum sem
útiloki síður en svo viðræður við þá.
Vilji í Washington
Eitt af kosningamálunum í forsetakosn-
ingunum í Bandaríkjunum er að demókratar
hafa lýst því yfir að Bandaríkjaforseti og
forseti eða flokksleiðtogi Sovétríkjanna
hittist einu sinni á ári. Á blaðamannafundi
sem Reagan efndi til fyrir skemmstu var
hann mikið spurður um þetta atriði. Miðað
við reynslu af fyrri fundum leiðtoga Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna sætir það nokk-
urri furðu hve mikla áherslu bandarískir
áhrifaaðilar leggja á að efnt verði til slíks
fundar nú.
Þegar sá sem þetta ritar var í Washington
fyrir skömmu og hlýddi á háttsetta embætt-
ismenn stjórnvalda greina frá stöðunni í al-
þjóðamálum var eftirtektarvert hve mikið
þeim var í mun að skýra áheyrendum sínum
sem gleggst frá því að þrátt fyrir kuldann á
yfirborðinu ættu sér stað margvíslegar við-
ræður á milli bandarískra og sovéskra emb-
ættismanna á bak við tjöldin. Að vísu var
ljóst að ekki er verið að ræða um það sem
flestir á Vesturlöndum vilja, samdrátt og
niðurskurð herafla, en í þeim efnum hafa
NATO-ríkin með Bandaríkin í broddi fylk-
ingar lagt fram skýrar tillögur sem Sovét-
menn hafna með þjósti og neita að ræða.
„Það þarf tvo til“, eins og sagt er, svo að
umræður risaveldanna komist á rekspöl.
Enginn sem fylgist með hræringum á al-
þjóðavettvangi og leggur á þær hlutlægt
mat getur efast um viljann í Washington til
að ræða við ráðamenn í Moskvu. Það er ein-
mitt í Kreml þar sem vandræðin byrja. Síð-
an Reagan varð forseti 1981 hefur hann átt
samskipti við þrjá sovéska leiðtoga. Leonid
Brezhnev var orðinn veikur og ellihrumur
fyrir tæpum fjórum árum, Júrí Andropov
var á sjúkrabeði um helming þeirra 15 mán-
aða sem hann var við völd. Síðan í febrúar á
þessu ári hefur Konstantín Chernenko verið
forystumaður Kremlverja án þess þó að
nokkur utanaðkomandi telji að hann verði
það til frambúðar eða sé til stórræða.
Af samtölum við þá sem gjörkunnugir eru
stjórnkerfi Sovétríkjanna má ráða að jafn-
vel venjulegar afgreiðslur í utanríkisráðu-
neytinu vefjist nú fyrir skriffinnunum og
taki þess vegna lengri tíma en áður. Afstaða
Sovétstjórnarinnar til hugmynda um fund
með Chernenko og Reagan virðist álíka
steinrunnin og stjórnkerfið. Engu er likara
en Kremlverjar telji að þeir nái sinu best
fram með þvi að skella i lás eins og sendiráð
þeirra i Reykjavík og Kaupmannahöfn
gerðu þegar Sakharov-hjónunum var beðið
griða.
Hernaðartæknin
Athyglin hefur mjög beinst að vígbúnað-
arkapphlaupinu og hernaðartækni i umræð-
um um strið og frið undanfarin ár. Kjarn-
orkuvopnum hefur verið hallmælt og bent
hefur verið á ýmsar leiðir til að draga úr
gildi þessara vopna, sem hætta er á að gjör-
eyða myndu öllu lífi á jörðunni yrði þeim
beitt. Sú leið sem menn benda helst á til að
minnka líkur á því að kjarnorkusprengjum
verði kastað í Vestur-Évrópu er að auka
heðbundinn varnarmátt evrópskra aðildar-
ríkja NATO. í því efni er ný tækni að ryðja
sér til rúms sem veldur því að hefðbundin
vopn verða mun öflugri, marksæknari og
langdrægari en áður. Gerði Francois de
Rose, fyrrum sendiherra Frakka hjá NATO,
glögga grein fyrir þessu í erindi sem hann
flutti á vegum Samtaka um vestræna sam-
vinnu og Varðbergs hér í Reykjavík í maf og
birtist í Morgunblaðinu 6. júní síðastliðinn.
Hinn 23. mars 1983 kom Ronald Reagan
öllum heiminum á óvart, er óhætt að segja,
þegar hann flutti ræðu og Iagði til að
Bandaríkjamenn einbeittu sér að því að
smíða geimvopn sem nota mætti til að eyða
kjarnorkueldflaugum Sovétmanna áður en
þær næðu til skotmarka í Bandaríkjunum. í
ræðunni hvatti forsetinn „vísindamennina
sem færðu mannkyni kjarnorkuvopnin til að
nýta mikla hæfileika sína nú i þágu manns-
ins og heimsfriðar með þvf að gefa okkur
tæki er gera kjarnorkuvopnin óvirk og úr-
elt“.
Eins og gefur að skilja hafa verið skiptar
skoðanir um þessa „stjörnustríðs-ræðu“ for-
setans og er erfitt að átta sig á þvf hvað af
gagnrýninni á rætur að rekja til pólitískrar
óvildar og hvað til raunsæs mats á þeim
tæknilegu forsendum sem forsetinn nefndi
máli sínu til stuðnings. Með Reykjavíkur-
bréfi í dag er birt teikning er sýnir tilraun
Bandaríkjamanna með nýjan gagneld-
flaugabúnað.
Hertæknin tekur stórstfgum framförum
en breytir því þó ekki sem á jafnt við um
samskipti einstaklinga sem þjóða að traust
og vinátta og þar með langvinnur friður
byggist á nánum kynnum, samtölum og
samneyti.
„Audvitað
þýðir ekkert að
sitja á rökstól-
um við Sovét-
menn aðeins til
að tala við þá,
mestu skiptir
um hvað er
rætt. Luns hef-
ur áhyggjur af
því að menn
láti blekkjast
og telji að við-
ræður við Sov-
étmenn leysi
allan vanda,
Carrington vill
að NATO-ríkin
móti jákvæða
stefnu gagn-
vart Sovétríkj-
unum og ræði
við þau á
grundvelli
hennar.“