Morgunblaðið - 01.07.1984, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLl 1984
Góður áhættuleikari
er jafiwígur á aflt
Rætt við hinn írskættaða áhættuleikara Martin Grace
ÁHÆTTULEIKARAR skipa einn af þeim hépum kvikmyndagerðar-
manna, sem oft fara framhjá hinum almenna kvikmyndahúsagesti, sem
horfir á glæfraleg atriði á breiðtjaldinu og tengir þau eðlilega við andlitin
sem þar sjást, andlit sem oftast komu hvergi nærri töku eða leik í
atriðinu. Einstaka tilfelli eru þó um að leikari annist sjálfur sinn áhættu-
leik, til að mynda þegar aðalleikarar f „Apocolypse Now“, Robert De
Niro og John Savage, stukku sjálfir úr þyrlu á ferð yfir fljót, en slíkt þykir
ekki vinsælt hjá kvikmyndafyrirtækjum, enda þar með tekin sú hætta að
leikarinn slasist Slíkt gerðist einmitt hjá bandaríska leikaranum Harris-
on Ford, þegar hann vann við tökur ævintýramyndarinnar „Indiana
Jones and the Temple of Doom“. í Bretlandi starfa nú á annað hundrað
áhættuleikarar, þar af innan við 20 konur, en í Bandaríkjunum eru þeir
nokkuð yfír 1000 talsins. Áhættuleikarinn Martin Grace, sem þessa
dagana er starfandi við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi þykir einn af
þeim reyndari í sínu starfi. Hann á að baki 21 ár, bæði sem áhættuleikari
annars vegar og hins vegar sem áhættuleikari og staðgengill í senn.
Þannig er háttað um starf hans við nýju James Bond-kvikmyndina „A
View to a Kill“ sem unnið er að við Jökulsárlón. Þar leikur Grace
áhættuatriði sem staðgengill aðalleikarans, Roger Moore. Þegar vinn-
unni við lónið sleppir heldur hann áfram með hópnum til Parísar og San
Francisco, en áhættuatriðið þar mun m.a. fela í sér eltingarleik á Golden
Gate-brúnni og eru líkur á að þaðan muni „Bond“ stinga sér til sunds.
Blm. Mbl. ræddi við Graee við Jökulsárlón að loknum vinnudegi og eftir
að hafa heyrt hann rabba um hin og þessi atriði af ferli sínum, stökk af
húsaþökum, sund í ísköldu vatni, ofsakeyrslu, leik í alelda klæðum og
ferð, þar sem hann békk neðan í kláf í 1500 feta hæð, vaknaði eðlilega sú
spurning hvort áhættuleikarar væru ofurmenni.
v>
Morgunblaðið/Vilborg
„Nei, áhættuleikarar eru eng-
in ofurmenni, aðeins venjulegir
menn sem halda sér í góðri lik-
amlegri þjálfun, þekkja tæknina
við starfið og leyfa hræðslu
aldrei að ná tökum á sér,“ sagði
Grace með svip sem gaf til
kynna að þessi spurning blm.
sýndi almennt viðhorf almenn-
ings til áhættuleiks. „Annars
hefur áhættuleikari sjaldnast
ástæðu til að hræðast eitt eða
neitt,“ hélt hann áfram, „allar
aðstæður til áhættuleiks nú á
dögum eru þannig að áhættu-
leikarinn er nokkuð öruggur og
ekki í meiri hættu en fólk sem
leggur leið sína yfir götu.
Ef leikstjóri vill fá atriði þar
sem kvikmyndapersóna stekkur
ofan af þaki á nokkurra hæða
húsi og endar á steinsteyptri
götunni, þá náttúrulega stekk ég
úr þeirri hæð sem hann vill, en
kem eðlilega ekki niður á
steinsteyptan flöt, heldur lendi
ég á þar til gerðum dýnum.
{ okkar starfi er allt gert til að
láta það líta út sem glæfralegast
án þess að vera hið minnsta
hættulegt. Yfirleitt er áhættu-
leikarinn 99% öruggur með að
ekkert komi fyrir hann. Hann
verður auðvitað að vera vel að
sér og vita upp á hár hvernig á
að fara að.“
Hvers vegna gerðist þú áhættu-
leikari?
„Áhættuleikur bauð upp á það
líf sem ég vildi lifa. Starfið sem
slíkt er eðlilega mjög fjölbreytt
og spennandi. Eins hef ég frá
barnæsku hrifist af kvikmynd-
um og kvikmyndagerð, stundaði
mikið íþróttir, eins og langhlaup,
hástökk, sund og æfingar á
trambolíni, síðan lærði ég að
kafa, fór að dunda við mótor-
hjólaakstur og svona eitt og ann-
að og allt þetta kom mjög til
góða í áhættuleik. Því var kjörið
að sameina áhugamálin, auk
þess sem starfið býður upp á
mikil ferðalög sem ég hef mjög
gaman af. Til að mynda er starf-
ið búið að koma mér tvisvar
sinnum til íslands á skömmum
tíma, en hingað hafði ég aldrei
komið og hefði líklega ekki gert
annars."
Þú komst hingað vegna Enemy
Mine.
„Já, ég fór til Vestmannaeyja
og á Skógarsand og lék reyndar
áhættuatriði fyrir báða aðalleik-
arana, Louis Gossett jr. og
Dennis Quaid. Drekinn, sem
Gossett lék, átti að synda i lón-
inu sem búið var til í fjöruborö-
inu á tökustaðnum í Eyjum.
Upphaflega stóð til að staðigeng-
ill hans synti þetta, en vatnið
var það kalt að ég var fenginn til
sem áhættuleikari. Og það voru
engin ósannindi að vatnið var
virkilega kalt.
Fyrir Ouaid lék ég nokkur
stökk-atriði á Skógarsandi sem
voru ekki ýkja mikið mál og
hann hefði með góðu móti getað
gert sjálfur, eins og hann reynd-
ar vildi. En þar kom kvikmynda-
fyrirtækið inn og í hans samn-
ingi var allur áhættuleikur af-
tekinn. En hann er ungur og
áhugasamur leikari og hefur
mikinn áhuga á að geta gert sinn
áhættuleik sjálfur og því fengum
við íþróttahúsið í Vestmanna-
eyjum lánað og æfðum ýmis at-
riði sem menn þurfa að hafa á
hreinu við áhættuleik."
Varst þú I gervi drekans í lón-
inu?
„Nei, gervi hans er þannig að
það er eiginlega óvinnandi vegur
að ætla að synda í því, það er allt
of umfangsmikið til þess. Þegar
sundatriðið var tekið var ég í
kafarabúningi sem búninga-
deildin á staðnum hafði málað
þannig að hann líktist gervi
drekans. Þarna komum við líka
að atriði sem er algengt við
áhættuleik, að þegar um senu er
að ræða þar sem mikil hreyfing
er á áhættuleikaranum og jafn-
vel töluverð fjarlægð frá kvik-
myndavélinni, þá er oft auðvelt
að hafa hann í búningi sem er
kannski í engu lfkur þeim bún-
ingi sem leikarinn er í. Auga
kvikmyndahúsagestsins greinir
ekki muninn, eins og í þessu til-
viki þar sem aðeins hluti líkam-
ans var upp úr vatninu og synt á
mikilli ferð, auk þess sem ég
synti eftir vír þannig að sundið
líktist hreyfingum háhyrninga
og var ég með súrefnistæki
framan á mér til að geta verið
jöfnum höndum með höfuðið í
kafi og upp úr vatninu."
Hefur þú sérhæft þig í einhverju
varðandi áhættuleik?
„Sá sem ætlar að verða góður
áhættuleikari sérhæfir sig ekki i
neinu — hann er jafnvígur á allt
sem telst til áhættuleiks. Annað
þýðir ekki, samkeppnin í þessu
starfi er töluverð og menn verða
að vera í stöðugri þjálfun til að
geta gert allt sem leikstjórinn
biður þá um. Þetta er mjtíg ein-
falt mál, sá sem ætlar að sér-
hæfa sig í einhverju einu á mjög
takmarkaða möguleika á að
verða góður og eftirsóttur
áhættuleikari."
Hvenær vannst þú fyrst við
„Bond“-mynd?
„Fyrsta Bond-myndin sem ég
starfaði við var „Moonraker"
1966, þegar hlutverk James Bond
Martin Grace
var í höndum Sean Connery. 1
þeim áhættuatriðum sem ég var
í þar var ég ekki staðgengill
Bonds, en hef verið það f hinum
fjórum síðan, sem eru „The Spy
Who Loved Me“, „For Your Eyes
Only“, „Octopussy" og núna „A
View to a Kill“.“
Hvert var erfiðasta atriðið í
þessum myndum?
„Ætli erfiðasta atriðið sem ég
hef gert sem „Bond“ hafi ekki
verið í myndinni „Octopussy".
Það var lestaratriði þar sem ég
stökk af bíl yfir á járnbrautar-
lest þegar bæði farartækin voru
á ferð, klifraði upp á lestarþakið,
skreið eftir því og endaði í
slagsmálum. Allan tfmann var
lestin á fullri ferð og því þurfti
ég að vera mjög varkár, því að
þak á lest sem er á ferð er svo
sem ekki stöðugasti staður i
heimi. Eins stökk ég einu sinni
úr 150 feta hæð f búningi sem
var alelda og sérstaklega til þess
gerður, en það stökk var nokkuð
erfitt.
Ef þú vilt síðan fá að vita hvað
er það auðveldasta í áhættuleik
þá er það akstur og f flestum
kvikmyndum nú til dags sér
maður áhættuakstur sem lftur
út fyrir að vera stórhættulegur,
en er f raun sáraeinfaldur. Og
þegar maður er búinn að vera
áhættuleikari í nokkur ár er
maður að miklu leyti að gera
sömu hlutina aftur og aftur og
lærir að gera þá rétt.
Það sem við erum að gera hér
á lóninu er tiltölulega auðveldur
áhættuleikur, en ég á von á að
áhættuatriðin f San Francisco
verði þau erfiðustu í þessari
mynd. Annars er ekki enn búið
að sjá nákvæmlega fyrir um
hvernig þau verða. Yfirleitt veit
áhættu'eikarinn í stórum drátt-
um hvað verður gert, en það er
aldrei hægt að skipuleggja
áhættuatriði endanlega fyrr en
kvikmyndatökuhópurinn er
kominn á staðinn og menn búnir
að kynna sér allar aðstæður."
Eftir 21 ár í áhættuleik, hve
lengi hyggst þú halda þessu
áfram?
„Sem lengst. Það er varla
hægt að tala um neinn sérstakan
„líftíma" áhættuleikara, kvik-
myndir eru gerðar fyrir leikara
fram á gamals aldur og þar með
er starfsgrundvöllur áhættuleik-
ara tryggður fram f ellina. Ég
segi það ekki að auðvitað er
ólíklegt að kvikmyndahandrit
geri ráð fyrir því að sjötug
kvikmyndapersóna fari að klífa
fjöll eða stökkva fram af hús-
þaki á flótta og þvfumlikt. En
viðkomandi gæti þurft að detta
niður stiga eða eitthvað álíka
sem áhættuleikari á svipuðum
aldri myndi þá gera.
Fyrir mitt leyti þá hef ég
áhuga á að fara með tfmanum út
f leikstjórn áhættuatriða, enda
eru margir af bestu áhættuleik-
stjórum í dag fyrrverandi
áhættuleikarar, menn sem
þekkja starfið vel og vita hversu
langt er hægt að ganga f áhættu-
atriðum. Þar fyrir utan er
kvikmyndagerð afskaplega heill-
andi viðfangsefni, þó að það sé
ekki alltaf beint auðvelt. Sem er
kannski ástæðan fyrir því
hversu heillandi starfið er. En
þegar þar að kemur, sem ég á nú
ekki von á að verði í náinni
framtíð, að ég fer að snúa mér að
öðru, er næsta vfst að það verður
ekki mjög langt frá minu starfi
þessa stundina, ég hef allavega
ekki enn kynnst öðru starfi sem
ég gæti hugsað mér,“ sagði
Martin Grace að lokum.
r ^
Kork-o-Plast
(iólf-Gljái
Fyrir PVC-filmur, linoleum,
gúmmí, parket og steinflíjjar.
CC-Floor Polish 20(KI (jefur emi-
ingargóða gljáhúð.
Notkun: Þvoið gólfið.
Iterið CC-Floor Polish 2000 óþynnt
á gólfið með svampi eða rakri
tusku
Notið efnið sparlega en jafnt. Lát-
ið þorna i .'t0 min.
A illa farin gólf þarf að bera
2—lisvar á gólfið
Til að viðhalda gljáanum er nóg að
setja 1 tappafylii af (Y’-Floor Pol•
ish 2(KK) i venjulega vatnslotu al
volgu vatni.
Til að fjarlægja gljáann er best að
nota R-1000 þvottaefni frá sama
framleiðanda.
Notið aldrei salmiak eða onnur
sterk sápuefni á Kork-o-Plast.
kinkaufnhoA á íslandi:
1». Porgrímsson & ('o.,
\rmula 16, Keykjavík, n. 3M640.
L. A
Hef opnaö skóvinnustofu aö Grettisgötu 3.
Tek aö mér allar almennar skóviögeröir.
Mikiö úrval af áburöum, reimum o.fl.
Þráinn Jóhannsson,
Grettisgötu 3, s. 21785.